Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Róbert og Bjarni Jens unnu í 3. umferđ

Bjarni Jens KristinssonRóbert Lagerman (2325) og Bjarni Jens Kristinsson (2033) unnu báđir í 3. umferđ Sunny Beach-mótsins sem fram fór í Albena í Búlgaríu í dag.   Páll A. Ţórarinsson (2264) gerđi jafntefli.  Allir tefldu ţeir viđ stigalćgri andstćđinga.    Róbert hefur 2 vinninga en Páll og Bjarni hafa 1,5 vinning. 

158 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 12 stórmeistarar.  Róbert er nr. 33 í stigaröđ keppenda, Páll nr. 45 og Bjarni Jens nr. 100.


Rimaskóli endađi međ brons - Salaskóli vann í lokaumferđinni - Norđmenn unnu

20110828 Nm grunnskolasveita r4 004Salaskóli átti góđan lokadag á NM grunnskólasveita.  Í síđari umferđ dagsins voru Finnar lagđir 2,5-1,5.  Hilmir Freyr Heimisson og Hildur Berglind Jóhannsdóttir unnu en Birkir Karl Sigurđsson gerđi jafntefli.  Rimaskóli átti hins vegar slćman dag og í lokaumferđinni töpuđu ţeir fyrir Dönum 0,5-3,5.  Oliver Aron Jóhannesson gerđi jafntefli.  Rimaskóli náđi engu ađ síđur bronsinu en Salaskóli endađi í 5. sćti.  Norđmenn höfđu yfirburđi en ađeins munađi svo 1 vinningi á sveitinni í 2. og 6. sćti.   Hildur Berglind fékk verđlaun fyrir bestan árangur varamanns.

Skákstjórn var ađ mestu í höndum Páls Sigurđssonar en honum til ađstođar var Ólafur S. Ásgrímsson.  Birna, kona Ólafs, hélt utan um veitingar af sínum mikla myndarskap.  Tćknistjórn var í höndum Halldórs Grétars Einarssonar og Páls.  Páll sló inn einnig inn skákir mótsins.  Ásdís Bragadóttir var hins vegar ađal skipuleggjari mótsins og voru hinir erlendu gestir mjög ţakklátir fyrir vel skipulagt mót. 

Myndir frá verđlaunaafhendingunni koma síđar.

Úrslit 5. umferđar:

  • Salaskóli - Finnland 2,5-1,5 
  • Danmörk - Rimaskóli 3,5-0,5
  • Noregur - Svíţjóđ 3,5-0,5 

Lokastađan:

  1. Noregur 15,5 v.
  2. Svíţjóđ 9,5 v.
  3. Rimaskóli 9 v. (5 stig)
  4. Danmörk 9 v. (2 stig)
  5. Salaskóli 8,5 v. (4 stig)
  6. Finnland 8,5 v. (3 stig)

Árangur sveitarmeđlima:

Rimaskóli:

  1. Dagur Ragnarsson 1,5 v. af 5
  2. Oliver Aron Jóhannesson 3 v. af 5
  3. Jón Trausti Harđarson 3 v. af 5
  4. Hrund Hauksdóttir 1 v. af 3
  5. Kristinn Andri Kristinsson 0,5 v. af 2

Salaskóli:

  1. Guđmundur Kristinn Lee 1 v. af 5
  2. Birkir Karl Sigurđsson 2 v. af 5
  3. Hilmir Freyr Heimisson 2,5 v. af 4
  4. Jón Smári Ólafsson 0 v. af 1
  5. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 3 v. af 4
  6. Eyţór Trausti Jóhannsson 0 v. af 1

 


Albena: Slćmt gengi í 2. umferđ

RóbertIlla gekk hjá íslensku skákmönnum í 2. umferđ Sunny Beach-mótsins sem fram fór í Albena í Búlgaríu í dag.  Ţeir töpuđu allir.   Róbert og Páll Agnar hafa 1 vinning en Bjarni Jens hefur 0,5 vinning.  Ţriđja umferđ fer fram á morgun. 

158 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 12 stórmeistarar.  Róbert er nr. 33 í stigaröđ keppenda, Páll nr. 45 og Bjarni Jens nr. 100.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hnignandi veldi Rússa á skáksviđinu

Peter SvidlerÝmsir ţykjast hafa séđ teikn á lofti um hnignandi veldi Rússa á skáksviđinu. Samkeppni viđ granna ţeirra stađfesta ţetta međ ótvírćđum hćtti; á síđasta Ólympíumóti voru Úkraínumenn óstöđvandi og á heimsmeistaramóti landsliđa í Kína á dögunum voru Armenar aftur „mćttir til leiks" og unnu sannfćrandi sigur. Tími Kasparovs og Karpovs er liđinn og arftakar ţeirra í rússneska liđinu brokkgengir ađ ýmsu leyti og enginn skákmađur í sjónmáli sem hafđi jafn augljósa leiđtogahćfileika og Kasparov, sem stundum tók ađ sér liđsstjórn ţeirra og hafđi jafnvel móđur sína til ađstođar.

Vladimir Kramnik kom fram á Ólympíumótinu í Manila áriđ 1992 ţegar veldi Kasparovs stóđ sem hćst . Hann náđi frábćrum árangri en skaphöfn hans var annarrar gerđar og engrar leiđsagnar ţađan ađ vćnta. Ţegar Rússar mćttu á heimsmeistaramót landsliđa í Luzern 1993 var Garrí ađ tefla viđ Nigel Short í London og Rússar náđu sér aldrei á strik. Spurning nú er hvort rofa muni til á nćstu árum. Ţeir hafa „endurheimt" tvo öfluga skákmenn, Peter Svidler og Alexander Morozevich sem er farinn ađ tefla aftur eftir nokkurt hlé. Á rússneska meistaramótinu sem lauk í vikunni fékk Svidler uppreisn ćru eftir slaka frammistöđu á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk.

Lokaúrslit urđu ţessi:

1. Svidler 5 v. ( af 7 ) 2. Morozevich 4 ˝ v. 3. - 5. Karjakin, Gruiscghuk og Kramnik 4 v. 6. Nepomniahtchi 3 v. 7. Galkin 2 v. 8. Timofeev 1 ˝ v.

Svidler var búinn ađ tryggja sér sigur fyrir lokaumferđina en tapađi ţá fyrir Moro í ađeins 31 leik. Hann fékk harđa og óvćgna gagnrýni frá ţjálfara Rússa á síđasta Ólympíumóti, Evgení Bareev, sem lýsti yfir undrun sinni á ţví ađ ţessi ágćti skákmađur virtist ekki kunna byrjanirnar sínar almennilega. Ósanngjarnt fannst sumum en eitthvert sannleikskorn til í ţessu; Svidler er mikill ađdáandi sýrutónlistar sjöunda áratugarins en bođsskapurinn ţar er stundum dálítiđ ţokukenndur, brautirnar ekki alltaf beinar og hćpna leiđsögn ţađan ađ fá ţegar skáklistin er annarsvegar. Á meistaramótinu dró Svidler úr pússi sínu eitt og annađ gamalt og nýtilegt úr smiđju gömlu meistaranna, og var farsćll á stundum eins og eftirfarandi skák ber međ sér:

Artyom Timofeev - Peter Svidler

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rge7

Ţetta afbrigđi spćnska leiksins sást stundum í skákum Wilhelm Steinitz. Riddaranum er raunar oftar valinn stađur á e7 strax í ţriđja leik.

5. c3 g6 6. d4 exd4 7. Rxd4

Skarpara og sennilega betra er 7. cxd4.

7. ... Bg7 8. Be3 O-O 9. O-O b5 10. Bc2 Re5 11. a4 Hb8 12. axb5 axb5 13. Rd2 d6 14. h3 c5 15. R4f3 R5c6 16. Bf4 Hb7!

Snjall leikur. Hrókurinn stefnir á d7 ţar sem hann er góđur til varnar og gagnsóknar.

17. De2 c4 18. Hfd1 Hd7 19. Rf1 d5 20. Bg5 Dc7 21. De3 b4 22. Bf4

Varla nćgilega markvisst, 22. Ba4 kom sterklega til greina.

22. ... Dd8 23. Bh6 d4! 24. cxd4 Rxd4 25. Bxg7 Rxf3 26. Dxf3 Kxg7 27. e5 f6? 28. Re3?

Missir ţráđinn. Eftir 28. Ha7! er erfitt ađ verja svörtu stöđuna.

28. ... b3! 29. Be4 Dc7 30. Hdc1 Hd4 31. Dg3

Smá brella sem Svidler verst auđveldlega.

31. ...f5 32. Bf3 f4 33. Dh4

GAGNSQB933. ... h6!

Ţessi einfaldi peđsleikur gerir út um tafliđ.

34. Rg4 Rf5

- og hvítur gafst upp.

 

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

-------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum 14. ágúst 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Góđur sigur Salaskóla - stórt tap hjá Rimaskóla

20110828 Nm grunnskolasveita r4 004Skáksveit Salaskóla vann góđan 3-1 sigur á dönsku sveitinni í fjórđu og nćstsíđustu umferđ NM grunnskólasveita sem fram fór í skákmiđstöđunni í Faxafeni í morgun.  Guđmundur Kristinn Lee, Hilmir Freyr Heimisson og Hildur Berglind Jóhannsdóttir unnu öll.  Rimaskóli steinlá hins fyrir norsku sveitinni 0,5-3,5.  Ţađ var ađeins Kristinn Andri Kristinsson sem náđi jafntefli.  Rimaskóli er í ţriđja sćti fyrir lokaumferđina sem hefst kl. 15 en Salaskóli er í fimmta sćti.    Norđmenn eru komnir međ ađra höndina á Norđurlandameistaratitilinn.

 Úrslit 3. umferđar:

  • Salaskóli - Danmörk 3-1
  • Rimaskóli - Noregur 0,5-3,5
  • Svíţjóđ - Finnland 2,5-1,5

Stađan:

  • 1. Noregur 12 v.
  • 2. Svíţjóđ 9 v.
  • 3. Rimaskóli 8,5 v.
  • 4. Finnland 7 v.
  • 5. Salaskóli 6 v.
  • 5. Danmörk 5,5 v.

 


Heimsbikarmótiđ hófst í morgun

Shirov-Karjakin tefla báđir á World CupHeimsbikarmótiđ í skák (World Cup) hófst í dag í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi.  Ţátt taka 128 skákmenn og er teflt eftir útsláttarfyrirkomulagi, tveggja skáka einvígi.

Hćgt er ađ fylgjast skákunum međ lifandi skákskákskýringum á vefsíđu mótsins ţar sem myndarvélgar grípa andrúmsloftiđ á skákstađ.

Međal keppenda eru: Karjakin, Ivanchuk, Ponomariov, Grischuk, Kamsky, Svidler, Navara, Shirov, Movsesian, Morozevich og eini fulltrúi Norđurlandanna, Peter Heine Niellsen.

Heimasíđa mótsins


Myndir frá Iceland Express mótinu

Reykjavíkurmeistarar Vals
 

Fjölda mynda má nú finna frá Iceland Express mótinu - Reykjavíkurmóti íţróttafélaga.   Hrafn Jökulsson á heiđurinn af ţesum frábćru myndum.  Stemningin á Hlíđarenda var góđ og keppnin vćntanlega komin til ađ vera.

Skákakademía Reykjavíkur stóđ fyrir mótinu ađ miklum myndarskap.   Nćst verđur vćntanlega stefnt á landskeppni. 

Myndir frá mótinu má finna má finna í myndaalbúmi mótsins.

 


Rimaskóli međ jafntefli og er í 2. sćti - Salaskóli tapađi

20110828 Nm grunnskolasveita 006Skáksveit Rimaskóla gerđi 2-2 jafntefli viđ finnsku sveitina í ţriđju umferđ NM grunnskólasveita sem fram fór í dag.  Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson unnu sínar skákir.  Sveitin er í 2. sćti međ 8 vinninga, hálfum vinningi á eftir norsku sveitinni.  Salaskóli tapađi 0,5-3,5 fyrir sćnsku sveitinni, Hilmir Freyr Heimisson gerđi jafntefli.  Sveitin er neđst en á eftir sveitirnar í 4. og 5. sćti.  Fjórđa og nćstsíđasta fer fram í fyrrmáliđ og hefst kl. 9.  Ţá mćtast Rimaskóli og norska sveitin í viđureign sem getur ráđiđ úrslitum. 

 Úrslit 3. umferđar:

  • Rimaskóli - Finnland 2-2
  • Salaskóli - Svíţjóđ 0,5-3,5
  • Noregur - Danmörk 2,5-1,5

Stađan:

  • 1. Noregur 8,5 v.
  • 2. Rimaskóli 8 v.
  • 3. Svíţjóđ 6,5 v.
  • 4. Finnland 5,5 v.
  • 5. Danmörk 4,5 v.
  • 6. Salaskóli 3 v.

 


Góđ byrjun í Albena

Bjarni Jens KristinssonŢrír íslenskir skákmenn taka ţátt í alţjóđlega Sunny Beach-mótinu sem fram fer í Albena í Búlgaríu.  Mótiđ byrjađi vel fyrir íslensku skákmennina.  Róbert Lagerman (2325) og Páll Agnar Ţórarinsson (2264) unnu mun stigalćgri andstćđinga en Bjarni Jens Kristinsson (2033) gerđi jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Christian Koepke (2410).  

Í 2. umferđ sem fram fer á morgun teflir Páll Agnar viđ rússneska stórmeistarann Krasimir Rusev (2528).  Skák hans verđur sýnd beint á heimasíđu mótsins og hefst kl. 12:30 á morgun.  

158 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 12 stórmeistarar.  Róbert er nr. 33 í stigaröđ keppenda, Páll nr. 45 og Bjarni Jens nr. 100.


Valsmenn öruggir sigurvegar á Iceland Express-mótinu

Helgi og Jón L. Valsmenn unnu sannfćrandi sigur á Iceland Express mótinu - Reykjavíkurmóti íţróttafélaga í skák sem fram fór í dag á Hlíđarenda.  Liđ Valsmanna, sem skipađ var fjórum Íslandsmeisturum, hlaut 16 stig af 18 mögulegum, ađeins Framarar sem náđu jafntefli gegn stórveldinu og samtals 24 vinninga ađ 28 mögulegum .  Ţróttarar urđu ađrir međ 16 stig og óhćtt er ađ segja ađ ţađ hafi verulega á óvart.  Ţróttarar lögđu t.d. Framara og KR-inga sem fyrirfram voru taldir hafa mun sterkara liđ.  KR-ingar urđu ţriđju, Víkingar urđu fjórđu og Framarar enduđu í fimmta sćti.

12

Jón Viktor Gunnarsson stóđ sig allra best allra en hann var sá eini sem vann allar sínar skákir.  Jón L. Árnason hlaut 6,5 vinning og Jóhann Hjartarson hlaut 5,5 vinning í 6 skákum.

Reykjavíkurmeistarar Vals:

  1. Héđinn Steingrímsson 5,5 v. af 7
  2. Helgi Ólafsson 5 v. af 7
  3. Jón L. Árnason 6,5 v. af 7
  4. Jón Viktor Gunnarsson 7 v. af 7

Liđsstjóri og fyrirliđi Valsmanna, Gunnar Björnsson, tók kampakátur viđ bikarnum í mótslok.  Helgi Ólafsson bađ um orđiđ í mótslok og bađ fyrir kćrri kveđju frá Hemma Gunn.  Hemmi Gunn sagđi Framara ávallt sérstaklega velkomna í Valsheimiliđ til ađ skođa bikaraskápinn.

Lokastađan:

  1. Valur 19 stig (24 v.)
  2. Ţróttur 16 stig (18,5 v.)
  3. KR 11 stig (17,5 v.)
  4. Víkingur 11 stig (16 v.)
  5. Fram 9 stig (16 v.)
  6. Fylkir 8 stig (13,5 v.)
  7. Stelpuliđiđ 2 stig (4 v.)
  8. Leiknir 1 stig (2,5 v.)

Framkvćmd mótsins var í afar góđum höndum Skákakademíu Reykjavíkur.  Ljóst er ađ ţetta mót ţarf ađ halda áfram og ţá helst á landsvísu.

Miklu fleiri vćntanlegar í kvöld. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8764059

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband