Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hnignandi veldi Rússa á skáksviđinu

Peter SvidlerÝmsir ţykjast hafa séđ teikn á lofti um hnignandi veldi Rússa á skáksviđinu. Samkeppni viđ granna ţeirra stađfesta ţetta međ ótvírćđum hćtti; á síđasta Ólympíumóti voru Úkraínumenn óstöđvandi og á heimsmeistaramóti landsliđa í Kína á dögunum voru Armenar aftur „mćttir til leiks" og unnu sannfćrandi sigur. Tími Kasparovs og Karpovs er liđinn og arftakar ţeirra í rússneska liđinu brokkgengir ađ ýmsu leyti og enginn skákmađur í sjónmáli sem hafđi jafn augljósa leiđtogahćfileika og Kasparov, sem stundum tók ađ sér liđsstjórn ţeirra og hafđi jafnvel móđur sína til ađstođar.

Vladimir Kramnik kom fram á Ólympíumótinu í Manila áriđ 1992 ţegar veldi Kasparovs stóđ sem hćst . Hann náđi frábćrum árangri en skaphöfn hans var annarrar gerđar og engrar leiđsagnar ţađan ađ vćnta. Ţegar Rússar mćttu á heimsmeistaramót landsliđa í Luzern 1993 var Garrí ađ tefla viđ Nigel Short í London og Rússar náđu sér aldrei á strik. Spurning nú er hvort rofa muni til á nćstu árum. Ţeir hafa „endurheimt" tvo öfluga skákmenn, Peter Svidler og Alexander Morozevich sem er farinn ađ tefla aftur eftir nokkurt hlé. Á rússneska meistaramótinu sem lauk í vikunni fékk Svidler uppreisn ćru eftir slaka frammistöđu á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk.

Lokaúrslit urđu ţessi:

1. Svidler 5 v. ( af 7 ) 2. Morozevich 4 ˝ v. 3. - 5. Karjakin, Gruiscghuk og Kramnik 4 v. 6. Nepomniahtchi 3 v. 7. Galkin 2 v. 8. Timofeev 1 ˝ v.

Svidler var búinn ađ tryggja sér sigur fyrir lokaumferđina en tapađi ţá fyrir Moro í ađeins 31 leik. Hann fékk harđa og óvćgna gagnrýni frá ţjálfara Rússa á síđasta Ólympíumóti, Evgení Bareev, sem lýsti yfir undrun sinni á ţví ađ ţessi ágćti skákmađur virtist ekki kunna byrjanirnar sínar almennilega. Ósanngjarnt fannst sumum en eitthvert sannleikskorn til í ţessu; Svidler er mikill ađdáandi sýrutónlistar sjöunda áratugarins en bođsskapurinn ţar er stundum dálítiđ ţokukenndur, brautirnar ekki alltaf beinar og hćpna leiđsögn ţađan ađ fá ţegar skáklistin er annarsvegar. Á meistaramótinu dró Svidler úr pússi sínu eitt og annađ gamalt og nýtilegt úr smiđju gömlu meistaranna, og var farsćll á stundum eins og eftirfarandi skák ber međ sér:

Artyom Timofeev - Peter Svidler

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rge7

Ţetta afbrigđi spćnska leiksins sást stundum í skákum Wilhelm Steinitz. Riddaranum er raunar oftar valinn stađur á e7 strax í ţriđja leik.

5. c3 g6 6. d4 exd4 7. Rxd4

Skarpara og sennilega betra er 7. cxd4.

7. ... Bg7 8. Be3 O-O 9. O-O b5 10. Bc2 Re5 11. a4 Hb8 12. axb5 axb5 13. Rd2 d6 14. h3 c5 15. R4f3 R5c6 16. Bf4 Hb7!

Snjall leikur. Hrókurinn stefnir á d7 ţar sem hann er góđur til varnar og gagnsóknar.

17. De2 c4 18. Hfd1 Hd7 19. Rf1 d5 20. Bg5 Dc7 21. De3 b4 22. Bf4

Varla nćgilega markvisst, 22. Ba4 kom sterklega til greina.

22. ... Dd8 23. Bh6 d4! 24. cxd4 Rxd4 25. Bxg7 Rxf3 26. Dxf3 Kxg7 27. e5 f6? 28. Re3?

Missir ţráđinn. Eftir 28. Ha7! er erfitt ađ verja svörtu stöđuna.

28. ... b3! 29. Be4 Dc7 30. Hdc1 Hd4 31. Dg3

Smá brella sem Svidler verst auđveldlega.

31. ...f5 32. Bf3 f4 33. Dh4

GAGNSQB933. ... h6!

Ţessi einfaldi peđsleikur gerir út um tafliđ.

34. Rg4 Rf5

- og hvítur gafst upp.

 

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

-------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum 14. ágúst 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband