Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

NM í skólaskák: Fulltrúar Íslands

NM í skólaskák fer fram í Espoo í Finnlandi dagana 17.-19. febrúar.  Búiđ er ađ velja fulltrúa Íslands. 

Eftirtaldir voru valdir:

A-flokkur 92-94
Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
Nökkvi Sverrisson
 
B-flokkur 95-96
Mikael Jóhann Karlsson
Birkir Karl Sigurđarson
 
C-flokkur 97-98
Dagur Ragnarsson
Oliver Aron Jóhannesson
 
D-flokkur 99-2000
Jón Kristinn Ţorgeirsson
Kristófer Jóel Jóhannesson
 
E-flokkur 2001 og yngri
Vignir Vatnar Stefánsson
Og verđandi Íslandsmeistari barna 2012 fćr hitt sćtiđ.

Jólaskákmót KR í kvöld

KR KAPPMÓT 051211 ESE 1Góđ ţátttaka hefur veriđ kappskákmótum KR-inga undanfarnar vikur ađ jafnađi 20 keppendur ađ tafli og hart barist.  Birgir Berndsen hefur veriđ einna sigursćlastur en Jón Friđjónsson,  Gunnar Gunnarsson,  Siguringi Sigurjónsson, Ingimar Jónsson Vilhjálmur Guđjónsson, Sigurđur A. Herlufsen og Guđfinnur R. Kjartansson hafa einnig tyllt sér í efsta sćtiđ og oftast veriđ međal efstu manna.

Tefldar eru 13 skákir međ 7 mín. uht.  í striklotu og ţví ekki heiglum hent ađ taka ţátt.

Í kvöld verđur haldiđ sérstakt JÓLAKAPPMÓT í KR-heimilinu í Frostaskjóli og mikiđ um dýrđir.

Glćsilegir jólapakkar í verđlaun og vinningahappdrćtti í gangi auk ţess sem menn fá 3 stig fyrir unna skák, 1 stig fyrir jafntefli  og ekkert fyrir tap, líkt og  í knattspyrnuvellinum  ţegar mest er um ađ vara.

Ýtt verđur á klukkurnar kl. 19.30   

Meira á www.kr.is (skák)

Myndaalbúm (ESE)


Frétt RÚV um Friđriksmót Landsbankans

Henrik í viđtali viđ Hjört Júlíus frá RÚVRíkissjónvarpiđ fjallar ţessa dagana um skák daglega.   Í kvöld var frétt um Friđriksmótiđ á RÚV og međal annars viđtal Hjartar Júlíusar viđ Henrik Danielsen.

Frétt RÚV um Friđriksmótiđ (skrolla á 24:40-26:10)


Myndir frá Friđriksmóti Landsbankans

Hrafn Jökulsson tók fjölda mynda á Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hrađskák sem fram fór í dag í útibúi bankans, Austurstrćti 11.   Um mótiđ má lesa hér.

Myndirnar má finna í myndaalbúmi mótsins en hér má sjá nokkur sýnishorn.  Fleiri myndir eru vćntanlegar í albúmiđ á nćstum dögum.

 

Gunnar, Henrik og Ţorsteinn
Gunnar forseti, Henrik Íslandsmeistari og Ţorsteinn útibússtjóri
 
Brćđur spá í spilin
Brćđurnir ađ rćđa jólabođin eđa skákina?
 
Jón L. og Ţorsteinn útibússtjóri

 

Arionbankamađurinn Jón L. ánćgđur međ Landsbankatékkann

Björgvin og Nansý

Björgvin og Nansý - ţar fyrir aftan grillir í Gauta Pál og Pétur

 

Frćndur og feđgar

Ćttarmót?  Brćđrasynirnir Hilmir Hrafnsson og Bjarki Arnaldarson.  Hrafn horfir á.

Landsliđsmennirnir Hjörvar og Bragi

Landsliđsmennirnir Hjörvar og Bragi

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţegar Guđmundur Pálmason vann Fuderer

Guđmundrur PálmasonVefur sem greinarhöfundur lítur inná annađ veifiđ og alţjóđaskáksambandiđ FIDE heldur úti ber nafniđ www.olimpbase.org.

Ţar er hćgt ađ finna úrslit og skákir úr öllum helstu flokkakeppnum síđustu aldar. Nýjasta viđbótin á vefnum er umfjöllun um ólympíumót stúdenta en ţau hófust snemma á sjötta áratugnum og runnu sitt skeiđ á enda undir lok ţess áttunda.

Á fyrstu stúdentamótunum voru Friđrik Ólafsson, Guđmundur Pálmason, Ingvar Ásmundssson, Ţórir Ólafsson og Jón Einarsson duglegastir ađ tefla fyrir Íslands hönd. Í umfjöllun um mótiđ 1956, sem fram fór í Uppsala í Svíţjóđ, er ţess getiđ ađ hinir geđţekku íslensku skákmenn hafi naumlega misst af sćti í A-úrslitum en engu ađ síđur hafi Friđrik og Guđmundur verđlaun fyrir frammistöđu sína á 1. og 2. borđi.

Svo skemmtileg ţóttu ţessi mót ađ Íslendingar, međ ţá Jón Böđvarsson og Bjarna Felixson í broddi fylkingar, sóttu um og héldu stúdentamótiđ áriđ 1957. Tveir framtíđarheimsmeistarar mćttu til leiks í Sjómannaskólann í Reykjavík, Mikhael Tal og Boris Spasskí og ađrir ţekktir skákmenn voru t.d. Bent Larsen og William Lombardy.

Guđmundur Pálmason, sem síđar varđ einn kunnasti jarđvísindamađur okkar, tefldi aldrei mikiđ en hélt engu ađ síđur furđu miklum styrkleika alla tíđ. Á ferlinum gerđi hann jafntefli viđ ţrjá heimsmeistara: Euwe, Tal og Spasskí. Hann tók ţátt í fjórum stúdentamótum og tefldi á 1. borđi ţegar Íslendingar náđu hvađ bestum árangri, 6. sćti í Lyon 1955. Ţar mćtti hann heimsmeistaraefni Júgóslava, Andrija Fuderer, sem um ţađ leyti var ein skćrasta stjarna skákarinnar á alţjóđavettvangi. Ţegar Fuderer lést á dögunum var hans minnst fyrir tilţrif sem minntu á Tal og snilldarskákir rifjađar upp ţar sem hann lék sér ađ ţví ađ vinna meistara á borđ viđ Najdorf og Bronstein. Skákin í viđureign Íslendinga og Júgóslava í Lyon áriđ 1955 sýnir hversu öflugur Guđmundur var, áreynslulaus stíllinn minnir á Smyslov:

Guđmundur Pálmason - Andrija Fuderer

Hollensk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 f5

„Grjótgarđurinn" var vinsćl byrjun á ţessum árum.

5. Bd3 Rf6 6. Rf3 Bd6 7. O-O O-O 8. Dc2 Re4 9. Re5 Rd7 10. f3 Bxe5 11. dxe5 Rec5 12. f4 Rxd3 13. Dxd3 b6 14. b4! a5 15. b5 Rc5 16. Dd4 cxb5 17. cxb5 Hf7 18. Ba3 Hc7 19. Hfc1 Bd7 20. Bxc5 Hxc5 21. a4!

Teflir upp á ađ halda biskupinum frá, ţekktum vandrćđagrip í hollensku vörninni . Riddarinn er betri ţar sem hann hefur ađgang ađ d4-reitnum.

21. ... Hc4 22. Dd1 Hac8 23. Re2! De7 24. Hxc4 Hxc4 25. Hc1 He4 26. Rg3!

gkgod11u.jpg-Sjá stöđumynd-

26. ... Hb4

Af hverju hirti Fuderer ekki e3 peđiđ? Sennilega út af eftirfarandi afbrigđi: sér: 27. Dd4! Da3 28. Hc7! Be8 og nú 29. Dxb6! ( betra en 29. Rxf5 exf5 30. e6 He1+31. Kf2 Da1! 32. Hxg7 Kh8 og svartur sleppur ) Kf8 30. Dd6+! Dxd6 31. exd6 og svartur rćđur ekki viđ d6-peđiđ.

27. Hc7 Dd8 28. Hc3 Be8 29. h3!

Góđur fyrirbyggjandi leikur.

29. ... g5 30. Re2 Bf7 31. Dc2 Kg7 32. Hc8 De7 33. Hc7 Hb2 34. Dc6 Dc5

34. .... Dd8 stođađi lítt. Eftir 35. Rd4! getur svartur enga björg sér veitt.

35. Dd7! Dxc7 36. Dxc7 Hxe2 37. Dxb6 g4 38. Kh2 h5 39. h4 Ha2 40. Dxa5 Ha3

- og Fuderer gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 11. desember 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Henrik Danielsen Íslandsmeistari í hrađskák

Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigrađi á Friđriksmóti Lansbankans - Íslandsmótinu í hrađskák sem fram fór í húsakynnum Landsbankans í Austurstrćti 11 í dag.  Henrik hlaut 9,5 vinning í 11 skákum.  Björn Ţorfinnsson varđ annar međ 9 vinninga.

Í 3.-6. sćti urđu Héđinn Steingrímsson, Jón L. Árnason, Bragi Ţorfinnsson og Bergsteinn Einarsson en ţeir hlutu 8 vinninga.  Bergsteinn, sem er starfsmađur bankans, fór sömu leiđ og í fyrra, ţ.e. tryggđi sér ţriđja sćtiđ međ sigri, á stigahćsta skákmanni landsins, Jóhanni Hjartarsyni í lokaumferđinni!

Mótiđ var afar sterkt en nánast allir sterkustu skákmenn landsins tóku ţátt í mótinu og ţar á međal 7 stórmeistarar.  Einnig tóku ţátt flestir sterkustu skákmenn af yngri kynslóđinni og m.a. margir verđlaunahafanna frá Jólaskákmóti MS í gćr.  

Aukaverđlaunahafar urđu:

Kvennaverđlaun: Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
Unglingaverđlaun: Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Ragnarsson
Undir 2200: Hrafn Loftsson
Undir 2000: Gunnar Freyr Rúnarsson

82 skákmenn tóku ţátt í mótinu sem er metţátttaka.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Ólafur S. Ásgrímsson.   Halldór Grétar Einarsson sá um tćknistjórn.  

Lokastöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Myndir frá mótinu eru vćntanlegar.


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák hefst kl. 13 í dag - 8 stórmeistarar taka ţátt

Hvorki meira né en minna en átta stórmeistarar taka ţátt í Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 sunnudaginn 18. desember.   Keppendalista í stigaröđ má finna á Chess-Results.

Mótiđ fyllist á ađeins 18 klukkustundum en ţátttaka á mótinu takmarkast viđ um 80 skákmenn.  Ţeir sem eru á biđlista geta fylgst međ stöđu sinni á honum hér.  Skráđir keppendur sem sjá fram á ađ geta ekki veriđ međ eru beđnir um ađ láta vita sem fyrst í netfangiđ gunnar@skaksamband.is til ađ ađrir komist ađ.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13.00 og 16.30. Gestir og gangandi eru velkomnir á stađinn og eru bođiđ upp á kaffi og međ ţví. Hćgt verđur ađ fylgjast međ helstu skák hverrar umferđar á risatjaldi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur.  Núverandi Íslandsmeistari í hrađskák er Jón Viktor Gunnarsson en hann sigrađi í mótinu í fyrra ásamt Ţresti Ţórhallssyni. 

Ţetta er áttunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Fyrri sigurvegarar:

  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

 


MS Jólaskákmótiđ í fréttum RÚV

DSC_0215Í fréttum RÚV í kvöld var fjallađ á fínan hátt um MS Jólaskákmótiđ sem fram fór í Ráđhúsinu í dag ţar sem Hilmir Freyr Heimisson hafđi sigur.  

Frétt RÚV (skákin byrjar á 26:10)


Hilmir Freyr sigrađi á MS Jólaskákmótinu í Ráđhúsinu!

Fjör í RáđhúsinuHilmir Freyr Heimisson, 10 ára, sigrađi á Jólaskákmóti MS og Skákakademíu Reykjavíkur í Ráđhúsi Reykjavíkur.

Mótiđ var ćsispennandi og bráđskemmtilegt, enda mörg af efnilegustu börnum landsins međal keppenda.

DSC_0215Hilmir Freyr hlaut 7 vinninga í 8 skákum. Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, og Nansý Davíđsdóttir, 9 ára, hlutu jafnmarga vinninga og Hilmir Freyr, en voru örlítiđ lćgri á stigum. Keppendur voru rúmlega 70, á aldrinum 6 til 12 ára.
 
Sérstök verđlaun voru veitt fyrir bestan árangur í hverjum árgangi og ţau verđlaun hrepptu Joshua Davíđsson, Bassirou Mbaye, Vignir Vatnar Stefánsson, Nansý Davíđsdóttir, Hilmir Freyr Heimisson, Jón Otti Sigurjónsson og Kristófer Jóel Jóhannesson.
 
Verđlaun fyrir bestan árangur stúlkna hlutu Nansý, Hildur B. Jóhannsdóttir og Svandís Rós Ríkharđsdóttir.
 
Samhliđa MS Jólaskákmótinu bauđ Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti landsliđsmađur Íslands, gestum og áhorfendum í Ráđhúsinu í fjöltefli. Hjörvar Steinn er 18 ára og náđi á dögunum tveimur áföngum af ţeim ţremur sem ţarf til ađ verđa stórmeistari í skák. 
 
Guđni Ágústsson á MS Jólaskákmótinu í RáđhúsinuGuđni Ágústsson fv. ráđherra flutti setningarávarp og lék fyrsta leikinn. Guđni hvatti börnin til dáđa í skákinni, enda vćri skáklistin frábćrlega til ţess fallin til ađ ţjálfa heilann og hefđi góđ áhrif á námsgetu.  Ráđherrann fyrrverandi, sem er sjálfur snjall skákmađur, gaf börnunum ţrjú heilrćđi: Taka lýsi, drekka mjólk og borđa lambakjöt!

MS Jólaskákmótiđ í Ráđhúsinu heppnađist í alla stađi vel og sýndi vel ţá grósku sem er í skáklífi ungu kynslóđarinnar.

Mjög vegleg verđlaun voru veitt og margir keppendur unnu líka í happdrćtti mótsins. Vinningar og verđlaun komu frá Heimilistćkjum Eddu útgáfu, Borgarleikhúsinu, Bjarti, Sögum útgáfu, Steineggi, Sölku, Senu, 12 tónum, Nexus, Pennanum, Óđinsauga, ÍTR,  Húsdýragarđinum.

Fleiri myndir og fréttir, ásamt lokaúrslitum, birtast innan tíđar á skak.is.

 

 


MS Jólaskákmót fer fram í Ráđhúsinu í dag

Skákakademía ReykjavíkurMörg af efnilegustu börnum landsins tefla á MS Jólaskákmótinu í Ráđhúsinu, sem fram fer á laugardaginn og hefst klukkan 13. Skákakademía Reykjavíkur stendur ađ mótinu, ţar sem um 80 börn á aldrinum 6-12 ára tefla í sannkölluđu jólalandi í ađalsal Ráđhússins.

Mikil skákvakning er nú međal ungu kynslóđarinnar og á MS Jólaskákmótiđ er bođiđ skákkrökkumms-logo.jpgfrá Taflfélagi Reykjavíkur, Helli, Fjölni, KR, Haukum og Taflfélagi Garđabćjar.
Gestum og áhorfendum verđur bođiđ upp á fjöltefli viđ skákmeistara međan á mótinu stendur, skákbćkur til sölu, jafnframt ţví sem starf Skákademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands verđur kynnt.

Skákakademía Reykjavíkur hefur á síđustu árum unniđ ađ útbreiđslu skáklistarinnar í grunnskólum borgarinnar, auk ţess ađ skipuleggja margskonar viđburđi og hátíđir. MS hefur frá upphafi veriđ međal helstu bakhjarla Skákakademíunnar.
 
Vegleg verđlaun eru veitt á laugardaginn og koma frá Eddu útgáfu, Borgarleikhúsinu, Bjarti, Sögum, Steineggi, Sölku, Senu, 12 tónum, Nexus, Pennanum, Óđinsauga, ÍTR,  Húsdýragarđinum og Heimilistćkjum.

Heiđursgestur viđ setningu MS Jólaskákmótsins í Ráđhúsinu á laugardag er Guđni Ágústsson fv. ráđherra.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8765578

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband