Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Friđriksmót Landsbankans fer fram á sunnudag

Hvorki meira né en minna en átta stórmeistarar taka ţátt í Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 sunnudaginn 18. desember.   Keppendalista í stigaröđ má finna á Chess-Results.

Mótiđ fyllist á ađeins 18 klukkustundum en ţátttaka á mótinu takmarkast viđ um 80 skákmenn.  Ţeir sem eru á biđlista geta fylgst međ stöđu sinni á honum hér.  Skráđir keppendur sem sjá fram á ađ geta ekki veriđ međ eru beđnir um ađ láta vita sem fyrst í netfangiđ gunnar@skaksamband.is til ađ ađrir komist ađ.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13.00 og 16.30. Gestir og gangandi eru velkomnir á stađinn og eru bođiđ upp á kaffi og međ ţví. Hćgt verđur ađ fylgjast međ helstu skák hverrar umferđar á risatjaldi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.   Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák.   Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur.  Núverandi Íslandsmeistari í hrađskák er Jón Viktor Gunnarsson en hann sigrađi í mótinu í fyrra ásamt Ţresti Ţórhallssyni. 

Ţetta er áttunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Fyrri sigurvegarar:

  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

 


Myndir frá Vetrarmóti öđlinga

IMG 9125Mun fleiri nyndir frá Vetrarmóti öđlinga eru komnar inn á myndaalbúm mótsins.  Myndirnar tók Jóhann H. Ragnarsson.

Myndaalbúm mótsins


Davíđ hrađskákmeistari Víkingaskákdeildar Ţróttar 2011

Kátir VíkingarHörkuspennandi hrađskákmeistaramóti Ţróttar-Víkingaklúbbsins 2011 lauk međ látum í Ţróttaraheimilinu í gćrkvöldi. Mćttir voru fjórtán vaskir keppendur, m.a nokkrir unglingar sem Svavar Viktorsson er ađ ţjálfa auk nokkra sterka skákmanna úr Haukum og Íslandsmeistara kvenna í skák.

Fide-meistararnir Davíđ Kjartansson og Tómas Björnsson voru í sérflokki framan af móti, en Gunnar Fr. Víkingaskákmeistari kom óvćnt sterkur inn í seinni hluta mótsins, vann m.a Tómas og Davíđ í miklum baráttuskákum. Gunnar vann sex síđustu skákir sínar og náđi öđru sćtinu af Tómasi, en Davíđ sigrađi međ átta vinninga af níu mögulegum og náđi ađ verja hrađskákmeistaratitil sinn frá árinu 2010.

ÚRSLIT:

* 1 Davíđ Kjartansson 8.0 v.
* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 3 Tómas Björnsson 7.0
* 4-5 Stefán Ţór Sigurjónsson 5.5
* 4-5 Elsa María 5.5
* 6 Jón Úlfljótsson 5.0
* 7. Sigurđur Ingason 4.5
* 8 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 9-10 Björn Stefánsson 3.5
* 9-10 Tómas Marteinsson 3.5
* 11-12 Gunnar Gunnarsson 3.0
* 11-12 Jóhannes K. Sólmundarsson 3.0
* 13 Rafnar Friđrik 2.5
* 14 Arnar Ingi 0.5

Hrađskákmeistari Víkingaskákdeildar Ţróttar 2011: Davíđ Kjartansson
Hrađskákmeistari kvenna: Elsa María
Hrađskákmeistari unglinga: Jóhannes Kári Sólmundarsson


Jóhann hrađskákmeistari Garđabćjar

Jóhann H. Ragnarsson lét tap Arsenal gegn Liverpool ekki á sig fáJóhann H Ragnarsson varđ öruggur sigurvegari á Hrađskákmóti Garđabćjar sem fram fór í gćr og vann allar sínar viđureignir.

Pálmi Pétursson varđ í 2. sćti međ einungis 1 tap, ţađ er sjö vinninga

Síđan komu ţeir Örn Leó Jóhannsson og Páll Andrason ţar sem Örn náđi 3. sćtinu á stigum.

Sjá má öll úrslit á mótinu og endanlega stöđu á Chess-Results.



Hjörvar Steinn teflir viđ gesti á MS Jólaskákmótinu í Ráđhúsinu

Hjörvar SteinnHjörvar Steinn Grétarsson, 18 ára landsliđsmađur í skák, býđur gestum á öllum aldri í fjöltefli í Ráđhúsi Reykjavíkur, samhliđa MS Jólaskákmótinu, laugardaginn 17. desember klukkan 13.

Hjörvar Steinn náđi á dögunum tveimur áföngum ađ stórmeistaratitli. Hann er tefldi tvívegis á fyrsta borđi fyrir landsliđ Íslands á Evrópumótinu í nóvember. Ţar sigrađi Hjörvar m.a. Alexei Shirov sem teflt hefur einvígi um heimsmeistaratitilinn.

MS lógóMS Jólaskákmótiđ í Ráđhúsinu er fyrir börn 6-12 ára, sem veriđ hafa virkust í skákinni í ađ undanförnu. Gert er ráđ fyrir 70-80 keppendum frá fjölmörgum grunnskólum á höfuđborgarsvćđinu.

Skákakademía Reykjavíkur stendur ađ hátíđinni í Ráđhúsinu, í samvinnu viđ TR, Helli, KR, Fjölni, TG og Hauka.

Umgjörđ skákhátíđarinnar í Ráđhúsinu er glćsileg, enda ađalsalurinn fagurlega skreyttur í tilefni jólanna. Allir eru hjartanlega velkomnir ađ koma og fylgjast međ meisturum framtíđarinnar og spreyta sig í fjölteflinu gegn Hjörvari Steini, efnilegasta skákmanni landsins.


Róbert efstur á Jólamóti Hressra Hróka

efstur3Jólamót Hressra Hróka fór fram í gćr og mćttu 13 keppendur til leiks. Tefldar voru 6 umferđir međ 7 mín umhugsunartíma og var spenna allan tímann. Róbert Lagerman sigrađi eftir stigaútreikning og varđ Gunnar Freyr í öđru sćti, tćpara gat ţađ ekki veriđ. Frábćrt mót ađ baki og ţakka Hrókarnir kćrlega fyrir skemmtilegt skákár.

Lokastađan :

  • 1. Róbert Lagerman međ 5 ( hćrri á stigum en Gunnar )
  • 2. Gunnar Freyr Rúnarsson međ 5
  • 3. Rafn Jónsson međ 4
  • 4. Pálmar Breiđfjörđ međ 4
  • 5. Lea Kienlein-Zach međ 3.5
  • 6. Haukur Halldórs međ 3.5
  • 7. Emil Ólafsson međ 3
  • 8. Guđmundur V. međ 3
  • 9. Einar Guđmundsson međ 3
  • 10. Arnar Valgeirsson međ 3
  • 11. Erlingur Arnarson međ 2
  • 12. Gunnar Björnsson međ 2
  • 13. Björgólfur Stefánsson međ 1
Myndaalbúm (EÓ)

MS Jólaskákmót í Ráđhúsinu

Skákakademía Reykjavíkur Mörg af efnilegustu börnum landsins tefla á MS Jólaskákmótinu í Ráđhúsinu, sem fram fer á laugardaginn og hefst klukkan 13. Skákakademía Reykjavíkur stendur ađ mótinu, ţar sem um 80 börn á aldrinum 6-12 ára tefla í sannkölluđu jólalandi í ađalsal Ráđhússins.

Mikil skákvakning er nú međal ungu kynslóđarinnar og á MS Jólaskákmótiđ er bođiđ skákkrökkum ms-logo.jpgfrá Taflfélagi Reykjavíkur, Helli, Fjölni, KR, Haukum og Taflfélagi Garđabćjar.
Gestum og áhorfendum verđur bođiđ upp á fjöltefli viđ skákmeistara međan á mótinu stendur, skákbćkur til sölu, jafnframt ţví sem starf Skákademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands verđur kynnt.

Skákakademía Reykjavíkur hefur á síđustu árum unniđ ađ útbreiđslu skáklistarinnar í grunnskólum borgarinnar, auk ţess ađ skipuleggja margskonar viđburđi og hátíđir. MS hefur frá upphafi veriđ međal helstu bakhjarla Skákakademíunnar.
 
Vegleg verđlaun eru veitt á laugardaginn og koma frá Eddu útgáfu, Borgarleikhúsinu, Bjarti, Sögum, Steineggi, Sölku, Senu, 12 tónum, Nexus, Pennanum, Óđinsauga, ÍTR,  Húsdýragarđinum og Heimilistćkjum.

Heiđursgestur viđ setningu MS Jólaskákmótsins í Ráđhúsinu á laugardag er Guđni Ágústsson fv. ráđherra.


Mikiđ fjör á Jólaskákmóti KR

3wŢađ var kátt á hjalla hjá hinum kraftmiklu og ungu KR-ingum sem tóku ţátt í Jólamóti KR miđvikudaginn 14. desember. Um tuttugu keppendur tóku ţátt í átta umferđa móti sem markađi lok barna- og unglingastarfs KR ţetta áriđ. Um 30 ungir skákmenn úr skólum Vesturbćjar hafa sótt KR-ćfingarnar sem eru samstarfsverkefni Skákdeildar KR og Skákakademíu Reykjavíkur. 4d

Skák er á stundatöflu allra skóla Vesturbćjar, teflt er öll mánudagskvöld í skákherberginu Frostaskjóli, tveir stórmeistarar búa í hverfinu og KR er međ sterkt liđ á Íslandsmóti skákfélaga; Vesturbćrinn er ađ vakna!

Og fjölgađ hefur í Skákdeild KR ţví Skákdeildin hefur í vetur bćtt viđ sig hátt í 20 nýjum félagsmönnum og međalaldur félagsmanna lćkkađ nokkuđ.

Hinn átta ára gamli nemandi Grandaskóla Jön Jörundur Guđmundsson og Hagskćlingurinn Ísidór Jökull Bjarnason urđu efstir og jafnir međ sjö vinninga og ţurfa ađ há einvígi um sigur á mótinu.

Í lok mótsins veitti formađur skákdeildar KR Kristján Stefánsson ţátttakendum viđurkenningu og verđlaun. Hin ýmsu verđulaun voru veitt; fljótastur ađ verđa mát, skrýtnasti leikurinn, flottasti hróksleikurinn. Fannst krökkunum afar gaman af ţessum nýstárlegu verđlaunum Kristjáns sem leysti alla út ađ lokum međ nammipoka.

Skákćfingar í KR hefjast aftur miđvikudaginn 4. janúar.

Myndaalbúm (HJ)


Fleiri myndir frá Atskákmóti Icelandair

IMG 6410Fleiri myndir hafa borist frá Atskákmóti Icelandair sem fram fór síđustu helgi.  Nćr má nálgast í myndaalbúmi mótsins.

 


Gallerý Skák: Vignir Vatnar 8 ára öllum skeinuhćttur

Vignir Vatnar 8 áraSkákkvöldin í lista- og skák Gallerýinu í Bolholti 6 hafa veriđ vel sótt í haust enda opin öllum áhuga- og ástríđuskákmönnum, sem vilja spreyta sig eđa sýna snilli sína gegn verđugum andstćđingum.

Fjölmargir gamalreyndir skákmenn einkum af eldri kynslóđinni hittast ţar reglulega til tafls flest fimmtudagskvöld kl. 18 og tefla 11 umferđa hvatskákmót (10 mín. uht) auk margra yngri og uppvaxandi skákmanna.

Ţar fer fremstur í flokki Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, sem mćtt hefur 5 sinnum til keppni ađ undanförnu ásamt föđur sínum Stefáni Má Péturssyni.  Ţessi stórefnilegi yngissveinn hefur gert ţađ gott og velgt gamlingjunum og öđrum heldur betur undir uggum svo undrun vekur, hefur tvisvar orđiđ í 4. sćti af 15-18 keppendum međ 7 v. af 11 mögulegum og alls hlotiđ 32 vinninga af 55 í ţeim 5 mótum sem hann hefur teflt í.  

Međal fórnarlamba hans eru ýmsir valinkunnir skákmeistarar svo sem Gunnar Kr. Gunnarsson (78), Gallerý Skák   ese 4fyrrv. Íslandsmeistari (sem vann mótiđ 24.11 međ 10 v. -tapađi ađeins ţessari einu skák), Ögmundur Kristinsson, Egill Ţórđarson, Guđfinnur R. Kjartansson,  Stefán Ţormar Guđmundsson, Kristján Stefánsson,  Ţórarinn Sigţórsson, Sigurđur E. Kristjánsson; Páll G. Jónsson og fleiri eitilharđir skákmenn, sem ađ jafnađi selja sig dýrt og hafa telft áratugum saman.

Hinn ungi og uppvaxandi skáksnillingur Vignir Vatnar á ekki langt ađ sćkja skákhćfileika sína, sem virđast oft liggja í ćttum. Langalangafi hans var Pétur Zóphóníasson, frumkvöđull ađ stofnun Taflfélags Reykjavíkur 1901. Synir Péturs ţeir Sturla, Áki og Gunngeir voru allir mjög kunnir skákmenn og  ţeir Zóphanías og Skarphéđinn bridgespilarar góđir.  Langamma Vignis Vatnars var Jakobína Pétursdóttir, systir ţeirra brćđra, en hún var gift Hafsteini Gíslasyni, ţekktum skákunnanda um miđja síđustu öld.  Afi hans og amma eru Pétur Vatnar Hafssteinsson og Dagný Jónsdóttir og foreldrar Sigurlína Guđbjörnsdóttir og Stefán Már Pétursson, svo öll ćtt hans sé  hér rakin. Ţess má og geta ađ Gunnar Skarphéđinsson, sem sá ungi hefur m.a. att kappi viđ í Gallerýinu er frćndi hans, sonur Sr. Skarphéđins Péturssonar, prests í Bjarnanesi. 

Ekki verđur annađ sagt en framtíđ Íslands á skáksviđinu sé björt ţví mörg önnur hćfileikarík ungmenni hafa sýnt framúrskarandi árangur ađ undanförnu, mörg hver eins og Vignir Vatnar lćrisveinar Helga Ólafssonar, stórmeistara og skákskólastjóra.

Nćst verđur att kappi  í Gallerýinu í kvöld (fimmtudaginn 15. desember) og ţar nćst  29. desember ţegar sérstakt jólaskákmótiđ verđur haldiđ međ pomp og prakt.  Ýtt á klukkurnar kl. 18 og lagt í púkk fyrir kaffi, kruđeríi og öđrum veisluföngum.

Nánari úrslit og fjölda mynda má sjá á: www.galleryskak.net.

ESE 15.12.11

Myndaalbúm (ESE)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.6.): 18
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 8766334

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband