Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Jólabikarmót Hellis fer fram 30. desember

Jólabikarmót Hellis fer fram föstudaginn 30. desember nk og hefst tafliđ kl. 19.30. Fyrirkomulagiđ verđur ţannig ađ tefldar verđa hrađskákir međ fimm mínútna umhugsunartíma og eftir Monrad kerfi. Eftir fimm töp falla keppendur úr leik. Ţannig verđur teflt ţangađ til einn stendur eftir og allir andstćđingarnir fallnir úr leik. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Ţrír efstu fá bikara í verđlaun. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Íslandsmótiđ í netskák fer fram 29. desember á ICC

Íslandsmótiđ í netskák fer fram, fimmtudaginn 29. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram á Skák.is.

Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 19:50.   Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 viđbótarsekúndur á hvern leik).    

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á Skák.is.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher).   Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Núverandi Íslandsmeistari í netskák er Davíđ Kjartansson.

Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

Verđlaun:


1. kr. 10.000
2. kr. 6.000
3. kr. 4.000

Auk ţess verđa í bođi frímánuđir á ICC í einstaka aukaflokkum en frá ţví verđur betur greint fljótlega.

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.  


KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst 8. janúar

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 100.000
  • 2. sćti kr. 50.000
  • 3. sćti kr. 25.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir stigalausra - bókaverđlaun

Sigurvegarinn hlýtur auk ţess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2012 og farandbikar til varđveislu í eitt ár.  Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Björn Ţorfinnsson.

Ţátttökugjöld:

  • kr. 4.000 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

Dagskrá:

  • 1. umferđ sunnudag   8. janúar  kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 11. janúar  kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag     13. janúar  kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag   15. janúar  kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 18. janúar  kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag      20. janúar  kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag    22. janúar  kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 25. janúar  kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag      27. janúar  kl. 19.30

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, http://www.taflfelag.is.

Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Ný heimasíđa Smára Rafns

Skákkennarinn Smári Rafn Teitsson hefur sett upp skáksíđu á engilsaxnesku.  Slóđin á hana má finna hér:  http://chessproducts.co.uk/

Smári er búinn ađ setja nú ţegar 90 flokkađar ţrautir á hana og nokkrar skákir, og mun bćta viđ jafnt og ţétt.  Einnig er hann međ flipa fyrir byrjendur, ţađ stćđi mun stćkka líka.

Síđan verđur ađgengileg á tenglasafninu til vinstri undir lykilvefir.  


Tómas og Bragi tvískákmeistarar Akureyrar

Sl. sunnudag var háđ Íslandsmót í akureyrartvískák, hiđ fyrsta sinnar tegundar um árabil.  Í stuttu máli ţá tefla menn tveir í liđi og leika til skiptis. Er ţá mikilvćgt ađ samhćfa skákhugsun sem mest má, en í ţetta sinn var ţó enginn tími gefinn til slíks undirbúnings. Í skipan liđanna var höfđ sú regla ađ parađir voru saman fulltíđa mađur og unglingur.

Svo jafnt vćri í báđum flokkum, gekk elsti keppandinn, Bragi Pálmason, í barndóm og gerđist unglingur í annađ sinn. Hófst svo tafliđ og lauk sem hér segir, eftir ađ allir höfđu teflt sex skákir međ ţví ađ leika annan hvorn leik:

1. Tómas Veigar Sigurđarson/Bragi Pálmason 4,5 

2-4. Sigurđur Eiríksson/Andri Freyr Björgvinsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson/Ţorgeir Smári Jónsson("Fumlausir feđgar") og Sigurđur Arnarson/Hjörtur Snćr Jónsson 3,5

5. Benedikt Smári Ólafsson og Benedikt Stefánsson ("Nafnar") 3

6. Gunnar Ađalgeir Arason/Ari Gunnar Óskarsson("frćknir feđgar") 2

7. Hersteinn Bjarki Heiđarsson/Haki Jóhannesson  1

Nú fara skákmenn fyrir Norđan í örstutt jólafrí en koma nćst saman í hinni árlegu hverfakeppni sem háđ verđur 27. desember nk.

Heimasíđa SA (ítarlegri frétt međ krúsídúllum!)


Enn fleiri myndir frá Friđriksmóti Landsbankans

Enn fleiri myndir hafa borist frá Friđriksmóti Landsbankans, teknar af Hilmari Ţór Guđmyndssyni.   Einnig hafa borist myndir frá Pálma R. Péturssyni og Einari S. Einarssyni.  Áđur höfđu birst myndir frá Hrafni Jökulssyni.

Allar myndirnar má finna í myndaalbúmi mótsins.

Hér ađ má sjá nokkrar myndir teknar af Hilmari sem hirđljósmyndari Landsbankans.  

 

Henrik og Jón L.

 Úrslitaskákin - Henrik vann Jón L.

 
Heimir, Hilmir, Vignir og Bjarki
 
 Ungir og efnilegir: Heimir, Hilmir, Vignir og Bjarki
 
Ţrír stórmeistarar: Jón L, Helgi Ól og Helgi Áss

  Heimsmeistarar tefla: Sá fyrsti og sá nýjasti

Utanríkisráđherra og Hrafn Jökulsson í ţungum ţönkum

 Utanríkisráđherra og Hrafn Jökulsson spá í spilin - skák eđa pólítík?

Kátir fjórmenningar

 Fjórmenningarklíkan? - ekki alveg, Helgi Áss í stađ Margeirs

Glađar skákstelpur

 Kátar skákstelpur: Veronika, Nansý, Donika og Halla

 


Hilmir Freyr vann jólamót Skákakdemíu Kópvogs og Skákskóla Íslands

Haust 2011 106Jólamót Skákakdemíu Kópvogs og Skákskóla Íslands fór fram í hinni glćsilegu stúku Kópavogsvallar föstudaginn 16. desember. Keppendur voru 18 talsins og tefldu í tveim riđlum. Sigurvegarar hvors riđils tefldu síđan eina 5- mínútna hrađskák um efsta sćtiđ og ţeir sem urđu í 2. sćti í riđlunum tveimur tefldu um 3. verđlaun.

Úrslit urđu á ţann veg ađ í úrslitaviđureigninni um 1. verđlaun mćttust Hilmir Freyr Heimisson, sigurvegari A-riđils og Róbert Örn Vigfússon, sigurvegari B-riđils og Haust 2011 083vann Hilmir Freyr eftir ađ hafa haft erfiđa stöđu lengst af. Í barárttunni um 3. sćtiđ vann Róbert Leó Jónsson Hildi Berglindi Jóhannsdóttir.   Í A - riđli vann Hilmir Freyr allar skákir sínar sjö talsins og Róvert Leó kom nćstur međ 5˝ vinning.  B-riđilinn vann Róbert Örn, hlaut 7˝ vinning af 9 mögulegunm. Hildur Berglind og Felix Steinţórsson komu nćst međ 7 vinninga og tefldu aukaskák um 2. sćtiđ sem Hildur vann. Mótstsjóri var Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands sem hefur haft veg og vanda ađ skákćfingunum í Stúkunni á haustönn.

Myndaalbúm (HÓ)


Bronsiđ afhent í Stúkunni

haust_2011_078.jpgÁđur en jólamót Skákskóla Íslands og Skakakademíu Kópavogs hófst í Stúkunni á föstudag voru afhent brons-merki ţeim krökkum sem fengist viđ brons-verkefniđ á haustönn.

Ţessir fengu afhent merkin: Hilmir Freyr Heimisson, Jón Otti Sigurjónsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Sigurjón Ágústsson, Sindri Snćr Kristófersson, Benedikt Arnar Björnsson, Axel Óli Sigurjónsson, Kjartan Gauti Gíslason, Aron Ingi Woodard, Gunnar Heimir Ólafsson, Felix Steinţórsson, Gunnar Heimir Ólafsson, Arnar Hauksson, Róbert Örn Vigfússon. Međ hópnum á myndinni er Helgi Ólafsson. 

 


Jólakappmót KR - Davíđ vann

Davíđ KjartanssonGóđ ţátttaka var í Jólaskákmóti KR-inga sem fram fór í félagsheimili ţess í Frostaskjóli  ţar sem 30 keppendur ađ Jólakettinum međtöldum sem ţar leituđu skjóls í gćrkvöldi undan frostinu á Fróni.  Forvitnilegir  JólaKapp pakkar vori í bođi fyrir fengsćlustu keppendur vin og hins vegar JólaHapp pakkar fyrir ađra, sem minna máttu sín gegn ofureflinu.

 Sigursćlastur varđ Davíđ Kjartansson, sem tefldi af miklu öryggi  og vann kapptefliđ međ fullu húsi 13 vinningum af jafnmörgum mögulegum og 39 stigum, ţar sem 3 stig reiknuđust fyrir unna skák og 1 stig fyrir jafntefli.  Annar varđ Bragi Halldórsson međ 11v./33 tig. sigurvegarinn frá íJÓLAKAPP KR 2011  ese 28 hittiđfyrra og ţriđji Gunnar Kr. Gunnarsson međ 10 v. / 26 stig.

Í fjórđa sćti međ 8.5 v. varđ svo enginn annar en formađurinn sjálfur Kristján Stefánsson,  sem var í feiknastuđi, skartađi kórónu sinni  og  lék á alls oddi í mótslok og sá til ţess ađ enginn fćri heim tómhentur.

Mótiđ var ađ öđru leyti frekar jafnt ţví ađeins skildi  einn  1 vinningur ađ 8. og 26. mann.

Nánari úrslit skv. međf. mótstöflu og á www.kr.is (skák)

Myndaalbúm (ESE)

 

JÓLAKAPP KR 2011  ese 1
   

 


Krakkarnir í Kársnesskóla kláruđu fyrstir bronsiđ

Krakkar úr KársnesskólaKrakkar í Kársnesskóla  luku fyrstir viđ bronsiđ í Gull, silfur, brons- verkefni  sem Skákskóli Íslands og Skákakademía Kópavogs hafa hannađ fyrir krakka á grunnskólaaldri en dćmin eru samin af Helga Óafssyni skólastjóra Skákskóla Íslands en fyrirmyndin er fengin úr bćklingum sem Ćskulýđsráđ Reykjavíkur og Taflfélag Reykavíkur gáfu út fyrir nokkrum áratugum síđan, líklegast ađ sćnskri fyrirmynd.

Ţađ var Grétar Halldórsson skólastjóri Kárnesskóla sem afhenti bronsmerkiđ og bronsbćklinginn áritađan af prófsstjóranum Helga Ólafssyni. Gamall nemandi úr Kársnesskóla, Hlíđar Ţór Hreinsson og helsti forsvarsmađur Skákakadeníu Kópvogs (og skákstyrktarsjóđsins) mćtti viđ afhendinguna en Skákakademía Kópavogs hefur veriđ dugleg ađ styrkja skákstarf í Kópavogi og greiddi hluta kostnađar viđ framleiđslu merkja og bćklinga.

Eftirfarandi nemendur luku viđ bronsverkefniđ: Sölvi Santos, Kolbeinn Björnsson, Adrian Romanowsky,  Pétur Arinbjörnsson, Máni Steinn Ţorsteinsson, Andri Snćr Ţórarinsson,  Brynjar Erwinssson,  Ólafur Helgason, Valens Ingimundarson, Kolka Ívarsdóttir, Mjöll Ívarsdóttir, Hertha 
Benjamínsdóttir, Katla Róbertsdóttir.

Ađ afhendingu lokinni hófst jólamót Kársnesskóla og ţar sigrađi Sölvi Santons, Kormákur Máni Kolbeinsson varđ í 2. sćti og Andri Snćr Ţórarinsson varđ í 3. sćti. 1. verđlaun stúlkna hlaut Katla Róbertsdóttir.

Á myndinni eru frá vinstri:

Valens Ingimundarson, Ólafur Helgason, Helgi Ólafsson,  Kolka Ívarsdóttir, Mjöll Ívarsdóttir,  Hertha Benjamínsdóttir, Sölvi Santos, Kolbeinn Björnsson, Adrian Romanowsky, Grétar Halldórsson, og Katla Robertsdóttir.

Myndina tók  Hlíđar Ţór Hreinsson.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8765350

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband