Leita í fréttum mbl.is

Hilmir Freyr sigrađi á MS Jólaskákmótinu í Ráđhúsinu!

Fjör í RáđhúsinuHilmir Freyr Heimisson, 10 ára, sigrađi á Jólaskákmóti MS og Skákakademíu Reykjavíkur í Ráđhúsi Reykjavíkur.

Mótiđ var ćsispennandi og bráđskemmtilegt, enda mörg af efnilegustu börnum landsins međal keppenda.

DSC_0215Hilmir Freyr hlaut 7 vinninga í 8 skákum. Vignir Vatnar Stefánsson, 8 ára, og Nansý Davíđsdóttir, 9 ára, hlutu jafnmarga vinninga og Hilmir Freyr, en voru örlítiđ lćgri á stigum. Keppendur voru rúmlega 70, á aldrinum 6 til 12 ára.
 
Sérstök verđlaun voru veitt fyrir bestan árangur í hverjum árgangi og ţau verđlaun hrepptu Joshua Davíđsson, Bassirou Mbaye, Vignir Vatnar Stefánsson, Nansý Davíđsdóttir, Hilmir Freyr Heimisson, Jón Otti Sigurjónsson og Kristófer Jóel Jóhannesson.
 
Verđlaun fyrir bestan árangur stúlkna hlutu Nansý, Hildur B. Jóhannsdóttir og Svandís Rós Ríkharđsdóttir.
 
Samhliđa MS Jólaskákmótinu bauđ Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti landsliđsmađur Íslands, gestum og áhorfendum í Ráđhúsinu í fjöltefli. Hjörvar Steinn er 18 ára og náđi á dögunum tveimur áföngum af ţeim ţremur sem ţarf til ađ verđa stórmeistari í skák. 
 
Guđni Ágústsson á MS Jólaskákmótinu í RáđhúsinuGuđni Ágústsson fv. ráđherra flutti setningarávarp og lék fyrsta leikinn. Guđni hvatti börnin til dáđa í skákinni, enda vćri skáklistin frábćrlega til ţess fallin til ađ ţjálfa heilann og hefđi góđ áhrif á námsgetu.  Ráđherrann fyrrverandi, sem er sjálfur snjall skákmađur, gaf börnunum ţrjú heilrćđi: Taka lýsi, drekka mjólk og borđa lambakjöt!

MS Jólaskákmótiđ í Ráđhúsinu heppnađist í alla stađi vel og sýndi vel ţá grósku sem er í skáklífi ungu kynslóđarinnar.

Mjög vegleg verđlaun voru veitt og margir keppendur unnu líka í happdrćtti mótsins. Vinningar og verđlaun komu frá Heimilistćkjum Eddu útgáfu, Borgarleikhúsinu, Bjarti, Sögum útgáfu, Steineggi, Sölku, Senu, 12 tónum, Nexus, Pennanum, Óđinsauga, ÍTR,  Húsdýragarđinum.

Fleiri myndir og fréttir, ásamt lokaúrslitum, birtast innan tíđar á skak.is.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.6.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8766341

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband