Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ól: 11. pistill

Ól í skák 2010 045Undirritaður hefur gjörsamlega svikið öll loforð um pistlaskrif síðustu daga og úr því skalt bætt.   Í gær gekk vel en í dag gekk ekki jafnvel.   Lenka hefur þó stolið athyglinni en í dag tryggði hún sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og það er ekki amalegt þar sem áfangi á ólympíuskákmótinu telur 20 skákir og Lenka því búin að ná tilskyldum áföngum og þarf nú „aðeins“ að ná 2400 skákstigum til að verða útnefnd.  Og í gær fór fram skrautlegur FIDE-fundur þar sem gekk á ýmsu og Kirsan er sem fyrr forseti FIDE og Búlgarinn Silvio Danilov var kjörinn forseti ECU, eitthvað sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuðum síðan.  Þrátt fyrir slæmt gengi í dag eru allir íslensku skákmennirnir, tíu, í stigaplús.  

Byrjum á strákunum.   Þar sem undirritaður var mjög upptekinn í gær, gat hann ekkert fylgst með skákunum .   Ég samdi við Sigurbjörn um að senda mér SMS og fékk þau skilaboð að það liti illa út – skömmu síðar kom svo skeyti um að það stefndi í stórsigur!   Fljótt að breytast.  Héðinn átti góða skák en mér skilst að lukkan hafi fylgt bæði Hannesi og Hjörvari.   Björn gerði solid jafntefli gegn undrabarninu Jorge Cori.   Frábær úrslit gegn Perú en okkur hefur oft gengið vel gegn Suður-Ameríku en það héldum við – þangað til í dag – en þá töpuðum við 1-3 fyrir Chile.   Hannes gerði gott jafntefli með svörtu en Hjörvar tapaði á fjórða borði.    Héðinn gerði svo jafntefli á öðru borði og Bragi tapaði eftir hetjulega vörn.   Semsagt súrt tap.   Á morgun tefla strákarnir við sveit Lettlands sem er áþekk og íslenska sveitin.   Á fyrsta borði tefli Íslandsvinurinn Miezis og á öðru borði teflir goðsögnin Svesnikov.  Myndavélin mín bilaði í dag eftir að ég hafði tekið myndir af stelpunum í dag svo ég á engar myndir af strákunum.  

Og svo stelpurnar.   Í gær náðust frábær úrslit gegn Ítalíu, 2-2.  Jóhanna vann en Lenka og Hallgerður gerðu jafntefli.   Sigurlaug tapaði.   Í dag var stórt tap, 0,5-3,5, gegn Mongólíu.   Lenka gerði jafntefli á fyrsta borði en aðrar skákir töpuðust.   Undirritaður gaf Lenku frjálst val með jafntefli þar sem mér fannst hagsmunir hennar með með AM-áfangann það mikilvægir.  Lenka tefldi sig sigurs, þrátt fyrir það, en náði ekki að beygja andstæðinginn.   Tinna tefldi byrjunina ónákvæmt í byrjun og tapaði, Jóhanna lenti í erfiðri vörn og Hallgerður virtist hafa góða jafnteflissénsa en tapaði.  Þetta voru önnur slæmu úrslit kvennasveitarinnar og þau fyrstu síðan í fyrst umferð.  Stelpurnar tefla á morgun við sterka sveit Austurríkis, sem hefur gengið fremur illa, miðað við hversu sterkar þær eiga vera.   Ól í skák 2010 043

Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki með 16 stig en Rússar og Frakkar koma næstir með 15 stig.    Í kvennaflokki hafa Rússar nánast tryggt sér sigur en þær hafa fullt hús stig, 18 stig!   Kínverjar, Úkraínumenn, Georgíumenn, Indverjar og Búlgarar hafa 14 stig.  

Og þá er það Norðurlandakeppnin.   Þar er staðan í báðum flokkum sem hér segir:

Opinn flokkur:

  • ·         29 (23) Noregur, 11 stig (194 B-stig)
  • ·         42 (34) Svíþjóð, 11 stig (167,5)
  • ·         45 (44) Danmörk, 11 stig (162)
  • ·         50 (54) Ísland, 10 stig (180)
  • ·         72 (60) Finnland, 9 stig (133,5)
  • ·         85 (83) Færeyjar, 9 stig (112)

Kvennaflokkur:

  • ·         36 (55) Svíþjóð, 10 stig (178)
  • ·         57 (69) Ísland, 9 stig (146,5)
  • ·         58 (45) Noregur, 9 stig (135)
  • ·         66 (57) Danmörk, 8 stig (116)

Garry og illa einbeittur fulltrúi á hægri höndOg þá um FIDE-fundinn í gær.   Hann var sögulegur í meira lagi.    Fín umfjöllun er um hann á ChessBase og bendi ég sérstaklega á myndband sem vísað er til í fréttinni sem lýsir all svakalegri sennu á fundinum.  Vil sérstaklega benda á álkulegan mann, sem situr hægra megin við Kasparov í rifrildissennu Kasparovs og Larry (frá Bermúda) – sjá mynd.  

Kirsan stjórnaði fundinum harðri hendi og leyfði mönnum ekki að komast upp með neitt múður.   Strax hófust deilur um umboð (proxy) og t.d. komu tveir menn sem sögðust vera fulltrúar Perú.   Ekki taldi ég mig hafa neinar forsendur til að vita hvor væri réttkjörinn fulltrúi  Perú en hvorki Kirsan né stuðningsmenn voru ekki í neinum vafa um það.  

Atkvæðagreiðslan var skrautleg.   Stuðningsmenn Karpovs fengu það í gegn að kosningin var Ól í skák 2010 024algjörlega leynileg.   Tjald var sett ofan á kjörklefann til að koma í veg fyrir myndatökur að ofan.   Allir þurftu að nota sama pennann og bannað var að nota myndavél.   Bannað var að gera kross í reitinn heldur þurfti að haka við í reitinn.   Ef menn krossuðu er atkvæðið ólöglegt.   Mér skilst að þetta sé af trúarlegum ástæðum.   Stuðningsmenn Karpov töldu það auka líkur sínar en engu að síður fékk framboð hans aðeins 55 atkvæði gegn 95 atkvæðum Kirsan.   Mjög athyglisvert í ljós þess að gera má ráð fyrir að Karpov hafi a.m.k. um 35 atkvæði frá Evrópu auk atkvæði Nikaragúa en undirritaður hefur umboð þess lands á FIDE-fundinum!   Kjörnefndarfulltrúinn var nokkuð hissa þegar hann sá mig og sagði mig ekki líta út fyrir að vera frá Nikaragúa!

Karpov og KisranOg strax eftir fundinn bauð Kirsan Karpov sæti varaforseta  og mættu þér „félagarnir“ saman á blaðamannafund í dag.   Mér skilst reyndar að Karpov ætli ekki að þiggja embættið en talar samt um aukna samvinnu.   Mér sýnist á öllu að ekki sé hægt að leggja Kirsan og verður hann forseti FIDE á meðan hann vill og e.t.v. er eini kosturinn að vinna með honum hvort sem mönnum líkar betur eða verr.  

Og þá um Evrópufundinn.  Robert von Weizsäcker hafði rekið mjög slaka kosningabaráttu og var mér nokkuð ljóst fljótlega að hann hafði lítinn séns til að vera kjörinn þrátt fyrir að hafa góða menn með sér eins og t.d. Jóhann Hjartarson.   Til dæmis mætti hann til leiks aðeins eins degi fyrir kosningar.   Eins og komið fram fóru fram réttarhöld í Lausanne þar sem framboð Karpov freistaði þess að fá framboð Kirsans ólöglegt.   Það gekk ekki eftir og er talið að kostnaður sem fellur á FIDE sé um ein milljón dollara.    Að mati manna Karpovs og Kasparovs eiga Kirsans og hans menn að borga þennan kostnaðinn en ekki FIDE.   Út af formlegheitunum var málið háð fyrir hönd fimm skáksambandanna (Þýskaland, Spánn, Bandaríkin, Sviss og Úkraína).

Eftir kosningarnar mun Nigel Freeman frá Bermúda, gjaldkeri FIDE, hafa sagt við Weizsäcker og Jóhann að hann og hans skáksamband yrði lögsótt og krafið um greiðslu þess kostnaðar.   Í kjölfar þess leið yfir Weizsäcker og þurfti að stumra yfir honum.   Mér skilst að hann hafi jafnað sig þokkalega og sé á leiðinni af landi brott á morgun.     Stungið var upp á því að fresta fundinum en framboðslið (ticket) Þjóðverjans ákvað að leggja til að fundinum yrði framhaldið þrátt fyrir þetta.   Sokolov talaði fyrir hönd þeirra.

Ekki voru sömu formlegheitin í þessari atkvæðagreiðslu og leyfilegt var t.d. að nota eigin penna og krossa í kassann!     Skipuð vor kjörnefnd og var ég svo valinn af framboði Þjóðverjans til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og talningunni fyrir þeirra hönd.   

Ól í skák 2010 031Fulltrúar allra 54 ríkjanna kusu.   Danilov fékk 25 atkvæði, Ali frá 20 atkvæði og Weizsäcker aðeins níu atkvæði.    Í 2. umferð fékk Danilov 30 atkvæði og Ali 24 atkvæði

Fyrir nokkrum mánuðum síðan töldu fáir að Búlgarinn hefði séns.   Þjóðverjinn rak slaka kosningabaráttu og margir töldu Ali of tengdan Kirsan til að geta stutt hann.   Danilov rak afar skynsama kosningabaráttu.  Tók ekki afstöðu í baráttu Kirsan og Karpov á meðan hinir tveir tengdu sig mjög við hvorn frambjóðandann.   Auk þess skilst mér að Danilov hafi með sér gott fólk og þá eru sérstaklega nefndir Pólverjinn sem var varaforsetaefni hans og serbnesk kona sem einnig er  yfirdómari á Ólympíuskákmótinu.  Ivan Sokolov bauð sig fram í stjórnina og náði ekki kjöri, því miður, og var heldur súr yfir því kvöld.

Látum þetta duga í bili en ég enn nóg efni á lager!

Gunnar Björnsson

 


Tap gegn Chile og Mongólíu - Lenka með áfanga!

 

Ól í skák 2010 046

 

 

Bæði íslensku liðin töpuðu í dag.   Liðið í opnum flokki tapaði 1-3 fyrir Chile þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson gerðu jafntefli.   Stelpurnar töpuðu 0,5-3,5 fyrir Mongólíu þar sem Lenka Ptácníková gerði jafntefli.   Lenka hefur með árangri sínum tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en áfangi á ólympíuskákmóti telur 20 skákir!   Lenka er því komin með alla áfanga til þess að verða útnefnd en þarf að ná 2400 skákstigum.

 

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Morovic Fernandez, Ivan - Stefansson, Hannes
2580 - 2585
39th WCO, 2010.09.30

Morovic Fernandez, Ivan - Stefansson, Hannes (PGN)

1. d4 Nf6 2. c4 e6 3. Nc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Nf3 c5 7. O-O cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 b6 10. Bg5 Bxc3 11. bxc3 Bb7 12. Ne5 Qc7 13. Bxf6 gxf6 14. Qg4+ Kh8 15. Qh4 fxe5 16. Qf6+ Kg8 17. Qg5+ Kh8 1/2-1/2

Fimmtudagsmót hjá TR fellur niður í kvöld

Vegna óvæntra forfalla verður ekki haldið fimmtudagsmót í kvöld.  Beðist
er velvirðingar á því og í staðinn verður boðið upp á fimmtudagsmót
endurgjaldslaust að viku liðinni.

Danilov kjörinn forseti ECU

Ól í skák 2010 031Búlgarinn Silvio Danilov var í gær kjörinn forseti Evrópska skáksambandsins.   Alls voru greidd 54 atkvæði, þ.e. fyrir hvert einasta skáksamband í Evrópu.  

Í fyrstu umferð hlaut Danilov 25 atkvæði, Ali 20 atkvæði og Weicacker aðeins 9 atkvæði.   Í 2. umferð vann Búlgarinn Tyrkjann 30-24.

Nánar um fundina í pistli síðar í dag.

 


Daði efstur á Haustmóti TR

Daði Ómarsson í Búdapest 2010Daði Ómarsson (2172) er efstur með fullt hús að lokinni 2. umferð Haustmóts TR, sem fram fór í gærkvöldi.  Sigurbjörn Björnsson (2300) og Sverrir Þorgeirsson (2223) koma næstir með 1,5 vinning.  Stefán Bergsson (2102) er efstur í b-flokki, Jon Olav Fivelstad (1853), Páll Sigurðsson (1884) eru efstir í c-flokki og Páll Andrason (1604) og Snorri Sigurður Karlsson (1585) eru efstir í d-flokki.  


Úrslit 2. umferðar:

 

Gislason Gudmundur 0 - 1Thorgeirsson Sverrir 
Kjartansson Gudmundur 1 - 0Olafsson Thorvardur 
Halldorsson Jon Arni ½ - ½Bjornsson Sigurbjorn 
Thorhallsson Gylfi ½ - ½Thorhallsson Throstur 
Omarsson Dadi 1 - 0Bjornsson Sverrir Orn 

Staðan:


Rk. NameRtgIRtgNClub/CityPts. rtg+/-
1 Omarsson Dadi 21722180TR218,1
2FMBjornsson Sigurbjorn 23002315Hellir1,56,9
3 Thorgeirsson Sverrir 22232280Haukar1,59,6
4 Halldorsson Jon Arni 21942190Fjölnir15,7
5GMThorhallsson Throstur 23812410Bolungarvík1-4,8
6 Thorhallsson Gylfi 22002130SA12,8
7IMKjartansson Gudmundur 23732330TR1-3,2
8 Olafsson Thorvardur 22052200Haukar0,5-3,8
9 Bjornsson Sverrir Orn 21612140Haukar0,5-6,4
10 Gislason Gudmundur 23462380Bolungarvík0-21


Tómas og Jóhann Óli efstir á Haustmóti SA

Önnur umferð Haustmóts Skákfélags var tefld í gærkvöldi. Líkt og búist var við kom Jakob Sævar akandi sem leið lá yfir Lágheiðina frá Siglufirði; líklega var um að ræða síðustu ferð hans þessa leið því Héðinsfjarðargöngin verða formlega opnuð um helgina. Tilkoma ganganna kemur til með að stytta leiðina frá Siglufirði til Akureyrar um einhverja klukkutíma og þar með auðvelda aðgengi Siglfirðinga að mótum hjá Skákfélagi Akureyrar. Þar er loks komin skýring á því þjóðhagslega hagræði sem af framkvæmdinni hlýst.

Úrslitin:

Round 2 on 2010/09/28 at 19:30

Bo.

No.

 

 

Name

Result

 

Name

 

No.

1

10


 

Magnusson Jon

0 - 1

 

Thorgeirsson Jon Kristinn


6

2

7


 

Arnarson Sigurdur

1 - 0

 

Sigurdsson Jakob Saevar


5

3

8


 

Jonsson Haukur H

0 - 1

 

Sigurdarson Tomas Veigar


4

4

9


 

Heidarsson Hersteinn

  

Bjorgvinsson Andri Freyr

 

3

5

1


 

Karlsson Mikael Johann

0 - 1

 

Eidsson Johann Oli


2

 

Úrslit kvöldsins urðu öll eftir bókinni ef frá er talin viðureign Mikaels (1825) og Jóhanns Óla (1630) en Jóhann hafi betur að lokum eftir miklar sviptingar.

Nokkuð er um að skákum hafi verið frestað. Af þeim sökum gefur staða efstu manna ekki endilega rétta mynd.

Tómas Veigar Sigurðarson                 2 vinningar
Jóhann Óli Eiðsson                            2 vinningar
Jón Kristinn Þorgeirsson                    1½
Sigurður Arnarson                             1
Andri Freyr Björgvinsson                  1 + frestuð skák
Jakob Sævar Sigurðsson                    ½
Mikael Jóhann Karlsson                     0 + frestuð skák
Haukur H. Jónsson                            0
Hersteinn Heiðarsson                         0 + frestuð skák
Jón Magnússon                                  0 + frestuð skák 

Þriðja umferð fer fram á sunnudaginn.  


Róbert sigraði á skákmóti vegna geðveikra daga

Róbert Lagerman sigraði skákmóti vegna Geðveikra daga sem fram fór í Björgunni í Keflavík í fyrrdag.   Róbert hlaut fullt 8 vinninga í 8 skákum.   Gunnar Freyr Rúnarsson varð annars með 7 vinninga og Pálmar Breiðfjörð varð þriðji með 5,5 vinning.

 

1Róbert Lagerman8,0
2Gunnar Freyr Rúnarsson7,0
3Pálmar Breiðfjörð5,5
4Þórir Benediktsson5,0
5Jón Úlfljótsson4,5
6.-10.Jón Birgir Einarsson4,0
 Emil Ólafsson4,0
 Arnar Valgeirsson4,0
 Haukur Halldórsson4,0
 Hinrik Páll Friðriksson4,0
11Guðmundur Ingi Einarsson3,5
12.-14.Jón S. Ólafsson3,0
 Ingvar Sigurðsson3,0
 Berglind Júlía Valsdóttir3,0
15Björgúlfur Stefánsson1,5
16Elísabet María Ragnarsdóttir0,0

 Myndir væntanlegar.  


Ól í skák: Níunda umferð hafin

Ól í skák 2010 019Níunda umferð Ólympíuskákmótsins er nýhafin.   Íslenska liðið í opnum flokki teflir við sveit Chile en stelpurnar tefla við Mongólíu.  Hægt er að fylgjast með skákunum beint.  


 


Ól. í skák: Góð úrslit í áttundu umferð

Báðar íslensku sveitirinar á Ólympíuskákmótinu náðu góðum árangri i áttundu umferð mótsins.

Í opnum flokki mættu Íslendingar Perú og sigruðu þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson  andstæðinga sína, en Björn Þorfinnsson gerði jafntefli og úrslitin urðu því 3½-½ Íslendingum í vil. Þetta er mjög góður árangur miðað við styrkleika andstæðinganna.

Kvennasveitin vann ekki síðra afrek þegar hún gerði jafntefli við Ítali. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann sína skák, þær Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Lenka Ptacnikova gerðu jafntefli, en Sigurlaug Friðþjófsdóttir tapaði. Lokaúrslitin urðu því 2-2.

Sveitin í opna flokknum er í 37. sæti en stelpurnar eru í 38. sæti.

Í níundu umferð verður teflt við Chile í opnum flokki, en í kvennaflokki verða andstæðingarnir Mongólía, en sveit þeirra er mun sterkari en sú íslenska.

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Stefansson, Hannes - Granda, Zuniga Julio E
2585 - 2636
39th WCO, 2010.09.29

Stefansson, Hannes - Granda, Zuniga Julio E (PGN)

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Nd2 dxe4 4. Nxe4 Bf5 5. Ng3 Bg6 6. h4 h6 7. Nf3 Nd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Qxd3 e6 11. Bd2 Ngf6 12. O-O-O Be7 13. Kb1 O-O 14. Qe2 c5 15. d5 Nxd5 16. Ne4 Qb6 17. g4 N7f6 18. g5 Nxe4 19. Qxe4 c4 20. Qxc4 hxg5 21. Ne5 Rac8 22. Qe2 Ba3 23. Nd3 Rc3 24. Bc1 Rfc8 25. Rd2 Be7 26. Ka1 Bf6 27. h6 Qa5 28. Ne5 gxh6 29. Ng4 Bg7 30. Nxh6+ Kf8 31. Qh5 R3c7 32. Qxg5 Rxc2 33. Rxc2 Rxc2 34. Rg1 Bxh6 35. Qxh6+ Ke7 36. Bg5+ Kd7 37. Qf8 Rxf2 38. Rc1 f6 39. Qc8+ Kd6 40. Qb8+ Nc7 41. Be3 Kd5 1-0

Kirsan 95 - Karpov 55. Kirsan áfram forseti FIDE

Kosningunni á milli þeirra Kirsan Ilyumzhinov og Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara í skák, lauk rétt í þessu með sigri þess fyrrnefnda. Kirsan hlaut 95 atkvæði gegn 55 atkvæðum Karpovs.

Kirsan Ilyumzhinov verður því áfram forseti FIDE, alþjóðlega skáksambandsins.


Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8779109

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband