Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Sverrir Ţorgeirsson í landsliđsflokk

Sverrir Ţorgeirsson (2177) tekur sćti í landsliđsflokki.  Sverrir tekur sćti stórmeistarans Henriks Danielsen (2494) sem forfallađist.   Ekki er lengur gerlegt ađ ná áfanga ađ stórmeistaraáfanga en til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţarf 6,5 vinning.    Jafnframt er búiđ ađ draga um töfluröđ en í fyrstu umferđ mćtast m.a. einu keppendurnir sem hafa orđiđ Íslandsmeistarar ţ.e. Jón Viktor Gunnarsson og Hannes Hlífar Stefánsson.

Pörun 1. umferđar:

 

NameRtgRes.NameRtg
Johannesson Ingvar Thor2343-Kristjansson Stefan2466
Thorhallsson Throstur2407-Thorgeirsson Sverrir2177
Thorfinnsson Bragi2396-Lagerman Robert2347
Gislason Gudmundur2382-Olafsson Thorvardur2206
Gunnarsson Jon Viktor2429-Stefansson Hannes2574
Arngrimsson Dagur2383-Thorfinnsson Bjorn2376

 


Skákţing Norđlendinga fer fram 16.-18. apríl á Húsavík

Skákţing Norđlendinga 2010 fer fram á veitingastađnum Gamla Bauk á Húsavík helgina 16-18 apríl. Ţađ er skákfélagiđ Gođinn sem sér um mótshaldiđ. Mótiđ er opiđ öllu skákáhugafólki.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Núverandi skákmeistari Norđlendinga er Gylfi Ţórhallsson.

Skákstjóri verđur Ólafur Ásgrímsson.

Dagskrá

föstudagur   16 apríl kl 20:00   1-4 umferđ. Atskák 25 mín á mann
laugardagur 17 apríl kl 10:30   5. umferđ.   90 mín + 30 sek/leik
laugardagur 17 apríl kl 16:30   6. umferđ.    90 mín + 30 sek/leik
sunnudagur  18 apríl kl 10:30  7. umferđ.    90 mín + 30 sek/leik

Verđlaun

1. sćti.  50.000 krónur  (lögheimili á Norđurlandi)
2. sćti.  25.000 krónur   ------------------------------
3. sćti.  10.000 krónur   ------------------------------

1. sćti.  50.000 krónur  ( lögheimili utan Norđurlands)
2. sćti.  25.000 krónur  ------------------------------------
3. sćti.  10.000 krónur  ------------------------------------

Peningaverđlaunum verđur skipt á milli manna, verđi menn jafnir ađ vinningum í báđum flokkum.

Aukaverđlaun

Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (lögheimili á Norđurl.)

Efstur heimamanna (Félagsmanna Gođans)

Efstur stiglausra. (lögheimili á Norđurl.)

Eingöngu verđur hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.

Harđskákmót Norđlendinga 2010 verđur svo haldiđ sunnudaginn 18. apríl á sama stađ og hefst ţađ eigi fyrr en kl 15:00. Ekkert ţátttökugjald er í ţađ mót.
Núverandi Hrađskákmeistari Norđlendinga er Rúnar Sigurpálsson 

Skráning og ţátttökugjald.

Skráning í mótiđ er hafin og fer hún fram efst á heimasíđu skákfélagsins Gođans, á sérstöku skráningaformi.  Skráningu verđur lokađ á hádegi 16 apríl.

Ţátttökugjaldiđ í mótiđ er krónur 2500 fyrir 17 ára og eldri, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Mögulegar breytingar á framantöldum upplýsingum vera kynntar hér á síđunni, ef međ ţarf.

Nánari upplýsingar.

Allar upplýsingar um mótsstađinn, gistimöguleika, hliđarviđburđi, og fl. er ađ finna hér:http://www.godinn.blog.is/blog/godinn/entry/983547/

Upplýsingar um skráđa keppendur er ađ finna hér:
http://spreadsheets.google.com/ccc?key=0Arg3nCphWhFydDR1R09NWVZRUFVjYmQ1WDVDU1ptR0E&hl=en

Mótiđ á chess-results: http://chess-results.com/tnr32006.aspx  

Hermann Ađalsteinsson formađur skákfélagsins Gođans veitir allar upplýsingar um mótiđ í síma 4643187 og 8213187.  lyngbrekka@magnavik.is


Jón Kristinn Íslandsmeistari barna

Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi á Íslandsmóti barna annađ áriđ í röđ í dag í Vestmannaeyjum. Jón Kristinn sem er frá Akureyri sigrađi alla andstćđinga sína og hlaut 8 vinninga af 8 mögulegum.    Í öđru sćti varđ Sigurđur A. Magnússon, frá Vestmannaeyjum, varđ annar međ 6,5 vinning og í 3.-5. sćti urđu Jörgen Freyr Ólafsson, Róbert Aron Eysteinsson og Róbert Leó Jónsson međ 5,5 vinning.

Árgangaverđlaun skiptust bróđurlega milli helstu félaga, en ţau hlutu:

 1999  Jón Kristinn Ţorgeirsson, Skákfélagi Akureyrar
 2000  Dawid Kolka, Taflfélaginu Helli
 2001  Erik Daníel Jóhannesson, Skákdeild Hauka
 2002  Máni Sverrisson, Taflfélagi Vestmannaeyja
 2003  Vignir Vatnar Stefánsson, Taflfélagi Reykjavíkur

Keppendur voru 31, ţar af komu 12 úr Reykjavík og tveir frá Akureyri, en ađrir voru heimamenn.

Eftir Íslandsmóti var brugđiđ á leik og skipađ í tvćr tíu krakka sveitir, ein frá höfuđborgarsvćđinu og ađra frá Landsbyggđinni og tefldu ţćr saman tvćr umferđir.  Leikar fóru ţannig ađ í fyrri umferđinni skildu sveitirnar jafnar 5-5 og í ţeirri síđari sigrađi höfuđborgarsvćđiđ 7,5-2,5, ţannig ađ heildarúrslit urđu 12,5-7,5 höfuđborginni í vil.

Ítarleg umfjöllun er vćntanleg á heimasíđu TV og ţar má líka finna fjölda mynda.

Lokastađan:

 

Rk.NameRtgClub/CityPts. 
1Thorgeirsson Jon Kristinn 1505SA8
2Magnusson Sigurdur A 1340TV6,5
3Olafsson Jorgen Freyr 1215TV5,5
4Eysteinsson Robert Aron 1330TV5,5
5Jonsson Robert Leo 1180Hellir5,5
6Kolka Dawid 1170Hellir5
7Johannesson Kristofer Joel 1295Fjölnir5
8Palsdottir Soley Lind 1075TG5
9Johannsdottir Hildur B 0Hellir5
10Kjartansson Sigurdur 0Hellir5
11Long Larus Gardar 1145TV5
12Magnusdottir Hafdis 0TV5
13Johannesson David Mar 1190TV4
14Kjartansson Eythor Dadi 1210TV4
15Sverrisson Mani 0TV4
16Johannesson Erik Daniel 0Sd. Hauka4
17Stefansson Vignir Vatnar 0TR4
18Fridriksson Felix Orn 0TV4
19Magnusson Matthias 0Fossvogsskóla4
20Jocobsen Odinn Orn 0Digranesskola3,5
21Sigthorsdottir Sigridur M 0TV3,5
22Oskarsdottir Audbjorg H 0TV3,5
23Sveinsson Mikael Mani 0SA3
24Steinthorsson Felix 0Hjallaskola3
25Andersen Alexander 0TV3
26Hallgrimsdottir Diana 0TV2,5
27Hallgrimsdottir Elisa 0TV2
28Sigursteinsdottir Inga Birna 0TV2
29Egilsson Arnar Gauti 0TV1,5
30Hlynsdottir Anita Lind 0TV1,5
31Magnusdottir Adalheidur 0TV1

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar gaf eftir á lokasprettinum

Eftir glćsilegan sigur Hannesar Hlífars Stefánssonar á Reykjavíkurmótinu á dögunum höfđu margir vonast eftir betri frammistöđu hans á Evrópumóti einstaklinga sem lauk í Rijeka í Króatíu sl. miđvikudag. Ţó verđur ađ telja árangurinn viđunandi. Hannes hlaut 6˝ vinning af 11 mögulegum, hafnađi í 109. sćti og var örlítiđ yfir ćtluđum árangri. Ţetta mót var mun ţéttara en Reykjavíkurmótiđ, af 408 skákmönnum sem hófu keppni var Hannes nr. 120 í styrkleikaröđinni og Henrik Danielssen sem einnig tefldi í Rijeka og hlaut 6 vinninga var nr. 186.

Um tíma var útlitiđ fyrir enn betri frammistöđu Hannesar ţví ađ eftir sjö umferđir var hann kominn međ 5 vinninga. Tvö töp í áttundu og níundu umferđ gerđu vonir hans ađ engu. Hann átti erfitt uppdráttar í ýmsum tískubyrjunum. Ţó hann tefldi illa međ hvítu gegn Berlínarvörn Búlgarans Kirils Georgiev og í 3. umferđ ţegar hann féll í ţekkta gildru í Nimzo-indverskri vörn er niđurstađa greinarhöfundar engu ađ síđur sú ađ Hannes sé í mikilli sókn um ţessar mundir. En efstu menn urđu:

1. Jan Nepomniachtsí ( Rússland ) 9 v. (af 11). 2.-3. Baadur Jobava (Georgíu) og Artyom Timofeev ( Rússland ) 8˝ v.

Íslandsvinurinn Ivan Sokolov var í fararbroddi allt mótiđ og tefldi af mikilli hörku. Hann tapađi hinsvegar međ hvítu í lokaumferđinni fyrir Ungverjanum Almasi og hafnađi í 13. sćti. Sigurvegarinn Nepomaniachtsí ţrćddi ekki algengustu leiđirnar í skákum sínum en tefldi af ţeim mun meiri léttleika. Hann sigrađi á Aeroflot-mótinu í Moskvu áriđ 2008 og hefur unniđ ýmis góđ afrek síđan.

Ţegar eftirfarandi skák var tefld í 9. umferđ var Georgíumađurinn Jobava einn efstur og ţví úrslitastund mótsins runnin upp. Gegn Caro Kann-vörninni valdi hann sjaldséđan leik, 3. f3 og fjórđi leikurinn, a4, kom mönnum einnig spánskt fyrir sjónir. En ţessi óvenjulega byrjun sló Jobava út af laginu og Nepo náđi ađ byggja upp ógnandi stöđu á kóngsvćngnum. Bráđsnjall leikur var 21. Rd5 og síđan kom gegnumbrotiđ, 24. e6! Eftir ţađ hrundu varnir svarts. Ţeir sem fylgdust međ skákinni á hinum ýmsu vefsíđum sýndist hvítur eiga marga vćnlega kosti í 24. leik en ţá kom hinn rólegi leikur, 27. h3.

EM einstaklinga 2010; 9. umferđ:

Jan Nepomniachtsí - Badur Jobava

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 Db6 4. a4 e5 5. dxe5 dxe4 6. a5 Dc7 7. f4 Rh6 8. Rc3 Bb4 9. Bd2 e3 10. Bxe3 O-O 11. Rf3 Hd8 12. Bd3 Ra6 13. De2 Bxa5 14. O-O Rb4 15. Be4 Bf5 16. Kh1 Bb6 17. Bxb6 Dxb6 18. Rg5 c5 19. Hae1 Dg6 20. Bxb7 Rxc2 21. Rd5 Hxd5 22. Bxd5 Bd3 23. Df3 He8

10-03-21.jpg

24. e6 Rxe1 25. Hxe1 fxe6 26. Hxe6 Kh8 27. h3 Hxe6 28. Bxe6 Bb5 29. f5 De8 30. f6 Df8 31. f7

- og svartur gafst upp.

HM einvígi - Karpov vill verđa forseti FIDE

Í nćsta mánuđi hefst í Sofia í Búlgaríu einvígi Venselins Topalov og Wisvanathans Anand um heimsmeistaratitilinn. Tefldar verđa 12 skákir.

Miđađ hefur veriđ viđ ađ einvígiđ hefjist 5. apríl nk. og ađ 12. skák ţess verđi á dagskrá 24. apríl.

Frá Rijeka í Króatíu berast ţćr fréttir ađ Anatolí Karpov fyrrum heimsmeistari hafi afráđiđ ađ bjóđa sig fram í kjöri til forseta FIDE sem fram fer á ţinginu í Khanty Manyisk í Síberíu nćsta haust. Kirsan Ilumzinhov hefur veriđ forseti FIDE síđan 1995.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 21. mars 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Íslandsmót barna fer fram í dag í Vestmannaeyjum

Íslandsmót barna fer fram í dag í Vestmannaeyjum.  31 krakki er skráđir til leiks og ţar međ nánast allir sterkustu skákmenn landsins á ţessum aldri (10 ára og yngri).   Hćgt verđur ađ fylgjast međ gangi mála á heimasíđu TV og á Chess-Results í dag.

Smyslov látinn

SmyslovVassily Smyslov, sem var heimsmeistari í skák 1957-58 lést í gćr, 89 ára ađ aldri.   Smyslov tefldi nokkrum sinnum á Íslandi og má ţar nefna Reykjavíkurskákmótiđ 1974 en hann sigrađi á mótinu og á 60 ára afmćlismóti Friđriks Ólafssonar, sem fram fór 1995.   Smyslov tefldi síđast kappskák áriđ 2002, ţá 81 árs.   

 

 


Ferđapistill frá Rijeka

rijeka10.jpgUndirritađur fór í sína fyrstu "embćttisferđ" sem forseti SÍ til Rijeka í Króatíu helgina 12.-14. mars sl.  Um var ađ rćđa fund á vegum ECU (European Chess Union) sem fram fór samhliđa EM einstaklinga í Rijeka í Króatíu.  Fundurinn bar nafniđ Extra Ordinary Meeting og var ađ mér skilst framhaldsfundur frá í Novi Sad ţegar EM landsliđa fór fram ţar sem ekki náđist ađ klára öll mál.    Förina lengdi ég um einn dag m.a. til ađ geta mćtt á eina umferđ EM einstaklinga og hitti ţar m.a. Hannes og Henrik og ýmsa Íslandsvini eins og t.d. Sokolov, Movsesian og Emanuel Berg. Ivan Sokolov

Ástćđan fyrir ţví ađ ég fór var sú ađ ţessu sinni ákváđu gestgjafar ađ borga gistikostnađ fyrir tvćr nćtur fyrir fulltrúa ECU sem og allan fararkostnađ í Króatíu.  ECU lýsti sig tilbúiđ ađ borga fyrir ferđakostnađ upp ađ allt ađ 500 evrum sem dugđi ađ langmestu leyti fyrir ferđakostnađi mínum, uppá vantađi e.t.v. um 20-30 evrur.  Ţar sem ég átti inni ferđaávísun frá kreditkortafyrirtćki, bauđ ég konunni međ og úr var bćđi skemmtileg og fróđleg ferđ. 

Hannes HlífarFerđalagiđ á föstudeginum til Rijeka var langt og strangt og sjálfsagt var ég sá fulltrúi sem lagđi á sig lengsta ferđalagiđ. Fyrst var flogiđ til London, beđiđ ţar í 5 tíma, flogiđ svo til Zagreb, og ţađan er tveggja tíma akstur til Rijeka.  Vaknađ var um kl. 5 um morguninn og ekki mćtt á hóteliđ fyrr en undir miđnćtti.  Ferđalagiđ til baka tók einnig svipađan tíma.  

Á laugardeginum var hópnum safnađ upp í rútu og keyrt var međ okkur skákstađ og ţví loknu á keppnisstađ skákklúbbsins í Rijeka, ţar sem ECU-fundurinn fór fram.  Um var ađ rćđa 700 fm. húnćđi, býsna stórt og međ mörgum sölum sem bendir til ţess ađ skák sé mjög vinsćl ţarna.  Fullt var af sjónvarpsvélum var á stađnum sem sjálfsagt mátti ađ skýra ađ mestu leyti međ nćrveru Karpov og til ađ byrja međ ţurfti mađur ađ hlusta á rćđur fyrirmenna í bćnum og gott ef ekki á einhvern ráđherra.   Henrik

Alls eiga 54 lönd ađild ađ ECU og voru viđstaddir ţarna ríflega 40 fulltrúar og einhver umbođ í gangi svo samtals voru ţarna um 45 atkvćđi virk.  Međal fulltrúa má nefna Nigel Short, sem sat fundinn fyrir Englendinga, en ađra ţekkti ég ekki fyrir fundinn.   Ég náđi reyndar best saman međ Wales-verjanum David James, menntađur kennari, sem var hinn viđkunnanlegasti.  

Í upphafi fór fram nafnakall og ţegar sagt var Iceland og ég rétti upp hönd fór ekki framhjá mér ađ sumir fóru beinlínis úr hálsliđi til ađ sjá hver kćmi ţađan.   Sjálfsagt ţekkust flestir ţarna innanborđs og ég einn nýliđa en mig grunar „Iceland" kalli fram ýmis viđbrögđ.  Ţannig er ţađ bara bara.   Nigel Short glotti t.d. ógurlega viđ mig og sagđi ég ađ ćtti ađ koma til Grikklands og vinna á ólífuekrunni sinni upp í IceSave-skuldirnar og alls konar glósur fékk ég öđru hverju, en alltaf ţó í gamansömum tón.   Mér kom samt á óvart hversu mikiđ menn vissu um ástandiđ á Íslandi og nöfn bankana á Íslandi virtist vera mönnum jafn ţekkt eins og t.d. Barclays. 

Gunnar, James og brjálađi GeorgíumađurinnFundurinn gekk ágćtlega og átakalaus en var nokkuđ langur.  Fariđ var yfir svokölluđ ECU-statues og fannst mér menn gleyma sér stundum í tćkniatriđum og sagđi sessunaut mínum ţađ.  Hann útskýrđi fyrir mér ţá ađ sum ţessara „tćkniatriđa" var alls ekki svo einföld og ţetta snérust líka um völd.   Máliđ er ađ ţrír menn hafa lýst yfir, eđa eru taldir líklegir í frambođ sem forsetar ECU, og ţví var kraumandi spenna undirliggjandi.    Kosningar fara fram í Síberíu í haust en fundurinn verđur haldinn samhliđa Ólympíuskákmótinu.  

 Til dćmis var rćtt fram og til baka um tillögu sem endanum var samţykkt svona:

„Nominations for the Presidential ticket and Continental Presidents must reach the FIDE Secretariat at least three months before the opening of the General Assembly. To be elected, each candidate shall be nominated by his federation. He/She should have been a member of their federation at least one year before the General Assembly.

No person can be elected to a FIDE-office against the will of his national federation. This stipulation may be waived by the General Assembly only in exceptional cases. Federations that are against the nomination of one of their members for a FIDE office, should raise their objections to such a nomination before the election.

A Federation is entitled to nominate only one candidate for one position"

Ég skyldi ekki hvađ hvernig menn gátu rćtt ţetta fram og aftur og rifist um alls konar smávćgilegar breytingar á orđlagi en ţá sagđi David James mér ađ ţađ vćru dćmi um ađ menn hafi skipt um skáksambönd.  Fróđlegt ađ bera saman t.d. viđ viđtaliđ viđ Friđrik Ólafsson á Rás 2 um daginn.  

Einnig var sett inn ákvćđi um ađ mótshaldarar yrđu ađ njóta samţykkis skáksambands ţess lands sem mótiđ ćtti ađ vera haldiđ í .  Eitthvađ sem mađur hafđi haldiđ ađ ćtti vera kommon sens eđa hvađ?   Nei, nei, alls ekki, David James, sagđi mér ađ skýringin á vćri sú ađ um ţađ eru dćmi ađ menn hafi veriđ bjóđa í mót frá ýmsum ríkjum og t.d. sá sem var ađalmótshaldari nú hefur haldiđ mót í ýmsum ríkjum fyrrum Júgóslavíu.   Torvelda á slíkt.     

Einnig var fariđ yfir reglur og m.a. kom fram tillaga um ţađ ađ framvegis yrđi ekki Zero-tolerance reglan á viđburđum ECU.   Ţađ var samţykkt samhljóđa ađ gefa hálftíma og mun sú regla vćntanlega taka gildi á mótum hérlendis í haust.  FIDE hefur ţó ekki fellt sína reglu ennţá og geri ég ráđ fyrir hún gildi t.d. á ólympíuskákmótinu.

Í lok fundarins var fariđ yfir komandi Evrópumót.  EM einstaklinga 2011 í opnum flokki verđur haldiđ í Aix-les -Bains Frakklandi 20. mars - 3. apríl 2011, og EM einstaklinga í kvennaflokki í Gaziantep í Tyrklandi.   Ađ lokum hvatti fulltrúi Georgíu sér hljóđs og hélt ţar rćđu um Rússa og lýsti yfir óánćgju međ Karpov og tengsl hans viđ yfirvöld og var ađ lokum stöđvađur af. 

Karpov hvatti sér hljóđs í lok fundarins og lýsti yfir frambođi sem forseti FIDE í haust og fékk góđar móttökur.  Ţađ mun víst vera málum blandiđ hvort hann geti bođiđ sig fram en hvert skáksamband má víst ađ bjóđa fram einn frambjóđanda og Kirshan er einnig Rússi.  Frakkar hafa bođiđ Karpov fram sem sinn fulltrúa en ţađ mun vera ekki vera ljóst hvort ţađ gangi upp.    Mín tilfinning núna er sú ađ Karpov hafi ekki séns ef hann ef hann fćr á annađ borđ ađ bjóđa sig fram.  Máli mín til stuđnings get ég vísađ til ţess ađ allir heimsálfuforsetarnir styđja Kirshan.  Svo hefur Tyrkland einnig lýst stuđningi viđ Kirshan en mín tilfinning er ađ Ali Nihat forseti Skáksambands Tyrklands sé sigurstranglegastur ţeirra sem bjóđa sig fram sem forseta ECU og ţar muni menn horfa á ţau kraftaverk sem gerst hafi í tyrknesku skáklífi.    Karpov fengi sem umtalsvert fylgi Evrópu en mig grunar ađ hann muni eigi erfitt uppdráttar t.d. í Asíu og Afríku. 

Á ChessBase má finna umfjöllun og myndir frá ECU-fundinum.

Danilov lýsir yfir frambođi sem forseti ECUUm kvöldiđ var svo haldiđ aftur á hóteliđ og ţar bauđ Búlgarinn Sergei Danilov, sem er vel ţekktur sem umbođsmađur Topalov, m.a., í svokölluđu Toilet-gate málinu, í kokteil ţar sem hann tilkynnti um frambođ sem forseti ECU undir yfirskriftinni „I know".  Ţađ var nokkuđ sérstćđ framsetning.  Búlgarski forsetinn hélt mikla lofrćđu um Danilov og ţuldi upp hverja hann ţekkti (ráđherra, vinur Topalovs og menn úr viđskiptalífinu) hann vćri vel menntađur og ţess háttar.   Danilov hélt svo rćđu ţar sem hann lýsti yfir markmiđum sínum. 

I Novi Sad í haust hafđi forseti tyrkneska skáksambandsins Ali Nihat lýst yfir frambođi en Tyrkir hafa veriđ afskaplega virkir á skáksviđinu síđustu misseri og eru ađ ná mjög eftirtektarverđum árangri.   Forseti ECU til 12 ára, Boris Kutin, hefur svo ekki gefiđ annađ til kynna en ađ hann verđi í frambođi.  Einhvern ónćgja er međal Vestur-Evrópubúa mun vera međ ţađ ađ ţrír Austur-Evrópubúar séu í frambođi en ţađ ţýđir lítiđ ađ kvarta og gera ekkert í málunum eins og mig grunar ađ verđi niđurstađan.   Valdsottir og Karpov

Ekki fór ţađ framhjá manni ađ hvert atkvćđi er afar mikilvćgt enda ađeins 54 í bođi og a.m.k. 3 frambjóđendur.    Ţađ er greinilega ađ Ísland hefur vakiđ jákvćđa athygli fyrir sitt alţjóđa skákmótahald í gegnum tíđina og mönnum fannst ţađ eftirtektarvert ađ nánast allir sterkustu skákmenn heims undanfarna áratugi hafi teflt á Íslandi. 

Einn frambjóđendanna hefur meira ađ segja bođađ mögulega komu sína til Íslands í apríl til ađ kynna sín stefnumál og vill ţá hitta frammámenn í íslensku skáklífi.  

Á sunnudeginum fóru flestir fulltrúarnir heim en ég ákvađ ađ vera lengur og kíkja á skákstađ og taka púlsinn á Hannesi og Henriki sem gistu á öđru hóteli en ég.   Ţangađ var kortersakstur međ rútu á vegum mótshaldara.   Ađstađa á skákstađ var til mikillar fyrirmyndar en teflt var í risaíţróttasal.  Borđ vel ađgreind og 50 skákir í hvorum flokki sýnd beint á vefnum.  Reyndar var nokkuđ sérstakt ađ ađeins einni skák úr hvorum flokki var Picture 140varpađ fram á risaskjá - íslenskir áhorfendur hefđu ekki veriđ sáttir viđ ţađ.  

Ţarna tók mađur eftir hvernig Zero-tolerance reglan virkar.  Skákstjóri tilkynnti ađ ţađ vćru fimm mínútur vćru í skák og ţá var skáksalurinn eins og mýflugnabú ţar sem allir flýttu sér til sćtis.  Svo sátu menn stjarfir og enginn hreyfđi sig ţar til skákin hófst.  Reyndar fínt fyrir ţá sem taka myndir.  

Ţví hefur veriđ haldiđ fram viđ mig ađ Ísland ađ senda sína sterkustu menn á mótiđ og hafi ekki stađiđ sig vel í samanburđi viđ önnur lönd.  En skođum máliđ.  Ísland átti ţarna tvo fulltrúa, Íslandsmeistarann, Henrik, og sigurvegarann á MP Reykjavíkurskákmótsins, Hannes Hlífar. 

Berum saman viđ hin norđurlöndin.    Frá Finnlandi tók stórmeistarinn Tomi Nyback (2624) ţátt.  Frá Danmörk var Bo Jackobsen (2375) sem mig grunar ađ hafi veriđ ţarna á eigin vegum.  Frá Svíţjóđ voru stórmeistararnir Emanuel Berg (2594) og Pontus Carlsson (2478) og eini fulltrúa norrćnna kvenna, Pia Cramling (2523) sem stóđ svo uppi sem Evrópumeistari.  Og frá Noregi, ríkasta landi heims, var Per Ofstad (2197), 76 ára, sem einnig var ţarna sem ECU-fulltrúi.  Mađur sem ég spjallađi mikiđ viđ og er mikill áhugamađur ţess ađ NM öldunga fari fram á Íslandi áriđ 2011.   Litla Ísland stendur sig bara býsna vel og auđvitađ langbest Norđurlandanna sé miđađ viđ hina klassísku höfđatölu!

Viđ gistum í raun og veru ekki í Rijeka heldur í litlum bć fyrir utan sem heitir Obatija en ţar búa ađeins um 13.000 íbúar.     Ţarna var ríkmannlega byggt sýndist manni og töluvert um túrista.  Ađeins mun vera nokkra tíma sigling til Feneyja.  

Á mánudagsmorgninum var svo haldiđ heim á leiđ eftir skemmtilega og fróđlega ferđ. 

Gunnar Björnsson


MR Íslandsmeistari framhaldsskólasveita

Íslandsmeistarar MR 2010Sveit Menntaskólans í Reykjavík varđ Íslandsmeistari framhaldsskólasveita í skák 2010. M.R. hlýtur ţví rétt á ađ tefla fyrir Íslands hönd á Norđurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer í Danmörku í september. Sveit M.R. varđi ţví Íslandsmeistaratitil sinn frá ţví í fyrra, og er sveitin Norđurlandameistari frá 2009.

Íslandsmót framhaldsskólasveita fór fram í kvöld föstudaginn 26. mars í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Sex sveitir voru skráđar til leiks, en ţegar til kom forfölluđust sveitir Fjölbrautar í Garđabć og Fjölbrautar í Breiđholti. Fjórar sveitir tefldu ţví einfalda umferđ međ 30 mín. umhugsunartíma. Ţađ voru A- og B sveitir Menntaskólans í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ.

Íslandsmót framhaldsskólasveita hefur veriđ haldiđ sleitulaust frá árinu 1971 og var ţađ Taflfélag Skáksveit MRReykjavíkur sem stofnađi til ţessa móts og hefur veriđ mótshaldari frá upphafi. Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ hefur oftast unniđ ţessa keppni eđa í yfir 20 skipti. Ánćgjulegt var ađ sjá tvöfalt fleiri sveitir nú en í fyrra, en nokkur lćgđ hefur veriđ yfir ţátttöku í ţessu móti undanfarin ár. Keppendur á skákmótinu í kvöld eru flest öll reyndir skákmenn, bćđi sem einstaklingar og sem sveitarneđlimir sinna grunnskólasveita undanfarinna ára. Ef ţróunin verđur sú ađ skákkrakkar úr grunnskólum landsins haldi áfram keppni í sveitakeppnum framhaldsskóla, ţá á ţetta mót góđa framtíđ fyrir sér! Vonandi verđa enn fleiri sveitir međ ađ ári liđnu og einnig sveitir frá framhaldsskólum af landsbyggđinni.

Nánari úrslit urđu sem hér segir:

  • 1. sćti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit međ 8 1/2 vinning.
  • 2. sćti: Verzlunarskóli Íslands međ 5 1/2 vinning.
  • 3. sćti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit međ 5 1/2 vinning.
  • 4. sćti: Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ međ 4 1/2 vinning.

Í sigurliđi M.R. eru:


  • 1. b. Sverrir Ţorgeirsson
  • 2. b. Bjarni Jens Kristinsson
  • 3. b. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
  • 4. b. Paul Joseph Frigge

 

Í silfurliđi Verzlunarskóla Íslands eru:

  • 1. b. Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2. b. Patrekur Maron Magnússon
  • 3. b. Hörđur Aron Hauksson
  • 4. b. Jökull Jóhannsson

 

Í bronsliđi M.R. B-sveitar eru:

  • 1. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • 2. b. Jóhannes Bjarki Tómasson
  • 3. b. Mikael Luis Gunnlaugsson
  • 4. b. Daníel Björn Yngvason

 

Í liđi M.H. sem lenti í 4. sćti eru:

  • 1. b. Dađi Ómarsson
  • 2. b. Tinna Kristín Finnbogadóttir
  • 3. b. Matthías Pétursson
  • 4. b. Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir

 

Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson.


Páskaeggjamót Hellis fer fram á mánudag

Páskaeggjamót Hellis verđur haldiđ mánudaginn 29. mars 2010, og hefst tafliđ kl. 17, ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Páskaeggjamótiđ kemur í stađ mánudagsćfingar. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er opiđ öllum krökkum á grunnskólaaldri. Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir ađra er ţátttökugjald kr. 500.

Allir ţátttakendur keppa í einum flokki en verđlaun verđa veitt í tveimur ađskildum flokkum. Páskaegg verđa í verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í eldri flokki (fćddir 1994 - 1996) og yngri flokki (fćddir 1997 og síđar). Ađ auki verđa tvö páskaegg dregin út og efsta stúlkan í mótinu fćr páskaegg í verđlaun. Enginn fćr ţó fleiri en eitt páskaegg.

Páskaeggjamótiđ verđur haldiđ í félagsheimili Hellis ađ Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er viđ hliđina á Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.

Atkvöld hjá Helli á mánudag

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn  29. mars 2010 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ tuttugu mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 68
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 8764677

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband