Leita í fréttum mbl.is

MR Íslandsmeistari framhaldsskólasveita

Íslandsmeistarar MR 2010Sveit Menntaskólans í Reykjavík varđ Íslandsmeistari framhaldsskólasveita í skák 2010. M.R. hlýtur ţví rétt á ađ tefla fyrir Íslands hönd á Norđurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer í Danmörku í september. Sveit M.R. varđi ţví Íslandsmeistaratitil sinn frá ţví í fyrra, og er sveitin Norđurlandameistari frá 2009.

Íslandsmót framhaldsskólasveita fór fram í kvöld föstudaginn 26. mars í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Sex sveitir voru skráđar til leiks, en ţegar til kom forfölluđust sveitir Fjölbrautar í Garđabć og Fjölbrautar í Breiđholti. Fjórar sveitir tefldu ţví einfalda umferđ međ 30 mín. umhugsunartíma. Ţađ voru A- og B sveitir Menntaskólans í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ.

Íslandsmót framhaldsskólasveita hefur veriđ haldiđ sleitulaust frá árinu 1971 og var ţađ Taflfélag Skáksveit MRReykjavíkur sem stofnađi til ţessa móts og hefur veriđ mótshaldari frá upphafi. Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ hefur oftast unniđ ţessa keppni eđa í yfir 20 skipti. Ánćgjulegt var ađ sjá tvöfalt fleiri sveitir nú en í fyrra, en nokkur lćgđ hefur veriđ yfir ţátttöku í ţessu móti undanfarin ár. Keppendur á skákmótinu í kvöld eru flest öll reyndir skákmenn, bćđi sem einstaklingar og sem sveitarneđlimir sinna grunnskólasveita undanfarinna ára. Ef ţróunin verđur sú ađ skákkrakkar úr grunnskólum landsins haldi áfram keppni í sveitakeppnum framhaldsskóla, ţá á ţetta mót góđa framtíđ fyrir sér! Vonandi verđa enn fleiri sveitir međ ađ ári liđnu og einnig sveitir frá framhaldsskólum af landsbyggđinni.

Nánari úrslit urđu sem hér segir:

  • 1. sćti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit međ 8 1/2 vinning.
  • 2. sćti: Verzlunarskóli Íslands međ 5 1/2 vinning.
  • 3. sćti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit međ 5 1/2 vinning.
  • 4. sćti: Menntaskólinn viđ Hamrahlíđ međ 4 1/2 vinning.

Í sigurliđi M.R. eru:


  • 1. b. Sverrir Ţorgeirsson
  • 2. b. Bjarni Jens Kristinsson
  • 3. b. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
  • 4. b. Paul Joseph Frigge

 

Í silfurliđi Verzlunarskóla Íslands eru:

  • 1. b. Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2. b. Patrekur Maron Magnússon
  • 3. b. Hörđur Aron Hauksson
  • 4. b. Jökull Jóhannsson

 

Í bronsliđi M.R. B-sveitar eru:

  • 1. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • 2. b. Jóhannes Bjarki Tómasson
  • 3. b. Mikael Luis Gunnlaugsson
  • 4. b. Daníel Björn Yngvason

 

Í liđi M.H. sem lenti í 4. sćti eru:

  • 1. b. Dađi Ómarsson
  • 2. b. Tinna Kristín Finnbogadóttir
  • 3. b. Matthías Pétursson
  • 4. b. Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir

 

Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8765166

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband