Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar gaf eftir á lokasprettinum

Eftir glćsilegan sigur Hannesar Hlífars Stefánssonar á Reykjavíkurmótinu á dögunum höfđu margir vonast eftir betri frammistöđu hans á Evrópumóti einstaklinga sem lauk í Rijeka í Króatíu sl. miđvikudag. Ţó verđur ađ telja árangurinn viđunandi. Hannes hlaut 6˝ vinning af 11 mögulegum, hafnađi í 109. sćti og var örlítiđ yfir ćtluđum árangri. Ţetta mót var mun ţéttara en Reykjavíkurmótiđ, af 408 skákmönnum sem hófu keppni var Hannes nr. 120 í styrkleikaröđinni og Henrik Danielssen sem einnig tefldi í Rijeka og hlaut 6 vinninga var nr. 186.

Um tíma var útlitiđ fyrir enn betri frammistöđu Hannesar ţví ađ eftir sjö umferđir var hann kominn međ 5 vinninga. Tvö töp í áttundu og níundu umferđ gerđu vonir hans ađ engu. Hann átti erfitt uppdráttar í ýmsum tískubyrjunum. Ţó hann tefldi illa međ hvítu gegn Berlínarvörn Búlgarans Kirils Georgiev og í 3. umferđ ţegar hann féll í ţekkta gildru í Nimzo-indverskri vörn er niđurstađa greinarhöfundar engu ađ síđur sú ađ Hannes sé í mikilli sókn um ţessar mundir. En efstu menn urđu:

1. Jan Nepomniachtsí ( Rússland ) 9 v. (af 11). 2.-3. Baadur Jobava (Georgíu) og Artyom Timofeev ( Rússland ) 8˝ v.

Íslandsvinurinn Ivan Sokolov var í fararbroddi allt mótiđ og tefldi af mikilli hörku. Hann tapađi hinsvegar međ hvítu í lokaumferđinni fyrir Ungverjanum Almasi og hafnađi í 13. sćti. Sigurvegarinn Nepomaniachtsí ţrćddi ekki algengustu leiđirnar í skákum sínum en tefldi af ţeim mun meiri léttleika. Hann sigrađi á Aeroflot-mótinu í Moskvu áriđ 2008 og hefur unniđ ýmis góđ afrek síđan.

Ţegar eftirfarandi skák var tefld í 9. umferđ var Georgíumađurinn Jobava einn efstur og ţví úrslitastund mótsins runnin upp. Gegn Caro Kann-vörninni valdi hann sjaldséđan leik, 3. f3 og fjórđi leikurinn, a4, kom mönnum einnig spánskt fyrir sjónir. En ţessi óvenjulega byrjun sló Jobava út af laginu og Nepo náđi ađ byggja upp ógnandi stöđu á kóngsvćngnum. Bráđsnjall leikur var 21. Rd5 og síđan kom gegnumbrotiđ, 24. e6! Eftir ţađ hrundu varnir svarts. Ţeir sem fylgdust međ skákinni á hinum ýmsu vefsíđum sýndist hvítur eiga marga vćnlega kosti í 24. leik en ţá kom hinn rólegi leikur, 27. h3.

EM einstaklinga 2010; 9. umferđ:

Jan Nepomniachtsí - Badur Jobava

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 Db6 4. a4 e5 5. dxe5 dxe4 6. a5 Dc7 7. f4 Rh6 8. Rc3 Bb4 9. Bd2 e3 10. Bxe3 O-O 11. Rf3 Hd8 12. Bd3 Ra6 13. De2 Bxa5 14. O-O Rb4 15. Be4 Bf5 16. Kh1 Bb6 17. Bxb6 Dxb6 18. Rg5 c5 19. Hae1 Dg6 20. Bxb7 Rxc2 21. Rd5 Hxd5 22. Bxd5 Bd3 23. Df3 He8

10-03-21.jpg

24. e6 Rxe1 25. Hxe1 fxe6 26. Hxe6 Kh8 27. h3 Hxe6 28. Bxe6 Bb5 29. f5 De8 30. f6 Df8 31. f7

- og svartur gafst upp.

HM einvígi - Karpov vill verđa forseti FIDE

Í nćsta mánuđi hefst í Sofia í Búlgaríu einvígi Venselins Topalov og Wisvanathans Anand um heimsmeistaratitilinn. Tefldar verđa 12 skákir.

Miđađ hefur veriđ viđ ađ einvígiđ hefjist 5. apríl nk. og ađ 12. skák ţess verđi á dagskrá 24. apríl.

Frá Rijeka í Króatíu berast ţćr fréttir ađ Anatolí Karpov fyrrum heimsmeistari hafi afráđiđ ađ bjóđa sig fram í kjöri til forseta FIDE sem fram fer á ţinginu í Khanty Manyisk í Síberíu nćsta haust. Kirsan Ilumzinhov hefur veriđ forseti FIDE síđan 1995.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 21. mars 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765162

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband