Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Jafntefli hjá Kamsky og Topalov

Topalov og Kamsky

Jafntefli varđ í sjöttu skák áskorendaeinvígis Kamskys og Topalovs sem fram fór í dag.  Topalov leiđir 3,5-2,5 ţegar tveimur skákum er ólokiđ.  Frídagur er á morgun.

Skákirnar byrja kl. 13 á daginn og má sjá ţćr beint á vefnum

Skákmót á Árnamessu

Í tilefni af Árnamessu, ráđstefnu Lýđheilsustöđvar um forvarnarmál, í Stykkishólmi laugardaginn 14. mars, stendur stofnunin fyrir veglegu skákmóti fyrir grunnskólanemendur alls stađar af landinu.

Stefnt er ađ ţví ađ fá alla efnilegustu skákkrakka landsins til ţátttöku á mótinu. Áhugasömum krökkum af Snćfellsnesi er sérstaklega bođiđ til mótsins.

  • Keppt er um veglega eignarbikara og fjöldi verđlauna verđur í bođi.
  • Teflt í ţremur flokkum; fćddir 1993 - 1996, fćddir 1997 - 2002 og flokki Snćfellinga.
  • Teflt verđur í Grunnskólanum Stykkishólmi. Sex umferđir međ 10 mínútna umhugsunarfresti. Mótstjórar verđa ţeir Helgi Árnason, form. Skákdeildar Fjölnis, og Páll Sigurđsson, form. Taflfélags Garđabćjar.

Skákmótiđ er, líkt og forvarnaráđstefnan, haldiđ í minningu um Árna Helgason heiđursborgara og bindindisfrömuđ í Stykkishólmi, sem hefđi orđiđ 95 ára ţennan dag, en Árni lést 27. febrúar 2008.                                                           

Innifaliđ í ţátttöku á skákmótinu:

  • Rútuferđ frá Reykjavík kl. 9:00 og til baka frá Stykkishólmi kl. 17:30
  • Hádegisverđur á Hótel Stykkishólmi
  • Veitingar á skákmótinu í bođi Sćfells hf.
  • Fjöldi verđlauna og happdrćtti
  • Áritađ ţátttökuskjal frá Lýđheilsustöđ                                              

Vinsamlegast tilkynniđ ţátttakendur til Skáksambands Íslands s. 568 9141 eđa í tölvupósti siks@simnet.is, í síđasta lagi föstudaginn 6. mars n.k. Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Árnason s. 664 8320.

Sjá auglýsingu í viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslandsmót barnaskólasveit

Íslandsmót barnaskólasveita 2009 fer fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 7. og 8. mars nk.  Fyrri daginn verđa tefldar 7 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 15 mín. á skák fyrir hvern keppenda.  Seinni daginn tefla fjórar efstu sveitirnar um Íslandsmeistaratitilinn - allir viđ alla.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 7. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).  Keppendur skulu vera fćddir 1996 eđa síđar.

Dagskrá:                    

  • Laugardagur 7. mars  kl. 13.00          1.- 7. umferđ
  • Sunnudagur 8. mars  kl. 12.00          Úrslit

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer á Íslandi í september nćstkomandi. 

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti: skaksamband@skaksamband.is   Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 5. mars.

Athugiđ ađ ţađ er mjög áríđandi ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.


Davíđ skákmeistari Hellis eftir öruggan sigur á Meistaramótinu

 Davíđ Ólafsson vann öruggan sigur á Meistaramóti Hellis sem lauk í gćrkveldi.  Davíđ hlaut 6 vinninga og var heilum vinningi fyrir ofan nćstu menn sem voru Hjörvar Steinn Grétarsson, Sćvar Bjarnason, varaformađur Hellis, Vigfús Ó. Vigfússon, sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann formanninn Gunnar Björnsson í skrautlegri skák, og Dađi Ómarsson.

Aukaverđlaunhafar urđu sem hér segir:

  • Skákmeistari Hellis: Davíđ Ólafsson
  • Besti árangur undir 2200 skákstigum: Vigfús Ó. Vigfússon
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum: Elsa María Kristínardóttir
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Guđmundur Kristinn Lee
  • Besti árangur stigalausra: Hjörleifur Björnsson
  • Unglingaverđlaun: Patrekur Maron Magnússon, Dagur Andri Friđgeirsson og Brynjar Steingrímsson


Lokastađan:

  

Rk. NameRtgClub/CityPts. Rprtg+/-
1FMOlafsson David 2319Hellir6238111,4
2 Gretarsson Hjorvar Steinn 2279Hellir52145-3,8
3IMBjarnason Saevar 2211TV521510,1
4 Vigfusson Vigfus 2027Hellir5216123,9
5 Omarsson Dadi 2091TR520876,8
6FMBjornsson Sigurbjorn 2324Hellir4,52007-17,7
7 Arnalds Stefan 1953Bol4,519450
8 Baldursson Hrannar 2080KR4,519277,7
9 Magnusson Patrekur Maron 1902Hellir4,518140,6
10 Bjornsson Gunnar 2153Hellir41893-18,1
11 Petursson Matthias 1911TR419398,7
12 Kristinardottir Elsa Maria 1769Hellir418125,3
13 Kristinsson Bjarni Jens 1959Hellir41782-9,6
14 Lee Gudmundur Kristinn 1499Hellir4161814
15 Masson Kjartan 1745S.Au417506
16 Traustason Ingi Tandri 1750Haukar3,5198824,5
17 Halldorsson Thorhallur 1425Hellir3,51873 
18 Schioth Tjorvi 1375Haukar3,51756 
19 Thorvaldsson Arni 2023Haukar3,51744-26,9
20 Palsson Halldor 1961TR31765-20,5
21 Fridgeirsson Dagur Andri 1787Fjölnir31692-18,9
22 Einarsson Eirikur Gardar 1505Hellir31645 
23 Björnsson Hjörleifur 0 31370 
24 Steingrimsson Brynjar 1160Hellir31421 
25 Sigurdsson Birkir Karl 1335TR31551 
26 Andrason Pall 1564TR2,514796,8
27 Kjartansson Dagur 1483Hellir2,514400,8
28 Gudbrandsson Geir 1345Haukar21473 
29 Johannesson Petur 1035TR21191 
30 Fridgeirsson Hilmar Freyr 0Fjölnir21176 
31 Kristbergsson Bjorgvin 1275Hellir1857 

 


Hjörvar Steinn skólameistari Rimaskóla

IMG 2074Hjörvar Steinn Grétarsson vann alla sína andstćđinga á skákmóti Rimaskóla. Alls mćttu 68 nemendur Rimaskóla á skákmótiđ sem nú var haldiđ í 16. sinn eđa allt frá 1. starfsári skólans. Tefldar voru sex umferđir og í ţeirri síđustu sigrađi Hjörvar Steinn félaga sinn úr Norđurlandameistaraliđi skólans Hörđ Aron Hauksson.IMG 2075

Nćstir í röđinni urđu auk Harđar Arons ţau Oliver Aron Jóhannesson, Hrund Hauksdóttir, Jón Trausti Harđarson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Patrekur Ţórsson öll međ 5 vinninga. Glćsileg verđlaunaafhending var í lok mótsins.


Hjörvar Steinn tók viđ glćnýjum farandbikar og fékk auk ţess annan bikar til eignar. Alls voru veitt 30 verđlaun sem IMG 2079McDonalds og Domínós gáfu til keppninnar. Í lokin var öllum ţátttakendum bođiđ í
bollukaffi sem ţćr Solla og Erla Hrönn í eldhúsi Rimaskóla bökuđu.

Myndatextar 2074: Hjörvar Steinn Grétarsson er skákmeistari Rimaskóla í 7. sinn

2075: Efstu stúlkurnar á Skákmóti Rimaskóla: Aníta
IMG 2053Jóhannesardóttir, 8-U, Heiđrún Hauksdóttir 2-D og Hrund Hauksdóttir 7-C

2079: Allir ţátttakendur á skákmóti Rimaskóla fengu gómsćtar rjómabollur í lok mótsins

2053: Um 10 % allra nemenda Rimaskóla tóku ţátt í skákmótinu


Topalov endurheimti forystuna

Topalov og Kamsky

Topalov náđi aftur forystunni í áskorendaeinvígi hans og Kamskys eftir sigur í fimmtu skákinni sem fram fór í dag.  Stađan er nú 3-2 en sjötta skákin fer fram á morgun. 

Skákirnar byrja kl. 13 á daginn og má sjá ţćr beint á vefnum

22 keppendur á Vormóti Bjargarinnar

Vormót BjargarinnarHressi Hrókurinn taflfélag Bjargarinnar stóđ fyrir skákmóti 20 febrúar síđastliđinn. ţađ var metţátttaka eđa 22 sem mćttu til leiks. 5 Keppendur komu frá Vin, stór hópur frá Holtaskóla og nokkrir keppendur frá Björginni. Ţađ var mjög gaman á ţessu móti og skemmtu sér allir vel. Tefldar voru 5 umferđir og umhugsunartími var 10 mínútur á mann. Ţađ fengu allir ţátttakendur viđurkenningu fyrir ţátttöku.Vormót Bjargarinnar

Efstir voru eftirfarandi :

Haukur ( úr Vin ) međ 5 vinninga af 5 mögulegum
Sćvar  ( úr Holtaskóla ) međ 4.5 vinninga af 5 mögulegum
Emil    ( úr Björginni ) međ 4 vinninga af 5 mögulegum


Vormót TV hófst í gćr

Í gćr, sunnudagskvöld hófst Vormót Taflfélags Vestmannaeyja.  Í ţessari fyrstu umferđ bar ţađ helst til tíđinda ađ frambjóđandi Framsóknarflokksins heimsótti félagiđ og vćri ţađ ákveđin nýbreytni ef fleiri frambjóđendur kćmu og fylgdust međ hinu öfluga starfi sem fram fer í félaginu.

Mót ţetta er nýjung í félaginu og sett af stađ til ađ mćta kröfum um ađ félagsmenn eigi kost á ađ tefla fleiri kappskákir yfir veturinn.  Ekki er unnt ađ segja annađ en vel hafi tekist til ţví 28 keppendur eru skráđir til leiks og ađeins einni skák var frestađ í fyrstu umferđ en hún verđur tefld ţriđjudag kl. 19:30.  Ţađ eru ár og dagar síđan jafnfjölmennt mót međ kappskáktímamörkum hefur veriđ haldiđ í Eyjum. Keppendur eru gott samsafn af eldri og yngri félögum og reyndum og óreyndum, ţannig eru 11 fullorđnir, en alls 14 međ Íslensk kappskákstig.  Guđlaugur og Daníel Már eru ađ keppa á sínu fyrsta kappaskákmóti og Nökkvi Dan og Haukur eru ađ byrja ađ tefla á ný eftir langt hlé.  Engin óvćnt úrslit urđu í umferđinni en oft var hart barist.

Úrslit 1. umferđar :

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn Ivar Karlsson01  -  00Daniel Mar Sigmarsson
2Aegir Pall Fridbertsson0-0Gudlaugur G Gudmundsson
3David Mar Johannesson00  -  10Sigurjon Thorkelsson
4Sverrir Unnarsson01  -  00Eythor Dadi Kjartansson
5Haukur Solvason00  -  10Einar Gudlaugsson
6Nokkvi Sverrisson01  -  00Johann Helgi Gislason
7Johannes Sigurdsson00  -  10Olafur Tyr Gudjonsson
8Stefan Gislason01  -  00Jorgen Olafsson
9Larus Gardar Long00  -  10Thorarinn I Olafsson
10Karl Gauti Hjaltason01  -  00Nokkvi Dan Ellidason
11Robert Aron Eysteinsson00  -  10Kristofer Gautason
12Dadi Steinn Jonsson01  -  00Sigurdur Arnar Magnusson
13Tomas Aron Kjartansson00  -  10Olafur Freyr Olafsson
14Agust Mar Thordarson00  -  10Valur Marvin Palsson

Dađi Steinn sigrađi á Ísfélagsmótinu

Síđastliđinn laugardag fór fram Ísfélagsmótiđ í skák.  19 krakkar mćttu á mótiđ og voru telfdar átta umferđir 10 mínútna skákir.  Dađi Steinn sýndi mikiđ öryggi og sigrađi međ 7,5 vinningum af átta mögulegum og gerđi bara jafntefli viđ Nökkva, sem gerđi einnig jafntefli viđ Kristófer og skiptu ţessir ţrír međ sér efstu sćtum. 

Í stúlknaflokki sigrađi Hafdís Magnúsdóttir, en Eydís var skammt undan.  Í flokki 99-01 sigrađi Salaskólastrákurinn Jón Smári Ólafsson međ 4,5 vinning, en honum leist svo vel á félagsskapinn ađ hann gekk í rađir Taflfélagsins á mótinu.  Í yngsta flokknum sigrađi Leó Viđarsson međ 4 vinninga, en skammt undan kom Arnór Viđarsson. 

  Úrslit.
  Heildarúrslit :
  1. Dađi Steinn Jónsson 7,5 vinn.
  2. Nökkvi Sverrisson 7 vinn.
  3. Kristófer Gautason 6,5 vinn.

  Stúlknaflokkur:
  1. Hafdís Magnúsdóttir 4 vinn.
  2. Eydís Ţorgeirsdóttir 3,5 vinn.
  3. Telma Lind Ţórarinsdóttir 1. vinn

  Flokkur 1999-2001:
  1. Jón Smári Ólafsson TV 4,5 vinn. (15,75)
  2. Bjarki Freyr Valgarđsson 4,5 vinn. (12,25)
  3. Daníel Hreggviđsson 4 vinn.

  Flokkur 2002:
  1. Leó Viđarsson 4
vinn
  2. Arnór Viđarsson 3,5 vinn
  3. Máni Sverrisson 3,5 vinn


Mamedyarov hćttir á Aeroflot-mótinu - sakar andstćđing sinn um svindl

Stigahćsti keppandi Aeroflots-mótsins í Moskcu, aserski stórmeistarinn Mamedyarov er hćttur ţátttöku á Aeroflot-mótinu en hann sakađi andstćđing sinn Igor Kurnosov um ađ hafa notađ sér vasaskáktölvu til ađ hjálpa sér.  Kurnosov mun hafa stađiđ ćđiđ oft upp og ávallt tekiđ Frakkann međ sér og ţótti Aseranum ţađ grunsamlegt.  

Aserinn tapađi í ađeins 22 leikjum og neitađi ađ skrifa undir skorblađiđ.   Skákstjóri óskađi eftir ađ skođa frakka Kurnosov eftir skákina en ekkert óeđlilegt kom í ljós.

Nákvćma frásögn frá ţessu atviki má lesa um á ChessVibes.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 218
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 409
  • Frá upphafi: 8772561

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband