Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007
5.8.2007 | 21:44
Róbert - Kasakstan 2-0
FIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) átti góđan dag í dag í Olomouc í Tékklandi en hann vann sigur í báđum sínum skákum í dag en andstćđingar hans voru báđir frá Kasakstan. Í sjöttu umferđ sigrađi hann Gulmira Dauletova (2210), sem er alţjóđlegur meistari kvenna, og í sjöundu umferđ vann hann Maxat Alaguzov (2200). Róbert hefur unniđ 3 sigra röđ, hefur 4,5 vinning, og er í 3.-5. sćti.
5.8.2007 | 12:41
Héđinn Steingrímsson stórmeistari í skák!

Allir áfangarnir komu í hús í ár!
Til hamingju Héđinn!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
5.8.2007 | 12:31
Róbert sigrađi í 5. umferđ í Olomouc
FIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) sigrađi slóvakíska alţjóđlega meistarann Ladislav Kotan (2279) í 5. umferđ alţjóđlega mótsins í Olomouc. Róbert hefur nú 2,5 vinning og er í 7. sćti.
Tvćr umferđir eru tefldar í dag og eru báđir andstćđingar Róberts frá Kasakstan!
Međalstig flokksins eru 2297 og 8 vinninga ţarf í 11 skákum til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.
Mynd: Róbert, t.v. ađ tafli viđ Guđmund Kjartansson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 19:09
Héđinn ađeins einu jafntefli frá stórmeistaratitli!
Alţjóđlegi meistarinn Héđinn Steingrímsson (2470) sigrađi tékkneska stórmeistarann Radoslaw Jedynak (2540) í áttundu og nćstsíđustu umferđ alţjóđlegs skákmóts sem fram fór í Mladá Boleslva í Tékklandi í dag. Héđinn ţarf nú jafntefli í lokaumferđinni gegn Ţjóđverjanum Sebastian Plischki (2397) til ţess ađ verđa stórmeistari í skák. Héđinn er langefstur á mótinu en hann hefur 6,5 vinning og hefur 2 vinninga forskot á nćstu menn og sigurinn á mótinu ţegar hans.
Héđinn hefur ţegar náđ tveimur af ţeim ţremur stórmeistaraáföngum sem hann ţarf ađ ná og hefur einnig náđ tilskyldum 2500 skákstigum. Geri Héđinn jafntefli á morgun verđur hann ţví nćsti stórmeistari Íslendinga!
Nú er bara ađ vona ađ Héđinn klári dćmiđ á morgun! Skákin hefst kl. 7 í fyrramáliđ á íslenskum tíma en Tékkarnir bjóđa ţeim miđur ekki upp á beina útsendingu.
4.8.2007 | 18:54
Elsa María og Tinna Kristín efstar á unglingalandsmótinu á Höfn
Tinna Kristín Finnbogadóttir, UMSB, og Elsa María Ţorfinnsdóttir, ÍBR (Hellir) sigruđu í skákkeppni á 10. unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirđi, sem fram fór í Nýheimum, menningar-og frćđslumiđstöđ stađarins í dag.
Alls tóku 17 börn og unglingar ţátt í mótinu og tefldar voru 7 umferđir. Keppnin var jöfn og spennandi allt frá upphafi til enda.
Tinna og Elsa fengu sex vinninga og fast á hćla ţeirra komu ţau Páll Andrason UMSK og Sigríđur Björg Helgadóttir Umf. Fjölni međ 5 vinninga. Umsjón međ mótinu hafđi skákdeild Fjölnis og skákstjóri var Helgi Árnason. Davíđ Kjartansson skákmeistari úr Fjölni mun tefla fjöltefli á landsmótinu í stóra tjaldinu á mótsvćđinu.
Lokastađa efstu manna:
Elsa María Ţorfinnsdóttir ÍBR
3-4 Sigríđur Björg Helgadóttir Fjölni 5 vinningar
Páll Andrason UMSK
5-9 Davíđ Ţór Jónsson UMSK 4 vinningar
Auđur Eiđsdóttir UMSB
Emil Sigurđsson HSK
Hulda Rún Finnbogadóttir UMSB
Einar Bjarni Björnsson USAH
Heimasíđa unglingalandsmótsins
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 20:01
Tvö töp hjá Róberti
FIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) átti ekki góđan í AM-flokki skákhátíđirnar í Olomouc í Tékklandi en hann tapađi báđum skákum dagsins. Róbert hefur 1,5 vinning ađ loknum fjórum umferđum.
Í 3. umferđ tapađi hann fyrir tékkneska alţjóđlega meistaranum Vladimir Talla (2430) og í ţeirri fjórđu fyrir úkraínska FIDE-meistaranum Andrey Baryshpoltes (2307).
Međalstig flokksins eru 2297 og 8 vinninga ţarf í 11 skákum til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.
3.8.2007 | 17:43
Héđinn ţarf 1˝ vinning í 2 skákum til ađ verđa stórmeistari
Alţjóđlegi meistarinn Héđinn Steingrímsson (2470) ţarf 1˝ vinning í lokaumferđunum tveimur á alţjóđlegu skákmóti sem fram fer í Mladá Boleslav í Tékklandi til ađ ná sínum lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Sjötta og sjöunda umferđ fóru fram í dag og fékk Héđinn 1˝ vinning í ţeim. Héđinn er efstur međ 5˝ vinning.
Í sjöttu umferđ gerđi hann jafntefli viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Petr Neuman (2437) en í sjöundu umferđ vann hann Tékkann Jan Sodoma (2334).
Héđinn á reyndar erfiđa andstćđinga eftir. Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ stigahćsta keppenda mótsins, tékkneska stórmeistarann Radoslaw Jedynak (2540) og í lokaumferđinni sem fram fer á sunnudag teflir hann viđ Ţjóđverjann Sebastian Plischki (2397) en ţessir tveir eru einmitt í 2. og 3. sćti, sá fyrrnefndi međ 4˝ vinning og sá síđarnefndi međ 4 vinninga.
2.8.2007 | 23:39
Ísland međ á ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í fyrsta skipti í 10 ár
Eftir 10 ára hlé mun íslensk sveit keppa á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri nú í ár. Mótiđ verđur haldiđ í Singapore en ţar munu leiđa saman hesta sína 36 sveitir frá fjölmörgum löndum dagana 5.-11. ágúst nćstkomandi.
Ísland tók síđast ţátt í mótinu áriđ 1997 en árangur sveitarinnar ţótti einstaklega góđur áriđ 1995 ţegar Ísland hampađi ólympíumeistaratitlinum öllum ađ óvörum. Voru ţá margir efnilegir skákmenn í sveit Íslands en sveitina skipuđu Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson, Bergsteinn Einarsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. Fararstjóri drengjanna ţá var Haraldur Baldursson.
Gaman er ađ benda á skemmtilegt viđtal viđ ţá Ţorfinnssyni, sem birtist í Morgunblađinu, ađ mótinu loknu.
Sveitin í ár er ekki skipuđ síđur efnilegri mönnum en ljósmyndari Morgunblađsins tók mynd af köppunum á dögunum. Frá vinstri eru ţeir Ingvar Ásbjörnsson, Helgi Brynjarsson, Matthías Pétursson, Dađi Ómarsson og Sverrir Ţorgeirsson. Allir eru drengirnir 16 ára og ţví á síđasta ári en liđstjóri sveitarinnar er Torfi Leósson. Sveitin hefur í sumar undirbúiđ sig ađ krafti undir mótiđ en Skákskóli Íslands hefur séđ um undirbúninginn.
Sveitin er sú 12. sterkasta af 36 sveitum en í íslensku sveitina vantar Hjörvar Stein Grétarsson, okkar sterkasta mann í ţessum aldursflokki.
Skák.is mun fylgjast vel međ mótinu og mun Torfi liđsstjóri blogga reglulega á Skák.is og senda myndir frá mótinu.
Mynd: Stöđumyndin sem hluti sést af er úr frćgri skák í heimsmeistaraeinvígi. Spurt er úr hvađa einvígi? Svör má setja sem athugasemdir!
Áfram Ísland!
Spil og leikir | Breytt 3.8.2007 kl. 14:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2007 | 23:26
Skák.is á nýjum stađ!
Á Skák.is hefur megináherslan veriđ lögđ á innlendar skákfréttir og fylgst glögglega međ íslenskum skákmönnum ţegar ţeir hafa teflt á erlendri grundu. Einnig hefur veriđ fylgst međ stćrri erlendum viđburđum.
Ritstjóri vefjarins er Gunnar Björnsson en hann hefur ritstjóri frá upphafi, nánar tiltekiđ frá 1. apríl 2000. Vefurinn er nú rekinn af Skáksambandi Íslands en var upphaflega hluti af Strikinu.
Ţann 5. ágúst nk. hefst í Singapore ólympíuskákmót 16 ára og yngri ţar sem Ísland mun taka ţátt í fyrsta skipti 10 ár en mótiđ mun standa til 11. ágúst. Torfi Leósson fararstjóri krakkanna mun blogga reglulega frá skákstađ á vefinn.
Rétt er ađ benda á eftirfarandi á vinstri hluta heimasíđunnar:
- Myndaalbúm: Hér verđa myndasöfn frá ýmsum viđburđum. Fyrsta myndaalbúmiđ verđur frá Singapore ţar sem Torfi Leósson ćtlar ađ senda myndir frá mótinu.
- Fćrsluflokkar: Allar fréttir fara í spil og leikir en auk ţess verđa fréttir sundurliđađar enn frekar lesendum til hćgđarauka.
- Tenglarnir: Hér verđa tenglar yfir viđburđi sem eru í gangi hverju sinni. Ţessi tenglar verđa síbreytilegir en ađrir tenglar munu ekki breytast mikiđ.
Morgunblađiđ og Skák.is vćnta góđs af samvinnu ţessara miđla. Leit.is er ţökkuđ góđ samvinna síđustu mánuđi.
Ritstjóri vonar ađ skák- og skákáhugamenn muni koma til međ ađ kunna vel viđ gamlan vef á nýjum stađ!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
2.8.2007 | 21:50
Bragi skrifar um Politiken Cup
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 7
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 8779157
Annađ
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar