Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007
8.8.2007 | 10:12
Ţrettán liđ taka ţátt í Hrađskákkeppni taflfélaga
Alls taka 13 liđ ţátt í Hrađskákkeppni taflfélaga og er um ađ rćđa metjöfnun í ţátttöku. Í morgun, var dregiđ hvađa liđ mćtast liđ mćtast í 1. og 2. umferđ en drátturinn fór fram í höfuđstöđvum Landsbankans í umsjón Ólafs Ásgrímssonar. Fyrstu umferđ á ađ vera lokiđ ţann 20. ágúst og 2. umferđ á ađ vera lokiđ 31. ágúst.
1. umferđ (fyrrnefnda liđiđ á heimaleik):
- · Kátu biskuparnir Taflfélag Garđabćjar
- · Taflfélag Akraness Skákfélag Akureyrar
- · Skákdeild KR Skáksamband Austurlands
- · Skákfélag Reykjanesbćjar Skákdeild Fjölnis
- · Skákfélag Selfoss og nágrennis Taflfélag Bolungarvíkur
Taflfélag Reykjavíkur, Taflfélagiđ Hellir og Skákdeild Hauka komast beint í 2. umferđ.
2. umferđ (fyrrnefnda liđiđ á heimaleik):
- · Taflfélagiđ Hellir Skákdeild KR/Skáksamband Austurlands
- · Kátu biskuparnir/Taflfélag Garđabćjar Taflfélag Reykjavíkur
- · Skákdeild Hauka Skákfélag Selfoss og nágrennis/Taflfélag Bolungarvíkur
- · Taflfélag Akraness/Skákfélag Akureyrar Skákfélag Reykjanesbćjar/Skákdeild Fjölnis
Hrađskákkeppni taflfélag hefur fariđ fram síđan 1995 og hefur veriđ í umsjón Taflfélagsins Hellis frá upphafi. Núverandi meistari er Taflfélag Reykjavíkur en Hellismenn hafa veriđ sigursćlastir í keppninni og unniđ hana alls 6 sinnum, TR-ingar hafa unniđ fjórum sinnum en Skákfélag Hafnarfjarđar og Hrókurinn sigruđu einu sinni hvort félag.
Fylgst verđur međ gangi máli á Skák.is og á heimasíđu Hellis.
Spil og leikir | Breytt 25.8.2007 kl. 18:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 08:46
Lágmarkssigur á Japan
Íslenska sveitin virđist föst í einhverju miđjumođi um mitt ólympíumótiđ hér í Singapore. Úrslitin eru ýmist 2,5-1,5 eđa 1,5-2,5.
Viđureign okkar í dag, gegn Japan, hófst reyndar vel, en bćđi Dađi og Helgi unnu á innan viđ 2 tímum. Skák Helga var t.a.m. ađeins 18 leikir.
Hinar tvćr skákirnar voru hinsvegar langar og ţar reyndust Japanarnir fastari fyrir.
Á 1. borđi lenti Sverrir snemma í hálfgerđri beyglu snemma. Hann varđist ţó af ţolinmćđi, en afréđ ađ lokum ađ gefa tvö peđ til ađ virkja menn sína og einfalda stöđuna. Japaninn tefldi bara allt of vel og sigurinn lenti hans megin.
Enn lengri var skák Matta á 4. borđi, en í jafnri stöđu gerđi hann ţau mistök ađ vanmeta fćri andstćđingsins. Á mikilvćgu augnabliki fann Japaninn ekki leiđ sem hefđi getađ haldiđ pressunni gangandi og Matti nýtti tćkifćriđ til ađ einfalda stöđuna og upp kom jafnteflislegt endatafl sem keppendur sömdu á.
Sem sagt:
Ísland - Japan 2,5-1,5
Af öđru er ţađ ađ segja ađ Indverjarnir eru gjörsamlega ađ strauja mótiđ. Ţeir unnu Ungverja, stigahćstu sveitina, 3,5-0,5 í gćr og svo Tyrki međ sama mun í morgun.
Indverjarnir eru nú međ 19 vinninga eftir sex umferđir og ţriggja vinninga forskot á nćstu sveit. Enda hefur ţađ komiđ í ljós ađ ţađ er ekki allt ađ marka stigin hjá krökkunum.
Filippseyingar eru t.d. međ ţrjá stigalausa á 2.-4. borđi en eru samt í 2. sćti međ 16 vinninga. Á fyrsta borđi er síđan undrabarniđ Wesley So, AM međ 2516 sem ég held ađ eigi stutt eftir í SM-titilinn.
Torfi Leósson
8.8.2007 | 08:32
Sigur gegn Japan
Íslenska liđiđ vann sigur á japönsku liđi 2,5-1,5 í 6. umferđ ólympíuskákmóts 16 ára og yngri, sem fram fór í nótt. Dađi Ómarsson og Helgi Brynjarsson unnu sínar skákir, Matthías Pétursson gerđi jafntefli en Sverrir Ţorgeirsson tapađi.
Sveitin er nú í 16. sćti međ 12,5 vinning af 24 mögulegum. Indverjar leiđa á mótinu, hafa 19 vinninga.
Í 7. umferđ, sem fram fer síđar í dag, teflir íslenska sveitin viđ suđur-afríska sveit.
Torfi Leósson mun án efa gera umferđinni í morgun betur skil hér síđar í dag.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 22:01
Róbert gerđi jafntefli í 8. umferđ
FIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) gerđi sitt annađ jafntefli í röđ er hann samdi um skiptan hlut viđ úkraínska alţjóđlega meistarann Maxim Chetverik (2347). Róbert hefur 5,5 vinning og er í 4.-5. sćti.
Möguleikar Róberts á ađ ná sínum lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli eru nú endanlega fyrir bý en engu ađ síđur er frammistađa Róbers góđ.
7.8.2007 | 13:43
Gremjulegt tap fyrir Bandaríkjunum

Dađi vann reyndar góđa skák í Drekaafbrigđinu í Sikileyjarvörn, rétt eins og í 4. umferđ fyrr um daginn! Ţetta verđur eflaust til ađ gleđja ritstjóra skak.is.
Ingvar tefldi á 1. borđi í ţessari umferđ og virtist vera ađ vinna glćsilegan sigur ţegar allt snerist skyndilega í höndunum á honum og Bandaríkjamađurinn hafđi sigur. Sennilega missti Ingvar af sigri ţarna einhvers stađar.
Á 3. borđi tefldi Helgi ţunga skák. Hann var lengi peđi undir, en andstćđingur hans náđi ekki ađ komast neitt áfram og jafntefli varđ niđurstađan.
Matti lenti hinsvegar í vandrćđum snemma í sinni skák og andstćđingur hans tefldi ţar ađ auki vel. Tapiđ reyndist ekki vera umflúiđ.
Úrslitin urđu ţví gremjulegt 1,5-2,5 tap.
Íslenska liđiđ er međ 10 vinninga úr 20 skákum.
Ef til vill var ţađ slćmur fyrirbođi ađ viđ skyldum hitta bandaríska ţjálfarann kl.07.00 um morguninn á líkamsrćktarstöđ hótelsins, en viđ höfum hafiđ alla morgna á snöggri líkamsrćkt.
Torfi Leósson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2007 | 06:08
Sigur í 4. umferđ
Eftir útreiđina gegn Indverjum í gćr voru menn ekkert yfir sig bjartsýnir fyrir viđureignina í morgun sem var gegn Malasíu. Sveit Malasíu hafđi m.a. náđ 1,5 vinningi gegn Ungverjum, sem eru hćst skrifađir á pappírunum.
En ţetta fór ţó frekar vel. Dađi átti góđa skák í dag og vann örugglega á 3. borđi. Helgi vann sömuleiđis á 4. borđi, en andstćđingur hans lék hratt, en ekki alltaf vel.
Á 1. og 2. borđi var róđurinn ţyngri, en ţar höfđu Malasíumenn einmitt náđ 1,5 gegn Ungverjum. Ţađ fór líka svo gegn okkur. Ingvar gerđi jafntefli á 2. borđi í skák ţar sem báđir skiptust á ađ vera međ ađeins betra.
Sverrir lenti hinsvegar í löngum og erfiđum svíđingi, sem lauk međ sigri Malasíudrengsins.
Sem sagt: Ísland - Malasía 2,5-1,5.
Torfi Leósson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 21:34
Hrađskákkeppni taflfélaga ađ hefjast - skráningarfrestur ađ renna út
Hrađskákkeppni taflfélaga mun hefjast ađ lokinni verslunarmannahelgi en skráningarfrestur rennur út á morgun 7. ágúst. Átta félög hafa skráđ sig til leiks og eru áhugasöm félög hvött til ađ skrá sig eigi síđar en á morgun ţriđjudag en dregiđ verđur í 1. umferđ á miđvikudagsmorgun.
Eftirfarandi átta félög hafa skráđ sig til leiks:
- Taflfélagiđ Hellir
- Taflfélag Garđabćjar
- Skákdeild KR
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Reykjavíkur
- Skákfélag Akureyrar
- Skákfélag Reykjanesbćjar
Enn vantar fastagesti eins og Taflfélag Vestmannaeyja, Skákdeild Fjölnis, Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélag Akraness.
Einnig ađ hvetja ţau félög sem ekki hafa tekiđ áđur ţátt til ađ vera međ eins og t.d. Kátu biskupana. Lítiđ mál ađ taka ţátt enda útsláttarkeppni og sex skákmenn í hverri viđureign.
Dagskráin er sem hér segir:
1. umferđ (U.ţ.b. 12 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ um 20. ágúst
2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 31. ágúst
3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 10. september.
4. umferđ (úrslit): Skuli vera lokiđ 20. september.
Forráđamenn taflfélag eru hvattir til ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa símleiđis 820 6533 fyrir miđnćtti miđvikudaginn 7. ágúst.
Reglugerđ mótsins er sem hér segir:
1. Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
2. Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.
3. Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
4. Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
5. Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar.
6. Keppnin fer fram á Stór-Reykjavíkursvćđinu. Heimavöllur liđa verđur ađ vera innan 100 km. radíus frá Reykjavík nema ađ bćđi félög samţykki annađ.
7. Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
8. Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.
9. Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.com, sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is
11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd hennar
Íslenskar skákfréttir | Breytt 25.8.2007 kl. 18:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2007 | 20:11
Góđ frammistađa Omars í Danmörku
Omari Salama (2173) gekk vel á ţremur skákmótinu sem hann tók ţátt í Danaveldi síđustu vikur en alls hćkkađi hann um 34 stig í ţeim samtals. Strax ađ loknu Politiken Cup hélt Omar til Börnholm ţar sem hann tók ţátt í Baltic Sea Cup. Omar fékk 4,5 vinning í 9 skákum eftir klaufaleg töp í lokaumferđunum tveimur svo frammistađan hefđi getađ veriđ enn betri.
Efstir og jafnir međ 7,5 vinning voru kúbanski stórmeistarinn Reynaldo Vera Gonzalez-Quevedo (2479) og danski FIDE-meistarinn Allan Stig Rasmussen (2450).
Ţess má geta ađ Omar tefldi 29 kappskákir á 24 dögum án ţess ađ fá neinn einasta frídag!
Fyrir ţá sem ţekkja til má nefna ţađ Omar, sem er egypskur ríkisborgari, er eiginmađur nýkrýnds norđurlandameistara kvenna, Lenku Ptácníková, og er búsettur hérlendis.
6.8.2007 | 19:59
Róbert gerđi jafntefli
FIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) gerđi jafntefli viđ ţýska skákmanninn Philipp Neerforth (2246) í 8. umferđ skákhátíđinnar í Olomouc en fyrir skákina Róbert hafđi unniđ ţrjár skákir í röđ. Róbert hefur 5 vinninga og er í 5. sćti.
Möguleikar Róberts á ađ ná sínum lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli eru enn fyrir stađar ţótt ţeir séu litlir en til ţess ţarf hann vinna allar 3 skákirnar sem eftir eru.
Međalstig flokksins eru 2297 og 8 vinninga ţarf í 11 skákum til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.
6.8.2007 | 14:10
Stórsigur og stórtap í Singapore
Annar keppnisdagur á Ólympíumótinu hér í Singapore hófst međ góđum sigri íslensku sveitarinnar á Zambíu í annarri umferđ.
Leikar fóru 3-1 fyrir Ísland.
Sverrir og Ingvar unnu ótrúlega létt á 1. og 2. borđi. Matti vann sannfćrandi á 4. borđi en Helgi tapađi eftir ađ andstćđingur hans hafđi séđ lengra fram í tímann í taktískri stöđu. Miđađ viđ taflmennskuna grunar mig ađ Zambíumenn hafi stillt sínum besta manni upp á 3. borđi, en ţađ hef ég séđ áđur, t.d. hjá Hvít-Rússum á Evrópumóti skólasveita í fyrra.
Ţađ ţarf ţó ekki ađ vera ađ neitt illt búi ađ baki. Mađur veit t.d. ekki hvernig ađstćđur eru í Zambíu; kannski héldu ţau úrtökumót fyrir sveitina ţar sem tefldar voru 15 mínútna skákir.
Viđ vorum ţví í hćfilega góđu skapi ţegar viđ mćttum Indverjum í 3. umferđ síđar um daginn.
Indverjarnir tefla stíft upp á sigur í ţessu móti (en ţeir hafa aldrei unniđ ţađ áđur), en til ţess ađ ţađ gangi upp ţarf yfirleitt hćfilegan skammt af heppni.
Segja má ađ ţeir hafi tekiđ út úr ţeim banka gegn okkur, ţví ţađ féll fćst međ okkur í dag.
Á 1. borđi var andstćđingur Sverris byrjađur ađ leika kóngnum fram og til baka og átti lítinn tíma eftir. Sverrir hefđi sjálfsagt getađ fengiđ jafntefli hefđi hann viljađ, en ákvađ ađ reyna ađ gera eitthvađ uppbyggilegt frekar. Ţađ virkađi hinsvegar ekki betur en svo en ađ hann lenti í allsvakalegri indverskri flugeldasýningu. Merkilegt hvađ Indverjinn var öruggur í taktíkinni, en hann lék flesta síđustu leikina sína eftir nokkurra sekúndna umhugsunartíma.
Á 2. borđi tapađi Ingvar eftir ónákvćma byrjunartaflmennsku, en hinsvegar hárnákvćma taflmennsku andstćđingsins og ekki mikiđ meira um ţađ ađ segja.
Á 3. borđi átti Dađi hinsvegar hugsanlega vinning í endatafli - a.m.k. jafntefli. Ég sá ekki nákvćmlega hvađ gerđist, en eitthvađ fór ţetta í vitlausa átt hjá honum og tap var niđurstađan.
Á 4. borđi tapađi Matti síđan eftir ađ hafa lent í taktík í stöđu sem ekki mikiđ virtist vera ađ gerast. Síđan tapađi hann endatafli sem virtist ţó bjóđa upp á einhverja möguleika fyrir hann.
Sem sagt, verstu mögulegu úrslit 0-4
Torfi Leósson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 24
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 8779148
Annađ
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar