Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Vinnslustöđvarmótiđ í Eyjum

Helgina 24.–26. ágúst n.k. fer fram Vinnslustöđvarmótiđ í Vestmannaeyjum á vegum Taflfélags Vestmannaeyja.  Mótiđ er 5 umferđir,  sú fyrsta á föstudagskvöldinu kl. 19:00, ţrjár á laugardag og síđasta umferđ á sunnudag kl. 10:00. 

Tími á skák er 1 klst. og ađ auki 15 sek fyrir hvern leik.  Mótiđ er opiđ öllum, verđlaun eru kr. 20.000 fyrir efsta sćti en ađ auki 5.000 fyrir efsta sćti  16 ára og yngri.

Ţátttöku bera ađ tilkynna fyrir 21. ágúst kl. 19:00 á netfangiđ kgauti@simnet.is.


Garđbćingar lögđu Kátu biskupna

Taflfélag Garđabćjar vann öruggan sigur á komu á Kátu Biskupunum í 1. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga, á A Hansen Hafnarfirđi, sem er heimavöllur biskupanna, í gćrkveldi. TG-ingar  byrjuđu á 6-0 sigri og eftir ţađ var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Stađan í Hálfleik var 32-4 og lokastađan 61-11. Seinni hálfleikurinn fór ţví 29-7 fyrir TG.  Leifur Ingi var bestur gestanna, fékk fullt hús, en Kjartan Guđmundsson var bestur biskupa, fékk 7 vinninga.  

Einstaklingsúrslit:

TG:
Leifur Ingi Vilmundarson 12 af 12.
Jón Ţór Bergţórsson 11. v.
Björn Jónsson 11 v.
Páll Sigurđsson 10 v.
Sigurjón Haraldsson 9 v.
Svanberg Már Pálsson 8 v.

Kátu Biskuparnir:
Kjartan Guđmundsson 7 v.
Marteinn 2 v.
Dađi 2 v.
Ron, Oddbergur, Ingimar og Ţórđur 0 v.

Garđbćingar mćta Taflfélagi Reykjavíkur í 2. umferđ.    


Enginn ćvintýraendir

Ólympíuliđ ÍslandsŢađ var enginn ćvintýraendir á ţátttöku Íslands á Ólympíuskákmóti undir 16 ára í borg hinna grćnu garđa, Singapore.

Andstćđingurinn í síđustu umferđ var óheppilegur, svo ekki sé meira sagt, en ţađ var skáksveit Uzbekistan sem settist andspćnis okkur.  Sem kunnugt hafa skákmenn frá fyrrum  Sovétlýđveldunum ţađ orđ á sér ađ vera vel menntađir og skákfrćđunum og agađir.

Viđ töldum ţví ekki líklegt ađ ţeir myndu gera neitt vanhugsađ í síđustu umferđ eđa sýna einhver ţreytumerki.  Samt sem áđur vorum viđ stađráđnir í ađ gefa ekki ţumlung eftir og setja pressu á Uzbekana.

Ađ ná 2-2 úrslitum gegn svo sterkri sveit hefđi veriđ frábćrt.  Ćvintýradraumurinn var hinsvegar ađ viđ myndum allir tefla okkar bestu skákir og ynnum 3-1 eđa meira.  Í ţví tilfelli var möguleiki á ađ lenda í einu af 6 efstu sćtunum, en ţau gefa verđlaun.

Ekki fór ţađ svo vel.  Dađi fékk unniđ út úr byrjuninni og var viđ ţađ ađ innbyrđa vinninginn ţegar hann lenti í svínslegu máttrikki.  Eina leiđin til ađ forđast mát var ađ gera ekki neitt - eđa ţađ sýndist honum.  Jafntefli varđ ţví niđurstađan.  Hugsanlega var til leiđ til sigurs í lokastöđunni, en ţađ var erfitt ađ sjá hana og í liđakeppni sem ţessari vilja menn ekki hćtta á of mikiđ.

Á 1. borđi lenti Sverrir í endataflssvíđingi, en hann lék eitthvađ ónákvćmt og ţađ nćgđi andstćđingi hans til sigurs.  Ingvar lagđi allt í sölurnar á 2. borđi og fórnađi liđi, en ţađ gekk ţví miđur ekki upp.

Ţegar ţarna var komiđ viđ sögu var ljóst ađ enginn ćvintýraendir yrđi á ţessari ţátttöku okkar.  Fyrir okkur skipti í sjálfu sér ekki öllu máli hvort viđ lentum í 10. eđa 20. sćti - ađalatriđiđ var ađ reyna ađ sýna sitt besta andlit og reyna ađ berjast viđ sterkustu sveitirnar á jafnréttisgrundvelli.

Engu ađ síđur lét Matti ekki hugfallast á 4. borđi, ţó sveitin hefđi ađ engu ađ stefna lengur.  Hann varđist í endatafli međ peđi minna og rétt missti ef jafntefli - ef hann hefđi leikiđ hrók sínum á annan reit en hann gerđi (en međ sömu hugmynd) hefđi jafntefliđ veriđ tryggt.

Úrslitin ţví:

Ísland - Uzbekistan 0,5-3,5

Ţegar ţetta er skrifađ er ekki ljóst í hvađa sćti sveitin endar.

Vinningar sveitarinnar: 20,5

1. borđ:    Sverrir Ţorgeirsson 4,5 af 9
2. borđ:    Ingvar Ásbjörnsson 3 af 9
3. borđ:    Dađi Ómarsson 5,5 af 8
4. borđ:    Helgi Brynjarsson 4 af 7
vm.:        Matthías Pétursson 3,5 af 7

Sverrir átt nokkuđ jafnt mót.  Um miđbikiđ tapađi hann nokkrum í röđ gegn sterkum andstćđingum, en svo tefldi hann sína bestu skák (rúmlega 100 leikja skák gegn Suđur-Afríkumanninum) og rétti úr kútnum í kjölfariđ.

Ţetta verđur sjálfsagt mót sem Ingvar vill gleyma sem fyrst.   Lánleysi hans var algjört.  Hvađ eftir annađ byggđi hann upp betri stöđur eđa vinningsstöđur, en gloprađi ţví niđur í jafntefli eđa tap.

Dađi byrjađi illa og tapađi tveimur fyrstu.  Ţá fékk hann hvíld og kom hungrađur til leiks og ef hann hefđi unniđ Uzbekann, hefđi hann unniđ allar eftir hvíldina.

Helgi og Matti tefldu báđir upp og ofan.  Ţeir tefldu stundum ágćtlega, en stundum síđra.

Fyrir utan ţađ ađ vera góđ keppni, er ţetta mót tilvaliđ tćkifćri til ađ kynnast skákmenntun annarra landa.  Ég hef áđur vikiđ ađ kerfisbundinni ţjálfun ungra barna hér í Suđ-Austur Asíu, sem ég held ađ sé eitthvađ sem viđ ćttum ađ taka til athugunar á Fróni.

Ţar fyrir utan má gera samanburđ á íslensku skákmönnunum og hinum.  Íslendingarnir tefldu oft betur í endatöflunum á neđri borđunum.  Strákarnir voru gjarnan meira skapandi í ađgerđum sínum og eyddu meiri tíma en andstćđingar ţeirra, sem virtust vera ţjálfađri í taktík og agađri í tímanotkun og ákvarđanatöku.

Sú taflmennska sem Íslendingarnir sýndu var gjarnan skemmtilegri frá skapandi sjónarmiđi, en mörg meistaraverkin eyđilögđust út af tímanauđ eđa taktískum yfirsjónum.  En ţarna held ég ađ ţađ komi til sögunnar ađ okkar menn hafa ekki notiđ jafn mikillar kerfisbundinnar ţjálfunar í taktík á yngri árum.

Ađ lokum vil ég ţakka öllum ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum og einstaklingum sem styrktu okkur til ferđarinnar, svo og öllum ţeim sem hvöttu okkur til dáđa og hugsuđu til okkar.

Ekki síđur vil ég ţakka umsjónarmönnum skak.is - en síđan ađ netiđ hrundi á hótelinu hafa ţeir séđ um ađ birta allar fréttirnar héđan.

Ég held ađ ţessi keppni sé góđur vettvangur fyrir íslensk unglingalandsliđ og mér fyndist ekki óeđlilegt ađ stefnt vćri ađ fara í slíka ferđ annađ hvert ár.  A.m.k. finnst mér ekki ađ ţađ ćttu ađ líđa 10 ár ţangađ til fariđ verđur nćst, eins og nú hefur gerst.

Torfi Leósson

Athugasemd ritstjóra:  Íslenska liđiđ hafnađi í 17. sćti.  Indverjar urđu ólympíumeistarar.  

Ég vil ţakka Torfa fyrir afar skemmtilega pistla sem gefa fréttum af skákmótum miklu meira heldur en bein fréttaskrif skrifuđ heima á Íslandi!   Ţetta er eitthvađ sem Skák.is hyggst auka í framtíđinni. Takk kćrlega Torfi!

 


Annar sigur sem hefđi átt ađ vera stćrri

Singapore - 9. umferđŢađ er nokkuđ ljóst ađ íslensku strákarnir hafa hresst sig viđ eftir frídaginn í gćr.  Í morgun unnu ţeir 3-1 og í dag var sveit Víetnama lögđ međ minnsta mun 2,5-1,5 og hefđi sigurinn auđveldlega getađ orđiđ stćrri.

Ţó var nokkur beygur í mér fyrir upphaf viđureignarinnar.   T.d. gat ég ekki stillt Dađa upp, manni sem var búinn ađ vinna 5 skákir í röđ.  Ástćđan fyrir ţví sú ađ hann var einfaldlega of ţreyttur - búinn ađ gefa allt í ţetta.  Ég vona ţó ađ hann geti teflt á morgun.

Samt sem áđur, rćddi ég viđ strákana um ţađ ađ nú vćri okkar tćkifćri til ađ sýna hvađ í okkur býr.  Viđ erum búnir ađ vera ađ ná miđlungsúrslitum gegn miđlungsliđum, en ţarna er eitt af betri liđunum og ţví tćkifćri til ađ sýna okkar rétta andlit.

Allt gekk svo eins og í sögu - nćstum ţví.

Sverrir tefldi rólega á 1. borđi, en ţađ var útplanađ og hugsađ til ađ setja pressu á stigahćrri andstćđing hans.  Markmiđiđ var ađ fá andstćđinginn til ađ gera eitthvađ vanhugsađ og djarft.  Ţađ gekk upp og Sverrir gekk á lagiđ og innbyrti góđan sigur.

Matti vann einnig á 4. borđi, en andstćđingur hans virtist lítiđ kunna í byrjunum og lenti snemma illa í ţví.

Á 3. borđi var Helga komiđ á óvart í byrjuninni.  Hann beit bara á jaxlinn og náđi loks örlítiđ betri stöđu, en samdi ţví hann átti lítinn tíma eftir.

Ingvar var á góđri leiđ međ ađ tefla snilldarsvíđing.  Hann hafnađi jafnteflisbođi ţrisvar sinnum, en á ögurstundu yfirsást honum gagnfćri andstćđingsins og varđ ađ gefa mann fyrir frípeđ.  Í endataflinu reyndist ekki hćgt ađ bjarga málunum.  Gremjulegt, en lánleysi Ingvars hefur veriđ algjört í ţessu móti.

Af öđru er ađ frétta ađ Ungverjarnir eru komnir á fljúgandi siglingu eftir frídaginn.  Ţeir unnu 4-0 í morgun og mér sýnist stefna í önnur slík úrslit núna.  Hver er ástćđan fyrir ţessum viđsnúningi?  Ţađ verđur ađ segjast ađ ţeir, eins og viđ, koma langt ađ og dagskráin er rosalega stíf.  Álagiđ er
náttúrulega mest fyrst.

Einhverjir eru kannski hissa á slökum árangri Bandaríkjamanna.   Ţađ verđur ađ koma fram ađ ţeir stilla ekki upp sínu sterkasta liđi hér.  Allt liđiđ kemur frá einu svćđi á Vesturströndinni - hugsanlega bara einum skóla - en margir foreldranna koma frá Singapore.

Torfi Leósson

Góđur sigur - hefđi mátt vera stćrri

Sverrir Ţorgeirsson, Ingvar Ásbjörnsson, Dađi Ómarsson og Matthías PéturssonŢau voru ekki há í loftinu, hnokkarnir og hnáturnar úr liđi 4 frá Singapore sem settust andspćnis okkur í morgun í 8. umferđ.

Smćđ ţeirra blekkti okkur ţó ekki.  Í gegnum ţetta ferđalag höfum viđ kynnst ţvílíkum tökum skák međal barna hefur veriđ tekin hér á landi.  Mörgu grettistakinu hefur veriđ lyft ţar og sem dćmi má nefna ASEAN skákakademíuna, en ţar vinna fjölmargir ţjálfarar, bćđi Evrópskir og Asískir.

Ennfremur byrjar ţjálfunin snemma - haldin eru sérmót fyrir 4-6 ára.

Afleiđingin er sú ađ ţetta land, sem hefur ekki veriđ mikiđ ţekkt fyrir skák hingađ til, er ađ ala upp unga titilhafa og titilveiđara og öll fjögur liđin ţeirra eru ađ standa sig fantavel á Ólympíumótinu.

Viđ höfđum ţetta í huga ţegar viđ settumst til leiks.

Ingvar tefldi fantavel á 2. borđi, fórnađi manni snemma, sem andstćđingur hans varđ ađ gefa til baka og peđ ađ auki.  Ţegar úrvinnslan ein var eftir varđ Ingvari á meinleg ónákvćmni og
andstćđingur hans var fljótur ađ stökkva á taktískan möguleika.  Okkar mađur sá ekkert betra en ađ taka jafnteflinu og ţá bókstaflega hoppađi hinn 11 ára gamli andstćđingur hans í loft upp af einskćrri gleđi.

Dađi og Matti tefldu hinsvegar öruggt á 3. og 4. borđi og innbyrtu góđa sigra, Dađi sinn fimmta í röđ.

Á 1. borđi lenti Sverrir í smá beyglu, en náđi ađ losa sig úr henni og fá virkt spil.  Ţađ reyndist ţó ađeins duga til jafnteflis.

Strákarnir hefđu helst kosiđ ađ vinna ţessa sveit 4-0, en ef viđ lítum á björtu hliđina, ţá höfum viđ ekki unniđ jafn öruggan 3-1 sigur síđan í 2. umferđ.

Torfi Leósson


Sjaldan er ein báran stök

Sverrir Ţorgeirsson, Ingvar Ásbjörnsson, Dađi Ómarsson og Helgi BrynjarssonHér í Singapore er sjaldan ein báran stök - eđa eins og heimamenn myndu segja: "It never rains but it pours".

Í 7. umferđ mćttum viđ liđi Suđur-Afríku.  Ţetta er fjórđa miđlungsliđiđ í röđ sem viđ mćtum.  Ávallt höfum viđ mćtt ákafir til leiks, ákveđnir í ađ vinna 3-1 eđa ţađan af stćrra og komast aftur á efri borđin svo viđ getum sannađ okkur í keppni međal ţeirra bestu.

En úrslitin urđu sem fyrr á annan veg.

Á 4. borđi rambađi andstćđingur Helga á snöggan blett í byrjanaundirbúningi hans - og ţetta var einmitt hćttuleg byrjun ţar sem ţađ er dýrt ađ vera ekki međ algjörlega allt á hreinu.  Tap var ţví niđurstađan.

En sjaldan er ein báran stök, ţví Ingvar lenti líka í miklu klandri í byrjuninni og tapađi tveimur tempóum snemma.  Ţađ er náttúrulega dýrt, sérstaklega ţar sem andstćđingurinn heitir
Hercules (ég er ekki ađ grínast!).  Hercules ţessi, sem er hrokkinhćrđur, bólugrafinn, risavaxinn unglingur - afskaplega viđkunnanlegur - sýndi engin griđ og Ingvar varđ ađ gefast upp eftir langa endataflsţjáningu.

Strákarnir náđu ţó ađ svara fyrir sig.  Dađi fékk Drekaafbrigđiđ í Sikileyjarvörn upp í ţriđja skiptiđ í ţessu móti.  Ţađ fór eins og allar ađrar skákir hans í ţessu hvassa afbrigđi ađ sigurinn lenti hans megin og skipti engu máli ţó hann tefldi međ hvítt ađ ţessu sinni.  Ţetta var fjórđi sigur Dađa í röđ.

Sverrir framkvćmdi hinsvegar einn fallegasta svíđing sem undirritađur hefur séđ.  Fyrst virtist andstćđingur hans vera búinn ađ ná ađ ţráleika í endatafli, en ţá fann Sverrir brellna leiđ til ađ vinna skiptamun fyrir peđ.  Ađ lokum kom upp endatafl ţar sem Sverrir hafđi hrók og peđ gegn riddara og tveimur peđum.  Međ ţví ađ setja andstćđinginn hvađ eftir annađ í leikţröng tókst Sverri ađ vinna bćđi peđin, en ţá var samt enn nokkur úrvinnsla eftir, ţví Sverrir var međ kantpeđ og andstćđingur hans lagđi hvađ eftir annađ pattgildrur fyrir hann.  Sverri tókst ţó ađ sjá viđ ţessu öllu og hafđi sigur og tryggđi okkur ţar međ jafntefli í viđureigninni.

Annars má ţess geta ađ liđsstjóri Suđur-Afríku, sem er hinn viđkunnanlegasti náungi - hefur mikinn áhuga ađ fá Hróksmenn í heimsókn nćst ţegar ţeir heimsćkja Namibíu.  Ţađ gćti án efa
veriđ sniđug hugmynd, ţví ţađ virđist vera uppgangur í skákinni í Suđur-Afríku.

En sjaldan er ein báran stök.

Eftir skák Sverris, sem var yfir 100 leikir, vorum viđ tveir einir eftir af íslenska liđinu og svo virđist sem síđasta rútan hafi fariđ án okkar.  Viđ ţurftum ţví ađ labba meiripartinn af leiđinni heim. Síđan ţegar á hóteliđ var komiđ var of seint til ađ vera ađ skrifa pistill.  Daginn eftir lá netađgangurinn niđri.  Í dag tókst mér loksins ađ komast í internet hér á skákstađnum.

Torfi Leósson


Róbert tapađi í síđustu umferđ

Robert.jpgFIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) tapađi fyrir tékkneska FIDE-meistaranum Petr Zvara (2440) í 11. og síđustu umferđ alţjóđlega motsins í Olomouc í Tékklandi sem fram fór í morgun.  Róbert hlaut 6,5 vinning og hafnađi í 4.-5. sćti

Árangur Róbert samsvarađi 2380 skákstigum og hćkkar hann um 11 stig fyrir frammistöđu sína.  

 


Borgarskákmótiđ fer fram 16. ágúst í Ráđhúsinu

Ráđhús ReykjavíkurBorgarskákmótiđ fer fram fimmtudaginn 16. ágúst, og hefst ţađ kl. 15:00.  Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagiđ Hellir, ađ mótinu, sem og síđustu ár.  Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví.   Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á netinu á heimasíđu Hellis.   Einnig er hćgt ađ skrá sig í netfanginu hellir@hellir.com eđa í síma 866 0116.   Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.    

Ţetta er í 22. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs.  Í fyrra sigrađi Arnar E. Gunnarsson, alţjóđlegur meistari, í ţriđja sinn, sem ţá tefldi fyrir Menntasjóđ Reykjavíkur.  Athyglisvert er ađ allir ţeir sem hafa sigrađ á mótinu frá upphaf eru nú ýmist stórmeistarar eđa alţjóđlegir meistarar.Borgarskákmótiđ

Verđlaun:

  1. 15.000 kr.
  2. 10.000 kr.
  3.   5.000 kr. 

Sigurvegarar frá upphafi:

  • ·         1986: Íslenska álfélagiđ (Helgi Ólafsson)
  • ·         1987: Hótel Loftleiđir (Jón L. Árnason
  • ·         1988: Bílaborg (Karl Ţorsteins)
  • ·         1989: VISA-Ísland (Ţröstur Ţórhallsson)
  • ·         1990: Íslenskir ađalverktakar (Ţröstur Ţórhallsson)
  • ·         1991: Nesti (Haukar Angantýsson)
  • ·         1992: Eimskip (Helgi Áss Grétarsson)
  • ·         1993: Dagvist barna (Héđinn Steingrímsson)
  • ·         1994: Sveinsbakarí (Helgi Áss Grétarsson)
  • ·         1995: Búnađarbanki Íslands (Margeir Pétursson)
  • ·         1996: Íslenskir ađalverktakar (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         1997: Gras efnavörur (Arnar E. Gunnarsson)
  • ·         1998: Hrói Höttur (Jón Garđar Viđarsson)
  • ·         1999: MP verđbréf (Margeir Pétursson)
  • ·         2000: Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar (Helgi Ólafsson)
  • ·         2001: Verkfrćđistofan Afl (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         2002: Hlöllabátar (Hannes Hlífar Stefánsson)
  • ·         2003: NASA (Helgi Ólafsson)
  • ·         2004: SPRON (Jón Viktor Gunnarsson)
  • ·         2005: RST-Net (Arnar E. Gunnarsson)
  • ·         2006: Menntasviđ Reykjavíkurborgar (Arnar E. Gunnarsson)
  •      2007: ?????

Róbert sigrađi í 10. umferđ

Robert.jpgFIDE-meistarinn Róbert Harđarson (2315) sigrađi tékknesku skákkonuna Eva Kulovana (2276), sem er FIDE-meistari kvenna, í 10. og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega móts, sem fram fer í Olomouc í Tékklandi.  Róbert hefur 6,5 vinning og er í fjórđa sćti.   

Lokaumferđin fer fram í fyrramáliđ. 

 


Jafntefli gegn Suđur-Afríku

Íslenska liđiđ, sem keppir á ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í Singapore, gerđi 2-2 jafntefli gegn Suđur-Afrískri sveit í 7. umferđ, sem fram fór í dag.

Sverrir Ţorgeirsson og Dađi Ómarsson unnu sínar skákir en Ingvar Ásbjörnsson og Helgi Brynjarsson töpuđu.

Íslenska liđiđ hefur 14,5 vinning ađ 28 mögulegum og er í 14. sćti.  Indverjar eru enn efstir ţrátt fyrir 1-3 tap gegn Filippseyingum.  

Frídagur er á morgun en í 8. umferđ, sem fram fer á föstudag, tefla strákarnir okkar viđ sveit frá Singapore.

Viđ fáum svo vonandi nánari fréttir frá Torfa liđsstjóra síđar í dag!    

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 8779126

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband