Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákţáttur Morgunblađsins: Skáktímarit á Íslandi

Jóhann Ţórir JónssonŢótt skákhreyfingin hafi um margra ára skeiđ getađ státađ af ađgengilegri og upplýsandi heimasíđu hefur reynst erfitt ađ fylla ţađ skarđ sem Jóhann Ţórir Jónsson útgefandi tímaritsins Skákar skildi eftir sig ţegar hann féll frá áriđ 1999. Skáksambandsmenn hafa veriđ ađ kanna hugi manna varđandi útgáfu skáktímarits og viđbrögđin veriđ góđ en betur má ef duga skal. Saga slíkrar útgáfu er merk en ţó oft ţyrnum stráđ.

Daniel Willard Fiske gaf út og lét prenta í Flórens á Ítalíu fyrsta íslenska skáktímaritiđ, Í uppnámi, en ţađ kom út árin 1901-1902. Ţađ er ekki ósennilegt ađ međ útgáfustarfi sínu, bóka- og handritagjöfum hafi Fiske lagt grunninn ađ vinsćldum skákarinnar hér á landi og frćđilegri nálgun bestu skákmanna ţjóđarinnar. Nóbelsskáldiđ Halldór Laxness býsnađist einhverju sinni yfir ţví ađ ýmis stórvirki heimsbókmenntanna, t.d. Ódysseifur eftir James Joyce, virtust međ öllu hafa skotist fram hjá kollegum sínum í rithöfundastétt. Ţessu vćru hinsvegar öfugt fariđ međ íslenska skákmenn sem fylgdust vel međ ţví sem fram kćmi fiskewillard.gifá alţjóđavettvangi.

Eftir daga Fiske sýndu Akureyringar mikiđ frumkvćđi á sviđi útgáfu en Íslenskt skákblađ gáfu ţeir út ţegar áriđ 1925. Arftaki ţess „Skákblađiđ" kom fyrst út áriđ 1934 en „Nýja skákblađinu" var ritstýrt af ungum skákmönnum, Óla Valdimarssyni og Sturlu Péturssyni á fimmta áratugnum.

Tímaritiđ Skák hefur reynst langlífast allra íslenskra skáktímarita en ţađ hóf göngu sína áriđ 1947. Hlé var gert á útgáfu ţess í kringum 1950 en ţađ ár hófu ţeir Sveinn Kristinsson og Ţórir Ólafsson útgáfu Skákritsins sem kom út frá 1950 til 1953.

Áriđ 1954 tók Birgir Sigurđsson aftur upp ţráđinn međ Tímaritiđ Skák og var útgefandi og ritstjóri ţess fram til 1962 eđa ţar til Jóhann Ţórir Jónsson kom ađ útgáfunni ásamt fleiri góđum mönnum. Upphafsmađur Reykjavíkurskákmótanna, Jóhann Ţórir, var stórhuga mađur og lét sig ekki muna um ađ gefa út mótsblađ heimsmeistaraeinvígisins áriđ 1972 á íslensku, ensku og rússnesku. Jóhann hafđi sambönd á ótrúlegustu stöđum og ţađ kom fram í fjölbreyttri flóru auglýsinga og styrktarlína í blađinu.

Skáktímarit á öllum tímum eru yfirleitt góđ heimild um helstu afrek, og ţeim tekst ţegar best lćtur ađ bregđa upp mynd af skákiđkun Íslendinga, stađháttum og tíđaranda, sbr. frásögn Skákritsins af viđureign tveggja vina í Ţingholtunum áriđ 1953:

„KRÓKUR Á MÓTI BRAGĐI

Geir Ólafsson, Skólavörđustíg 19, sat dag nokkurn ađ tafli. Andstćđingur hans var ţekktur fyrsta fl. mađur. Eftir 21. leik Geirs (sem lék hvítu) kom upp eftirfarandi stađa:

gd1no701.jpg-sjá stöđumynd -

Svartur lék nú 21. - cxd4, sem lítur vel út, ţar sem hann hótar máti í öđrum leik. En sér grefur gröf, ţótt grafi. Ţó ađ hrókurinn sé friđhelgur í augnablikinu, eru ráđ til ađ svipta hann helgi sinni. En ţađ krefst mikillar fórnfýsi. Lesendur ćttu ađ athuga stöđuna vel, áđur en ţeir halda lengra áfram og reyna ađ finna lausnina. Geir lék 22.Dxf7+!! Bxf7 23. Hxc8+ og mát í nćsta leik. Lokin eru einkar falleg, og skiptir ekki máli í ţví sambandi, ţó ađ hvítur geti einnig unniđ međ 22. Rc4 og síđan Rd6. Sjálfsagt hefđi ýmsum sézt yfir fórnina í hratt tefldri skák, ţótt ćfđari skákmenn vćru en Geir."

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. júlí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Czech Open: Ţrefaldur sigur í ţriđju umferđ

Hannes Hlífar ađ tafli í St. PétursborgAllir íslensku skákmennirnir í a-flokki Czech Open unnu sínar skákir í 3. umferđ sem fram fór í dag.  Hannes Hlífar Stefánsson vann tékkneska alţjóđlega meistarann Tomas Kulhanek (2375), Guđmundur Gíslason (2322) lagđi Ţjóđverjann Jan-Hendrik Mueller (2099) og Guđmundur Kjartansson hafđi betur gegn Asera međ mjög langt nafn (2050) sem vann nafna hans, Gíslason, í fyrstu umferđ.  Hannes hefur 2,5 vinning en nafnarnir hafa 2 vinninga. 

Í fjórđu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ rússneska stórmeistarann Evgeny Levin (2465), Gíslason viđ tékkneska alţjóđlega meistarann Pavel Simacek (2470) og Kjartansson viđ spćnska alţjóđlega meistarann alţjóđlega meistarann Alfonso Llorente Zaro (2453).   Skák Hannesar verđur sýnd beint og hefst kl. 13.

Í b-flokki vann Sigurđur Eiríksson (1951) en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tapađi.  Sigurđur hefur 2 vinninga en Jakob er enn ekki kominn á blađ.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.

Kramnik í miklu stuđi í Dortmund

Kramnik í Dortmund (mynd af heimasíđu mótsins)Kramnik er í miklu stuđi í Dortmund Sparkassen mótsins.  Kramnik vann í dag Nakamura (2770) og hefur hlotiđ 3,5 vinning eftir 4 umferđir.  Öđrum skákum umferđarinnar lauk međ jafntefli.  Ponomariov (2764) er annar međ 2,5 vinning en Giri (2701) og Le Quang (2715) eru nćstir međ 2 vinninga.   

Rétt eins og í Biel taka 6 skákmenn ţátt og tefld er tvöföld umferđ.

Stađan:

  • 1. Kramnik (2781) 3,5 v. 
  • 2. Ponomariov (2764) 2,5 v.
  • 3.-4. Giri og Le Quang (2715) 2 v.
  • 5.-6. Meier (2656) og Nakamura (2770) 1 v.

 


Tikkanen sćnskur meistari

TikkanenStórmeistarinn Hans Tikkanen (2596) varđ í dag skákmeistari Svíţjóđar en mótiđ fór fram í Västerĺs  Tikkanen hlaut 6,5 vinning í 9 skákum og varđ hálfum vinningi fyrir ofan stórmeistarann Jonny Hector (2568).  Í 3.-4. sćti urđu alţjóđlegi meistarinn Bengt Lindberg (2391) og stórmeistarinn Pia Cramling (2472).

Lokastađan:

 

Rk. NameRtgIPts. 
1GMTikkanen Hans 25966,5
2GMHector Jonny 25686
3IMLindberg Bengt 23915,5
 GMCramling Pia 24725,5
5GMGrandelius Nils 25425
6GMHillarp Persson Tiger 25475
7GMCarlsson Pontus 24964
8GMBerg Emanuel 26043,5
9IMEriksson Johan 24012,5
10FMWesterberg Jonathan 23131,5

 


HM landsliđa: Armenar međ mjög vćnlega stöđu

AronianArmenar hafa afar vćnlega stöđu á HM landsliđa, en ţeir hafa 3ja stiga forystu á nćstu sveitir ţegar ađeins 2 umferđir eru eftir.  Armenar unnu Ungverja í dag 2,5-1,5.   Kínverjar eru komnir í annađ sćti eftir góđan sigur á Rússum. Úkraínumenn eru í ţrđja sćti međ jafnmörg stig og Kínverjar en hafa fćrri vinninga.  Armenar ţurfa ţví ađeins 2 stig í lokaumferđunum tveimur en eiga eftir erfiđa andstćđinga Úkraínumenn og Asera.

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun en lýkur á ađfaranótt ţriđjudags.   

10 af sterkustu landsliđum heims taka ţátt og tefla allir viđ alla. Rússar hafa sterkasta liđiđ á pappírnum (međalstig 2752) en nćstir koma Aserar (2737), Úkraínumenn (2722) og Armenar (2709). 

Stađan:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Armenia1218,5
2China917
3Ukraine915
4Russia815,5
5Hungary815
6USA814,5
7Azerbaijan614,5
8India512
9Israel511,5
10Egypt06,5

 


Czech Open: Guđmundur Gíslason vann í 2. umferđ - Hannes međ jafntefli

Guđmundur GíslaStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2547) gerđi jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistaranum Ruediger Seger (2390) í 2. umferđ a-flokks Czech Open sem fram fór í gćr.  Guđmundur Gíslason vann Ţjóđverjann Jens Schulz (2218) en nafni hans Kjartansson (2310) tapađi fyrir tékkesnka alţjóđlega meistaranum Pavel Simacek (2470).  Hannes hefur 1,5 vinning en Guđmundarnir hafa 1 vinning.  Ţeir tefla allir viđ stigalćgri andstćđinga í dag. 

Sigurđur Eiríksson (1951) vann sína skákí b-flokki en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tapađi.  Sigurđur hefur 1 vinning en Jakob er ekki kominn á blađ.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.

 

 


Biel: Carlsen efstur í hálfleik ţrátt fyrir tap í dag

Shirov og CarlsenMagnus Carlsen (2821) er efstur í hálfleik í Biel í Sviss ţrátt fyrir tap gegn Frakkanum Maxime Vachier-Lagrave (2722) í dag.  Carlsen hefur 10 stig.  Morozevich (2694) vann Caruana (2711) og er annar međ 9 stig. Vachier-Lagrave og Shirov (2714) eru í 3.-4. sćti međ 6 stig.  Frídagur er á morgun en mótinu verđur framhaldiđ á mánudag.

Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Veitt eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli.

Stađan:

 1.Magnus CarlsenNOR2821 10
 2.Alexander MorozevichRUS2694 9
 3.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 6
 3.Alexei ShirovESP2714 6
 5.Yannick PelletierSUI2590 4
 6.Fabiano CaruanaITA2711 2

 


Hrađskákkeppni taflfélaga hefst í byrjun ágúst

Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst eftir verslunarmannahelgi.  Ţetta er í sautjánda sinn sem keppnin fer fram en Taflfélagiđ Hellir er núverandi meistari.  Í fyrra var metţátttaka en ţá tóku 16 liđ ţátt og er stefnt ađ ţví ađ bćta ţađ met í ár!

Taflfélög eru hvött til ađ skrá sig sem sig sem fyrst til leiks.  Reglur keppninnar eru hér ađ neđan. 
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.     

Dagskrá mótsins er sem hér segir

1. umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 15. ágúst (hugsanleg forkeppni ef meira en 16 liđ taka ţátt)
2. umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ 25. ágúst
3. umferđ (undanúrslit): Skuli vera lokiđ 5. september
4. umferđ (úrslit): Um 15. september (líklegt ađ keppnin verđi sett á helgina 9.-11. september eđa 16.-18. september).

Umsjónarađili getur heimilađ seinkanir viđ sérstakar ađstćđur.     

Skráning til ţátttöku rennur út 5. ágúst nk.   Forráđamenn taflfélaga eru vinsamlegast beđnir um ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is eđa í síma 820 6533.
Tilkynna ţarf eftirfarandi:

Liđ
Liđsstjóri
Símanúmer liđsstjóra
Netfang liđsstjóra

Reglur keppninnar:

1.  Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.

2.  Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar.

3.  Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.

4.  Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags. Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.

5.  Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar.  Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.

6.  Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.

7.  Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur eđa kex.

8.  Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst. ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.  

9.  Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ gunnibj@simnet.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.

10. Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hellis, www.hellir.blog.is , sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.

11. Mótshaldiđ er í höndum Taflfélagsins Hellis sem sér um framkvćmd mótsins.

Skák út um allt!

100 9235Skákakademía Reykjavíkur í samstarfi viđ Skáksamband Íslands hefur hrundiđ af stađ átakinu Skák út um allt. Međ átakinu er ćtlađ ađ skákvćđa sem flesta almenningsstađi í borginni. Er ţá sérstaklega litiđ til sundlauga, kaffihúsa, ţjónustumiđstöđva og íţrótta- og dvalarheimila. Hverjum stađ verđur gefiđ eitt tafl og viđ afhendinguna mun ađili frá Skákakademíunni taka skák viđ einhvern frá ţeim sem ţiggja tafliđ.

Átakiđ hófst í vikunni ţegar Stefán Bergsson fastagestur Sundlaugar Vesturbćjar og 100 9234framkvćmdastjóri Skákakademíunnar gerđi sér ferđ í laugina en í ţetta skiptiđ ekki til potta- og gufulegu. Hrađskák skyldi tefld viđ Dag Arngrímsson sundlaugarvörđ og alţjóđlegan meistara. Skákin var tefld á bakka laugarinnar og stýrđi Dagur hvítu mönnunum. Stefán lenti snemma í mikilli beyglu en tókst um síđir ađ snúa á Dag sem varđ svo mikiđ um ađ hann lék sig í mát í einum. 

Ađ taflmennsku lokinni var Sundlauginni fćrđ taflsettiđ ađ gjöf sem verđur haft í anddyrinu svo gestir og starfsmenn geti gripiđ í tafl ţegar fćri gefst. 

Átakiđ heldur áfram á nćstu vikum og mánuđum en stefnt er ađ ţví ađ heimsćkja 50 stađi fyrir áramót. Ţeir skákmenn sem vinna á almenningsstöđum eru beđnir um ađ hafa samband viđ Stefán Bergsson: stefan@skakakademia.is 

Myndaalbúm (HJ)


Czech Open: Hannes og Guđmundur Kja unnu í fyrstu umferđ

Guđmundur KjaAđalmót skákhátíđinnar í Czech Open hófst í dag.  Ţrír íslenskir skákmenn tefla í a-flokki mótsins, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2547), alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2310) og nafni hans Gíslason (2322).  Hannes og Kjartansson (2310) unnu báđir stigalćgri andstćđinga í fyrstu umferđ en Gíslason tapađi fyrir stigalćgri andstćđing.  Skák Hannesar gegn ţýska alţjóđlega meistaranum Ruediger Seger (2390) í 2. umferđ verđur sýnd beint á netinu á morgun og hefst útsending kl. 13.

Einnig hófst í dag b-flokkur ţar sem Sigurđur Eiríksson (1951) og Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tefla.  Ţeir töpuđu báđir fyrir stigahćrri andstćđingum.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 8778969

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband