Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skáktímarit á Íslandi

Jóhann Ţórir JónssonŢótt skákhreyfingin hafi um margra ára skeiđ getađ státađ af ađgengilegri og upplýsandi heimasíđu hefur reynst erfitt ađ fylla ţađ skarđ sem Jóhann Ţórir Jónsson útgefandi tímaritsins Skákar skildi eftir sig ţegar hann féll frá áriđ 1999. Skáksambandsmenn hafa veriđ ađ kanna hugi manna varđandi útgáfu skáktímarits og viđbrögđin veriđ góđ en betur má ef duga skal. Saga slíkrar útgáfu er merk en ţó oft ţyrnum stráđ.

Daniel Willard Fiske gaf út og lét prenta í Flórens á Ítalíu fyrsta íslenska skáktímaritiđ, Í uppnámi, en ţađ kom út árin 1901-1902. Ţađ er ekki ósennilegt ađ međ útgáfustarfi sínu, bóka- og handritagjöfum hafi Fiske lagt grunninn ađ vinsćldum skákarinnar hér á landi og frćđilegri nálgun bestu skákmanna ţjóđarinnar. Nóbelsskáldiđ Halldór Laxness býsnađist einhverju sinni yfir ţví ađ ýmis stórvirki heimsbókmenntanna, t.d. Ódysseifur eftir James Joyce, virtust međ öllu hafa skotist fram hjá kollegum sínum í rithöfundastétt. Ţessu vćru hinsvegar öfugt fariđ međ íslenska skákmenn sem fylgdust vel međ ţví sem fram kćmi fiskewillard.gifá alţjóđavettvangi.

Eftir daga Fiske sýndu Akureyringar mikiđ frumkvćđi á sviđi útgáfu en Íslenskt skákblađ gáfu ţeir út ţegar áriđ 1925. Arftaki ţess „Skákblađiđ" kom fyrst út áriđ 1934 en „Nýja skákblađinu" var ritstýrt af ungum skákmönnum, Óla Valdimarssyni og Sturlu Péturssyni á fimmta áratugnum.

Tímaritiđ Skák hefur reynst langlífast allra íslenskra skáktímarita en ţađ hóf göngu sína áriđ 1947. Hlé var gert á útgáfu ţess í kringum 1950 en ţađ ár hófu ţeir Sveinn Kristinsson og Ţórir Ólafsson útgáfu Skákritsins sem kom út frá 1950 til 1953.

Áriđ 1954 tók Birgir Sigurđsson aftur upp ţráđinn međ Tímaritiđ Skák og var útgefandi og ritstjóri ţess fram til 1962 eđa ţar til Jóhann Ţórir Jónsson kom ađ útgáfunni ásamt fleiri góđum mönnum. Upphafsmađur Reykjavíkurskákmótanna, Jóhann Ţórir, var stórhuga mađur og lét sig ekki muna um ađ gefa út mótsblađ heimsmeistaraeinvígisins áriđ 1972 á íslensku, ensku og rússnesku. Jóhann hafđi sambönd á ótrúlegustu stöđum og ţađ kom fram í fjölbreyttri flóru auglýsinga og styrktarlína í blađinu.

Skáktímarit á öllum tímum eru yfirleitt góđ heimild um helstu afrek, og ţeim tekst ţegar best lćtur ađ bregđa upp mynd af skákiđkun Íslendinga, stađháttum og tíđaranda, sbr. frásögn Skákritsins af viđureign tveggja vina í Ţingholtunum áriđ 1953:

„KRÓKUR Á MÓTI BRAGĐI

Geir Ólafsson, Skólavörđustíg 19, sat dag nokkurn ađ tafli. Andstćđingur hans var ţekktur fyrsta fl. mađur. Eftir 21. leik Geirs (sem lék hvítu) kom upp eftirfarandi stađa:

gd1no701.jpg-sjá stöđumynd -

Svartur lék nú 21. - cxd4, sem lítur vel út, ţar sem hann hótar máti í öđrum leik. En sér grefur gröf, ţótt grafi. Ţó ađ hrókurinn sé friđhelgur í augnablikinu, eru ráđ til ađ svipta hann helgi sinni. En ţađ krefst mikillar fórnfýsi. Lesendur ćttu ađ athuga stöđuna vel, áđur en ţeir halda lengra áfram og reyna ađ finna lausnina. Geir lék 22.Dxf7+!! Bxf7 23. Hxc8+ og mát í nćsta leik. Lokin eru einkar falleg, og skiptir ekki máli í ţví sambandi, ţó ađ hvítur geti einnig unniđ međ 22. Rc4 og síđan Rd6. Sjálfsagt hefđi ýmsum sézt yfir fórnina í hratt tefldri skák, ţótt ćfđari skákmenn vćru en Geir."

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. júlí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 8765215

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband