Fćrsluflokkur: Spil og leikir
27.4.2012 | 17:51
Jafntefli í fimmtu einvígisskák Kramnik og Aronian
Kramnik (2801) og Aronian (2820) gerđu jafntefli í fimmtu og nćstsíđustu skák vináttueinvígis ţeirra sem fram fer í Zurich í Sviss. Stađan er nú 2,5-2,5.
Sjötta og síđasta skák einvígisins fer fram á morgun og hefst kl. 11.
27.4.2012 | 16:57
Magnús Geir skólameistari Vesturbćjarskóla
Magnús Geir Kjartansson sigrađi međ fullu húsi á Meistaramóti Vesturbćjarskóla 2012, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Ásgeir Beinteinn Árnason hreppti 2. sćtiđ og Steingrímur Stefánsson hlaut bronsiđ.
Hinn nýbakađi skólameistari hefur veriđ fastur liđsmađur í sveit Vesturbćjarskóla í vetur, rétt einsog Ásgeir og systkini hans sem eru í skólanum. Ţannig hefur Svava Árnadóttir veriđ oddviti í stúlkusveit skólans.
Skákklúbbur var stofnađur í skólanum fyrr í vetur og er formađur hinn kornungi félagsmálafrömuđur Kristján Gabríel Ţórhallsson, en hann hafđi áđur stofnađ skákklúbb í Landakotsskóla. Ćfingar eru hjá klúbbnum tvisvar í viku, á ţriđjudögum og fimmtudögum.
Ţá hefur í vetur veriđ vikuleg kennsla fyrir 3. bekkinga, í umsjón Stefáns Bergssonar framkvćmdastjóra Skákakademíu Reykjavíkur og Róberts Lagerman skákmeistara.
Ţá hefur Hallgrímur Sveinn Sćvarsson stuđningsfulltrúi viđ Vesturbćjarskóla veriđ ómissandi hjálparhella viđ ađ byggja upp skáklífiđ í skólanum, auk ţess ađ ađstođa viđ barna- og ungmennaćfingar KR í Frostaskjóli á miđvikudögum en ţangađ mćta krakkar úr öllum skólum Vesturbćjar.
27.4.2012 | 16:19
Skákţing Norđlendinga fer fram á Akureyri 25.-28. maí
Skákţing Norđlendinga 2012
Akureyri 25.-28. maí 2012
150 ára afmćlismót Akureyrarkaupstađar
100 ára afmćlismót Júlíusar Bogasonar skákmeistara
Skákţingiđ hefur veriđ haldiđ árlega frá 1935 og er nú háđ í 78. sinn. Sérstaklega verđur vandađ til mótshaldsins nú í tilefni af ţví ađ 150 ár eru liđin frá ţví Akureyrarbćr öđlađist kaupstađaréttindi. Ţá er međ mótshaldinu ţess minnst ađ í ár eru 100 ár liđin frá fćđingu Júlíusar Bogasonar skákmeistara. Júlíus varđ skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og 5 sinnum skákmeistari Norđlendinga.
Teflt verđur í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Íţróttahöllinni viđ Skólastíg (gengiđ inn ađ vestan).
Dagskrá:
Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.
Laugardagur 26. maí kl. 10.00: 4. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 26. maí kl. 16.00: 5. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 27. maí kl. 13:00: 6. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 10.00: 7. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 14.30: Hrađskákmót Norđlendinga.
Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Keppni í kvennaflokki fer fram laugardaginn 26. maí og hefst kl. 10.00. Ţetta ađ ţví tilskildu ađ nćg ţátttaka fáist. Lágmark er 6 keppendur svo mótiđ fari fram. Tefldar verđa atskákir, 5-7. umferđir.
Ţátttökugjald: kr. 4000 fyrir 17 ára og eldri, kr. 2000 fyrir 16 ára og yngri. Ţátttaka í hrađskákmótinu er innifalin. Ţeir sem einungis tefla í hrađskákmótinu greiđa kr. 500 fyrir ţátttökuna. Ţátttökugjald í kvennaflokki kr. 1000.
Verđlaun: Verđlaunafé verđur ađ lágmarki kr. 150.000, ţar af kr. 40.000 í fyrstu verđlaun.
Öllum er heimil ţátttaka á mótinu, en ađeins ţátttakendur međ lögheimili á Norđurlandi geta unniđ ţá meistaratitla sem teflt verđur um, ţ.e. Skákmeistari Norđlendinga, (í meistaraflokki, kvennaflokki og unglingaflokki) og Hrađskákmeistari Norđlendinga.
Skráning: í netfangiđ askell@simnet.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 24. maí. Ţeir sem mćta til leiks eftir ađ skráningarfrestur er liđinn geta ekki veriđ vissir um ađ fá sćti á mótinu.
27.4.2012 | 10:10
Gallerý Skák: Ţór Valtýsson hampađi sigri

Eftir hálfsmánađarhlé vegna sumarkomunnar tóku menn vasklega til tafls í skák- og listasmiđjunni í Bolholti í gćrkvöldi. Sextán skákgarpar á breytilegum aldri voru mćttir og létu hvorki hambrigđapersónustreyturöskun" né mótlćtisstreituröskun" eđa ađra landlćgar geđraskanir hafa áhrif á taflmennsku sína og baráttuvilja.
Allir keppendur tóku örlögum sínum á skákborđinu međ jafnađargeđi ađ ţessu sinni og međ bros á vör amk. ađ nafninu til. Sannur íţróttaandi sveif yfir vötnunum í tilefni vorsins og hćkkandi sólar međ blóm í haga.
Til ţess ađ standa sig ađ ţessu leyti urđu ţó sumir ađ beita sig afar hörđu, bíta fast á jaxlinn og bölva í hljóđi svo lítiđ bćri á. Bćđi tannlćknir, sálfrćđingur og málfrćđiprófessor voru međal ţátttakanda, sem litu eftir ţessum ţremur ţáttum hver fyrir sig: gnístran tanna, geđssveiflum og orđfćri manna og gćttu ţess vandlega ađ ekkert fćri úrskeiđis nema ţá á skákborđinu sjálfu eins hendir ţegar teflt er ađ hörku og ekkert er gefiđ eftir - nema síđur sé.
Ţegar yfirlauk eftir 11 umferđir og margar feikilegar veltefldar baráttuskákir stóđu ţeir upp efstir og jafnir Ţór Valtýsson og Gunnar Kr. Gunnarsson međ 8 vinninga og ţrjá niđur. Ţór Valtýsson norđanmađur hampađi ţó glćstum sigri á stigum og hlaut velútilátiđ lófatak fyrir. Nćstir komu svo ţeir Jón G. Friđjónsson og Friđgeir K. Hólm međ 7.5 vinninga og Ţórarinn Sigţórsson, hinn eitilharđi baráttumađur og landskunna aflakló varđ svo einn í 5. sćti međ 7 vinninga.
Stefán Ţormar Guđmundsson Hellisheiđarséní" ásamt tveimur öđrum valinkunnum görpum fylgdi svo í kjölfariđ međ 6.5 v. eins og sjá má á međf. mótstöflu. Nánar á www.galleryskak.net.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 29. apríl í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.
Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.
Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2012, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag. Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar).
Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1996 og síđar).
Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 29. apríl. frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.
Ađgangur á mótiđ er ókeypis.
Spil og leikir | Breytt 22.4.2012 kl. 12:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 07:00
Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á laugardag
Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram laugardaginn 28. apríl í Víkinni Sjóminjasafni sem stađsett er ađ Grandagarđi átta.
Tafliđ hefst 12:00 og tefldar verđa átta umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Teflt verđur í tveimur flokkum; yngri (1.-7. bekkur) og eldri (8.-10.) bekkur.
Efstu sćtin gefa rétt til ţátttöku á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Ţingeyjarsýslu vikunni eftir mótiđ.
Ţátttökurétt hafa sigurvegarar skólamótanna auk ţess sem sterkum skákskólum býđst ađ senda fleiri skákmenn til leiks.
Skráning á stefan@skakakademia.is
Spil og leikir | Breytt 23.4.2012 kl. 10:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2012 | 23:46
Ţorvarđur efstur á öđlingamóti
Ţorvarđur F. Ólafsson (2175) er efstur međ 4,5 vinning ađ lokinni 5. umferđ skákmóts öđlinga, sem fram fór í kvöld í félagsheimili TR, eftir jafntefli viđ Bjarna Hjartarson (2038). Bjarni er í 2.-3. sćti međ 4 vinninga ásamt Jóhanni Ragnarssyni (2082) sem vann Siguringa Sigurjónsson (1944).
Úrslit 5. umferđar má finna í heild sinni hér.
Stöđu mótsins má finna hér.
Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer nk. miđvikudagskvöld mćtast međal annars: Ţorvarđur - Jóhann, Eggert Ísólfsson - Bjarni og Halldór Pálsson - Sigurđur Dađi Sigfússon. Röđun sjöttu umferđar má finna í heild sinni hér.
25.4.2012 | 20:21
Glćsilegur sigur Doniku á meistaramóti Hólabrekkuskóla
Donika Kolica sigrađi međ fullu húsi á meistaramóti Hólabrekkuskóla í Breiđholti, sem fram fór í dag. Donika sigrađi í öllum 7 skákum sínum, og lagđi m.a. Dag Kjartansson, besta skákmann skólans til margra ára.
Dagur varđ ađ gera sér silfriđ og 6 vinninga ađ góđu og í ţriđja sćti varđ Heimir Páll Ragnarsson međ 5 vinninga.
Ţessir ţrír vösku krakkar hafa myndađ uppistöđuna í skáksveit skólans, sem m.a. hefur náđ bronsi og silfri á Reykjavíkurmóti grunnskóla.
Rík skákhefđ er í Hólabrekkuskóla og skólinn er vel búinn taflsettum og tölvuklukkum. Ţađ má ţakka Birnu Halldórsdóttur, sem m.a. stóđ fyrir kökubasar til ađ safna fyrir skákklukkunum!

Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 20:00
Jafntefli í fjórđu einvígisskák Aronian og Kramnik
Aronian (2820) og Kramnik (2801) gerđu jafntefli í fjórđu skák vináttueinvígis ţeirra sem fram fer í Zurich í Sviss. Stađan er nú 2-2. Ţar sem skákin var undir ţremur tímum tefldu ţeir einnig eina atskák og ţar vann Aronian.
Fimmta og nćstsíđasta skákin fer fram á föstudag og hefst kl. 13. Alls tefla ţeir sex skákir
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 19:00
Fyrirtćkja- og félagaeinvígi
Ágćti forsvarsmađur!
Međ ţessu bréfi vill Skákdeild Fjölnis bjóđa fyrirtćki ţínu ţátttöku í glćsilegri firma- og félagakeppni í skák sem fram fer í Ráđhúsi Reykjavíkur ţann 9. maí n.k. Teflt verđur frá kl. 16:00 19:00.
Um er ađ rćđa sveitakeppni, ţrír í liđi ásamt varamönnum. Mótiđ er óvenjulegt ađ ţví leyti ađ ţađ er sniđiđ ađ almennum skákáhugamönnum, ţ.e. starfsmönnum fyrirtćkja. Einstakt tćkifćri gefst til ađ tefla viđ mjög sterka mótherja, bestu skákmenn landsins, og jafnframt vera í sigurliđi og vinna vegleg verđlaun.
Samanlagđur styrkleiki hvers liđs í hverri umferđ ţarf ađ vera undir 5.500 stigum. Til ađ hvetja stigalausa til ađ vera međ, reiknast ţeir međ ađeins 1.000 ELO stig. Borđaröđ er frjáls.
Ađbúnađur í Ráđhúsinu er eins og best verđur á kosiđ, međ m.a. fríum veitingum fyrir keppendur, skák sýnd í beinni á sýningartjaldi o.s.frv.
Verđlaun eru glćsileg, en auk verđlaunagripa og medalía verđa eftirtalin verđlaun veitt fyrir efstu ţrjú sćtin:
1. verđlaun: Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 3 liđsmenn öll gjöld innifalin ásamt Ljósmyndabókinni frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!
2. verđlaun: Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 3 liđsmenn öll gjöld innifalin!
3. verđlaun: Út ađ borđa fyrir tvo á veitingastađnum Skrúđi 3 gjafabréf. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liđsmenn!
Einnig verđa veitt verđlaun:
Einstaklingsverđlaun:
1. verđlaun: GSM snjallsími, ađ verđmćti kr. 100.000, frá Símanum.
2. verđlaun: Út ađ borđa fyrir tvo á veitingastađnum Vox. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum
3.-5.verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum
- Óvćntustu úrslitin - miđađ er viđ stigamun:
1. verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum,
2.-3. verđlaun: Geisladiskur frá 12 tónum
- fyrir ţátttökuliđiđ sem ađ kemur mest á óvart m.v. fyrirfram styrkleika:
1.-2. verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!
3. verđlaun: geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liđsmenn!
- snjallasti liđsstjórinn:
1.-3. verđlaun: Ljósmyndabókin Hús eru aldrei ein eđa Eyjafjallajökull frá Uppheimum.
- Flottasti liđsbúningurinn: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!
- Einnig Headphones og minnislyklar frá Nýherja og fleira, m.a. útdráttarverđlaun, sem ađ kynnt verđa síđar!
ATH. Verđlaunum kann ađ fjölga og/eđa verđa enn veglegri.
Viđ stefnum á ađ ná 20 sveitum munum skođa hvađ viđ gerum ef ađ fćrri hafa skráđ sig
Fyrirkomulag - Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur 9. maí nćstkomandi kl. 16:00-19:00. - Hvert fyrirtćki eđa félag sendir ţriggja manna skáksveit til leiks međ allt ađ ţrjá varamenn. Ekki er nauđsynlegt ađ keppendur séu starfsmenn viđkomandi fyrirtćkis, eđa međlimir í viđkomandi félagi.
- Tefldar verđa 7-10 umferđir međ 7-10 mínútna umhugsunartíma.
- Samanlögđ stig, sjá: http://chess-results.com/isl/ratings.aspx?lan=0 , sveitar skulu takmarkast viđ 5.500 stig í hverri umferđ. Stigalausir verđa reiknađir međ 1.000 skákstig.
- Sigurvegari mótsins er ţađ liđ sem ađ hlýtur flesta vinninga
- Liđsmenn ţarf ađ tilkynna í síđasta lagi daginn fyrir mótsdag.
- Veitingar í hléi verđa í bođi Saffran og Icelandic Glacial.
Skákdeild Fjölnis stendur ađ mótinu en verkfrćđistofan Verkís, sem fagnar 80 ára starfsafmćli í ár, er ađalstyrktarađili mótsins. Mótiđ er haldiđ til fjáröflunar fyrir skákdeild Fjölnis, en Fjölnir er mjög framarlega í barna- og unglingastarfi, en einnig til ađ styrkja kaup á vélbúnađi fyrir Héđin Steingrímsson, stigahćsta virka stórmeistara Íslands, sem jafnframt er félagi í Fjölni. Síđasta mót Héđins var ţýska Bundesligan, sem ađ nú er nýlokiđ, sjá: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1234493/
Stefnt er ađ ţví ađ gera mótiđ ađ árlegum viđburđi og endurvekja ţá skemmtilegu stofnanakeppni sem var viđ lýđi fram ađ síđustu aldamótum.
Ef óskađ er eftir, ţá hjálpum viđ til viđ ađ halda meistaramót fyrirtćkis eđa félags.
Ţátttökugjald hvers fyrirtćkis/félags/hóps er 50.000 kr. Tilkynniđ ţátttöku sem fyrst á firmakeppnin@gmail.com og skráiđ liđiđ á http://www.firmakeppnin.blog.is/blog/firmakeppnin/
Firmakeppni Íslands er á Facebook! http://www.facebook.com/profile.php?id=100003387882089
Ţar er hćgt ađ auglýsa á Facebook síđunni eftir skákmanni međ ELO stig, sem ađ passa viđ hina liđsmennina. Einnig er hćgt ađ senda okkur tölvupóst og viđ munum ađstođa viđ ţađ.
Skákmenn eru einnig hvattir til ađ auglýsa eftir liđi sem ađ vantar mann međ svipuđ ELO stig á Facebook síđunni eđa senda okkur tölvupóst og lýsa yfir áhuga á ţátttöku.
Viđ hvetjum ţig til ađ hafa frumkvćđi í málinu og vekja athygli á keppninni innan ţíns fyrirtćkis eđa félags og vonumst til ađ eiga skemmtilega upplifun međ ţér á mótinu!
Međ von um jákvćđ viđbrögđ, stuđning og skemmtilegt samstarf,
Helgi Árnason, formađur skákdeildar Fjölnis, gsm 664-8320
Héđinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, gsm 894-0807
Ţátttökutilkynning og fyrirspurnir: firmakeppnin@gmail.com
Spil og leikir | Breytt 26.4.2012 kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 2
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 8779725
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar