Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Hilmir Freyr Íslandsmeistari í skólaskák 2017

Kandídatameistarinn Hilmir Freyr Heimisson er Íslandsmeistari í eldri flokki í skólaskák. Hann vann Vignir Vatnar Stefánsson í úrslitaeinvígi sem fram fór fyrir skemmstu á Chess.com þar sem Hilmir býr erlendis. Einvígið sjálft fór 1-1 eftir tvö jafntefli en bráðabanaskákina vann Hilmir.

Vignir og Hilmir komu jafnir í mark á Landsmótinu í fyrra. Sjá nánar hér. Að ýmsum ástæðum dróst að þeir tefldu til úrslita.

 


Manar-mótið: Pistill frá Hilmi Frey

Isle of Man International

23. september til 1. október 2017

Mótið var haldið á the Villa Marina, í höfuðstaðnum Douglas, sem er glæsilegt bygging og var í göngufæri frá hótelinu okkar. Ég tefldi í Masters flokki ásamt hópi Íslendinga, ég fékk stigahærri andstæðinga í öllum umferðunum og endaði með 3,5 af 9 og hækkaði um 44,4 elóstig.

Í fjórðu umferð vann ég skoska alþjóðlega meistarann Stephen Mannion (2320) og mig langar að sýna þá skák.

1.d4 d5 2.Bg5 f6 3.Bd2 Nc6 4.c4 dxc4 5.e3 e5 6.Bxc4 exd4 7.Qb3 Nh6 8.Nf3 dxe3 9.Bxe3 Na5 10.Qa4+ c6 11.Be2 þessi staða hér er nú bara tölvustúderingar sem ég aflaði mér fyrir skákina og gaman að segja frá því en hér er ég með klukkutíma og 35 mínútur á klukkunni og ákvað að fara út í ágæta veðrið sem þarna var og kíkti á fallegu fjöllin, dró andann hægt og rólega meðan að andstæðingur minn var byrjaður að svitna þar sem að hann var að detta í 20 mínútur, svo eftir dágóða stund kom ég aftur inn og sá hann leika 11.b5 12.Bxb5 cxb5 13.Qe4+ Be6 14.Qxe6+ Be7 15.Bxh6 gxh6 hér er ég bara kominn með yfirburða stöðu og hann með lélega peðastöðu, fullt af veikum reitum og með engar skaðabætur fyrir það og þar af leiðandi varð framhaldið bara tæknileg úrvinnsla.  16.O-O Qd7 17.Qe4 O-O 18.Qf4 Kg7 19.Nc3 Bd6 20.Qh4 b4 21.Ne4 f5 22.Nxd6 Qxd6 23.Rfd1 Qf6 24.Qxb4 Nc6 25.Qb7+ Kg8 26.Rac1 Rfc8 27.h3 Ne7 28.Rxc8+ Rxc8 29.Qxa7 Rc2 30.b4 Rb2 31.a3 Ra2 32.Qe3 Kg7 33.Re1 Ra1 34.Rxa1 Qxa1+ 35.Kh2 Nd5 36.Qa7+ Kf6 37.b5 Qb2 38.a4 Qb4 39.Qb8 Kf7 40.Qe5 Ne7 41.Qd4 Qa5 42.Ne5+ Ke6 43.f4 Nd5 44.Qc4 Qb6 45.Qc8+ Ke7 46.Qd7 +1-0.


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Hilmir Freyr Heimsson - Stephan Mannon
?, 2018.05.02

Hilmir Freyr Heimsson - Stephan Mannon (PGN)

1. d4 d5 2. Bg5 f6 3. Bd2 Nc6 4. c4 dxc4 5. e3 e5 6. Bxc4 exd4 7. Qb3 Nh6 8. Nf3 dxe3 9. Bxe3 Na5 10. Qa4+ c6 11. Be2 b5 12. Bxb5 cxb5 13. Qe4+ Be6 14. Qxe6+ Be7 15. Bxh6 gxh6 16. O-O Qd7 17. Qe4 O-O 18. Qf4 Kg7 19. Nc3 Bd6 20. Qh4 b4 21. Ne4 f5 22. Nxd6 Qxd6 23. Rfd1 Qf6 24. Qxb4 Nc6 25. Qb7+ Kg8 26. Rac1 Rfc8 27. h3 Ne7 28. Rxc8+ Rxc8 29. Qxa7 Rc2 30. b4 Rb2 31. a3 Ra2 32. Qe3 Kg7 33. Re1 Ra1 34. Rxa1 Qxa1+ 35. Kh2 Nd5 36. Qa7+ Kf6 37. b5 Qb2 38. a4 Qb4 39. Qb8 Kf7 40. Qe5 Ne7 41. Qd4 Qa5 42. Ne5+ Ke6 43. f4 Nd5 44. Qc4 Qb6 45. Qc8+ Ke7 46. Qd7+ *

Nazi Paikidze bandarískur meistari

phpwKR6v1

Nazi Paikidze varð í gær bandarískur meistari kvenna í skák. Hún vann hina 15 ára Annie Wang í úrslitaeinvígi 2-1. Paikidze hefur verið afar sigursæl á mótinu. Hann vann jafnframt árið 2016 og varð önnur árin 2015 og 2017.

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com.  

 


Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram 25.-27. maí

Meistaramót  Skákskóla Íslands fyrir starfsárið 2017/2018 fer fram dagana 25.–27. maí og verður í tveim styrkleika/stigaflokkum. Annar flokkurinn verður skipaður keppendum sem hafa 1600 alþjóleg elo-stig eða meira en hinn flokkurinn er skipaður keppendum sem er undir 1600 elo stigum eða stigalausir. 

Vakin er athygli á því að tímamörk eru mismunandi í flokkunum og færri umferðir verða tefldar í efri styrkleikaflokknum en þar er teflt um sæmdarheitið Meistari Skákskóla Íslands. Núverandi meistari Skákskólans er Hilmir Freyr Heimisson.  

Þátttökurétt hafa nemendur skólans og allir þeir sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum skólans eða hlotið þjálfun á vegum skólans.   

Að öðru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til að bjóða völdum einstaklingum til þátttöku. 

Mótsnefnd mun jafnframt taka afstöðu til óska þeirra sem ekki ná stigalágmörkum en vilja tefla í stigahærri flokknum. 

Flokkur undir 1600–elo-stigum og stigalausir: 

  1. umferð: Föstudagur 25. maí kl. 18
  2. umferð: Föstudagur 25. maí kl. 20 
  1. umferð. Laugardagur 26. maí kl. 10-13.
  2. umferð: Laugardagur 26. maí 13 –16
  3. umferð: Laugardagur 26. maí 16-19 

6.. umferð: Sunnudagur 27. maí kl. 10-13.

  1. umferð: Laugardagur 27. maí kl. 13 –16
  2. umferð: Laugardagur 27. maí kl. 16-19 

Tímamörk í öllum umferðunum 30 30. 

Keppendur geta tekið eina eða tvær ½-vinnings yfirsetur í fyrstu fimm umferðunum en tilkynna verður um yfirsetuna fyrir umferð og áður en raðað er í þá næstu 

Flokkur keppenda með 1600 – elo stig og meira. 

Tefldar verða sex umferðir eftir svissneska kerfinu í báðum flokkum.

Dagskrá mótsins verður með eftirfarandi hætti: 

Flokkur 1600 alþjóðleg elo – stig og ofar: 

  1. umferð: Föstudagurinn 25. maí kl. 16
  2. umferð: Föstudagurinn 25. maí kl. 20 
  1. umferð. Laugardagur 26. maí kl. 10
  2. umferð: Laugardagurinn 26. maí kl. 15 
  1. umferð: Sunnudagurinn 27. maí kl. 10
  2. umferð: Sunnudagurinn 27. maí kl. 15 

Tímamörk í öllum umferðunum 90 30. 

Keppendur geta tekið eða tvær ½-vinnings yfirsetu í fyrstu fjórum umferðunum en verða að tilkynna um yfirsetuna fyrir umferðina og áður en raðað er í næstu umferð.

Skákmenn sem eru með minna en 1600 elo- stig geta óskað eftir því að tefla í flokki stigahærri keppenda og mun mótsnefnd taka afstöðu til þess og skila niðurstöðu með góðum fyrirvara.   

Verðlaun í flokki 1600 elo + 

  1. verðlaun: farmiði að verðmæti kr. 50 þús + uppihaldskostnaður á kr. 35 þús.
  2. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.
  3. – 5. sæti Vandaðar skákbækur.

Auk þess verða veitt stigaflokkaverðlaun í mótinu: 

1800 – 2000 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús. 

1600-1800 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús. 

Verðlaun í flokki 1600 elo og minna  og stigalausra:

  1. verðlaun: farmiði að verðmæti kr. 40 þús:
  2. –3. verðlaun: vandaðar skákbækur að eigin vali. 

Verðlaun keppenda sem eru undir 1200 elo stig eða stigalausir:

  1. verðlaun: Vönduð skákbók og landsliðstreyja „tólfunnar“.
  2. verðlaun: Landsliðstreyja „tólfunnar“.
  3. verðlaun: Landsliðstreyja „tólfunnar“. 

Mótsstig úrskurða verði keppendur jafnir að vinningum í báðum flokkum -  nema í keppni um 1.  sæti í stigahærri flokknum. Þá skal teflt um titilinn:  

Meistari Skákskóla Íslands 2018. 

Aðalstyrktaraðili Meistaramóts Skákskóla Íslands 2018 er GAMMA.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér


Ný alþjóðleg skákstig

Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun, 1. maí. Litlar breytingar eru á listanum enda fá íslensk skákmót reiknuð að þessu sinni. Héðinn Steingrímsson (2574)  er sem fyrr stigahæstur. Einar Dagur Brynjarsson (1158) er eini nýliðinn að þessu sinn og Tómas Möller (+61) hækkaði mest frá apríl-listanum.

Listann í heild sinni má finna hér.

Topp 20

Ákaflega litlar breytinga á topp 20 enda eiga aðeins tveir af þeim lista reiknaða kappaskák á tímabilinu.

NoNameTitMAY18DiffGms
1Steingrimsson, HedinnGM257400
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM255700
3Stefansson, HannesGM254100
4Hjartarson, JohannGM252300
5Olafsson, HelgiGM251000
6Danielsen, HenrikGM250332
7Petursson, MargeirGM248600
8Gunnarsson, Jon ViktorIM247200
9Gretarsson, Helgi AssGM246000
10Arnason, Jon LGM244900
11Thorfinnsson, BragiIM244500
12Kjartansson, GudmundurIM243449
13Thorsteins, KarlIM242100
14Thorhallsson, ThrosturGM241600
15Thorfinnsson, BjornIM240800
16Kjartansson, DavidFM240400
17Arngrimsson, DagurIM237000
18Ulfarsson, Magnus OrnFM236100
19Olafsson, FridrikGM235500
20Jensson, Einar HjaltiIM234300


Mestu hækkanir


Aðeins einn nýliði er á listanum ný. Það er Einar Dagur Brynjarsson (1158). Tómas Möller (+61), Benedikt Þórisson (+43) og Árni Ólafsson (+43) hækka mest á stigum frá apríl-listanum. Allir eftir góða frammistöðu á Bikarsyrpu TR. 

NoNameTitMAY18DiffGms
1Brynjarsson, Einar Dagur 115811585
2Moller, Tomas 1230615
3Thorisson, Benedikt 1337465
4Olafsson, Arni 1318434
5Haraldsson, Oskar 1777359
6Gudmundsson, Gunnar Erik 1571185
7Ptacnikova, LenkaWGM22131510
8Skarphedinsson, Ingvar Wu 108092
9Omarsson, Adam 113184
10Sigfusson, Ottar Orn Bergmann 114863
11Kjartansson, GudmundurIM243449
12Agustsson, Hafsteinn 186743


Heimslistinn

Magnús Carlsen (2843) er venju samkvæmt stighæsti skákmaður heims. Í næstum sætum eru Fabiano Caruna (2818) og Shakhriyar Mamedyarov (2808)

Topp 100 má nálgast hér.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hraðskákmót öðlinga fer fram 9. maí

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga.

Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal með reiðufé við upphaf móts.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra (Fide) hraðskákstiga.

Núverandi Hraðskákmeistari öðlinga er Helgi Áss Grétarsson.

Skákmenn 40+ eru hvattir til að fjölmenna!

Skráning fer fram hér að neðan.

Skráningarform

Skráðir keppendur


Sam Shankland skákmeistari Bandaríkjanna - úrslitakeppni í kvennaflokki

440390.3b09b1a9.630x354o.52a1eb78bd56

Sam Shankland (2671) tryggði sér í gær sigur á bandaríska meistaramótinu í skák með öruggum sigri á Awonder Liang (2552) í lokaumferðinni. Shankland hlaut 8½ vinning í 11 skákum sem er magnaður árangur á svo sterku móti en stórmeistarinn frá Kaliforníu var aðeins sá fimmti í stigaröð keppenda. Shankland fer yfir rífur 2700-stigamúrinn auk þess að tryggja sér sæti í ólympíulandsliði Bandaríkjanna með frammistöðunni.

Fabiano Caruana (2804) varð annar með 8 vinninga eftir að hafa lagt Alexander Onischuk (2672) að velli í lokaumferðinni. Átta vinningar hefðu að forfallalausu átt að duga til sigurs eða a.m.k. til þess að komast í aukakeppni um titilinn. Wesley So (2786) varð þriðji með 6½ vinning. Nakamura (2787) náði sér engan veginn á strik og fékk aðeins 50% vinningshlutfall.

phpmgHQl2

Hin 15 ára, Annie Wang (2321) tapaði í gær fyrir fráfarandi meistara Sabinu-Fransesca Foisor (2308). Nazi Paikidze (2352) náði henni þar með vinningum. Þær heyja aukakeppni um titilinn í kvöld sem hefst kl. 20. Tvær 25+5 skákir og bráðabanaskák ef jafnt eftir atskákirnar. 

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com.  

 


Hraðkvöld hjá Hugin í kvöld

Hraðkvöld Hugins verður mánudaginn 30. apríl nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7-10 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eða 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun máltíð fyrir einn á Saffran eða pizzu frá Dominos Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fær sama val. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

 
 

Nansý Norðurlandameistari - Batel með silfur og Veró með brons!

2018-04-29 21.10.08

Spennan í lokaumferð Norðurlandamóts stúlkna var magnþrungin og réðust úrslitin ekki fyrr á síðustu mínútunum mótsins. Nansý Davíðsdóttir varð Norðurlandameistari stúlkna eftir æsilega baráttu þar sem skákklukkan skipti sköpum. Batel Goitom Haile vann einnig í lokaferðinni og varð í skiptu efsta sæti en fékk silfrið eftir stigaútreikning. Verónika Steinunn Magnúsdóttir hlaut bronsið í a-flokki.

A-flokkur (u20)

31680974_10217078977072871_1684229832663105536_n

Verónika Steinunn Magnúsdóttir tefldi æsilega skák gegn hinni sænsku Louise Westin. Svo fór að Veró hafði sigur eftir spennandi skák. Verónika endaði í 3.-6. sæti en hlaut bronsið eftir stigaútreikning.

Góður endir á farsælum ferli Veró á Norðurlandamóti stúlkna en þetta er hennar síðasta Norðurlandamót.

Hin norska Hanna Kyrkjbo vann öruggan sigur í flokknum en hún hlaut 4 vinninga.

B-flokkur (u16)

31674320_10217078977272876_9112182665070510080_n

Spennan í b-flokki var mikil fyrir lokaumferðin. Hin danska Nienke Van Den Brink var efst fyrir umferðina með 3½ vinning. Nansý Davíðsdóttir var í skiptu öðru sæti ásamt 5 öðrum skákkonum með 2½ vinning. Nansý varð að vinna og treysta á tap hinnar dönsku til að hafa möguleika á gullinu, 

Nansý vann hina sænsku Kajsu Nilsson örugglega og ljóst að hún væri í verðlaunasæti. Hin danska tefldi hins vegar eina lengstu skák umferðarinnar og hafði mjög lengi stefnt í jafntefli. Van Den Brink gleymdi sér hins hins vegar í augnablik og féll á tíma í jafnteflisstöðu. Þar með urðu fimm efstar og jafnar með 3½ vinning.

Gullið varð Nansýar sem tefldi við áberandi sterkustu andstæðingana en keppninautarnir. Tefldi við allar hinar sem fengu 3½ vinning.

Frábær árangur hjá Nansý. Lokaár Nansýar í b-flokki og ekki slæmur endi! A-flokkur tekur við að ári. 

C-flokkur (u13)

31674344_10217078978232900_9048232839711031296_n

Ísland átti sjö fulltrúa í c-flokki og hefði hæglega verið hægt að senda fleiri ef það hefði mátt! Lúxus-vandamál þar á ferðinni. 

Freyja Birkisdóttir og Batel Goitom Haile voru í 2.-5. sæti fyrir lokaumferðina. Líklegt var að sigur gæfi verðlaunasæti og jafnvel möguleika á gulli. Freyja náði sér ekki strik á lokaumferðinni og tapaði.

Batel vann hins vegar sigur á hinni ungu og efnilegu Ölvu Ling Tran í æsilegri skák sem kláraðist rétt í lokin. Batel kom þar með jöfn í mark og hin norska Amelia Nordquelle. Skákstjórarnir voru spenntir þegar lokastaðan var skoðuð en í ljós kom að sú norska hafði nauman sigur á mótinu eftir stigaútreikning. Hefði teflt við eilítið betri andstæðinga. Engu að síður frábær árangur hjá Batel. Hennar fyrsti verðlaunapeningur á Norðurlandamóti. 

2018-04-29 16.02.00

Freyja varð í 5.-8. sæti með 3 vinninga, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir stóð sig afar vel og hlaut 2½ vinning og varð í 9. sæti, Anna Katarina Thoroddsen og Iðunn Helgadóttir hlut 2 vinninga, Guðrún Fanney Briem, sem var yngst keppenda, aðeins 8 ára, fékk 1 vinning og varð fimmtánda. Soffía Arndís Berndsen varð sextánda. 

2018-04-29 16.01.12

Aðbúnaður á Hótel Borgarnesi var allur til fyrirmyndar. Herbergi, öll þjónusta og maturinn til mikillar fyrirmyndar. Þegar er farið að huga að því að halda Norðurlandamótið í skólaskák þar á næsta ári. 

Skákstjóri var Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Björn Ívar Karlsson var útsendingastjóri og Gunnar Björnsson var mótsstjóri. Þjálfun krakkanna á staðnum skptu á milli sín Davíð Ólafsson, Helgi Ólafsson og Björn Ívar. 

Fleiri myndir væntanlegar!

 

 


Íslensku stúlkurnar í toppbaráttunni í tveimur flokkum

2018-04-29 16.02.00

Fjórða og næstsíðasta umferð á NM stúlkna fór fram í morgun. Íslensku stúlkurnar eru í toppbaráttunni í tveimur flokkum. Annars vegar í b-flokki (u16) þar sem Nansý Davíðsdóttir er í 2.-6. sæti og hins vegar í c-flokki (u13) þar sem Batel Goitom Haile og Freyja Birkisdóttir eru í 2.-5. sæti. Góð úrslit í lokaumferðinni hjá þessum þremur gætu þýtt verðlaunasæti og mögulega gull en þá þarf ýmislegt að falla með þeim á öðrum borðum. 

A-flokkur (u20)

Veronika Steinunn Magnúsdóttir tapaði fyrir Hönnu Kyrkjbo. Veró er í sjötta sæti með 1,5 vinninga.

B-flokkur (u16)

Nansý Davíðsdóttir gerði jafntefli við Nienke Van Den Brink. Nansý er í 2.-6. sæti (2. sæti á stigum) með 2,5 vinninga. Van Den Brink þessi er efst með 3,5 vinninga. Nansý hefur veika von um gulli en þá þarf hún að vinna og Nienke að tapa.

C-flokkur (u13)

Á ýmsu gekk í c-flokki þar sem sjö íslenskur stúlkur taka þátt. Freyja Birkisdóttir vann Anna Katarinu Thoroddsen þar sem hin síðarnefnda hafði mjög vænlega stöðu. Batel Goitom Haile lagði Ylfu Ýr Welding Hákonardóttur að velli. Guðrún Fannney Briem vann sínu fyrstu skák.

Batel og Freyja hafa 3 vinninga og eru í 2.-5. sæti. Batel í 2.-.3. sæti eftir stigaútreikning og Freyja í því fimmta. Efst er hins vegar hin sænska Linnea Johansson-Ohmann með 3,5 vinninga. Sigur hjá Batel og Freyju getur tryggt þeim skipt efsta sæti. 

Batel teflir við hina sænsku Ölvu Ling Tran en Freyja teflir við norska stúlku Inneu Garberg Tryggestad.

Anna Katarin og Ylfa Ýr hafa 2 vinninga, Guðrún Fanney og Iðunn hafa 1 vinning. 

Lokaumferðin hefst kl. 16 og er rafmögnuð spenna í loftinu. 

Allar skákir umferðarinnar verða í beinni!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8779112

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband