Leita í fréttum mbl.is

Nansý Norđurlandameistari - Batel međ silfur og Veró međ brons!

2018-04-29 21.10.08

Spennan í lokaumferđ Norđurlandamóts stúlkna var magnţrungin og réđust úrslitin ekki fyrr á síđustu mínútunum mótsins. Nansý Davíđsdóttir varđ Norđurlandameistari stúlkna eftir ćsilega baráttu ţar sem skákklukkan skipti sköpum. Batel Goitom Haile vann einnig í lokaferđinni og varđ í skiptu efsta sćti en fékk silfriđ eftir stigaútreikning. Verónika Steinunn Magnúsdóttir hlaut bronsiđ í a-flokki.

A-flokkur (u20)

31680974_10217078977072871_1684229832663105536_n

Verónika Steinunn Magnúsdóttir tefldi ćsilega skák gegn hinni sćnsku Louise Westin. Svo fór ađ Veró hafđi sigur eftir spennandi skák. Verónika endađi í 3.-6. sćti en hlaut bronsiđ eftir stigaútreikning.

Góđur endir á farsćlum ferli Veró á Norđurlandamóti stúlkna en ţetta er hennar síđasta Norđurlandamót.

Hin norska Hanna Kyrkjbo vann öruggan sigur í flokknum en hún hlaut 4 vinninga.

B-flokkur (u16)

31674320_10217078977272876_9112182665070510080_n

Spennan í b-flokki var mikil fyrir lokaumferđin. Hin danska Nienke Van Den Brink var efst fyrir umferđina međ 3˝ vinning. Nansý Davíđsdóttir var í skiptu öđru sćti ásamt 5 öđrum skákkonum međ 2˝ vinning. Nansý varđ ađ vinna og treysta á tap hinnar dönsku til ađ hafa möguleika á gullinu, 

Nansý vann hina sćnsku Kajsu Nilsson örugglega og ljóst ađ hún vćri í verđlaunasćti. Hin danska tefldi hins vegar eina lengstu skák umferđarinnar og hafđi mjög lengi stefnt í jafntefli. Van Den Brink gleymdi sér hins hins vegar í augnablik og féll á tíma í jafnteflisstöđu. Ţar međ urđu fimm efstar og jafnar međ 3˝ vinning.

Gulliđ varđ Nansýar sem tefldi viđ áberandi sterkustu andstćđingana en keppninautarnir. Tefldi viđ allar hinar sem fengu 3˝ vinning.

Frábćr árangur hjá Nansý. Lokaár Nansýar í b-flokki og ekki slćmur endi! A-flokkur tekur viđ ađ ári. 

C-flokkur (u13)

31674344_10217078978232900_9048232839711031296_n

Ísland átti sjö fulltrúa í c-flokki og hefđi hćglega veriđ hćgt ađ senda fleiri ef ţađ hefđi mátt! Lúxus-vandamál ţar á ferđinni. 

Freyja Birkisdóttir og Batel Goitom Haile voru í 2.-5. sćti fyrir lokaumferđina. Líklegt var ađ sigur gćfi verđlaunasćti og jafnvel möguleika á gulli. Freyja náđi sér ekki strik á lokaumferđinni og tapađi.

Batel vann hins vegar sigur á hinni ungu og efnilegu Ölvu Ling Tran í ćsilegri skák sem klárađist rétt í lokin. Batel kom ţar međ jöfn í mark og hin norska Amelia Nordquelle. Skákstjórarnir voru spenntir ţegar lokastađan var skođuđ en í ljós kom ađ sú norska hafđi nauman sigur á mótinu eftir stigaútreikning. Hefđi teflt viđ eilítiđ betri andstćđinga. Engu ađ síđur frábćr árangur hjá Batel. Hennar fyrsti verđlaunapeningur á Norđurlandamóti. 

2018-04-29 16.02.00

Freyja varđ í 5.-8. sćti međ 3 vinninga, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir stóđ sig afar vel og hlaut 2˝ vinning og varđ í 9. sćti, Anna Katarina Thoroddsen og Iđunn Helgadóttir hlut 2 vinninga, Guđrún Fanney Briem, sem var yngst keppenda, ađeins 8 ára, fékk 1 vinning og varđ fimmtánda. Soffía Arndís Berndsen varđ sextánda. 

2018-04-29 16.01.12

Ađbúnađur á Hótel Borgarnesi var allur til fyrirmyndar. Herbergi, öll ţjónusta og maturinn til mikillar fyrirmyndar. Ţegar er fariđ ađ huga ađ ţví ađ halda Norđurlandamótiđ í skólaskák ţar á nćsta ári. 

Skákstjóri var Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Björn Ívar Karlsson var útsendingastjóri og Gunnar Björnsson var mótsstjóri. Ţjálfun krakkanna á stađnum skptu á milli sín Davíđ Ólafsson, Helgi Ólafsson og Björn Ívar. 

Fleiri myndir vćntanlegar!

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (6.7.): 1
 • Sl. sólarhring: 43
 • Sl. viku: 238
 • Frá upphafi: 8705058

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 165
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband