Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákir 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga

Skákir annarrar deildar fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga eru nú ađgengilegur. Ţađ var Dađi Ómarsson sem sló ţćr inn. Ţćr má nálgast sem viđhengi međ ţessari fćrslu.


EM landsliđa: Umferđ dagins - Ungverjar hvíla Leko

russian-teams-with-grischuk

Fyrsta umferđ Evrópumóts landsliđa hefst núna kl. 12 í dag. Andstćđingar dagsins eru ekkert slor en ţađ eru Ungverjar sem hafa á skipa sjöundu sterkstu sveit mótsins međ međalstigin 2683 skákstig. Til samanburđar eru međalstig íslenska liđsins 2527 skákstig  og íslenska liđinu rađađ nr. 27. Ungverjar hvíla fyrsta borđs manninn Peter Leko (2679) sem í sjálfu sér ţarf ekki ađ koma á óvart. 

Rússarnir (sjá mynd) hafa titil ađ verja í báđum flokkum. 

Viđureign dagsins

Clipboard03


Ísland hefur einu sinni áđur mćtt Ungverjalandi á ţessu móti. Ţađ var áriđ 2007 ţegar keppnin fór fram á sama stađ. Ţá tapađist viđureignin afar naumlega 1˝-2˝. Hannnes Hlífar, Héđinn og Henrik Danielsen gerđu jafntefli en Stefán Kristjánsson tapađi. Hannes gerđi jafntefli viđ Almasi á fyrsta borđi en ţeir mćtast nú á ţriđja borđi. Berkes var ţá varamađur en ţeir tveir eru ţeir einu sem enn eru í ungverska liđinu. 

Umferđin hefst núna kl. 12. Frá og morgundeginum hefjast umferđir kl. 13.


Símon og Andri Freyr töpuđu í gćr

471_Simon_Thorhallsson-240x300

Í gćr hófst alţjóđlegt unglingamót í Uppsölum í Svíţjóđ. Ísland á ţá tvo fulltrúa, Akureyringana Símon Ţórhallsson (2027) og Andra Freyr Björgvinsson (1937). Báđir töpuđu ţeir í gćr fyrir stigahćrri andstćđingum.

Tvćr umferđir eru tefldar í dag og er sú fyrri í gangi núna.

 


EM landsliđa hefst á morgun - Ungverjar í fyrstu umferđ

22780285_10155994531193291_812049519285056188_n

EM landsliđa var sett í dag á grísku eyjunni Krít. Íslenska liđiđ hélt snemma af stađ (rúta kl. 4:30 frá BSÍ) og stefnan tekin á Brussel međ Icelandair. Ţađan var svo flogiđ til Krítar og lenti íslenski hópurinn um 19:30 á stađartíma á Krít. Héđinn ferđađist ekki međ hópnum í dag. Hann kom á skákstađ í fyrradag. 

Teflt er á hótelinu Crete Maris. Sami skákstađur og sama mót fór fram á áriđ 2007. Ţá gekk íslenska liđinu framúrskarandi vel en íslenska liđiđ lenti ţá í 20 sćti - ellefu sćtum ofan en liđinu var rađađ fyrirfram  međ um 50% vinningshlutfall ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ sterkari sveitir í 8 umferđum af 9. 

Setning mótsins var flott hjá mótshöldurum. Í kjölfar hans fór liđsstjórafundur. Hann var fjörugur en átök voru um hvort ađ liđsstjórar mćttu yfirgefa mótsstađ eftir ađ umferđ hćfist. Bent var á liđsstjórar hefđu litlu hlutverki ađ gegna í upphafi umferđar - en ekki má semja um jafntefli fyrr eftir 30 leiki. Byrjun umferđar vćri stundum eini tíminn fyrir ţá til ađ endurhlađa batteríin - en margir liđsstjóraanna eru jafnframt ţjálfarar liđanna. Eftir smá japl, jamm og fuđur var ţađ niđurstađan ađ liđsstjórar hefđu frjálsar hendur til 17 (umferđin hefst kl. 15). Eftir ţann tíma geta ţeir ekki komiđ og fariđ af skákstađ. 

Andstćđingar morgundagsins verđa Ungverjar eins og viđ höfđum reynt eiginlega reiknađ út. Borđaröđ ţeirra kemur nokkuđ á óvart. Stigalćgsti mađurinn (Viktor Erdos) er á öđru borđi og sá stigahćsti (Zoltan Almasi) settur á 4. borđ.

 

Clipboard02

 

Hvern ţeir hvíla er erfitt ađ spá í. Viđ Ingvar hittum í kvöld Richard Rapport. Ég spurđi auđvitađ "Will you play tomorrow?". Hann horfđi á mig mjög undrandi í 2-3 sekúndur áđur en hann fattađi tilgang spurningarinnar. Labbađi svo í burtu skellihlćjandi án ţess ađ svara henni.

Umferđ morgundagsins hefst kl. 12 ađ íslenskum tíma. Liđsskipan liđanna liggur fyrir um kl. 7. Ađfaranótt sunnudeginum er tekinn upp vetrartími í Grikklandi. Frá og međ annarri umferđ hefjast umferđir kl. 13 ađ íslenskum tíma. 

22814328_10155996170838291_4869135406749535744_n

Viđ Ingvar verđum međ reglulega pistla héđan. Fiona Steil-Antoni er einn starfsmanna mótsins og verđur međ viđtöl sem hćgt verđur á finna á heimasíđu mótsins. 

Nóg í bili

Gunnar Björnsson


Fjölmenn Bikarsyrpa hafin

20171027_174611-620x330

Ţriđja mót Bikarsyrpu TR, og hiđ síđasta á líđandi ári, hófst í dag ţegar flautađ var til leiks í Skákhöll TR. Viđ tók rafmögnuđ spenna ţegar hin efnilegu ungmenni hófu baráttur sínar  á borđunum köflóttu, en alls tekur á fjórđa tug keppenda ţátt í móti helgarinnar sem er mesta ţátttaka um allnokkurt skeiđ. Bikarsyrpan hefur undafarin ár skipađ sér fastan sess í skáklífinu og er langstćrstur hluti hinna ungu skákdrengja- og stúlkna orđinn margreyndur sem gerir ţađ ađ verkum ađ allt mótahald rennur ljúflega í gegn yfir skemmtilegar og viđburđaríkar helgar.

Strax í fyrstu umferđ mátti sjá margar spennandi viđureignir ţrátt fyrir ađ styrkleikamunur keppenda í milli sé nokkur í upphafi móts. Almennt fór ţó svo ađ hinn stigahćrri lagđi ţann stigalćgri en ţó má nefna ađ Ásthildur Helgadóttir gerđi jafntefli viđ Árna Ólafsson (1273) eftir ađ hafa pattađ andstćđing sinn međ gjörunna stöđu á borđinu. Ásthildur hefur ekki langt ađ sćkja skákhćfileikana en fađir hennar er stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson.

Hún var löng og dramatísk baráttan á milli Óttars og Bjarts sem sitja hér ađ tafli međ allan TR salinn fyrir sig. Benedikt fylgist spenntur međ.

Ţađ gengur á ýmsu á skákborđunum í mótum Bikarsyrpunnar og eftir góđan nćtursvefn mćtum viđ fersk á laugardagsmorgun kl. 10 ţegar önnur umferđ hefst. Viđ hvetjum áhorfendur til ađ mćta og upplifa spennuna beint í ćđ, og svo er ekki verra ađ fá sér ilmandi nýtt TR-kaffi međ.

Nánar á heimasíđu TR


Haukur Sveinsson fallinn frá

Haukur Sveinsson - Minningarmyndasyrpa - ese

Einn af öđrum falla ţeir í valinn hinir eldri skákmenn og valinkunnu meistarar fyrri tíđar. Minnisstćđir karlar og ástríđuskákmenn sem teflt hafa sér til ánćgju, yndisauka og ekki hvađ síst til afţreyingar langt fram á efri ár. 

Haukur var einn af stofnendum Riddararans, skákklúbbs eldri borgara fyrir 20 árum og heiđursriddari í okkar hópi. Síđan ţá eru 13 félagar horfnir á braut yfir móđuna miklu sem sár eftirsjón er af.  Ţó yngri öldungar hafi fyllt hin stóru skörđ er söknuđurinn og andi ţeirra ávallt til stađar. Haukur afar virkur, öflugur og litríkur skákmeistari á 6. og 7. áratug liđinnar aldar. Hafnarfjarđarmeistari. Tefldi í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands 1959-61 og fjölmörgum Meistaramótum TR á sínum tíma. 

Hann var af mikilli skákćtt og hóf ungir ađ tefla fyrir vestan. Sveinn fađir hans var kunnur skákdćmahöfundur og synir hans hafa einnig getiđ sér gott orđ í skákinni. Sveinn Rúnar Íslandsmeistari unglinga áriđ 1962 og Óttar Felix sigurvegari í opnum flokki á Skákţingi Íslands 1979, síđar formađur TR og varaforseti SÍ.

Gömul mynd

Póstfulltrúi ađ ćvistarfi og tefldi fyrir Póststofuna í Reykjavík á fyrstu árum Stofnanakeppninnar. Kom ađ stimplun frímerkjaumslaga af mikilli natni og vandvirkni ţá er „Einvígi aldarinnar“ milli Bobby Fischers og Boris Spasskys var háđ í Laugardalshöll.Viđ skákfélagarnir í Riddaranum, Gallerý Skák og KR minnumst hins glađlynda og háttprúđa hćglćtismanns, skákmeistara í fremstu röđ á sinni tíđ, af virđingu og ţökk fyrir átaldar ánćgjustundir á hvítum reitum og svörtum um langt árabil.

Útför Hauks Sveinssonar fer fram í dag frá Hafnarfjarđarkirkju og hefst kl. 15

Einar S. Einarsson 


Bikarsyrpa TR hefst í dag

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 27. október og stendur til sunnudagsins 29. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 27. október kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 28. október kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 28. október kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 28. október kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 29. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 29. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 29. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


Skákfélag Akureyrar međ fjórar sveitir á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti mótsins fór fram í Reykjavík um síđustu helgi, 19-22. október. Ađ ţessu sinni tefldi Skákfélagiđ fram tveimur sveitum í fyrstu deild, a- og b-sveit. Árangur beggja sveita var í góđu međallagi; a-sveitin er í 4-5. sćti eftir fimm umferđir af níu og á alla möguleika á ađ blanda sér í baráttuna um bronsverđlaunin. B-sveitin, sem margir spáđu falli, er í áttunda sćti af tíu. Sveitin er í fallbaráttu, en réttu megin viđ strikiđ eins og er og á eftir mikilvćgar viđureignir viđ neđstu sveitirnar. Víkingaklúbburinn er langefstur eftir fyrri hlutann og virđist fátt geta komiđ í veg fyrir sigur ţeirra. 

 

Svona hefst pistill Áskels Arnar Kárasonar, formanns Skákfélags Akureyrar, um ţátttöku Akureyringa á Íslandsmóti skákfélaga.

Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu SA


Alexander Oliver efstur í U-2000 mótinu

20171025_193323-1024x576

Alexander Oliver Mai (1875) er einn efstur međ fullt hús vinninga ţegar ţremur umferđum er lokiđ í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Alexander, sem hefur veriđ á feykilegri siglingu ađ undanförnu, hafđi betur í ţriđju umferđinni gegn Kristjáni Geirssyni (1556) ţar sem hann saumađi jafnt og ţétt ađ ţeim síđarnefnda međ svörtu mönnunum eftir ađ hafa stillt upp hinni sívinsćlu Sikileyjarvörn.

Sjö keppendur koma nćstir međ 2,5 vinning en jafnteflum fjölgađi snarlega í gćrkveld enda stigamunur keppenda í milli orđinn minni en í upphafi móts. Á efsta borđi gerđu Stephan Briem (1895) og Jóhann Arnar Finnsson (1732) jafntefli í tíđindalítilli viđureign og ţá urđu sömu úrslit á ţriđja borđi hjá Agnari Darra Lárussyni (1750) og Ólafi Guđmarssyni (1724) í tvísýnni baráttu. Međ drottningu og hrók gegn tveimur hrókum og biskupi Agnars reyndi Ólafur hvađ hann gat til ađ knýja fram sigur en menn Agnars stóđu vel og voru vopnin ađ lokum slíđruđ ţegar hvor keppandi hafđi látiđ hrók af hendi. Lítiđ var um óvćnt úrslit en ţó ber ađ geta góđs sigurs Björgvins Kristbergssonar (1054) gegn Ármanni Péturssyni (1270) ţar sem Björgvin stýrđi svarta hernum fram til sóknar eins og honum einum er lagiđ.

Fjórđa umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst, eins og alţjóđ veit, kl. 19.30. Ţá fer ađ hitna verulega í kolunum en á efsta borđi verđur svakaleg viđureign á milli Alexanders og Stephans. U-2000 meistarinn, Haraldur Baldursson (1935), kemur ferskur inn eftir hvíld í síđustu umferđ og stýrir hvítu gegn Agnari Darra á öđru borđi og ţá mćtast Jóhann Arnar og Páll Andrason (1805) á ţví ţriđja. Úrslit, stöđu og skákir mótsins má ađ vanda finna á Chess-Results, en ţađ er Dađi Ómarsson sem slćr inn skákirnar hratt og örugglega.

Nánanar á heimasíđu TR.


Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga – Pistlar frá TR

Taflfélag Reykjavíkur átti viđ ramman reip ađ draga í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla síđastliđna helgi. Nokkra sterka skákmenn vantađi og hafđi ţađ nokkur áhrif á öll liđin. Hiđ jákvćđa var ţó ađ nokkrir ungir menn hlutu eldskírn sína međ A-liđi TR. Ţađ voru ţeir Hilmir Freyr Heimisson, sem er nýjasti Candidate meistari Íslands, Bárđur Örn Birkisson, auk ţess sem  Björn Hólm Birkisson tefldi tvćr skákir međ A-liđinu. Af ţeim stóđ Bárđur sig best, en hann fékk fjóra vinninga af fimm, harla gott í efstu deild! Í náinni framtíđ verđa ţeir eflaust lykilmenn í sterku liđi félagsins í fyrstu deild.

Svona hefst pistill Gauta Pál Jónssonar um árangur TR í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga. Pistilinn í heild sinni má finna á heimasíđu TR. 

Sigurlaug R. Friđţjósdóttir skrifar einnig pistil um árangur unglingasveita TR. Í honum segir međal annars: 

Í fjórđu deild tefldi Taflfélag Reykjavík fram tveimur barnasveitum, TR unglingasveit A og TR unglingasveit B. Sveitirnar voru skipađar áhugasömustu og virkustu skákkrökkum félagsins, stelpum og strákum, sem hafa hvađ mest sótt skákćfingar TR undanfarin misseri. Alls tefldu 18 börn í ţessum tveimur liđum, 7 stelpur og 11 strákar. Svo mikill var áhuginn ađ ţađ munađi litlu ađ C- sveit liti dagsins ljós. En ákveđiđ var ţó ađ hafa sveitirnar frekar tvćr og hafa varamenn til taks, ţví reynslan sýnir ađ alltaf geta komiđ upp óvćnt forföll, jafnvel međ stuttum fyrirvara á mótsdegi.

Pistil Sigurlaugar má nálgast í heild sinni hér


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 8778818

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband