Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Unglingameistaramóti Íslands (u22) frestađ

Unglingameistaramóti Íslands (u22) sem átti ađ hefjast á morgun hefur veriđ frestađ vegna ţátttökuleysis. 


Vinaskákfélagiđ er međ 3 sveitir á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélaga var haldiđ í Rimaskóla núna í ár og var Vinaskákfélagiđ međ 3 sveitir á mótinu. Núna var fyrri hluti keppninnar frá 19 – 22 október. (Ţađ var ađeins 1. Deild sem tefldi á fimmtudaginn 19 okt., ađrar sveitir byrjuđu tafliđ föstudaginn 20 október). Seinni hluti verđur svo teflt 1 – 3 mars 2018.

Tefldi A sveitin í 2 deild, B sveitin í 3 deild og C sveitin í 4 deild. Undirbúningur hófst formlega 1 október, ţegar varaforseti félagsins Hörđur Jónasson startađi könnun á facebook síđu félagsins. Liđstjórar voru kosnir á stjórnarfundi snemma sumars og eru ţeir ţessir:

Fyrir A sveitina: Róbert Lagerman og Ingi Tandri Traustason

Fyrir B sveitina: Hörđur Jónasson

Fyrir C sveitina: Héđinn Briem.

Utanumhald í tölvu og tölfrćđi upplýsingar hélt Hörđur Jónasson, bćđi á undirbúningstímanum og á međan mótiđ var.

Svona hefst pistill Harđar Jónassonar, varaforseta Vinskákfélagsins um fyrra hluta Íslandsmót skákfélaga. Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu félagsins.


Pistill ritstjóra um Íslandsmót skákfélaga

Pistil um fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga er ađgengilegur. Borinn er saman stađa liđanna og spá ritstjóra.

Pistilinn má nálgast hér


Framsýnarmótiđ hefst 3. nóvember á Húsavík

Framsýnarmótiđ í skák 2017 verđur haldiđ í Framsýnarsalnum ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík helgina 3.-5. nóvember nk. Tefldar verđa 7 umferđir alls. Fyrstu fjórar međ atksákartímamörkum (25 mín á mann) en ţrjár síđustu skákirnar međ 90 mín + 30 sek/leik.

Ţátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá.

  • Framsýnarhúsiđ á Húsavík

    Föstudagur 3. nóvember kl 20:00 1. umferđ

  • Föstudagur 3. nóvember kl 21:00 2. umferđ
  • Föstudagur 3. nóvember kl 22:00 3. umferđ
  • Föstudagur 3. nóvember kl 23:00 4. umferđ
  • Laugardagur 4. nóvember kl 11:00 5. umferđ
  • Laugardagur 4. nóvember kl 17:00 6. umferđ
  • Sunnudagur 5. nóvember kl  11:00 7. umferđ

Mótiđ verđur reiknađ til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.

Keppendum verđur heimillt ađ taka bye (sjálfvalda yfirsetu) í tveimur umferđum og fá fyrir ţađ hálfan vinning. Ţađ verđur ţó ekki heimilt í fyrstu umferđ né ţeirri síđustu. Tilkynna verđur skákstjóra um yfirsetu áđur en parađ er í viđkomandi umferđ.

Verđlaun.

Veittir verđa eignarbikarar í verđlaun handa ţremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir ţrjá efstu utanfélagsmenn. Einnig verđa sérstök verđlaun veitt fyrir ţrjá efstu í flokki 16 ára og yngri. Ţađ er stéttarfélagiđ Framsýn í Ţingeyjarsýslu sem gefur verđlaun á mótinu. Veitingar á mótsstađ verđa í bođi Framsýnar stéttarfélags.

Fyrirtćkiđ Eflir almannatengsl, hefur ákveđiđ ađ veita sérstök verđlaun á Framsýnarmótinu 2017 fyrir mestu stigabćtinguna.

Skákstjóri verđur Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Skráning.

Vćntanlegir keppendur geta skráđ sig til leiks á ţar til gerđu skráningarformi sem er hér og einnig á skák.is Hćgt verđur ađ skrá sig til keppni fram til kl 19:30 á föstudag, eđa 30 mín áđur en mótiđ hefst. Hćgt verđur einnig ađ skrá sig í mótiđ á mótsstađ til kl 19:55 föstudaginn 3. nóvember.

 

Frískir Fjölnismenn í 1. og 3. deild - pistill Helga Árnasonar formanns

Skákdeild Fjölnis eflist međ hverju ári, en deildin var stofnuđ áriđ 2004 og kom sér upp í 1. deild á ţremur árum. Ţar hefur A sveitin átt fast sćti frá árinu 2007 ef frá er taliđ eitt ár í 2. deild. Deildin hefur haldiđ vel utan um sína skákmenn og notiđ ţess ađ ţurfa lítiđ sem ekkert ađ skipta inn á í A sveit. Metnađur ţeirra 8 - 9 sem sveitina skipa liggur í ţví ađ fá ađ tefla allar umferđirnar. A sveitin var nýkomin úr velheppnađri Tyrklandsferđ ţar sem liđ á vegum Umf. Fjölnis var ađ taka ţátt í 1. sinn á Evrópumóti. Evrópumótiđ fór fram í Antalya í Tyrklandi. Ţađ var ekki ađ sjá neina ferđa-eđa keppnisţreytu í mannskapnum heldur ţvert á móti baráttugleđi og góđ úrslit. Fjölnismenn unnu ţrjár viđureignir í 1. deild, gerđur eitt jafntefli og töpuđu einni viđureign. Sveitin hefur 3. vinninga forskot á nćstu sveit sem er A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Víkingasveitin leiđir í 1. deild en ţar eru um borđ 6 stórmeistarar innlendir og erlendir. Sveit Hugins er í 2. sćti. Fjölnismenn stefna ađ sjálfsögđu ađ ţví ađ halda dampi í síđari hluta mótsins, standa vel ađ vígi varđandi ađ verja 3. sćtiđ. Fjölnisskákmenn eiga eftir ađ tefla viđ Ofur-Víkingana en hinar viđureignirnar ţrjár eru gegn skáksveitum í neđri hluta 1. deildar. Stigahćsti skákmađur Íslands Héđinn Steingrímsson stóđ sig best allra og fékk 3,5 vinninga af 4 á 1. borđi. Nýliđinn og eini erlendi skákmađur Fjölnismanna í ţessum fyrri hluta, Daninn Jesper Thybo, Evrópumeistari U18, stóđ líka fyrir sínu og hlaut 3,5 vinninga eins og Héđinn en tefldi einni skák meira. Ađrir liđsmenn eru Dagur Ragnarsson (2), Oliver Aron Jóhannesson (3,5) og Jón Trausti Harđarson (2,5), allir fv. nemendur Rimaskóla, Davíđ Kjartansson (3) hetja frá EM, Sigurbjörn Björnsson (2,5), Jón Árni Halldórsson (2) og hinn taplausi Tómas Björnsson (1,5/2) sem tefldi líka í 3. deild og ađ sjálfsögđu kom hann taplaus ţar úr ţremur skákum.

B sveit Fjölnis sem teflir í 3. deild virđist ćtla ađ endurheimta sćti sitt í 2. deild. Sveitin kom taplaus frá fyrri hluta mótsins, vann tvćr viđureignir og gerđi tvö jafntefli. Í sveitinni eru 5 ungir og uppaldir skákmenn úr Fjölni ásamt traustum og reynslumiklum skákmönnum, ţeim Tómasi Björnssyni, Erlingi Ţorsteinssyni og Sveinbirni Jónssyni sem ađ ţessu sinni tefldi í öllum umferđum og hlaut 75% árangur. Sveinbjörn hefur lítiđ teflt međ Fjölnismönnum sl. ár vegna vinnu en reyndist B sveitinni góđur liđsauki ađ ţessu sinni. Ţau Dagur Andri Friđgeirsson og landsliđskonan Hrund Hauksdóttir tefldu bćđi tvćr skákir og skiluđu 100% árangri. Efnileg, jöfn og skemmtileg skáksveit ţarna á ferđinni.

Loks ber ađ geta ţess ađ Skákdeild Fjölnis sendi ungmennasveit til leiks í 4. deild. Ţarna eru á ferđinni nemendur í 5. - 8. bekk Rimaskóla og Foldaskóla sem eru ákaflega áhugasamir viđ ćfingar innan deildarinnar. Ţađ háđi sveitinni nokkuđ ađ ţrír skákmenn í ţeirra röđum lentu í svćsinni ćlupest og gátu ekki teflt eins mikiđ og ţeir vildu. Einn ţeirra var 1. borđs mađur sveitarinnar, Joshua Davíđsson, sem tefldi afar vel í 1. umferđ og landađi glćsilegum sigri en síđan ekki söguna meir.

Ţađ er mikil tilhlökkun međal Fjölnismanna ađ takast á viđ síđari hluta mótsins, A sveitar ađ halda 3. sćtinu og B sveitar ađ koma sér ađ nýju upp í 2. deild. Barna-og unglingastarfiđ i rúman áratug er ađ skila sér ef marka má skáksveitirnar ţrjár sem taka ţátt í Íslandsmótinu og framtíđin er sannarlega björt í Grafarvogshverfi innan skákdeildar Fjölnis.

Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis


Bikarsyrpa TR fer fram á föstudaginn

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 27. október og stendur til sunnudagsins 29. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 27. október kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 28. október kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 28. október kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 28. október kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 29. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 29. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 29. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


Evrópukeppni landsliđa hefst á kosningadag - Ísland tekur ţátt í opnum flokki

Euroteam2017-header

Evrópukeppni taflfélaga hefst á laugardaginn sjálfan kosningadaginn. Teflt er grísku eyjunni Krít. Sami keppnisstađur og sama mót var haldiđ á áriđ 2007. Ţá gekk íslenska liđinu afskaplega vel og endađi í 20. sćti. Liđ Íslands er ţađ 27. sterkasta af 39 skráđum liđum (verđa líklega 40) í opnum flokki. 

Liđ Íslands skipa

  1. SM Héđinn Steingrímsson (2576)
  2. SM Hjörvar Steinn Grétarsson (2567)
  3. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2508)
  4. AM Guđmundur Kjartansson (2456)

Liđsstjóri er Ingvar Ţór Jóhannesson. 

Öll Norđurlöndunin taka ţátt ađ Svíum undanskyldum. Íslendingar eru nćststerkastir Norđurlandanna á pappírnum á eftir Norđmönnum. Í kvennaflokki taka ađeins Norđmenn og Finnar ţátt af Norđurlöndunum. 

Flestir sterkustu skákmenn Evrópu taka ţátt en ţó vantar međal annars; Magnús Carlsen, Kramnik, Karjakin og MVL.

Rússar eru međ sterkasta liđiđ á pappírnum ţrátt fyrir ađ marga lykilmenn vanti. Nóg úrvaliđ ţar. Nćstir eru Aserar og ţriđju er Úkraínumenn. 

Ungverjar, Armenar eđa Pólverjar eru líklegir andstćđingar Íslands í fyrstu umferđ. 

 


Norđurljósamótiđ hefst 10. nóvember

REYKJAVIKNORTHERNLIGHTS-LOGO-e1498993682755

Norđurljósamótiđ (Northern Lights Open) hefst 10. nóvember. Skáksamband Íslands stendur sérstaklega fyrir ţessu móti til ađ koma til móts viđ íslenska titilveiđara og ţess vegna er mótiđ ađeins opiđ fyrir skákmenn međ meira en 2100 skákstig.

Nú eru 27 keppendur skráđir til leiks en enn vantar töluvert skráningu íslenskra titilveiđara. Ţátttökugjaldiđ er 39.000 kr. en ákveđiđ hefur veriđ ađ gefa 4.000 kr. afslátt skrái menn sig fyrir vikulokin, ţ.e. eigi síđar en 27. október nk.

Einstakt tćkifćri til ađ ná áfanga og tefla viđ sterka skákmenn í hverri umferđ! Íslenskir skákmenn međ 2100 og meira eru hvattir til ađ skrá sig fyrir vikulokin og fá afslátt!

Um 20% keppenda má vera undir 2100. Ţeim sem ekki ná 2100 skákstigum en vilja vera međ er hvattir til ađ senda póst á mótsstjóra í netfangiđ gunnar@skaksamband.is. Tekin verđur afstađa til umsókna í byrjun nćstu viku. 

Keppendalistann má finna hér.

Heimasíđa mótsins

 


Unglingameistaramót Íslands hefst á föstudaginn

Unglingameistaramót Íslands fer fram dagana 27.-29. október nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér sćti í nćsta landsliđsflokki. Efsti keppandi undir 2100 skákstigum fćr keppnisrétt á Norđurljósamótiđ. 

Dagskrá:

  • 1.-4. umferđ: Föstudagskvöldiđ 27. október. Fyrsta umferđ hefst 19:00.
  • 5. umferđ 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferđ 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferđ 13:00 á sunnudegi. 

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum á bilinu 1995-2001. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt ađ taka ţátt hafi ţeir 1800 stig eđa fleiri, íslensk eđa FIDE-stig, miđađ viđ nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig ţátttökurétt.  

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti verđi menn jafnir ađ vinningum.  

Tímamörk í fyrstu fjórum umferđunum er 20+5 og 90+30 í seinni ţremur. 

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 27. október á Skák.is. Ţátttökugjald er 1.500 kr. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Unglingameistari 2016 varđ Bárđur Örn Birkisson.


Víkingaklúbburinn međ algjöra yfirburđi eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga

Víkingar2

Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í dag í Rimaskóla. Víkingaklúbburinn hefur mikla yfirburđi og hefur 37 vinninga af 40 mögulegum. Sveitin hefur ekki tapađ skák og hefur ađeins leyft sex jafntefli en unniđ 34 skákir! Í dag unnu Víkingar Taflfélag Garđabćjar 7-1.

Frá Íslandsmóti skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn er í öđru öđru sćti međ 31 vinning. Sveitin lagđi Fjölni ađ velli í dag 6˝-1˝ sem verđa ađ teljast góđ úrslit fyrir Hugin. Fjölnismenn eru engu ađ síđur í ţriđja sćti međ 24 vinninga.

Önnur úrslit dagsins urđu ţau ađ Taflfélag Reykjavíkur vann b-sveit Akureyringa 5˝-2˝, A-sveit Akureyringa lagđi Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur ađ velli 6˝-1˝ og b-sveit Hugins sigrađi Skákdeild KR međ sama mun. 

Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Akureyrar eru í 4.-5. sćti međ 21 vinning. Ţađ stefnir í spennandi fallbaráttu en eins og eru Breiđablik&Bolungarvík og KR í fallsćtunum. 

Síđari hluti mótsins fer fram 1.-3. mars 2018. 

Pistill ritstjóra um fyrri hlutann verđur birtur á morgun eđa hinn. 

Öll úrslit umferđar kvöldins má finna á Chess-Results

Stađan

Clipboard01


2. deild

Ţađ virđist flest benda til ţess ađ liđin sem féllu í fyrra endurheimti sćti sín í fyrstu deild en b-sveit TR og Reyknesingar hafa ţegar mjög gott forskot á nćstu sveitir. 

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 18˝ v.
  2. Skákfélag Reykjanesbćjar 18 v.
  3. Skákdeild Hauka 14˝ v.

Skákfélags Selfoss og nágrennis og Taflfélag Reykjavíkur eru í fallsćtunum eftir fyrri hlutann.

Nánar á Chess-Results

3. deild

B-sveit Víkingaklúbbins hefur fullt hús stiga eftir fyrri hlutann. B-sveit Fjölnis er í öđru sćti međ 6 stig.

  1. Víkingaklúbburinn b-sveit 8 stig
  2. Skákdeild Fjölnis b-sveit 6 stig
  3. Skákgengiđ, Skákfélag Sauđárkróks og Skákfélag Siglufjarđar 5 stig.

Taflfélag Vestmannaeyja og d- og e- sveitir Taflfélags Reykjavíkur eru sem stendur í fallsćtunum ţremur. 

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Fjör í fjórđu deildT

aflfélag Akraness sem tekur ţátt í fyrsta skipti í mörg herrans ár er í forystu međ fullt hús stiga. B-sveit Garđabćinga er í öđru sćti og b-sveit Hróka alls fagnađa í ţví ţriđja. 

  1. Taflfélag Akraness 8 stig
  2. Taflfélag Garđabćjar b-sveit 7 stig
  3. Hrókar alls fagnađar b-sveit 6 stig

Úrslit má finna á Chess-Results.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 8778846

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband