Leita í fréttum mbl.is

Frískir Fjölnismenn í 1. og 3. deild - pistill Helga Árnasonar formanns

Skákdeild Fjölnis eflist međ hverju ári, en deildin var stofnuđ áriđ 2004 og kom sér upp í 1. deild á ţremur árum. Ţar hefur A sveitin átt fast sćti frá árinu 2007 ef frá er taliđ eitt ár í 2. deild. Deildin hefur haldiđ vel utan um sína skákmenn og notiđ ţess ađ ţurfa lítiđ sem ekkert ađ skipta inn á í A sveit. Metnađur ţeirra 8 - 9 sem sveitina skipa liggur í ţví ađ fá ađ tefla allar umferđirnar. A sveitin var nýkomin úr velheppnađri Tyrklandsferđ ţar sem liđ á vegum Umf. Fjölnis var ađ taka ţátt í 1. sinn á Evrópumóti. Evrópumótiđ fór fram í Antalya í Tyrklandi. Ţađ var ekki ađ sjá neina ferđa-eđa keppnisţreytu í mannskapnum heldur ţvert á móti baráttugleđi og góđ úrslit. Fjölnismenn unnu ţrjár viđureignir í 1. deild, gerđur eitt jafntefli og töpuđu einni viđureign. Sveitin hefur 3. vinninga forskot á nćstu sveit sem er A sveit Taflfélags Reykjavíkur. Víkingasveitin leiđir í 1. deild en ţar eru um borđ 6 stórmeistarar innlendir og erlendir. Sveit Hugins er í 2. sćti. Fjölnismenn stefna ađ sjálfsögđu ađ ţví ađ halda dampi í síđari hluta mótsins, standa vel ađ vígi varđandi ađ verja 3. sćtiđ. Fjölnisskákmenn eiga eftir ađ tefla viđ Ofur-Víkingana en hinar viđureignirnar ţrjár eru gegn skáksveitum í neđri hluta 1. deildar. Stigahćsti skákmađur Íslands Héđinn Steingrímsson stóđ sig best allra og fékk 3,5 vinninga af 4 á 1. borđi. Nýliđinn og eini erlendi skákmađur Fjölnismanna í ţessum fyrri hluta, Daninn Jesper Thybo, Evrópumeistari U18, stóđ líka fyrir sínu og hlaut 3,5 vinninga eins og Héđinn en tefldi einni skák meira. Ađrir liđsmenn eru Dagur Ragnarsson (2), Oliver Aron Jóhannesson (3,5) og Jón Trausti Harđarson (2,5), allir fv. nemendur Rimaskóla, Davíđ Kjartansson (3) hetja frá EM, Sigurbjörn Björnsson (2,5), Jón Árni Halldórsson (2) og hinn taplausi Tómas Björnsson (1,5/2) sem tefldi líka í 3. deild og ađ sjálfsögđu kom hann taplaus ţar úr ţremur skákum.

B sveit Fjölnis sem teflir í 3. deild virđist ćtla ađ endurheimta sćti sitt í 2. deild. Sveitin kom taplaus frá fyrri hluta mótsins, vann tvćr viđureignir og gerđi tvö jafntefli. Í sveitinni eru 5 ungir og uppaldir skákmenn úr Fjölni ásamt traustum og reynslumiklum skákmönnum, ţeim Tómasi Björnssyni, Erlingi Ţorsteinssyni og Sveinbirni Jónssyni sem ađ ţessu sinni tefldi í öllum umferđum og hlaut 75% árangur. Sveinbjörn hefur lítiđ teflt međ Fjölnismönnum sl. ár vegna vinnu en reyndist B sveitinni góđur liđsauki ađ ţessu sinni. Ţau Dagur Andri Friđgeirsson og landsliđskonan Hrund Hauksdóttir tefldu bćđi tvćr skákir og skiluđu 100% árangri. Efnileg, jöfn og skemmtileg skáksveit ţarna á ferđinni.

Loks ber ađ geta ţess ađ Skákdeild Fjölnis sendi ungmennasveit til leiks í 4. deild. Ţarna eru á ferđinni nemendur í 5. - 8. bekk Rimaskóla og Foldaskóla sem eru ákaflega áhugasamir viđ ćfingar innan deildarinnar. Ţađ háđi sveitinni nokkuđ ađ ţrír skákmenn í ţeirra röđum lentu í svćsinni ćlupest og gátu ekki teflt eins mikiđ og ţeir vildu. Einn ţeirra var 1. borđs mađur sveitarinnar, Joshua Davíđsson, sem tefldi afar vel í 1. umferđ og landađi glćsilegum sigri en síđan ekki söguna meir.

Ţađ er mikil tilhlökkun međal Fjölnismanna ađ takast á viđ síđari hluta mótsins, A sveitar ađ halda 3. sćtinu og B sveitar ađ koma sér ađ nýju upp í 2. deild. Barna-og unglingastarfiđ i rúman áratug er ađ skila sér ef marka má skáksveitirnar ţrjár sem taka ţátt í Íslandsmótinu og framtíđin er sannarlega björt í Grafarvogshverfi innan skákdeildar Fjölnis.

Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8765637

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband