Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađkvöld Hugins í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 7. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Birkir Ísak Íslandsmeistari í skólaskák - aukakeppni í yngri flokki

Birkir Ísak Jóhannsson (1957) sigrađi í eldri flokki Landsmótsins í skólaskák fram fór um helgina í húsnćđi Skáksambandsins. Fjórir keppendur urđu jafnir og efstir í yngri flokki og ţurfa ađ heyja aukakeppni sem fram fór fljótlega. 

Eldri flokkur

Birkir Ísak Jóhannsson sigrađi í eldri flokki. Stephan Briem urđu í 2.-3. sćti. 

Lokastađan á Chess-Results

Yngri flokkur

Róbert Luu (1687), Örn Alexandersson (1463), Gunnar Erik Guđmundsson (1571) og Stefán Orri Davíđsson (1414) urđu efstir og jafnir međ 5 vinninga eftir ótrúlega jafnan og spennandi flokk. Aukakeppni verđur haldin fljótlega. 

Lokastađan á Chess-Results

Nánari frétt vćntanleg á morgun. 

 


Birkar Ísak efstur í eldri flokki - fimm keppendur efstir og jafnir í ţeim yngri

31944233_10156453866421180_7163907936790511616_n

Fimmta og sjötta umferđ Landsmótsins í skólaskák fóru fram í gćr. Spennan er gríđarleg í yngri flokki en ţar eru fimm keppendur efstir og jafnir og flest stefnir í aukakeppni. Birkir Ísak Jóhannsson (1957) stendur vel ađ vígi í eldri flokki. Í gćr fóru krakkarnir í Keiluhöllina í bođi Skáksambandsins og spiluđu keilu og borđuđu pizzu!

Eldri flokkur

Birkir Ísak Jóhannsson er efstur í eldri flokki međ 5,5 vinninga. Honum dugar jafntefli í lokaumferđinni til ađ vinna mótiđ. Óskar Víkingur Davíđsson (1962) og Stephan Briem (1915) eru í 2.-3. sćti međ 4,5 vinninga. 

Stađan á Chess-Results

Yngri flokkur

31530890_10156453867426180_5315795457920729088_nStađan í yngri flokki er ótrúleg. Fimm keppendur eru efstir og jafnir međ 4 vinninga. Ţađ eru Gunnar Erik Guđmundsson (1571), Róbert Luu (1687), Örn Alexandersson (1463), Benedikt Briem (1670) og Stefán Orri Davíđsson (1414). 

Verđi tveir eđa fleiri keppendur efstir og jafnir verđur aukakeppni. Ţađ stefnir flest í svo verđi rauinin. Mögulega geta orđiđ 4 keppendur efstir og jafnir međ 5 vinninga.

Stađan á Chess-Results

Sjöunda umferđ hefst kl. 10. 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Áskorandinn hefur alltaf međbyr

GMN12OVCMŢrátt fyrir glćsilegan sigur Fabiano Caruana á áskorendamótinu í Berlín sem lauk í síđasta mánuđi virđast ekki margir hafa trú á ţví ađ honum takist ađ velta Magnús Carlsen heimsmeistara úr sessi í heimsmeistaraeinvígi ţeirra sem hefst í London ţann 9. nóvember nk. Sigur hans á Grenke-mótinu breytir ţar litlu um. Caruana varđ vinningi á undan Carlsen, hlaut 6 ˝ v. af níu mögulegum. Ferill Magnúsar og fyrri skákir hans viđ Caruana eiga sennilega stćrstan ţátt í ţessari vantrú á möguleikum Bandaríkjamannsins.

Sé litiđ til sögu heimsmeistaraeinvíga síđustu 100 árin kemur hinsvegar í ljós ađ „áskorandinn“ virđist oftast hafa međbyr ţegar í stóra slaginn er komiđ. Úrslit fyrri viđureigna sem grundvöllur fyrir spádómi um úrslit hafa reynst óáreiđanlegt viđmiđ.

Emanuel Lasker var heimsmeistari í 27 ár en ţegar hann háđi einvígi sitt viđ Capablanca í Havana á Kúbu áriđ 1921 tapađi hann án ţess ađ vinna eina einustu skák. Capablanca bar höfuđ og herđar yfir helstu andstćđinga sína á nćstu árum og var jafn öruggur og ađrir um sigur í einvíginu viđ Aljékín í Buenos Aires áriđ 1927. Aljékín vann einn óvćntasta sigur skáksögunnar, 6:3 međ 25 jafnteflum. Hann varđi titil sinn gegn óverđugum áskorenda, Efim Bogoljubov, sem gat hinsvegar tryggt nćgt verđlaunafé sem var hlutverk áskorandans á ţessum árum.

Áriđ 1935 var áskorandinn Max Euwe og vann 15˝ : 14˝. Tveim árum síđar tefldu ţeir aftur og Aljékín endurheimti titilinn međ öruggum sigri, 15˝ : 9˝.

Aljékín lést áriđ 1946 og og nýr handhafi krúnunnar var Sovétmađurinn Mikhael Botvinnik. Hann hélt titlinum á jöfnu, 12:12 í einvígi viđ Bronstein áriđ 1951 og einnig gegn Smyslov ţrem árum síđar. En áriđ 1957 varđ Smyslov heimsmeistari međ öruggum sigri, 12˝ : 9˝. Botvinnik nýtti sér réttinn til annars einvígis og endurheimti titilinn áriđ 1958. Á sömu leiđ fór ţegar hann tefldi tvisvar viđ Mikhael Tal sem vann 12˝ : 8˝ áriđ 1960 en tapađi svo ári síđar, 8:13. Ţessi réttur Botvinniks var afnuminn og hann tapađi fyrir Tigran Petrosjan 9˝ : 12˝ áriđ 1963. Hann mćtti Boris Spasskí áriđ 1966 og vann 12˝ : 11˝. Armeninn er ţví einn fárra sem náđ hafa ađ verja heimsmeistaratitilinn. Aftur bankađi Spasskí á dyr ţrem árum síđar og vann, 12˝ : 10˝.

Bobby Fischer vann 12˝ : 8˝ í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík sumariđ 1972. Hann afsalađi sér „FIDE-heimsmeistaratitlinum“ og Anatolí Karpov, sem var krýndur voriđ 1975 varđi titilinn í einvígum viđ Kortsnoj árin 1978 og 1981.

Allir vissu á hvađa ferđ Garrí Kasparov var er hann vann áskorendakeppnina 1983-´84. Fyrsta einvígi hans af fimm gegn Karpov 1984-´84 lauk án niđurstöđu eins og frćgt varđ en ákveđiđ ađ ţeir myndu tefla aftur og Kasparov vann haustiđ 1985 í 24 skáka einvígi, 13:11. Viđureignum hans viđ Karpov var ekki lokiđ; ţeir tefldu í London og Leningrad, í Sevilla á Spáni og loks í New York og Lyon. Kasparov stóđst allar atlögur.

Áriđ 1993 varđ klofningur í skákheiminum og tveir heimsmeistaratitlar í „umferđ“. Ţrettán árum síđar vann Kramnik Topalov í „sameiningareinvígi“ en ári síđar náđi Indverjinn Anand titlinum og vann Topalov og Gelfand á nćstum árum. Svo kom Magnús Carlsen kom til skjalanna. Hann telst sextándi heimsmeistari sögunna

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. apríl 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Birkir Ísak efstur í eldri flokki - Róbert og Gunnar Erik í ţeim yngri

Fimmta og sjötta umferđ Landsmótsins í skólaskák fóru fram í gćr. Spennan er gríđarleg í yngri flokki en ţar eru fimm keppendur efstir og jafnir og flest stefnir í aukakeppni. Birkir Ísak Jóhannsson (1957) stendur vel ađ vígi í eldri flokki. Í gćr fóru krakkarnir í Keiluhöllina í bođi Skáksambandsins og spiluđu keilu og borđuđu pizzu!

Eldri flokkur

Birkir Ísak Jóhannsson er efstur í eldri flokki međ 5,5 vinninga. Honum dugar jafntefli í lokaumferđinni til ađ vinna mótiđ. Óskar Víkingur Davíđsson (1962) og Stephan Briem (1915) eru í 2.-3. sćti međ 4,5 vinninga. 

Stađan á Chess-Results

Yngri flokkur

Stađan í yngri flokki er ótrúleg. Fimm keppendur eru efstir og jafnir međ 4 vinninga. Ţađ eru Gunnar Erik Guđmundsson (1571), Róbert Luu (1687), Örn Alexandersson (1463), Benedikt Briem (1670) og Stefán Orri Davíđsson (1414). 

Verđi tveir eđa fleiri keppendur efstir og jafnir verđur aukakeppni. Ţađ stefnir flest í svo verđi rauinin. Mögulega geta orđiđ 4 keppendur efstir og jafnir međ 5 vinninga.

Stađan á Chess-Results

Sjöunda umferđ hefst kl. 10. 

 


Sigurbjörn Björnsson er skákmeistari öđlinga 2018

20180502_194859-620x330

Fyrir lokaumferđina voru Sigurbjörn og Ţorvarđur efstir og jafnir međ 5,5 vinning og gat enginn af keppendunum náđ ţeim ađ vinningum. Sigurbjörn stýrđi hvítu mönnunum gegn Kristni J. Sigurţórssyni (1744) og ţrátt fyrir mikinn stigamun varđ úr mikil baráttuskák ţar sem Kristinn hafđi í fullu tré viđ Fide-meistarann framan af skák. Svo fór ţó ađ styrkleikamunurinn sagđi til sín og Sigurbjörn sigldi sigrinum í höfn í endatafli sem var hvítu mönnunum ofviđa. Á sama tíma sá Ţorvarđur vart til sólar međ hvítt gegn Lenku sem ţjarmađi hart ađ Öđlingameistaranum 2012 og 2013. Lenka klárađi orrustuna af öryggi og ţví var ljóst ađ Ţorvarđur myndi ekki gera atlögu ađ titlinum ađ ţessu sinni.

Segja má ađ sigurinn hafi veriđ verđskuldađur hjá Sigurbirni sem tefldi heilt yfir af töluverđu öryggi í sínu fyrsta Öđlingamóti og verđur nú 17. skákmađurinn til ađ bera titil Öđlingameistara á ţeim 26 árum sem mótiđ hefur fariđ fram. Alls tóku 37 keppendur ţátt en nokkur stígandi hefur veriđ í mótinu undanfarin ár eftir fćkkun keppenda árin á undan. Keppendum er ţökkuđ ţátttakan og ţá fćr Ţorvarđur sérstakar ţakkir fyrir milligöngu um glćsilegar veigar á lokakvöldinu. Mótahaldinu lýkur formlega nćstkomandi miđvikudagskvöld međ Hrađskákmóti öđlinga ţar sem jafnframt fer fram verđlaunaafhending.

Ađ venju má nálgast öll úrslit ásamt skákunum á Chess-Results en ţađ var Dađi Ómarsson sem sló inn skákirnar hratt og örugglega.

Heimasíđa TR


Óskar sigrađi á hrađkvöldi Hugins

Óskar Víkingur Davíđsson og Vigfús Ó. Vigfússon voru efstir og jafnir međ 8,5v á hrađkvöldi Hugins sem fram fór 30. apríl sl. Ţátttakendur voru sex og tefldu tvöfalda umferđ allir viđ alla. Óskar Víkingur vann innbyrđis viđureign ţeirra međ 1,5v gegn 0,5v en missti niđur hálfan vinning gegn bćđi Hjálmari Sigurvaldasyni og Stefáni Orra Davíđssyni á međan Vigfús vann alla ađra andstćđinga sína. Innbyrđis viđureigning vóg ţungt í stigútreikningnum svo Óskar hlaut fyrsta sćtiđ en Vigfús varđ annar. Ţriđji var svo Hjálmar Sigurvaldason međ 6,5v.

Tölvan sá um dráttinn í happdrćttinu og annađ skiptiđ í röđ kom upp talan 2. Óskar valdi pizzumiđa frá Dominos međan Vigfús hélt sig viđ Saffran. Nćsta hrađkvöld verđur mánudaginn 7. maí.

Lokastađan á hrađkvöldinu í chess-results.


Héđinn sigrađi á alţjóđulegi móti í Flórída

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson sigrađi á alţjóđlegu skákmóti sem fram fór dagana 27.-29. apríl í Flórída í Bandaríkjunum. Héđinn hlaut 4,5 vinninga í 5 skákum og vann t.d. gođsögnina Alexey Dreev í lokaumferđinni.

Lokastöđuna má nálgast hér.


Alexander Oliver og Stefán Orri Reykjavíkurmeistarar í skólaskák

2018-04-17 18.10.31

Skólaskákmót Reykjavíkur fór fram fyrir skemmstu í Laugalćkjarskóla. Alexander Oliver Mai, Laugalćkjarsóla, kom sá og sigrađi í eldri flokki. Vann allar sínar skákir. Mikil spenna var í yngri flokki en ţar vann Stefán Orri Davíđsson.

Eldri flokkur

2018-04-17 18.08.22-2

Alexander Oliver Mai vann allar sínar skákir, fimm talsins. Óskar Víkingur Davíđsson, Ölduselsskóla, varđ annar og Sćmundur Árnason, Foldaskóla, varđ ţriđji.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.

Yngri flokkur

2018-04-17 18.30.50

Spennan í yngri flokki var yfir mikil og töluvert um óvćnt úrslit. Svo fór ađ Stefán Orri Davíđsson, Öldusselsskóla, og Árni Ólafsson, Hlíđaskóla, komu jafnir í mark. Balthasar Máni Wedholm Gunanrsson, Ölduselsskóla, varđ ţriđji.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results

Tveir efstu keppendur á báđum flokkum unnu sér keppnisrétt í Landsmótinu í skólaskák sem hefst á morgun. 

 


Hilmir Freyr Íslandsmeistari í skólaskák 2017

Kandídatameistarinn Hilmir Freyr Heimisson er Íslandsmeistari í eldri flokki í skólaskák. Hann vann Vignir Vatnar Stefánsson í úrslitaeinvígi sem fram fór fyrir skemmstu á Chess.com ţar sem Hilmir býr erlendis. Einvígiđ sjálft fór 1-1 eftir tvö jafntefli en bráđabanaskákina vann Hilmir.

Vignir og Hilmir komu jafnir í mark á Landsmótinu í fyrra. Sjá nánar hér. Ađ ýmsum ástćđum dróst ađ ţeir tefldu til úrslita.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 7
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8765860

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband