Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Róbert Lagerman sigurvegari jólaskákmóts Vinaskákfélagsins

IMG_1839-620x330

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var haldiđ mánudaginn 4. desember  í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar voru 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri var Hörđur Jónasson. 12 keppendur tók ţátt í skákinni og ţar af var ein kona Sigríđur Ólafsdóttir. Hún lék enda fyrsta leikinn á skák ţeirra Róbert Lagerman og Pétur Jóhannesson. Sigríđur lék fyrsta leikinn fyrir Pétur. Mótiđ tókst vel og var glatt á hjalla.

Róbert Lagerman sigrađi mótiđ međ fullu húsi eđa 6 vinninga af 6 mögulegum. Annar var Patrick Karcher nýr međlimur Vinaskákfélagsins međ 5 vinninga. Hann tapađi ađeins skákinni á móti Róbert og vann ađra. Ţriđji var Sćbjörn Guđfinnsson međ 3˝ vinning en hann vann á stigum viđ skákstjórann Hörđ Jónasson sem var einnig međ 3˝ vinning.

Eftir skákmótiđ gćddu keppendur sér á dýrindis vöfflum međ sultu og rjóma og kaffi. Var gerđur góđur rómur af vöfflunum enda klikkar ţađ ekki hér í Vin.

Sjá úrslit hér: Jólamót Vinaskákfélagsins.

Nánar á heimasíđu Vinaskákfélagsins.


Kópavogsmeistaramót 2017: Ţrír skólar hömpuđu sigri!

Kopavogsmeiatarar_2017_1-2.bekk

Fimmtudagana 23. og 30.nóvember fór fram liđakeppni skólanna í Kópavogi. Sigurvegarar urđu eftirfarandi:

1.-2.bekkur: Hörđuvallaskóli

3.-4.bekkur: Vatnsendaskóli

5.-7.bekkur: Álfhólsskóli

8.-10.bekkur: Hörđuvallaskóli

Alls tóku 55 fjögurra manna liđ ţátt og međ varamönnum hafa í kringum 240 skólakrakkar í Kópavogi teflt í ár, sem er c.a. 5% af heildarfjöldanum. 

Heildarúrslit: 

1.-2.bekkur:

  1. Hörđuvallaskóli a-sveit 17 vinninga
  2. Álfhólsskóli b-sveit  12 vinninga
  3. Smáraskóli a-sveit 12 vinninga 

Borđaverđlaun:

1.borđ: Gúđrún Fanney Briem Hörđuvallaskóla

2.borđ: Gústav Hörđuvallaskóla og Gunnar Smáraskóla

3.borđ: Hekla Álfhólsskóla og Einar Hörđuvallaskóla

4.borđ: Kiril Hörđuvallaskóla og Agnes Salaskóla

 

Chess-Results: http://www.chess-results.com/tnr317455.aspx?lan=1&art=63&wi=821 

 

3.-4.bekkur:

  1. Vatnsendaskóli a-sveit 17 vinninga
  2. Vatnsendaskóli b-sveit 17 vinninga
  3. Hörđuvallaskóli a-sveit 15 vinninga

 

Borđaverđlaun:

1.borđ: Árni Geirsson Smáraskóla og Andri Hrannar Hörđuvallaskóla

2.borđ: Mikael Bjarki Vatnsendaskóla

3.borđ: Gunnar Ţór Salaskóla

4.borđ: Álfgeir og Jóhann Vatnsendaskóla

 

Chess Results: http://www.chess-results.com/tnr315854.aspx?lan=1&art=63&wi=821

Kopavogsmeistarar_2017_5-7.bekk 

 

 

5.-7.bekkur:

  1. Álfhólsskóli a-sveit 23,5 vinninga
  2. Salaskóli b-sveit 15 vinninga
  3. Salaskóli a-sveit 15 vinninga

 

Borđaverđlaun:

1.borđ: Óttar Örn Bergmann Sigfússon Snćlandsskóla

2.borđ: Ísak Orri Karlsson

3.borđ: Alexander Már Bjarnţórsson

4.borđ: Rayan Sharifa

 

Chess-Results: http://www.chess-results.com/tnr315851.aspx?lan=1&art=63&wi=821

 

Kopavogsmeistarar_2017_8-10.bekk

 

8.-10.bekkur:

  1. Hörđuvallaskóli a-sveit 18 vinninga
  2. Salaskóli a-sveit 15 vinninga
  3. Álfhólsskóli a-sveit 11 vinninga

 

Borđaverđlaun:

1.borđ: Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla

2.borđ: Halldór Atli Kristjánsson Álfhólsskóla

3.borđ: Sverrir Hákonarson Hörđuvallaskóla

4.borđ: Arnar Milutin Heiđarsson Hörđuvallaskóla

 

Chess-Results: http://www.chess-results.com/tnr317454.aspx?lan=1&art=0&wi=821

 

Skákkennarar í Kópavogi: Lenka Ptachnikova Álfhólsskóla og Snćlandsskóla, Björn Karlsson Smáraskóla, Sigurlaug Friđţjófsdóttir Salaskóla, Gunnar Finnsson Hörđuvallaskóla og Einar Ólafsson Vatnsendaskóla.

Skákdeild Breiđabliks sá um framkvćmd mótsins og skákstjóri var Kristófer Gautason og hafđi hann sér til ađstođar Halldór Grétar Einarsson viđ framkvćmdina. 


Hrađkvöld Hugins í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 4. desember nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.   Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram í dag

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 4. desember kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri verđur Hörđur Jónasson. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. 

Í hléi verđur bođiđ upp á hiđ landfrćga kaffi og međlćti. Góđ verđlaun verđa í bođi. 

Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is. Einnig getiđ ţiđ skráđ ykkur á stađnum.

Allir velkomnir!!

 


Ný alţjóđleg atskákstig

Ný alţjóđleg atskákstig eru komin út. Jóhann Hjartarson (2536) er stigahćstur íslenskra skákmanna. Í nćstu sćtum eru Helgi Ólafsson (2524) og Ţröstur Ţórhallsson (2519). Finnur Kr. Finnsson (1684) er stigahćstur nýliđa og Benedikt Briem (+63) hćkkar mest frá nóvember-listanum.

Topp 20

No.NameTitDEC17DiffGms
1Hjartarson, JohannGM253600
2Olafsson, HelgiGM252400
3Thorhallsson, ThrosturGM251900
4Gretarsson, Helgi AssGM247500
5Thorfinnsson, BjornIM244500
6Kjartansson, GudmundurIM242700
7Arnason, Jon LGM242100
8Thorfinnsson, BragiIM241000
9Gunnarsson, Jon ViktorIM239900
10Johannesson, Ingvar ThorFM238300
11Kjartansson, DavidFM233500
12Karlsson, Bjorn-IvarFM231200
13Thorgeirsson, SverrirFM230600
14Ulfarsson, Magnus OrnFM229700
15Lagerman, RobertFM229500
16Gretarsson, Andri AFM227500
17Omarsson, Dadi 223900
18Halldorsson, HalldorCM223800
19Ptacnikova, LenkaWGM222500
20Sigfusson, SigurdurFM221500


Nýliđar

No.NameTitDEC17DiffGms
1Finnsson, Finnur 168416849
2Hardarson, Petur Palmi 167916799
3Thorvaldsson, Birgir 1637163710
4Magnusson, Hlynur Thor 155315536
5Astradsson, Jonas S 1481148110
6Petersen, Einar Tryggvi 105210528

 

Mestu hćkkanir

No.NameTitDEC17DiffGms
1Briem, Benedikt 1268634
2Bjorgvinsson, Andri Freyr 1809627
3Briem, Stephan 1581404
4Moller, Tomas 1134345
5Jonatansson, Sigurdur Freyr 1691317
6Haraldsson, Haraldur 1952306
7Mai, Aron Thor 1577306
8Sigfusson, Ottar Orn Bergmann 1028279
9Sigurvaldason, Hjalmar 1538236
10Thorgeirsson, Jon KristinnFM2078205


Reiknuđ atskákmót

  • Barna- og unglingameistaramót TR
  • Atkvöld Hugins (4.-6. umferđ)
  • Unglingameistaramót Hugins
  • Atskákmót Reykjavíkur og Hugins
  • Atskákmót Akureyrar
  • Íslandsmót eldri skákmanna 65+

 


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram 16. desember

_mg_0066

Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 16. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00. 

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru ţrettán umferđir. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) og hefst í fyrramáliđ kl. 10:00. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst enda takmarkast ţátttaka viđ. 100 manns. Gildir ţar lögmáliđ, fyrstir koma, fyrstir fá, en ţó njóta stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar forgangs varđandi ţátttöku. 

Ţetta er fjórtánda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki. 

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi: 

  1. 100.000 kr.
  2.  60.000 kr.
  3.  50.000 kr.
  4.  30.000 kr.
  5.  20.000 kr. 

Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu. 

Aukaverđlaun 

  • Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (2001 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsti eldri skákmađur (1957 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg hrađskákstig 1. desember sl.(alţjóđleg og íslensk skákstig til vara hafi menn ekki alţjóđleg hrađskákstig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir. 

Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Fyrri sigurvegarar 

  • 2016 - Jóhann Hjartarson
  • 2015 - Ţröstur Ţórhallsson
  • 2014 - Héđinn Steingrímsson
  • 2013 - Helgi Ólafsson
  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsilegt mótshald Fćreyinga í Rúnavík

G3Q1238QDLandskeppni Íslendinga og Fćreyinga á sér meira en 40 ára sögu og ef ég man rétt hófst hún í sal skákfélags Hreyfils um miđjan áttunda áratuginn og Friđrik Ólafsson tefldi á 1. borđi fyrir Íslands hönd. Sú hefđ skapađist fljótlega í sambandi viđ ţessa keppni, sem haldin hefur veriđ međ reglulegu millibili, ađ sveit Íslands hefur ađ uppistöđu til veriđ skipuđ bestu skákmönnum Akureyringa og keppni ţjóđanna ýmist fariđ fram norđan heiđa eđa í Fćreyjum. Í ár var komiđ ađ Fćreyingum ađ halda keppnina og hún var undanfari alţjóđlegs móts sem nú stendur yfir í Rúnavík. Tefld var tvöföld umferđ en íslenska liđiđ sem vann 13˝:8˝ var skipađ Einari Hjalta Jenssyni, Jóni Kristni Ţorgeirssyni, Ţresti Árnasyni, Áskatli Erni Kárasyni, Sigurđi Dađa Sigfússyni, Kristjáni Eđvarđssyni, Baldri Kristinssyni, Braga Halldórssyni, Haraldi Haraldssyni, Sigurđi Eiríkssyni og Símoni Ţórhallssyni. Ţegar landskeppninni lauk hófst svo alţjóđlega mótiđ í Rúnavík skipađ 59 keppendum, ţar af ellefu Íslendingum. Guđmundur Kjartansson vann mótiđ í fyrra og eins og sakir standa er hann ˝ vinningi á eftir efsta manni en í 5. umferđ vann hann Hvít-Rússann Vadim Malakhatko. Á ýmsu gekk í ţessari umferđ; Einar Hjalti Jensson tapađi í ađeins 13 leikjum fyrir indverska undrabarninu Nihal Sarin og grátlegt var ađ fylgjast međ Áskeli Erni missa vinningsstöđu niđur í tap gegn rússneska stórmeistaranum Mikhael Ulibyn. Indverjinn Narayanan er einn efstur međ 4˝ vinning. 

Hiđ vinsćla byrjunarkerfi kennt viđ London 

Ađ tapa í innan viđ 20 leikjum er fremur sjaldgćft og ţegar ţađ hendir er ţađ venjulega vegna yfirsjónar í byrjun tafls. Áriđ 1997 tapađi Kasparov lokaskák sinni í einvígi sínu viđ ofurtölvuna Deeper blue í ađeins 19 leikjum. Anatolí Karpov tapađi í 19 leikjum fyrir Kortsnoj í lokaeinvígi áskorendakeppninnar áriđ 1974 og á skákmótinu í Wijk aan Zee áriđ 1993 tapađi hann í ađeins 12 leikjum fyrir Larry Christiansen. Hann vann samt mótiđ og raunar einvígiđ líka. Jan Timman gekk eitt sinn svo illa á skákmóti í heimalandi sínu ađ spámenn ýmsir stofnuđu til veđmála um ţađ hvort hann entist í 30 leiki í nćstu skákum. Wisvanathan Anand sá ţann kostinn vćnstan ađ gefa skák sína gegn Kólumbíumanninum Zapata eftir ađeins sex leiki á skákmótinu í Biel áriđ 1988.

Gegn Einari Hjalta beitti Sarin byrjunakerfi sem kennt er viđ London. Fyrir tilverknađ Magnúsar Carlsen og fleiri góđra manna hefur vegur ţess aukist. Ţađ er ekki gott ađ segja hvađ ruglađi Einar Hjalta í ríminu í ţessari skák en hann ţykir frekar sterkur í byrjunum:

Rúnavík 2017; 5. umferđ:

Nihal Sarin – Einar Hjalti Jensson

1. d4 Rf6 2. Bf4

Upphafsleikur byrjanakerfisins. Síđar stillir hvítur oft peđum sínum upp á c3 og e3.

2.... d5 3. e3 e6 4. Rd2 Be7 5. c3 c5 6. Bd3 0-0 7. Rgf3 b6 8. Re5 Bb7 9. Df3 Rbd7 10. Hd1 Hc8 11. Dh3 He8 12. Rdf3 g6?

Ţetta er slćmur leikur en sannleikurinn er sá ađ ţađ er ekki nokkur leiđ ađ finna haldgóđa vörn svo skýringanna á óförunum verđur ađ leita í uppstillingu liđsaflans á drottningarvćng.

G3Q1238Q913. Rxf7! (Sjá stöđumynd)

– og svartur gafst upp, 13.... Kxf7 er svarađ međ 14. Rg5+ og ađ lokum fellur svarta drottningin.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. nóvember 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný alţjóđleg hrađskákstig

Ný alţjóđleg hrađskákig komu út í gćr. Langstigahćsti hrađskákmađur landsins er Hjörvar Steinn Grétarsson (2737). Hjörvar er reyndar međal stigahćstu hrađskákmanna heims. Í nćstu sćtum eru Jóhann Hjartarson (2574) og Helgi Áss Grétarsson (2548).

Topp 20

NoNameTitDEC17DIFFGms
1Gretarsson, Hjorvar SteinnGM273700
2Hjartarson, JohannGM257400
3Gretarsson, Helgi AssGM25486614
4Stefansson, HannesGM251600
5Gunnarsson, Jon ViktorIM2495-4614
6Gunnarsson, ArnarIM2456-7822
7Thorhallsson, ThrosturGM2435-2110
8Kjartansson, GudmundurIM2419-6214
9Thorfinnsson, BjornIM2411-3023
10Bjornsson, SigurbjornFM23871114
11Johannesson, Ingvar ThorFM23781812
12Petursson, MargeirGM2373714
13Arnason, Jon LGM236300
14Thorgeirsson, SverrirFM236200
15Olafsson, HelgiGM2354-912
16Jensson, Einar HjaltiIM235200
17Gislason, GudmundurFM23324114
18Lagerman, RobertFM23119918
19Karlsson, Bjorn-IvarFM2304-214
20Jonasson, BenediktFM230100


Nýliđar

Ellefu nýliđar eru á listanum. Langstigahćstur ţeirra er Jón Árni Halldórsson (2104). Í nćstum sćtum eru Patrekur Maron Magnússon (2059) og Kjartan Guđmundsson (1960).

NoNameTitDEC17DIFFGms
1Halldorsson, Jon Arni 2104210414
2Magnusson, Patrekur Maron 2059205912
3Gudmundsson, Kjartan 1960196013
4Vieru, Mirel 158515858
5Orrason, Alex Cambray 1527152710
6Klimek, Michal 144414447
7Smarason, Kristjan Ingi 144414447
8Wypior, Piotr 144414447
9Oskarsson, Arnar Freyr 138613867
10Thorhallsson, Vilhjalmur 137313735
11Coroiu, Ioan 132913298

 

Mestu hćkkanir

Arnar Heiđarsson hćkkar mest frá nóvember-listanum eđa um 127 skákstig. Í nćstum sćtum eru Róbert Lagerman (99) og Jóhann Arnar Finnsson (66).

NoNameTitDEC17DIFFGms
1Heidarsson, Arnar 126312720
2Lagerman, RobertFM23119918
3Finnsson, Johann Arnar 15728914
4Gretarsson, Helgi AssGM25486614
5Traustason, Ingi Tandri 19056418
6Fridgeirsson, Dagur Andri 18886014
7Hakonarson, Sverrir 13986012
8Karlsson, Mikael Johann 21815414
9Heimisson, Hilmir FreyrCM20045421
10Lee, Gudmundur Kristinn 18965212
11Mai, Alexander Oliver 18305212

 

Reiknuđ hrađskákmót

  • Hrađskákkeppni taflfélaga
  • Hrađkvöld Hugins (2 mót)
  • Hrađskákmót Garđabćjar
  • Atkvöld Hugins (umf 1-3)
  • Hlemmur Square #3
  • 10 míntúna mót Hugins N

 

Á nćstu dögum förum viđ yfir atskákstig landans.


Vigfús sigrađi á hrađkvöldi Hugsins

Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi örugglegga á hrađkvöldi Hugins sem fram fór 27. nóvember sl. Vigfús lagđi alla andstćđinga sína ađ velli og fékk 6 vinninga í jafn mörgum skákum . Annar varđ Pétur Pálmi Harđarson međ 4 vinninga og ţriđji Magnús Magnússon međ 3 vinninga.

Tölvan leitađi ekki langt yfir skammt í happdrćttinu og upp kom talan tveir ţannig ađ Pétur Pálmi var dreginn. Ađeins eru eftir miđar frá Saffran, ţannig ađ ekki var hćgt ađ velja eins og oftast í vetur og vigfús og Pétur fengu sitt hvorn miđann fyrir máltíđ á Saffran.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Vigfús Ó. Vigfússon, 6v/6
  2. Pétur Pálmi Harđarson, 4v
  3. Magnús Magnússon, 3v
  4. Sigurđur Freyr Jónatansson, 2,5v
  5. Hörđur Garđarsson, 2,5v
  6. Björgvin Kristbergsson, 2v
  7. Pétur Jóhannesson, 1v

London Chess Classic mótiđ hófst í gćr

416524.6c19cb8e.630x354o.6d4893214305

London Chess Classic hófst í gćr. Umferđ gćrdagsins var tefld í höfuđstövđum Google á Pancras-torgi. Tíu skákmenn taka ţátt í mótinu og margir sterkustu skákmenn heims. Garry Kasparov mćtti á svćđiđ og tók ţátt í upphafi skákar Carlsen og Caruana. Skákinni lauk međ jafntefli - sem og öllum hinum fjórum skákum umferđarinnar.

Úrslit dagsins

Clipboard03

 

Frídagur er í dag en mótinu verđur framhaldiđ á morgun. 

Nánar má lesa umferđ gćrdagsins á Chess.com

Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8778768

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband