Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađkvöld hjá GM Helli í Mjóddinni í kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 25. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).



Skákţáttur Morgunblađsins: Magnus Carlsen er nýr heimsmeistari

Magnus Carlsen
Ţá hefur ţađ gerst. Norđmađur er orđinn heimsmeistari í skák! Viđ hljótum ađ óska frćndum okkar til hamingju međ Magnus og heimsmeistaratitilinn. Lokatölur í einvíginu, 6 ˝ : 3 ˝, eru mćlikvarđi á ţá yfirburđi sem Magnus Carlsen hafđi yfir hinn geđţekka indverska heimsmeistara, Viswanathan Anand. Íslenskir skákunnendur hafa fylgst náiđ međ frammistöđu norska undrabarnsins allt frá ţví ađ hann tefldi fyrst hér á landi 13 ára gamall í mars áriđ 2004 og vann Anatolí Karpov í hrađskákhluta Reykjavik rapid á NASA viđ Austurvöll og gerđi síđan jafntefli viđ Garrí Kasparov í atskák-hluta mótsins. Ţessar skákir vöktu á Magnusi gríđarlega athygli heima fyrir og nú tćplega 10 árum síđar berast ţćr fréttir ađ skákćđi hafi gripiđ um sig međ norsku ţjóđinni. Minna fór fyrir Magnusi ţegar hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2006; hann var ţá orđinn magnađur baráttumađur sem var á fleygiferđ upp styrkleikalistann.

Áhugi á ţessu einvígi út um allan heim náđi nýjum hćđum og tengdist einkum persónu Magnusar Carlsen sem verđur 23 ára gamall eftir viku og er nćstyngsti heimsmeistari skáksögunnar.

Hinn nýi heimsmeistari er góđ fyrirmynd, kurteis, snyrtilega klćddur og á sér svipuđ áhugamál og ađrir ungir menn, ágćtur á skíđum, grimmur í fótbolta, „tístir" og bloggar. Hann hefur efnast vel á verđlaunafé og auglýsingasamningum, t.d. fyrir tískuvörur G-Star Raw. Er enn ólofađur og býr í foreldrahúsum í Bćrum í grennd viđ Ósló. Lítill vafi leikur á ţví ađ góđur stuđningur foreldra og systra hefur skipt miklu máli fyrir Magnus en ţau ferđast međ honum út um allar ţorpagrundir. Viđ skákborđiđ er hann allajafna pollrólegur og virkar stundum dálítiđ syfjulegur. Hann virđist hafa hćfileika til ţess ađ vinna úr gríđarlega magni upplýsinga - og kann einnig ađ forđast upplýsingar! Og ţegar horft er yfir ţessar tíu skákir einvígisins er vart hćgt ađ benda á slakan leik hjá Magnusi. Anand náđi sér aldrei á strik en í 9. skákinni vissi hann ađ einungis sigur kom til greina, hann lagđi allt undir:

9. einvígisskák:

Viswanathan Anand - Magnus Carlsen

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. cxd5 exd5

Algengara er 7. ... Rxd5 en ađ venju sniđgengur Magnus ţekktustu leiđir.

8. e3 c4 9. Re2 Rc6 10. g4 O-O 11. Bg2 Ra5 12. O-O Rb3 13. Ha2 b5 14. Rg3 a5 15. g5 Re8 16. e4 Rxc1 17. Dxc1 Ha6 18. e5 Rc7 19. f4 b4 20. axb4 axb4 21. Hxa6 Rxa6 22. f5 b3

Spurningin var auđvitađ sú hvort peđastormur hvíts á kóngsvćng vćri meira en ógnandi en ţetta frípeđ. „Houdini" metur stöđuna ađeins betri á svart.

23. Df4 Rc7 24. f6 g6 25. Dh4 Re8 26. Dh6 b2

g5krl4q9.jpg- Sjá stöđumynd -

27. Hf4!

Fífldjarfur leikur, ađ ţví er virđist ekki lakari en 27. Re2 sem einnig kemur til greina. Hótunin er 28. Hh4 og mátar.

27. ... b1(D)+ 28. Rf1??

Óskiljanleg mistök. Eftir 28. Bf1 verđur svartur ađ gefa nýju drottninguna til baka og framhaldiđ gćti orđiđ: 28. ... Dd1 29. Hh4 Dh5 30. Rxh5 gxh5 31. Hxh5 Bf5 32. g6! Bxg6 33. Hg5 Da5 34. Hg3. Menn svarts er bundnir í báđa skó og ýmsir möguleikar leynast í stöđunni. Ţarna fór lokatćkifćri Anands í einvíginu.

28. ... De1!

Međ hugmyndinni 29. Hh4 Dxh4 30. Dxh4 Da5 og vinnur. Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


HM landsliđa: Úkraínumenn efstir

Úkraínumenn eru efstir á HM landsliđa sem nú er í gangi í Antalya í Tyrklandi. Ivanchuk og félagar hafa fariđ mikinn og eru efstir međ fullt hús stiga. Hafa unniđ allar fimm viđureignir sínar. Rússar eru ađrir međ 7 stig en Hollendingar, Armenar og Kínverjar eru skammt á eftir međ 6 stig. Ţađ er hart barist á mótinu enda tefla ţarna flestir sterkustu skákmenn heims en ţátt 10 landsliđ.


Jólapakkamót GM Hellis fer fram 21. desember

Jólapakkaskákmót GM Hellis verđur haldiđ laugardaginn 21. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
 
Keppt verđur í allt ađ 5 flokkum: Flokki fćddra 1998-2000, flokki fćddra 2001-2002, flokki fćddra 2003-2004 og flokki fćddra 2005 og síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Skráning á mótiđ fer fram á heimasíđu GM Hellis og er skráningarform efst ţar á síđunni.

Vel heppnađ skemmtikvöld

Skemmtikvöld ungmenna fór fram fyrr í kvöld á sal Skákskólans. Ţátttakendur voru  eitthvađ á annan tuginn en ţó nokkra vantađi sem eru í miđjum próflestri. Sérstaka ánćgju vakti óvćnt heimsókn Friđriks Ólafssonar. Friđrik hlýddi á Hjörvar Stein fara yfir feril sinn og sagđi lítillega frá atvikum á sínum glćsilega skákferli. Stefnt er á ađ Friđrik flytji erindi á nćsta skemmtikvöldi ungmenna eftir áramót. Friđrik nefndi í kvöld ađ svona skemmti- og frćđslukvöld vćru um margt gagnleg, hann hefđi sjálfur fariđ á sitt fyrsta skemmtikvöld 1946 ţá 11ára gamall ţar sem stórmótiđ í Gronigen var tekiđ til umfjöllunar.

Margt forvitnilegt kom fram í fyrirlestri Hjörvars. Helst ber ađ nefna ađ hann taldi sig ekki hafa veriđ sérstaklega efnilegan framan af sínum ferli; fyrsta stóra stökkiđ var áskorendaflokkur 2006 ţegar hann vann sér inn rétt til ţátttöku í landsliđsflokki yngstur allra tíma. Ţađ met stendur enn.

Greinilega kom fram í máli Hjörvars hvađ liggur einna helst ađ baki árangri hans; áhugi og aftur áhugi á skák. Án áhuga og ţess ađ finna gaman ađ tefla myndi lítiđ gerast. Minntist hann Carlsens í ţeim efnum sem hefur látiđ hafa eftir sér ađ hann hugsi meir og minna um skák öllum stundum. Ţađ er til mikillar fyrirmyndar hve mikiđ Hjörvar Steinn gefur af sér til yngri skákmanna. Björn Ţorfinnsson forfallađist og bíđur ţví erindi hans um alţjóđleg skákmót seinni tíma.

Friđrik og HjörvarKeppendur í heilinn og höndin voru alls tólf og tefldu allir viđ alla en dregiđ var í liđ. Eins og jafnan í heilinn og höndin var nokkur hasar milli liđsfélaga og allt ađ ţví rifrildi. Í ţví skyni er rétt ađ nefna liđsfélagana Jón Trausta Harđarson og Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur. Jóhanna er keppnismanneskja mikil og mátti Jón síns lítiđ gegn skapofsa landsliđskonunnar sem var ekki alltof sátt međ alla leiki ljónsins úr Grafarvogi. Hugsanlega má ţó gera ađ ţví skóna ađ Jón hafi međ ýmsum leikjum sínum veriđ vísvitandi ađ reyna á ţolinmćđi makkers síns viđ mikla kátínu áhorfenda.

Fór svo ađ sterkustu liđin, Mikael Ívar Karlsson og Oliver Frá skemmtikvöldinViktor Gunnarsson unnu en heildarúrslit má finna hér; http://chess-results.com/tnr117823.aspx?lan=1&art=1&wi=821

Skemmtikvöldiđ fór vel fram í alla stađi, létt stemning einkenndi taflmennsku kvöldsins ţar sem undirspiliđ var helstu hittarar tíunda áratugsins. Kvöldinu lauk um ellefuleytiđ og héldu ţá hin prúđu íslensku skákungmenni heim á leiđ. Stefnt er ađ öđru skemmtikvöldi á útmánuđum.

Stefán Bergsson.

Glćrur frá Hjörvar fyglja međ sem viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Fullveldismót SA í dag

Sunnudaginn 1. desember nćstkomandi verđa liđin 95 ár frá ţví land vort Ísland hlaut fullveldi. Fullveldiđ er nćstum ţví jafngamalt Skákfélaginu, sem innan tíđar getur fagnađ 95 ára afmćli sínu, eđa ţann 11. febrúar á nćsta ári.

Í tilefni af ţessu merka afmćli fullveldisins mun SA halda skákmót. Vonandi verđur ţar vel mćtt og snöfurmannlega. Ef nćg ţátttaka fćst verđur efnt til flokkakeppni - bćndaglímu og verđur ţátttakendum skipađ í liđ eftir aldri, ţ.e. ţeir sem eldri eru og reyndari munu skora ţá yngri og ákafari á hólm. Til umhugsunar í hverri skák munu menn hafa eitthvađ meira en 5 mínútur, jafnvel allt ađ 10. Verđur ţetta ákveđiđ ţegar nćr dregur. 

En umfram allt eru skákvini fjćr og nćr hvattir til ađ mćta og hylla fullveldi landsins okkar og vćntalegt stórafmćli skákfélagsins okkar.

Heitt verđur á könnuni og Svali fyrir ungviđiđ.  Tafliđ hefst kl. 13.


Jólamót TR og SFS hefst á morgun - 37 sveitir skráđar

 

Jólamót TR og SFS 2013

Nú fer ađ líđa ađ hinu árlega jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar.

 

Ţátttakendum hefur veriđ ađ fjölga síđast liđin ár og ţví verđur fyrirkomulagi keppninnar breytt og í yngri flokki verđur keppt í tveimur riđlum sunnudaginn  1. desember.

Suđur riđill hefur keppni kl. 10.30 . Norđur riđill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skiptingu hér ađ neđan) Tvćr efstu sveitir í hvorum riđli munu keppa til úrslita viđ sveitirnar úr hinum riđlinum um ţrjú efstu sćtin mánudaginn 2. desember kl. 17:00.

Keppni í eldri flokki verđur mánudaginn 2. desember kl. 17:00.

Upplýsingar:

Yngri flokkur (1. - 7. bekkur)

Keppnisstađur:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda  A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.

Í yngri flokki verđur keppt í tveimur riđlum sunnudaginn  1. desember.

Suđur riđill hefur keppni kl. 10.30 (sjá skóla hér ađ neđan)

Norđur riđill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skóla hér ađ neđan)

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Umhugsunartími: 10 mín. á skák.  Ţátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í  1.-7. bekk.  Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla.  Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

Tvćr efstu sveitir í hvorum riđli munu keppa til úrslita viđ sveitirnar úr hinum riđlinum um ţrjú efstu sćtin mánudaginn 2. desember kl. 17:00.

Eldri flokkur (8. - 10. bekkur).

Keppnisstađur:  Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda  A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir.  Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara.

Keppni í eldri flokki verđur mánudaginn 2. desember kl. 17:00.

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Umhugsunartími: 15. mín. á skák.  Ţátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

Ţátttaka í báđa flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur eigi síđar en föstudaginn 29. nóvember.  Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.

Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is

Skipting í riđla yngri flokks

Yngri flokkur - Suđur riđill (kl. 10.30):

Árbćjarskóli, Ártúnsskóli,  Breiđagerđisskóli, Breiđholtsskóli, Brúarskóli, Fellaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Háaleitisskóli, Hlíđaskóli, Hólabrekkuskóli, Hraunkot, Hvassaleitisskóli, Klettaskóli, Klébergsskóli, Melaskóli, Norđlingaskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Suđurhlíđarskóli og Ölduselsskóli.

Yngri flokkur - Norđur riđill (kl. 14:00):

Austurbćjarskóli, Dalsskóli, Foldaskóli, Háaleitisskóli, Hamraskóli, Háteigsskóli, Húsaskóli, Ingunnarskóli , Ísaksskóli, Kelduskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Rimaskóli, Sćmundarskóli, Vćttaskóli, Vesturbćjarskóli og Vogaskóli.

Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar vonast til ađ sem flestir ţessara skóla sjái sér fćrt ađ senda sveitir til leiks á eitt af skemmtilegustu mótum vetrarins!

Björn Jónsson

Formađur Taflfélags Reykjavíkur


Skemmtikvöld ungmenna í kvöld

Skákskólinn og Skákakademían standa fyrir skemmtikvöldi ungmenna fćdd 1990-1999 á laugardagskvöldiđ kemur. Kvöldiđ fer fram á sal Skákskólans.

Á kvöldinu verđa tveir merkilegir fyrirlestrar ásamt hrađskákmóti í Heilinn og höndin ţar sem tveir stórmeistarar munu tefla!

Sjónvarpsstjarnan og skemmtikrafturinn Björn Ţorfinnsson hefur einna mestu reynslu Íslendinga af taflmennsku á opnum erlendum mótum síđustu tvo áratugina. Björn hefur teflt ansi víđa og hefur veriđ lúnkinn viđ ađ finna skemmtileg erlend mót ţar sem  hćgt er ađ hćkka á stigum og njóta taflmennskunnar í botn.

Ađ mörgu ţarf ađ hlúa ţegar fariđ er á erlend mót; gisting, flug, ađstćđur á mótsstađ, möguleikar á ađ hćkka á stigum, veđurfar og fleira.

Frá öllu ţessu og ferđum sínum mun Björn segja frá á léttan og ljúfan hátt.

Árangur Hjörvars Steins ţarf lítiđ ađ kynna, en hvađ nákvćmlega liggur ađ baki? Hversu marga klukkutíma stúderađi hann sjálfur ţegar hann var fimtán ára, hafđi hann kvóta á ţeim hrađskákum sem hann tefldi, hvađ fór hann oft erlendis ađ tefla á hverju ári, hefur hann haldiđ sig viđ sömu byrjanir síđan hann var lítill, leggur hann áherslu á hreyfingu og hollt líferni?

Hjörvar mun í snaggaralegum fyrirlestri fara yfir stađreyndir frá sínum ferli allt til ţess ađ efnileg ungmenni viti hvađ ţarf til ađ bćta sig í skák og á hvađ skal leggja áherslu.

Ađ loknum fyrirlestrum verđa veitingar og svo hrađskákmót í Heilinn og höndin.

Húsiđ opnar  19:30 og fyrirlestrar hefjast 20:00.

Ađgangseyrir 1000kr. Skráning á FB-síđu kvöldsins eđa á stefan@skakakademia.is

Öll međferđ áfengis bönnuđ.


Hérađsmót HSŢ í skák fyrir 16 ára og yngri

Miđvikudaginn 4. desember verđur hérađsmót HSŢ í skák fyrir 16 ára og yngri haldiđ í matsal Litlulaugaskóla á Laugum. Mótiđ hefst kl 16:00 og lýkur um kl. 18:00. 

Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi og verđur umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Mótsgjald er ađeins 500 krónur. Skákfélagiđ GM-Hellir sér um keppnishaldiđ og fá allir ţátttakendur verđlaun. 

Sérstök verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í ţremur aldursflokkum:  

8 ára og yngri     (1-3 bekkur)
9-12 ára            (4-7 bekkur)
13-16 ára          (8-10 bekkur) 

Vinningahćsti keppandinn hlýtur farandbikar ađ launum og nafnbótina Hérađsmeistari HSŢ í skák 2012.

Skráning í mótiđ fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eđa međ tölvupósti á netfangiđ: Lyngbrekku@simnet.is  (Tilgreina ţarf, nafn, aldur, bekk og félag innan HSŢ)


Jón Árni efstur á Skákţingi Garđabćjar

Jón ÁrniJón Árni Halldórsson (2193) er efstur á Skákţingi Garđabćjar međ 5 vinninga en sjötta og nćstsíđasta umferđ fór fram í gćrkvöldi. Jón Árni vann Siguringa Sigurjónsson (1923) í gćr. Gylfi Ţórhallsson (2154) sem vann Kristin Jón Sćvaldsson (1758) er annar međ 4˝ vinning. Sex skákmenn hafa 4 vinninga. Spennan er ţví mikil fyrir lokaumferđina sem fram fer nćsta fimmtudagskvöld. 

Pörun lokaumferđarinnar liggur ekki fyrir ţar sem einni skák var frestađ. Mótstöflu a-flokks má finna á Chess-Results.  

Ţorsteinn Magnússon (1286) og Brynjar Bjarkason (1179) eru efstir í b-flokki međ 5 vinninga. Bjarki Arnaldarson (1075) er ţriđji međ 4˝ vinning.

Mótstöflu b-flokks má finna á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband