Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Atkvöld Hugins í kvöld

Fyrsta skákkvöld Hugins í mjóddinni verđur atkvöld mánudaginn 8. janúar 2018 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 3 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Síđan verđa ţrjár atskákir međ umhugsunartímanum tíu mínútur + 5 sekúndur á hvern leik.. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.


Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Lokaumferđ minningarmóts Steinţórs í gangi

2018-01-07 10.06.39

Sjöunda og síđasta umferđ minningarmótsins um Steinţórs er nú í fullum gangi. Fyrir hana voru ţeir Thomas Beerdsen (2416), Hollandi, og Aleksandrs Jazdanovs (2218), Lettlandi, efstir og jafnir međ 5 vinninga. Annar Hollendingur Tycho Dijkhuis (2402) var ţrđji međ 4,5 vinninga. Bárđur Örn Birkisson (2190) og Símon Ţórhallsson (2040) voru efstir Íslendinga í 4.-6. sćti međ 4 vinninga.

2018-01-07 10.06.52

Lokahóf og verđlaunaafhending mótsins verđur kl. 14. 


Nýársmót Vinaskákfélagsins fer fram á morgun

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 8 janúar kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri verđur Hörđur Jónasson. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. 

Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og vöfflur. Góđ verđlaun verđa í bođi. Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is Einnig getiđ ţiđ skráđ ykkur á stađnum.

Allir velkomnir!!

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Lausnir á jólaskákţrautum

D. J. Shire 1997 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTL

 

1. Kh2

a) 1. ... Hxf3 2. De4 mát; b) 1. ... He3 2. Rd2 mát; c) 1. ... Hd2 2. Rxd2 mát d) 1. ... Hd4 2. Re5 mát; e) 1. ... Hd3-d1, d5, d6, d7, d8 2. Dxc3 mát. f) 1. ... Bb1 2. Db3 mát; 1. ... Bb3 2. Dxb3 mát; g) 1. ... Rxa4 2. Dxa4 mát; h) 1. ... Rd1 2. Dxa2 mát.

 

G. Heathcote 1911 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FT4

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

1. Rd4

a) 1. ... Dxd4 2. Dxh7 mát; b) 1. ... Bxd4 2. Db1 mát; c) 1. ... Kxd4 2. Db4 mát; d) 1. ...exd4 2. Dxd5 mát, e) 1. ... ađrir leikir 2. Hg4 mát. 

 

Thomas Taverner 1889 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GNM127FTH

 

1. Hh1

a) 1. ... c3 2. Rd3 mát b) 1. ... Be7 2. e3 mát; c) 1. .. Bf6 2. Df5 mát; d) 1. ... Bg5 2. Dh2 mát e) 1. .. Bh4 2. Hxh4 mát; f) 1. ... Bxh7 2. Rd5 mát; g) 1. ... Bf7 2. Df5 mát; h) 1. ...Be6 2. e3 mát; i) 1. ... Bd5 2. Rxd5 mát; j) 1. .. He7 2. Hh4 mát; k) 1. .. He6 2. Rd5 mát; l) 1. .. He5 2. Dg4 mát; m) 1. ... He4 2. fxe4 mát; n) 1. ... He3 2. Bh2 mát; o) 1. ... Hxe2+ 2. Rxe2 mát; p) 1. ... Hf7 2. Rd5 mát; q) 1. ... Hf6 2. Hh4 mát; r) 1. ... Hf5 2. Dxf5 mát.

 

Frá HM í Dresden 2017 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik .

GNM127FT8


1. Ha7
 - hótar 2. Hxd7 ásamt 3. De6 mát eđa 3. Dh8 mát.

a) 1. ... Kd6 2. De6+ dxe6 3. Rf7 mát; b) 1. ... d5 2. Rec6+ og 3. De6 mát eđa 3. Dxh7 mát; c) 1. ... d6 2. Rec6+ og 3. Df7 mát eđa 3. Dxh7 mát; d) 1. ... Kd4 2. Hxd7+ Kc3 (2. ... Ke5 3. De6 mát) 3. Db3 mát.

 

A. Selezniev 1921 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTD

Hvítur leikur og vinnur.

1. d7 Kc7 2. d8(D)+ Kxd8 3. O-O-O+ og 4. Kxb2.

 

V. Korolkov 1935 

Hvítur leikur og vinnur.

GNM127FTP

 

1. d7 Ke7 2. Hb8 Bxg3 3. Ha8

Ekki 3. Kxg3 f1(D) 4. d8(D)+ Kxd8 5. Ba6+ Kc7 6. Hb7+ Kc8 7. Hb6+ Kc7 8. Hb7+ Kc8 9. Hxa7+ Kb8 10. Hb7+ Ka8 og svartur heldur velli.

3. ... f1(D) 4. d8(D)+ Kxd8 5. Ba6 Bb8 6. Bxf1 Kc7 7. Ba6 e2 8. Bxe2 Kb7 9. Bf3 Kxa8 10. Bxc6 mát.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


Dagur efstur Íslendinga á minningarmóti Steinţórs

Dagur Ragnarsson (2332) er efstur íslensku keppendanna á minningarmótinu um Steinţór Baldursson ađ loknum fimm umferđum. Dagur hefur 3,5 vinninga og er í 4.-5. sćti. Dagur gerđi jafntefli viđ lettneska FIDE-meistarann Dmitrijs Tokranovs (2354). Bárđur Örn Birkisson (2190), Oliver Aron Jóhannesson (2277) og Símon Ţórhallsson (2040) koma nćstir Íslendinga međ 3 vinninga. 

Hollendingurinn Thomas Beerdsen (2416) er efstur međ 4,5 vinninga. Sjötta og nćst síđasta umferđ hófst núna kl. 16.  Dagur teflir viđ Lettann Aleksandrs Jazdanovs (2218). . 


Góđ frammistađa Vignis Vatnars í Stuttgart

Alţjóđlega mótinu, Staufer-Open, lauk í dag í Stuttgart í Ţýskalandi í dag. Vignir tapađi fyrir stórmeistaranum Stanislav Novikov (2540) í lokaumferđinni. Guđmundur Kjartansson (2438) vann FIDE-meistarann Thomas Henrich (22440). Gúmmi hlaut 6,5 vinninga en Vignir hlaut 6 vinninga. Sá síđarnefndi var međ frammistöđu upp á 2437 skákstig, var afar nćrri ţví ađ ná alţjóđlegum áfanga, og hćkkar um 16 stig. Guđmundur hćkkar um 1 stig. 

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Bárđur og Dagur efstir Íslendinga á minningarmóti Steinţórs

2018-01-06 10.50.31

Bárđur Örn Birkisson (2190) og Dagur Ragnarsson (2332) eru efstir íslensku skákmannanna eftir fjórar umferđir á minningarmóti Steinţórs Baldurssonar sem í gangi er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţeir félagarnir hafa 3 vinninga og er í 2.-7. sćti. Gauti Páll Jónsson (2161), Oliver Aron Jóhannesson (2277) eru ţar skammt undan međ 2,5 vinninga.

2018-01-06 10.45.30 

Fimmta umferđ hófst núna kl. 10. Bárđur teflir ţar á fyrsta borđi gegn hollenska alţjóđlega meistaranum Thomasi Beerdesen (2416), stigahćsta keppenda mótsins, og Dagur viđ lettneska FIDE-meistarann Dmitrijs Tokranovs (2354). 

Sjötta og nćstsíđast umferđ hefst svo kl. 16 í dag. Lokaumferđin hefst kl. 10 í fyrramáliđ. 


Vignir í 6.-14. sćti fyrir lokaumferđina

Vignir Vatnar Stefánsson (2304) tapađi fyrir stórmeistaranum Vladimir Burmakin (2532) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Staufer-Open í Stuttgart í gćr. Vignir hefur 6 vinninga og er í 6.-13. sćti. Guđmundur Kjartansson (2438) gerđi jafntefli viđ Philip Wenninger (2349) og hefur 5,5 vinninga. 

Lokaumferđin fer fram í dag. Vignir teflir viđ stórmeistarann Stanislav Novikov (2540) og Gummi viđ FIDE-meistarann Thomas Henrich (2240).   

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Bárđur Örn efstur Íslendinga á minningarmóti Steinţórs

Bárđur Örn Birkisson (2190) er efstur Íslendinga í 2.-4. sćti međ 2˝ vinning á alţjóđlegu unglingamóti sem haldiđ er ţessa dagana til minningar um Steinţór Baldursson í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţriđja umferđ fór fram fyrr í dag. Lettneski FIDE-meistarinn Dmitrijs Tokranovs (2354) er efstur međ fullt hús. Sjö skákmenn hafa 2 vinninga og ţar á međal eru Dagur Ragnarsson (2332), Gauti Páll Jónsson (2161), Símon Ţórhallsson (2040) og Björn Hólm Birkisson (2084).

Hart er barist á mótinu og nánast ekkert um stutt jafntefli. Kröfugt taflmennska hjá ungmennunum sem berjast til síđasta blóđdropa í hverri skák. Fjórđa umferđ hófst núna kl. 16 í dag. 

Tvćr skákir eru svo tefldar á morgun og lýkur mótinu á sunnudag. Leik dagsins í dag átti áđurnefndur Tokranovs í dag.

26166779_10216008563273195_1181523371839814355_n

 

22...Dxh2!! 23. Dd3 (23. Dxh2 Rxc3#) 23...Dh5+ 24. He2 Rde3+! 5. Bxe3 Rb2+ og svartur vann skömmu síđar. 

Myndir vćntanlegar!

Heimasíđa mótsins


Vignir vann stórmeistara - er í 1.-2. sćti í Stuttgart

Vignir Vatnar Stefánsson (2304) vann ţýska stórmeistarann Vitaly Kunin (2556) í sjöundu umferđ Staufer Open sem fram fór í dag í Stuttgart. Vignir er efstur ásamt Íslendingabananum Jónasi Lampert (2518) međ 6 vinninga. Annar stórmeistarinn sem Vignir leggur ađ velli á stuttum tíma. Guđmundur Kjartansson (2438) gerđi jafntefli viđ Valentin Buckels (2332) og hefur 5 vinninga.

Áttunda og nćstsíđasta er tefld síđar í dag. Vignir mćtir stórmeistaranum Vladimir Burmakin (2532) en Gúmmi mćtir Philip Wenninger (2349).

Heimasíđa mótsins

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8780460

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband