Fćrsluflokkur: Spil og leikir
20.6.2015 | 20:19
Hannes efstur ásamt ţremur öđrum fyrir lokaumferđina
Hannes Hlífar Stefánsson (2580) vann góđan sigur á ísraelska stórmeistaranum Tamir Nabaty (2597) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Teplice-mótsins sem fram fór í dag. Hannes hefur 6,5 vinning og er efstur ásamt ţremur öđrum.
Í lokaumferđinni teflir Hannes viđ pólska alţjóđlega meistarann Pawel Weichhold (2399) en ţeir eru efstir ásamt stórmeisurunum Evgeny Postny (2634) og Jiri Stocek (2567).
Lenka Ptáncíková (2307) gerđi jafntefli í dag og hefur 4,5 vinning.
Lokaumferđin hefst kl. 7 í fyrramáliđ. Árrisulir geta fylgst beint međ skák Hannesar.
Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Chess-Results
20.6.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann efstur Íslendinganna á Sardiníu
Jóhann Hjartarson er efstur íslensku skákmannanna sem taka ţátt í opna mótinu á Sardiníu sem nú stendur yfir. Eftir sjö umferđir er Jóhann međ 5 vinninga og er í 4.-7. sćti en Friđrik Ólafsson kemur nćstur íslensku skákmannanna eftir auđveldan 29 leikja sigur í 7. umferđ međ 4˝ vinning. Hann er í 8.-20. sćti. Friđrik hafđi orđ á ţví eftir hina glćsilegu vinningsskák sem hann tefldi á mánudaginn og birtist hér í blađinu á miđvikudaginn, ađ aldrei fyrr hefđi hann tekiđ ţátt í skákmóti ţar sem skákmađur tefldi tvćr skákir sama daginn en sl. ţriđjudag voru tvćr umferđir á dagskrá. Hann tefldi hinsvegar í fjölmörgum mótum ţar sem fleiri en ein og fleiri en tvćr biđskákir voru til lykta leiddar samdćgurs, en skákir eru ekki lengur settar í biđ nú til dags.
Margeir Pétursson, Áskell Örn Kárason og Loftur Baldvinsson eru međ 4 vinninga í 21.-46. sćti. Yngsta kynslóđin hefur stađiđ sig vel og er ađ ná árangri langt umfram ćtlađa frammistöđu. Svo dćmi séu tekin ţá er Heimir Páll Ragnarsson međ árangur upp á 1.915 elo-stig, Veronika Steinunn Magnúsdóttir međ árangur upp á tćplega 1.900 elo-stig og Óskar Víkingur er međ árangur upp á tćp 1.800 elo-stig.
Íslensku ţátttakendurnir eru 16 talsins af samtals 124 keppendum. Ţví er alltaf sá möguleiki fyrir hendi ađ ţeir mćtist innbyrđis. Ţannig drógust Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson saman í 6. umferđ, gerđu stutt jafntefli og rifjuđu í leiđinni upp fjórđu einvígisskák Tigrans Petrosjans og Bobby Fischers frá Buenos Aires 1971.
Á fimmtudaginn tefldu svo Áskell Örn Kárason og Jóhann Hjartarson. Áskell, sem var farsćll forseti SÍ um skeiđ, og ágćtur skákkennari, hefur undanfariđ veriđ ađ bćta sig heilmikiđ sem skákmađur eins og fram kom á síđasta Reykjavíkurskákmóti. Hann hefur yfirleitt veriđ sterkur í byrjunum en á ţađ til ađ vera fullhvatvís í flóknum stöđum. Ţar sem mótshaldarinn í Sardiníu stendur fyrir beinum útsendingum af helstu skák hverrar umferđar beiđ greinarhöfundur ţessarar skákar međ nokkurri eftirvćntingu. Jóhann var öruggiđ uppmálađ og ţekking Áskels ekki nćgilega djúp ađ ţessu sinni.
Áskell Örn Kárason Jóhann Hjartarson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 g6 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 0-0 11. Dh4 Hc8 12. Hac1 a6 13. b3 He8 14. g4!?
Hafi ţetta átt ađ vera sóknarleikur er ekki alveg ljóst hverju hvítur er ađ slćgjast eftir. Stađan hefur margoft komiđ upp og algengustu leikir hvíts eru 14. Bh3 og 14. Bh6.
14.... b5 15. g5
Eftir 15. cxb5 sem kann ađ vera besti leikur hvítur getur svartur valiđ á milli ţess ađ leika 15....Rxg4 og 15..... Da5.
15.... Rh5 16. Rd5 bxc4 17. Hxc4 e6 18. Hxc8 Dxc8 19. Hc1 Db8 20. Da4?
Eftir ţennan ónákvćma leik hallar snögglega undan fćti. Hvítur áttu tvo frambćrilega leiki, 20. Rb4 eđa 20. Rf4 međ jafnri stöđu.
Krókur á móti bragđi.
21. Bxc5 dxc5 22. Rc7?
Tapar strax. Hvítur gat barist áfram međ 22. Re3.
22.... Hc8 23. Rxa6 Dd6!
Fangar riddarann.
24. Rb4 Rf4
24.... cxb4 25. Hxc8+ Bxc8 26. De8+ Df8 vinnur einnig.
25. Db5 cxb4
og Áskell gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. júní 2015
Spil og leikir | Breytt 16.6.2015 kl. 12:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2015 | 12:58
Hátíđ á Ströndum frestađ
Skákhátíđ á Ströndum 2015 sem fram átti ađ fara 26. til 28. júní hefur veriđ frestađ af óviđráđanlegum ástćđum. Mikil forföll og veikindi hafa herjađ á keppendur, og telur Hrókurinn ţví rétt ađ fresta hátíđinni. Minningarmót Böđvars Böđvarssonar, sem fram átti ađ fara 27. júní, verđur auglýst síđar.
Liđsmönnum Hróksins ţykir leitt ađ ţurfa ađ hćtta viđ skákhátíđina núna. Hróksmenn hafa haldiđ margar hátíđir í Árneshreppi, og héldu fyrstu mótin og fjölteflin uppúr aldamótum. Margir af bestu skákmönnum landsins, sem og áhugamenn af öllum stigum, hafa teflt í einstöku andrúmslofti á Ströndum, og ţađ er von Hróksmanna ađ innar tíđar verđi enn teflt í landsins fegurstu sveit.
Í mörg horn er annars ađ líta hjá liđsmönnum Hróksins. Á nćstu vikum fara nokkrar stórar fatasendingar til Grćnlands, en fatasöfnunin hófst í haust og hefur gengiđ framúrskarandi vel. Búiđ er ađ senda mörghundruđ kassa af vönduđum skóm og fötum, sem einkum hafa fariđ til fátćkustu ţorpa austurstrandarinnar.
Hróksmenn hafa ţrisvar heimsótt Grćnland á árinu 2015 og haldiđ hátíđir í fjórum bćjum. Nćstu 12 mánuđi eru 5-6 ferđir á teikniborđinu.
Ţá halda Hróksmenn áfram heimsóknum í Vin og Barnaspítala Hringsins, en ţađ góđa starf hófst sumariđ 2003. Ýmis mót og viđburđir eru á dagskránni í sumar, og verđur ţađ nánar auglýst hér og á heimasíđu Hróksins.
20.6.2015 | 10:48
Carlsen neđstur eftir tap gegn Anand - Toplov efstur á mótinu
Martröđ heimsmeistarans Magnusar Carlsen (2876) heldur áfram á Norway Chess-mótinu í Stafangri. Í gćr tapađi hann fyrir Vishy Anand (2804). Carlsen hefur ađeins hálfan vinning eftir 4 umferđir og er einn neđstur. Versta byrjun heimsmeistarans síđan í Gausdal 2005 ţegar hann var 14 ára!
Topalov (2798) er einn efstur međ 3,5 vinning eftir sigur á Aronian (2780). Grischuk (2781) vann Hammer (2677) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.
Kasparov tísti nokkuđ um skák Anand og Carlsen
Fine game by Anand and a mini-crisis for Magnus, but playing at home always brings considerable extra responsibilities and pressure.
Garry Kasparov (@Kasparov63) June 19, 2015
Yes, Magnus losing the first round game on time by error was already a serious blow to his stability. And no time to recover.
Garry Kasparov (@Kasparov63) June 19, 2015
Chess is not a stadium sport where adrenaline from cheering home crowd helps you. Adds distractions, emotional tension, not good for chess.
Garry Kasparov (@Kasparov63) June 19, 2015
Stađan:
1. Topalov (2797) 3,5 v.
2. Nakamura (2802) 3 v.
3.-4. Giri (2773) og Anand (2804) 2,5 v.
5.-7. Caruana (2805), Grischuk (2781) og Vachier-Lagrave (2723) 2 v.
8.-9. Aronian (2780) og Hammer (2677) 1 v.
10. Carlsen (2876) 0,5 v.
Ítarlega grein međ skákskýringum um umferđ gćrdagsins má finna á Chess.com.
Frídagur er í dag.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Beinar útsendingar (norska)
20.6.2015 | 10:21
Hannes gerđi jafntefli viđ Sipke og er 2.-11. sćti fyrir lokaumferđina
Hannes Hlífar Stefánsson (2580) er í 2.-11. sćti á Teplice-mótinu. Í sjöndu umferđ í gćr gerđi hann jafntefli viđ hollenska stórmeistaranum Ernst Sipke (2527). Rússneski stórmeistarinn Mikhail Ulybin (2519) er einn efstur međ 6 vinninga. Í dag, nćstsíđustu umferđ mótsins, mćtir hann ísraelska stórmeistaranum Tamir Nabaty (2597).
Lenka Ptácníková (2307) gerđi jafntefli í gćr og er í 38.-70. sćti međ 4 vinninga.
Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.
Umferđin í dag hefst kl. 14 og er hćgt ađ fylgjast međ skák Hannesar og Nabaty ţar beint.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Chess-Results
20.6.2015 | 10:11
Fimm íslenskir skákmenn ađ tafli í Havana
Fimm íslenskir skákmenn sitja nú ađ tafli á minningarmóti Cabablanca sem fram fer í, Havana, höfuđborg Kúbu. Ţeir tefla ţar allir í opnum flokki. Ţađ eru ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson (2571), Guđmundur Kjartansosn (2462), Jón Trausti Harđarson (2107), Hörđur Aron Hauksson (1899) og Aron Ingi Óskarsson (1875).
Eftir fimm umferđi rer stađa ţeirra sem hér segir:
- 17.-32. Hjörvar Steinn Grétarsson 3,5 v.
- 33.-73. Guđmundur Kjartansson 3 v.
- 104.-135. Hörđur Aron Hauksson og Jón Trausti Harđarson 2 v.
- 157.-133. Aron Ingi Óskarsson 1 v.
Ákaflega takmörkuđ ţjónusta er í bođi á vefsíđu mótsins.
Ţađ er teflt afar fjörlega í Stafangri ţar sem Norway Chess fer fram. Nakamura (2802), sem vann tilvonandi landa sinn Caruana (2805), og Topalov (2798), sem vann öruggan sigur á Vachier-Lagrave (2723) eru efstir međ 2,5 vinning. Carlsen (2876) náđi fram mun betri stöđu gegn Giri (2773) en náđi ekki ađ kreista fram sigur. Carlsen er einn í neđsta sćti međ hálfan vinning.
Caruana náđi ekki ađ fylgja eftir sigrinum gegn Carlsen. Hann fékk fína stöđuna gegn Nakamura en afar ónákvćmir peđsleikir rétt fyrir tímamörkin leiddu til taps. Mikilvćgur sigur fyrir Nakamura sem vill án efa halda stöđu sinni sem sterkasti bandaríski skákmađurinn.
MVL tefldi afar ónákvćmt gegn Topalov og tapađi örugglega í 28 leikjum međ hvítu.
Carlsen hefur aldrei unniđ Giri í kappskák og ţađ breyttist ekki í gćr. Hann vann peđ og flest benti til ţess ađ hann nćđi fram sigri. Giri varđist afar vel og hélt jafnteflinu.
Stađan:
1.-2. Nakamura (2802) og Topalov (2798) 2,5 v.
3. Giri (2773) 2 v.
4.-6. Vachier-Lagrave (2723), Caruana (2805) og Anand (2804) 1,5 v.
7.-9. Aronian (2780), Grischuk (2781) og Hammer (2677) 1 v.
10. Carlsen (2876) 0,5 v.
Mótshaldarar báđust í gćr afsökunar á ţví ađ hafa ekki kynnt tímamörkin nógu vel í upphafi mótsins. Í yfirlýsingunni mótshaldara.
On behalf of the Grand Chess Tour and the Chief arbiter, as well as personally, I would like to apologize to the players for the insufficient information with regards to the time control.
Allthough the information was on the www.grandchesstour.com and was also announced prior to the first round, we learned that several players, during the first round, were not aware of the new and unconventional time control. This fact tells us that our work providing the information leaves room for improvement. For this, we are truly sorry, and especially towards Magnus Carlsen who lost his first game due to not being aware of the time control.
Sincerely,
Jřran Aulin-Jansson, Norway Chess
Ítarlega grein međ skákskýringum um umferđ gćrdagsins má finna á Chess24.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Beinar útsendingar (norska)
19.6.2015 | 09:15
Hannes í 2.-6. sćti í Teplice
Hannes Hlífar Stefánsson (2580) er í 2.-6. sćti á Teplice-mótinu í Tékklandi. Í gćr gerđi hann mjög stutt jafntefli viđ ísraelska stórmeistarann Evgeny Postny (2634). Hannes hefur 5 vinninga. Í dag mćtir hann hollenska stórmeistaranum Ernst Sipke (2527). Lenka Ptácníková (2307) tapađi í gćr og hefur 3,5 vinning.
Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.
Umferđin í dag hefst kl. 14 og er hćgt ađ fylgjast međ skák Hannesar og Sipke ţar beint.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Chess-Results
18.6.2015 | 12:00
Mjög góđ byrjun Hannesar í Teplice
Hannes Hlífar Stefánsson (2580) hefur byrjađ sérlega vel á Teplice-mótinu í Tékklandi. Í gćr vann hann mjög góđan og sannfćrandi sigur á pólska alţjóđlega meistaranum Lukasz Butkiewicz (2433). Eftir fimm umferđir hefur Hannes 4,5 vinning og er í 1.-4. sćti. Í dag teflir hann viđ ísraelska stórmeistarann Evgeny Postny (2634).
Lenka Ptácníková (2307) hefur einnig byrjađ prýđilega og hefur 3,5 vinning.
Einstök úrslit ţeirra á mótinu má nálgast á Chess-Results.
Umferđin í dag hefst kl. 14 og er hćgt ađ fylgjast međ skák Hannesar og Postny ţar beint.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Chess-Results
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2015 | 09:46
Caruana vann Carlsen
Fabiano Caruana (2805) vann Magnus Carlsen (2876) í annarri umferđ Norway Chess-mótsins sem fram fór í gćr. Hinn ítalski meistari(brátt bandaríski) braut aftur Berlínarmúr Carlsen á nokkuđ sannfćrandi hátt. Carlsen hefur nú tapađ í tveimur fyrstu umferđunum og er ţađ í fyrsta skipti síđan 2010 (Bilbao) sem Carlsen tapar tveimur fyrstu umferđunum.
Carlsen er enn nokkuđ ósáttur viđ ađ hafa falliđ á tíma og segir mótshaldara ekki hafa stađiđ sem skyldi.
Carlsen: "I am still not happy about yesterday and think it's Stavanger not doing their job." #NorwayChess
Tarjei J. Svensen (@TarjeiJS) June 17, 2015
Hann sagđi ţó síđar:
Carlsen says to Norwegian media he takes responsibility of what happened yesterday, but thinks organizer shouldve done better. #NorwayChess
Tarjei J. Svensen (@TarjeiJS) June 17, 2015
Carlsen kenndi ţó ekki atvikunu í fyrstu umferđ um tapiđ í ţeirri annarri.
Carlsen: "What happened today didn't have much to do with yesterday" #NorwayChess
Tarjei J. Svensen (@TarjeiJS) June 17, 2015
Carlsen mćtir Anish Giri (2773) í dag en honum hefur ekki gengiđ vel gegn Hollendingum unga í gegnum tíđina.
Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Reyndar öllum í hörkuskákum ţar sem fórnađ var fram og aftur.
Nakamura (2802), Giri, Topalov (2798), Vachier-Lagrave (2723) og Caruana eru efstir međ 1,5 vinning. Carlsen er einn í neđsta sćti.
Í ţriđju umferđ mćtast međal annars Nakamura og Caruana og Carlsen-Giri.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 14)
- Beinar útsendingar (norska)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 11
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 8779217
Annađ
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar