Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Davíđ Kjartansson sigrađi á stórmóti Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Davíđ KjartanssonStórmót Árbćjarsafns og TR fór fram í kornhlöđunni í Árbćjarsafni í gćr. Ţátttakan var heldur minni en undanfarin ár og kann ađ skýrast af ţví ađ mótiđ fór nú fram tveimur dögum á eftir Borgarskákmótinu. Ţađ var ţó vel skipađ og tveir af verđlaunahöfum Borgarskákmótsins voru mćttir til leiks, Fide meistararnir Davíđ Kjartansson og Róbert Lagerman.

Davíđ Kjartansson sem hafnađi í öđru sćti á Borgarskákmótinu fór nú mikinn og vann yfirburđarsigur. Sigrađi hann alla andstćđinga sína, hlaut sjö vinninga af sjö mögulegum og varđ heilum tveimur vinningum á undan nćstu mönnum. Í öđru til fimmta sćti urđu ţeir Róbert Lagerman, Bárđur Örn Birkisson og Gylfi Ţórhallsson og Ţorvarđur Fannar Ólafsson međ fimm vinninga.

Líkt og á Borgarskákmótinu tóku nokkur af okkar efnilegustu skákkrökkum ţátt í bland viđ eldri og reyndari meistara. Kristján Dagur Jónsson (10) stóđ sig vel og krćkti í ţrjá vinninga međ góđu jafntefli viđ gamla brýniđ Jón Víglundsson í lokaumferđinni. Ţá var árangur Bárđar Birkissonar eftirtektarverđur en hann tapađi einungis gegn Fide meisturunum tveimur en sigrađi ađra andstćđinga sína.

Tvćr stúlkur tóku ţátt, ţćr Sigríđur Björg Helgadóttir sem hlaut 3 1/2 vinning og Freyja Birkisdóttir (2v).

Skákstjórn var í öruggum höndum Torfa Leóssonar líkt og undanfarin ár.

Heildarúrslit má finna á chess-results hér

Myndir frá mótinu: [Sýna allar]

Sjáumst ađ ári!

Á heimasíđu TR má finna fullt af myndum frá mótinu.


Landskeppnin: Jafnt í seinni umferđinni - Fćreyingar unnu međ ţrem

Seinni umferđ Landskeppninnar (Landsdystur) viđ Fćreyinga fór fram í hátíđarsal SA í gćr. Fćreyingar höfđu ţriggja vinninga forskot eftir fyrri daginn og var dagsskipunin allt annađ en massívur varnarleikur.

Nokkrar breytingar voru gerđar á liđi Íslands í seinni umferđinni; Halldór Brynjar Halldórsson og Haraldur Haraldsson komu inn fyrir SA og Tómas Veigar Sigurđarson og Elsa María Kristínardóttir fyrir Huginn.

Nýliđarnir byrjuđu vel og vann Elsa (1890) nokkuđ öruggan sigur gegn Gutta Petersen (1639) og var fyrst til ađ klára sína viđureign. Ţví nćst var röđin komin ađ Tómasi Veigari (1926) sem landađi öruggum sigri gegn Luitjen Apol (2056) — Tómas heldur ţví enn 100% árangri í keppninni, en hann hefur nú unniđ 3 af 3 skákum sem hann hefur teflt — Ísland var ţví nćstum ţví búiđ ađ jafna stöđuna, en átta skákum var enn ólokiđ.

20150816_182901

IM John Rödgaard fćrir Áskatli Erni gjöf

Ţá fór ađ síga á ógćfuhliđina, en Halldór Brynjar Halldórsson (2217) tapađi sinni skák gegn FM Ólafi Berg (2302) og Hlíđar Ţór Hreinsson (2236) tapađi gegn Sjúrđi Ţorsteinssyni(2168) og stóđu leikar ţá jafnir, 2-2. Ţví nćst vann Björn Ívar Karlsson (2264) góđan sigur gegn Eyđun Nölsoe (2211) en Haraldur Haraldsson (1987) tapađi sinni skák gegn Herluf Hansen (2006), var ţví enn jafnt 3-3 og ljóst ađ liđ Fćreyinga varđ ađ tapa öllum sem eftir voru, ef Íslendingar ćttu ađ eiga möguleika á ađ jafna.

Lukkudísirnar gengu í liđ međ okkar mönnum ţegar Jakob Sćvar Sigurđsson (1786) vann á tíma gegn Hjalta Petersen (1880), eftir ađ ţeir höfđu báđir veriđ í miklu tímahraki. Jón Kristinn Ţorgeirsson (2227) tapađi ţá sinni skák gegn Rana Nölsoe (2062) og enn var jafnt, 4-4. Ţá var ljóst ađ forskot Fćreyinga yrđi ekki jafnađ og sigurinn ţví ţeirra.

20120101_000155

IM Einar Hjalti Jensson mátađi IM John Rödgaard međ H+B gegn H!

Tvćr skákir voru enn óklárađar, IM Einar Hjalti Jensson (2394) tefldi hörkuskák gegn IM John Rödgaard (2348) og tókst ađ lokum ađ máta ţann síđarnefnda međ hrók og biskup gegn hrók. Ađ lokum var eftir skák Símons Ţórhallssonar (2106) og John Jacobsen (1850), en sá fyrrnefndi tapađi eftir ađ hafa leikiđ af sér peđi í tímahraki.

Niđurstađan varđ ţví 5-5 í seinni umferđinni, sem er öllu skárra en úr ţeirri fyrri, en samanlagt unnu Fćreyingar sem sagt 11,5 – 8,5.

Ađ lokum voru stutt rćđuhöld ţar sem Fćreyingum var ţakkađ fyrir drengilega keppni og ţeir ţökkuđu fyrir sig međ gjöfum til handa Skákfélagi Akureyrar og Huginn og hrópuđu ţrefalt húrra fyrir vináttu ţjóđanna.

Skákstjórar voru: Hermann Ađalsteinsson og Áskell Örn Kárason.

 


Meistaramót Hugins hefst eftir viku

meistaramot_sudur_logo_stortMeistaramót Hugins (suđursvćđi) 2015 hefst mánudaginn 24. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 8. september (A-flokki líkur 7. september). Leyft verđur ađ taka 1 yfirsetu í 1.-5. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik í A-flokki en 45 mínútur+30 sek. á leik í B-flokki. Ţeir sem eru undir 1600 sigum geta valiđ hvorn flokkinn ţeir fara í..

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótiđ fer fljótlega af stađ á skák.is en einnig er hćgt ađ skrá sig međ ţví ađ hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús). Upplýsingar um skráđa keppendur eru hér:

Teflt er á mánudögumţriđjudögum og fimmtudögum.

Ađalverđlaun:

50.000
40.000
30.000

Aukaverđlaun (miđađ er viđ alţjóđleg skákstig)

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.
  • B-flokkur, skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, mánudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 3. umferđ, fimmtudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 4. umferđ, mánudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 1. september, ágúst, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 6. umferđ, fimmtudaginn, 3. september, kl. 19:30 (B-flokkur kl. 18,00)
  • 7. umferđ, mánudaginn, 7. september, kl. 19:30 (Bara A-flokkur)
  • 7. umferđ ţriđjudaginn, 8. september, kl. 18.00 (Bara B-flokkur)

Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 17. ágúst nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Hjörvar hlaut 6 vinninga í Riga

Alţjóđlega mótinu í Riga í Lettlandi lauk í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) varđ efstur íslensku keppendanna međ 6 vinninga í 9 umferđum. Hann endađi í 11.-38. sćti (29. sćti á stigum). Guđmundur Kjartansson (2447) hlaut 5˝ og endađi í 39.-56. sćti (49. sćti) og Oliver Aron Jóhannesson (2263) hlaut 3 vinninga og endađi í 159.-172. sćti (161. sćti).

Heimamađurinn Alexei Shirov (2702) og Armeninn Robert Hovhannisyan (2612) urđu efstir og jafnir međ 7˝ vinning.

Guđmundur hćkkađi um 3 stig fyrir frammistöđu en bćđi Hjörvar og Oliver lćkkuđu á stigum.

Alls tók 191 skákmađur ţátt í mótinu frá 38 löndum. Ţar á međal voru 29 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar. Hjörvar var nr. 16 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 40 og Oliver nr. 97.

 


Tap gegn Fćreyjum í gćr - verđur hefnt í dag?

Ísland-FćreyjarNú um helgina fer fram Landskeppni (Landsdystur) viđ knáa skákpilta frá Fćreyjum. Liđ Íslands er skipađ félögum frá Norđurlandi – Skákfélagi Akureyrar og Skákfélaginu Huginn. Keppt er í 19. sinn í ár, en keppnin var fyrst háđ áriđ 1978.

Teflt var á Laugum í Ţingeyjarsveit í gćr en í dag er haldiđ til Akureyrar, ţar sem hátíđarsalur SA (Íţróttahöllinni á Akureyri, gengiđ inn ađ vestan) verđur heimavöllur Íslands. Tafliđ hefst kl. 14 og eru áhorfendur velkomnir!

Liđ Íslands hefur 2174 stig ađ međaltali og liđ Fćreyja 2052.

Ekki blés byrlega fyrir okkar menn í gćr, ţrátt fyrir ađ vera međ mun stigahćrra liđ, ţví engum tókst ađ vinna skák en ţrír töpuđu sínum viđureignum. Okkar menn voru mögulega óheppnir á köflum, en bćđi Jón Kristinn Ţorgeirsson og Jakob Sćvar Sigurđsson voru tveim peđum yfir í sínum skákum, en gerđu báđir jafntefli. Fleirum voru mislagđar hendur í umferđinni; Áskell Örn lék sig óvćnt í mát (skv. heimildum) og Björn Ívar átti hugsanlega vinningsmöguleika í lokastöđunni, međ fyrirvara um ítarlegri greiningu.

Niđurstađa dagsins er ţví stórtap, 3,5 – 6,5 og Fćreyingar í afar sterkri stöđu fyrir seinni umferđina.

Nokkrar breytingar verđa gerđar á liđi Íslands fyrir seinni umferđina: Halldór Brynjar Halldóssson, Tómas Veigar Sigurđarson og Elsa María Kristínardóttir koma inn í liđiđ en Áskell Örn Kárason, Smári Sigurđsson og Sigurđur Daníelsson hvíla.

Nánar á Skákhuganum og á heimasíđu SA.

Úrslitin á Chess-Results


Stórmót TR og Árbćjarsafns fer fram í dag

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbćjarsafns fer fram í ellefta sinn sunnudaginn 16. ágúst. Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára, eldri borgara (67) og öryrkja. Ţátttökugjöld eru jafnframt ađgangseyrir ađ safninu en ţeir sem ţegar hafa ađgang, t.d. međ menningarkorti, ţurfa ekki ađ borga ţátttökugjald.

Frekari upplýsingar veitir Torfi Leósson, netfang: (torfi.leosson@gmail.com) eđa í síma 697-3974. Mótiđ er jafnan einn af upphafsviđburđum skákársins, og viđ vonumst til ađ sjá sem flesta á ţessu skemmtilega móti.


Skákţáttur Morgunblađsins: Endalok Evans-bragđs

captainwilliamdaviesevansEitt ţekktasta leikbragđ skákarinnar er kennt viđ viđ William Davies Evans, kaptein í breska sjóhernum á ţví tímabili viđ upphaf 19. aldar ţegar Napóleóns-stríđin voru ekki á enda kljáđ. Í frístundum sat hann og tefldi á uppihaldskrá sinni í London, beitti bragđi sínu viđ hvert tćkifćri og vann margan frćkilegan sigur. Til er í handriti skák sem hann tefldi og vann í 20 leikjum gegn landa sínum Alexander McDonnell. Sá varđ síđar frćgur fyrir maraţoneinvígi sem hann háđi síđar í London viđ Frakkann La Bourdonnais. Evans-bragđ sprettur upp úr Ítalska leiknum: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 og nú 4. b4!? Besta leiđ svarts hefur löngum veriđ talin sú ađ hirđa b4-peđiđ og gefa ţađ síđan aftur viđ hentugt tćkifćri. Fischer og Kasparov tefldu stundum Evans-bragđ, sá fyrrnefndi í léttari skákum, en frćgt varđ ţegar Kasparov vann Anand í ađeins 25 leikjum á skákmóti í Ríga áriđ 1995. Ţađ vill nú samt verđa svo međ unnendur gambíta ađ ţeir eiga stundum erfitt međ ađ fóta sig í flóknum stöđum, t.d. ţegar ţeir hafa leiđst út í ađ henda miklum liđsafla „fyrir borđ“. Í dag vandast máliđ frćđilega međ „skákreikna“ beintengda viđ gagnagrunna sem meta stöđurnar á örskotsstundu. En samt hafa gambítarnir, t.d. kóngsbragđ, skólađ til marga öfluga stórmeistara og nćgir ađ nefna Boris Spasskí og Jón L. Árnason.

Caruana - NisipeneuÁ skákmóti sem lauk í Dortmund í Ţýskalandi á dögunum vann Fabiano Caruana öruggan sigur eftir mikinn sprett ţar sem hann vann fimm skákir í röđ og varđ ađ lokum 1˝ vinningi á undan nćsta manni, Filippseyingnum Wesley So. Í einni af sigurskákunum kom Evans-bragđ viđ sögu. Sennilega hefur andstćđingur hans, Nisipeanu frá Georgíu, ćtlađ ađ koma Caruana á óvart en Ítalinn, sem brátt mun tefla fyrir Bandaríkjamenn, reyndist öllum hnútum kunnugur. Í skýringum sem hann gerđi viđ skákina komst hann svo ađ orđi ađ frá sínum sjónarhóli vćri bragđ Evans búiđ ađ vera. Einhvern veginn flögrar ađ manni ađ Caruana hafi kynnt sér skákir sem Hannes Hlífar Stefánsson tefldi fyrir allmörgum árum.

Dortmund 2015; 7. umferđ:

Dieter Nisipeanu – Fabiano Caruana

Ítalskur leikur – Evans-bragđ

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. d4 d6 7. Db3 Dd7

Ţessi og nćsti leikur svarts halda stöđunni saman. lakara er 7. ... De7 vegna 8. d5 ţó ađ svartur geti barist áfram međ 8. ... Rd4!

8. dxe5 Bb6 9. a4 Ra5 10. Da2 Rxc4 11. Dxc4 Re7 12. Ba3

Ţekktur stađur fyrir biskupinn í Evans-bragđi en skapar engin vandamál.

12. ... 0-0 13. 0-0 He8

Í skýringum sínum telur Caruna ađ enn betra hefđi veriđ ađ leika 13. ... Rg6 og eftir 14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dg4! hóti svartur m.a. 16. .... Rf4.

14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dc6 16. Rbd2 Be6 17. Dxc6 Rxc6 18. Bxd6 Had8 19. Bb4 Hd3!

Svartur hefur gefiđ peđ um stundarsakir en menn hans standa vel.

20. a5 Bc7 21. Rf1 Hxd1 22. Hxd1 Rxa5 23. Rd4 Rc4 24. Rxe6 Hxe6 25. Hd7 Hc6 26. Rg3 g6!

Svarta stađan er alltaf betri vegna ţess hve illa biskupinn á b4 stendur. Áđur en svartur rćđst til atlögu loftar hann út og hindrar för riddarans til f5 í leiđinni.

27. Re2 a5 28. Rd4?

Hann varđ ađ leika 28. Be7.


28. ... axb4 29. Rxc6 b3 30. Hxc7 Rd6!

G7KUERFJMagnađur lokahnykkur, b3-peđiđ rennur upp í borđ ţó ađ hvítur sé hrók yfir.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Jón Viktor sigrađi á Borgarskákmótinu

Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi fyrir Malbikunarstöđina Höfđa sigrađi á 28. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Hann sigrađi alla andstćđinga sína og kom í mark međ 7 vinninga. Jón Viktor sigrađi einnig mótiđ í fyrra en ţá hlaut hann 6 1/2 vinning.

Formađur borgarráđs og stađgengill Borgarstjóra Sigurđur Björn Blöndal setti mótiđ, og hafđi á orđi ađ síđasta skák sem hann hefđi teflt viđ hefđi veriđ gegn Róbert Lagerman á Grćnlandi fyrir nokkrum árum. Nefndi hann einnig í rćđu sinni ađ ţađ vćri gaman ađ sjá hve skákin héldi vel velli, vćri í sókn og hve breiđur hópur skákmanna vćri mćttur í Ráđhúsiđ. Ađ ţví loknu lék hann fyrsta leiknum í skák Jóns Viktors og Sigurđar Ingasonar.

Mótiđ í ár var ágćtlega mannađ en alls tóku 63 keppendur ţátt ađ ţessu sinni. Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins ţeim Adam Ómarssyni (8) og Páli G. Jónssyni (82) og stóđu báđir sig međ međ prýđi.

Borgarskakm_2015-7Fyrirfram máttti búast viđ harđri keppni titilhafanna á mótinu um sigurinn og sú varđ raunin. Fide meistarinn Davíđ Kjartansson sem tefldi fyrir Olís kom annar í mark á eftir Jón Viktor međ sex vinninga og tapađi einungis innbyrđisviđureign ţeirra. Ţriđji varđ svo annar Fide meistari, fyrrnefndur Róbert Lagerman (Faxaflóahafnir) međ 5 1/2 vinning.

Ungu skákmennirnir settu sterkan svip á mótiđ og fóru mikinn. Örn Leó Jóhannsson (Efling stéttarfélag) og Jón Trausti Harđarson (Grillhúsiđ) hlutu báđir 5 vinninga og enduđu í 4.-13. sćti. Tvíburabrćđurnir unguBjörn og Bárđur Birkissynir sem tefldu fyrir Byko og Hamborgarbúllu Tómasar vöktu athygli og lögđu ađ velli marga reynda meistara. Má ţar nefna Forseta skáksambandsins Gunnar Björnsson (Landsvirkjun) sem ţurfti ađ játa sig sigrađann gegn ţeim báđum, Stefán Bergsson(Jómfrúin) og gamla brýniđ Gunnar Gunnarsson (Sjóvá) sem ţurftu ađ lúta í gras gegn Bárđi og alţjóđlegi skákdómarinn Omar Salama (Hvalur hf) sem fann engar löglegar leiđir til ađ verjast Birni. Ţá stóđ Óskar Víkingur Davíđsson (10) (Íslandsbanki) sig mjög vel og kom í mark međ 4 1/2 vinning eftir góđan endasprett.

Borgarskakm_2015-57Af stúlkunum stóđ Lenka (Íslandspóstur) sig best (4v), Guđlaug (3 1/2),Veroníka (3) og Freyja Birkisdóttir sem einungis er níu ára hlaut 2 vinninga.

Skák og lífskúnsterinn Einar S. Einarsson átti trúlega stystu skák mótsins ţegar ađ hann kćfingarmátađi Guđlaugu Ţorsteinsdóttir međ ţekktu stefi í Búdapestarvörninni í einungis 7 leikjum.

Töluverđur fjöldi áhorfenda var á mótinu, ţá einkannlega túristar sem staddir voru í Ráđhúsinu og fylgdust spenntir međ af pallinum. Ađrir höfđu minni áhuga á taflmennskunni en ţeim mun meiri á öndunum á tjörninni. Ţeirra á međal sonur Omars og Lenku sem grandskođađi fuglalífiđ á međan á móti stóđ.

Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjaavíkur vilja koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra sem tóku ţátt, Borgarinnar fyrir ađ hýsa mótiđ og síđast en ekki síst ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem styrktu mótiđ.

Sjáumst ađ ári!

Nánar á Skákhuganum og á heimasíđu TR


Íslandsmeistararnir og hrađskákmeistararnir mćtast

Í gćr var dregiđ í ađra umferđ Hrađskákeppni taflfélaga. Íslandsmeistarar Hugins og hrađskákmeistarar taflfélaga, Taflfélags Reykjavíkur, mćtast í átta liđa úrslitum en ţessi liđ mćttust í úrslitum í fyrra.

Einnig var dregiđ í Litlu bikarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn en ţar mćtast liđin sem töpuđu í fyrstu umferđ.

Ţađ var Ólafur S. Ásgrímsson, yfirdómari keppninnar, sem dró. Drátturinn fór fram í kaffistofu Björgunar.

Hrađskákkeppni taflfélaga:

  • Skákfélag Akureyrar - Víkingaklúbburinn
  • Vinaskákfélagiđ/Taflfélag Bolungarvíkur - Skákdeild Hauka/TRuxvi
  • Taflfélag Reykjavíkur - Skákfélagiđ Huginn a-sveit
  • Skákfélagiđ Huginn b-sveit - Taflfélag Garđabćjar

Litla bikarkeppnin:

  • Skákfélag Íslands - Skákgengiđ
  • Ungmennasamband Borgarfjarđar - Skákfélag Selfoss og nágrennis
  • Vinaskákfélagiđ/Taflfélag Bolungarvíkur - Skákddeild Fjölnis
  • Skákdeild Hauka/TRuxvi - Skákfélag Reykjanesbćjar

Annarri umferđ á ađ vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst nk.

Heimasíđa keppninnar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8779154

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband