Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Barna- og unglingameistaramót TR fer fram í dag

10_Ung_Stulk_TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 25. október í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í opna flokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2015.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í stúlknaflokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2015.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokknum 13-15 ára (f. 2000-2002), 11-12 ára (f. 2003-2004), 9-10 ára (f. 2005-2006) sem og 8 ára og yngri (f. 2007 og síđar)í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 2000 og síđar).

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Ćskan og Ellin 2015 Kynslóđabiliđ brúađ!

AeskanOgEllin_2015-49

Í dag fór fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur hiđ mikla kynslóđabrúarskákmót, Ćskan og Ellin, sem fór nú fram í tólfta sinn. Mótiđ er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stćrsti bakhjarl mótsins. Ađ auki veita mótahaldinu góđan stuđning POINT á Íslandi, Urđur bókaútgáfa Jóns Ţ. Ţórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Ţormars.

Verđlaunasjóđur var glćsilegur; peningaverđlaun,  flugmiđar til Evrópu međ Icelandair, eldsneytisúttektir, verđlaunabikarar- og peningar, skákbćkur og veitingaúttektir.  Međal vinninga var m.a. nýútkomin og glćsileg bók eftir Jón Ţ. Ţór “Meistarar skáksögunnar”.

Mótinu er ćtlađ ađ brúa kynslóđabil skákmanna en ţađ er opiđ skákmönnum 15 ára og yngri sem og 60 ára og eldri en fyrirkomulagiđ skapar sérlega skemmtilega stemningu ţar sem kátínan skín úr andlitum ungra sem roskna. Skák er svo sannarlega fyrir alla og á sér engin aldursmörk. Ţannig var 75 ára aldursmunur á yngsta og elsta keppendanum!

Fimmtíu og fimm vaskir skákmenn voru mćttir til leiks ađ ţessu sinni sem er heldur minn en undanfarin ár og er skýringanna fyrst og fremst ađ leita til ţess ađ nú er vetrarfrí í skólum en einnig eru margir öflugir skákkrakkar á leiđ á heimsmeistaramótiđ í Grikklandi sem án efa hefđu annars tekiđ ţátt.

Hinn magnađi skákfrömuđur Einar S. Einarsson bauđ gesti velkomna og fór yfir sögu mótsins.  Ţví nćst steig stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson í pontu og hélt stutta tölu.  Hjörvar tók margoft ţátt í ţessu móti á sínum yngri árum međ glćstum árangri.  Ađ ţví loknu lék hann fyrsta leiknum í skák Braga Halldórssonar sem margsinnis hefur unniđ mótiđ og Einars S. Einarssonar.

Spennan var mikil strax í byrjun og mörg óvćnt úrslit ţar sem ungir liđsmenn ćskunnar létu hina eldri og reyndari finna vel fyrir kunnáttu sinni viđ skákborđiđ.  Mátti oft ráđa í úrslit skáka úr fjarlćgđ ţegar ţeir stuttu tóku á sprett frá skákborđinu til skákstjóra brosandi út ađ eyrum til ađ tilkynna úrslit.

Ţađ voru ţó fulltrúar ellinnar sem tóku snemma forystu á mótinu.  Sćvar Bjarnason og Júlíus Friđjónsson virtust í einkar góđu formi og sigruđu alla andstćđinga sína í fyrstu fjórum umferđunum.  Ţeir mćttust svo í mikilli rimmu í fimmtu umferđ og lauk henni međ ţrátefli.  Reyndist ţađ eina skákin sem Sćvar vann ekki og hann kom í mark langefstur međ 8 1/2 vinning af níu mögulegum.  Júlíusi fatađist hins vegar flugiđ í lok móts, sem gaf tveimur skákmönnum möguleika á ađ skjótast upp fyrir hann.  Ţór Valtýsson átti góđan endasprett og kom annar í mark međ 7 vinninga.  Sama má segja um Guđfinn Kjartansson sem var annar fyrir lokaumferđina en beiđ ţá lćgri hlut fyrir Sćvari.  Vaskleg framganga hans dugđi ţó í ţriđja sćtiđ međ 6 

Annars lagiđ gerđu fulltrúar ćskunnar atlögu ađ ellinni og brutu sér leiđ upp á pallinn.  Var ţeim ţó ýtt ţađan jafnharđan.  Fengu ţeir ţó ţar dýrmćta reynslu og nasasjón af ţví hve kalt getur veriđ á toppnum.  Halldór Atli Kristjánsson stoppađi ţar tvćr umferđir eftir ađ hafa náđ frćknu jafntefli viđ Ţór Valtýsson og Aron Ţór Mai fékk gulliđ tćkifćri í lokaumferđinni til enda í einu af toppsćtunum er hann mćtti Júlíusi í lokaumferđinni en tapađi í hörkuskák.

Verđlaun voru veitt í fjölmörgum flokkum í lokin, auk ţess sem sumir voru heppnari en ađrir í skemmtilegu vinningahappadrćtti.

Í flokki elstu skákmannanna; +80 ára varđ hlutskarpastur Gunnar Gunnarsson međ 6 vinninga, annar varđ Sigurđur Kristjánsson  međ 5 1/2 vinning líkt og Björn Víkingur Ţórđarson sem varđ ţriđji á stigum.

Í flokki +70 fengu verđlaun Jóhann Örn Sigurjónsson (6 1/2),  Gísli Gunnlaugsson (6) og Eiríkur Viggósson (6)

Í flokki +60 voru ţađ Júlíus Friđjónsson (6 1/2), Sigurjón Sigurbjörnsson (6) og Bragi Halldórsson (6) sem krćktu sér í glćsilega vinninga.

Ćskan fékk einnig fjölmörg verđlaun, en ţar var keppt í ţremur aldursflokkum, 9 ára og yngri 10-12 ára og 13-15 ára.  Einnig voru veitt stúlknaverđlaun og sérstök verđlaun til yngsta keppandans.

Í flokki 9 ára og yngri var baráttan hnífjöfn og spennandi allan tímann.  Ţrír strákar komu ţar hnífjafnir í mark međ 4 vinninga og ţurfti ađ grípa til stigaútreiknings.  Ţar var Gabríel Sćr Bjarnţórsson hlutskarpastur og hlaut í verđlaun međal annars flug međ Icelandair til eins af áfangastöđum félagsins í evrópu.  Annar á stigum varđ Alexander Björnsson sjónarmun á undan Benedikt Ţórissyni sem varđ ţriđji.

Í flokki 10-12 ára var baráttan ekki síđur hörđ.  Ţar komu jafnir í mark međ fimm vinninga ţeir Halldór Atli Kristjánsson, Mikhaylo Kravchuk og Sverrir Hákonarson.  Halldór tók fyrsta sćtiđ á stigum, Misha varđ annar og Sverrir ţriđji.  Hlutu ţeir allir vegleg verđlaun og er Halldór flugmiđa međ Icelandair ríkari eftir glćsta frammistöđu.

Í flokki 13-15 ára sigrađi Aron Ţór Mai međ 5 1/2 vinning líkt og Nansý Davíđsdóttir og Jóhann Arnar Finnsson en hćrri á stigum.  Nansý tók annađ sćtiđ og Jóhann bronsiđ.  Líkt og í hinum ćskuflokkunum mun Aron Ţór fljúga á vit ćvintýranna međ Icelandair.

Nansý vann stúlknaverđlaunin, og Bjartur Ţórisson sem einungis er 6 ára hlaut viđurkenningu sem yngsti keppandinn.  Hann stóđ sig frábćrlega, hlaut 3 vinninga og lagđi  ađ velli t.a.m. engann annan en Pétur Jóhannesson í hörkuskák.  Elsti keppandi mótsins var einnig leystur út međ verđlaunum en ţađ var ađ ţessu sinni Björn Víkingur Ţórđarson.

Pétur var ţó einn af ţeim fjölmörgu og heppnu keppendum sem dregnir voru út í mótslok í vinningahappdrćtti mótsins. Međal annarra sem dregnir voru út voru Friđgeir Hólm, Alexander Mai og Óskar Hákonarson.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

Lokastađan á Chess-Results.


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen og Alexander Grischuk sigruđu í Berlín

Á heimsmeistaramótunum í atskák og hrađskák sem fram fóru í Berlín dagana 10.-14. október sl. og drógu til sín nćr alla sterkustu skákmenn heims var spurningin sem brann á vörnum manna sú hvort heimsmeistarinn Magnús Carlsen nćđi ađ verja báđa titlana sem hann vann í fyrra í Dubai og var ţví í raun ţrefaldur heimsmeistari. Hann svarađi ţeirri spurningu fyrir sitt leyti í atskákhlutanum ţar sem tímamörkin voru 15mín. +10sek. og umferđirnar 15 talsins. Á lokasprettinum minnti hann á kappakstursbíl sem gat leyft sér ađ hćgja á ferđinni á leiđinni ađ marklínunni; öruggur sigur 11˝ vinningur af 15 mögulegum en nćstir komu í mark Jan Nepomniachtchi og Teimour Radjanov međ 10˝ vinning.

Í 21 umferđar hrađskákmótinu ţar sem teflt var eftir tímamörkunum 3mín. +2sek. virtist allt ćtla ađ fara á sömu leiđ. Eftir tíu umferđir hafđi Magnús 9 vinninga af 10 mögulegum en tapađi ţá fyrir Karjakin og ţađ reyndist ekki gott veganesti fyrir lokasprettinn. Norsku sjónvarpsmennina frá NRK sem voru međ 5-6 klst. beinar útsendingar alla keppnisdagana rak í rogastans ţegar Magnús byrjađi međ einum vinningi af fyrstu fjórum. En hann náđi vopnum sínum og ţegar tvćr umferđir voru eftir var hann ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. En í 20. umferđ tapađi hann fyrir Vasilí Ivantsjúk og ţá var draumurinn úti. Í mótslok stóđ Rússinn Alexander Grischuk uppi sem heimsmeistari í hrađskák, hlaut 15 ˝ vinning, en nćstir komu Vladimir Kramnik og Vachier Lagrave međ 15 vinninga. Magnús varđ einn í sjötta sćti međ 14 vinninga.

Fjórir íslenskir skákmenn tóku ţátt í mótunum í Berlín. Ţá tók Friđrik Ólafsson sćti áfrýjunarnefnd mótsins. Jóhann Hjartarson náđi bestum árangri í atskákunum, hlaut 7˝ vinning eđa 50% og greinarhöfundur hlaut 7 vinninga, Hannes Hlífar hlaut 6 vinninga og Margeir Pétursson 4˝ vinninga. Í hrađskákunum fengu Jóhann og Hannes Hlífar 10 vinninga en greinarhöfundur og Margeir Pétursson 8˝ vinning. Keppnisformiđ er sennilega ţađ sem koma skal í skákinni en hćgt var ađ fylgjast međ öllum skákunum í beinum útsendingum á Chess24, Chessbomb og ICC.

Engir auđveldir mótherjar en mótin drógu til sín í kringum 200 skákmenn. Til marks um mannvaliđ má nefna ađ í lokaumferđ atskákarinnar mćtti Jóhann Hjartarson einu af stóru nöfnum skákarinnar sl. 20 ár, Alexander Morozevich. Hann er mikill sérfrćđingur í skoska leiknum en ţađ er Jóhann raunar líka. „Skylmingar“ ţeirra voru stórskemmtilegar:

Alexander Morozevich - Jóhann Hjartarson

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 Rd5

Heppileg „gleymska“. Jóhann ćtlađi ađ leika 6. ... De7.

7. Bd3 d6 8. De2 Be7 9. O-O O-O 10. Hd1 De8 11. He1 dxe5 12. Dxe5 Be6 13. De4 Rf6 14. Dh4 Dd8 15. Bg5 h6

Eini leikurinn og egnir „Moro“ jafnframt til ađ fórna.

16. Bxh6! gxh6 17. Dxh6 Dd4 18. He3 Hfd8

GQDUOSMR19. Rc3?

Frestunarárátta er ţekkt í skákinni. Eftir 19. Hg3+ Rg4 20. Rc3 vinnur hvítur manninn til baka međ vćnlegri stöđu.

19. ... Rg4! 20. Hg3 Dxf2+ 21. Kh1 Hxd3!

Grípur tćkifćriđ, 22. cxd3 er svarađ međ 22. ... Dxg3! og vinnur.

Hxg4+ Bxg4 23. cxd3 Dxb2! 24. Hc1 Hd8 25. h3 Hxd3 26. Re4

Hvítur á engan betri leik.

GQDUOSN026. ... Hxh3+! 27. gxh3 Bf3+ 28. Kg1 Dg2 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17.október

Skákţćttir Morgunblađsins


Áskell og Elsa efst á Framsýnarmótinu

Áskell Örn Kárason og Elsa María Kristínardóttir eru međ fullt hús vinninga ţegar ţremur umferđum er lokiđ á Framsýnarmótinu í skák sem hófst í gćrkvöldi á Laugum. Haraldur Haraldsson og Hermann Ađalsteinsson koma nćstir međ tvo vinninga. Úrslit hafa ađ mestu veriđ eftir bókinni fyrir utan ađ Sigurbjörn Ásmundsson og Sveinbjörn Sigurđsson gerđu jafntefli í annarri umferđ.

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Í fjórđu umferđ, sem hefst kl 10:30 mćtast m.a. Áskell og Elsa og Hermann og Haraldur.


Ćskan og ellin - Olísmótiđ fer fram í dag

Ćskan og Ellin 2014.2014 10-41-050

Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN, ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í 12. sinn laugardaginn 24. október  í Skákhöllinni í Faxafeni.

TAFLFÉLG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu međ stuđningi OLÍS standa saman ađ mótshaldinu 3ja sinn en ţađ hefur eflst mjög ađ öllu umfangi međ árunum.  ĆSIR frá skákklúbbi FEB í Ásgarđi,  mćta fjölmennir til leiks eins og ţeirra er von og vísa.

Fyrstu 9 árin var mótiđ veriđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđar-kirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring.  Ţessi mót - ţar sem kynslóđirnar mćtast - hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og velheppnuđ. Yfir  80 ára aldursmunur er hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans.

Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.   

Vegleg verđlaun og viđurkenningar!

Auk ađalverđlauna verđa aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf  fyrir flugmiđum á mót erlendis međ Icelandair fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 19-12 ára og 13-15 ára.  Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk ţess fćr efsta stúlkan sem og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun. Verđlaunpeningar verđa veittir í öllum flokkum auk bókaverđlauna ofl.

Mótsnefnd skipa ţeir Björn Jónsson, formađur TR, Einar S. Einarsson, formađur Riddarans. 

Skráning til ţátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is vikuna fyrir mót.  Hámarksfjöldi keppenda miđast viđ 100 og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem fyrst og/eđa mćta tímanlega á mótsstađ.    


Ný skákbók: Meistarar skáksögunnar eftir Jón Ţ. Ţór

Meistarar skaksogunnar webUgla hefur gefiđ út bókina Meistarar skáksögunnar eftir Jón Ţ. Ţór.

Skáklistin hefur frá fornu fari veriđ í hávegum höfđ — en ţađ er ekki fyrr en um miđja 19. öld sem föst skipan kemst á kappskákir og svokallađir skákmeistarar fara ađ koma fram á sjónarsviđiđ.

Í ţessari bók segir Jón Ţ. Ţór sögu helstu meistara skáksögunnar frá Steinitz til Bobbys Fischers og Friđriks Ólafssonar. Hann rekur fjölbreytta og ćvintýrilega ćvi meistaranna, bregđur upp lifandi mynd af skákferli ţeirra og skýrir međ fjölmörgum stöđumyndum eftirminnilegustu skákir ţeirra.

Fjöldi ljósmynda prýđir bókina.

Meistarar skáksögunnar er 280 bls. í stóru broti. 

Jón Ţ. Ţór er dr. í sagnfrćđi og afkastamikill frćđimađur. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka um söguleg efni. Hann hefur líka skrifađ mikiđ um skák. Á yngri árum var hann í fremstu röđ íslenskra skákmanna.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn efst). Verđ ađeins kr. 5.249 sé pantađ í í gegnum Skák.is sem er 30% afsláttur frá almennu verđi (kr. 7.499). 


U-2000 mót TR hefst á miđvikudaginn

Taflfélag Reykjavíkur fer nú aftur af stađ međ hiđ vinsćla U-2000 mót sem síđast var haldiđ fyrir sléttum áratug. Undanfarin ár hefur sífellt bćst í flóru viđburđa hjá félaginu og er hugmyndin međ endurvakningu U-2000 mótanna sú ađ koma til móts viđ ţá skákmenn sem ekki hafa náđ 2000 Elo-stigum og vilja gjarnan spreyta sig í opnu móti ţar sem stigamunur á milli keppenda er minni en ella.

Ţátttökurétt hafa allir ţeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig og er ţá almennt miđađ viđ alţjóđleg Fide-stig. Tefldar eru sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í umferđum 2-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferđarinnar á undan en 1/2 vinningur fćst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá
1. umferđ: 28. október kl. 19.30
2. umferđ: 4. nóvember kl. 19.30
3. umferđ: 11. nóvember kl. 19.30
4. umferđ: 18. nóvember kl.19.30
5. umferđ: 25. nóvember kl. 19.30
6. umferđ: 2. desember kl. 19.30
7. umferđ: 9. desember kl. 19.30

Tvćr yfirsetur leyfđar í umferđum 1-5.  Hćgt er ađ tilkynna um yfirsetu í 1. umferđ í síma 899 9268 (Björn) eđa 867 3109 (Ţórir).

Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik

Verđlaun
1. sćti kr. 30.000 og sćti í B-flokki Wow-air Vormóts TR 2016
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000

Aukaverđlaun kr. 10.000 verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi U-2000 mótinu og Skákţingi Garđabćjar (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum).

Ţátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR

Skráningarform

Skráđir keppendur


Guđmundur atskákmeistari Reykjavíkur - Hjörvar atskákmeistari Hugins

Gummi KjaDagur Ragnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson enduđu efstir og jafnir međ 5 vinninga á vel sóttu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldiđ.

Dagur var ţeirra hćstur á stigum en hann sigrađi Hjörvar í 5. umferđ og tók ţar međ forystuna af Hjörvari fyrir lokaumferđina. Jafntefli viđ Omar Salama í lokaumferđinni ţýddi hins vegar ađ ţeir Hjörvar ásamt Guđmundi voru efstir og jafnir. Guđmundur byrjađi mótiđ međ tapi gegn Páli Andrasyni og útlitiđ ekki beint bjart. Monrad međbyr og hagstćđ úrslit í lokaumferđunum fleyttu honum hins vegar áfram í mótinu og í úrslita viđureign milli efstu manna um titilinn. Tefld var einföld umferđ međ 5 mínútur á Hjörvar Steinnklukkunni. Ţegar dregiđ var um töfluröđ var niđurstađan sú ađ Hjörvar fékk hvítt í báđum skákunum en tefldi í fyrstu umferđ viđ Guđmund og svo viđ Dag í annarri umferđ. Dagur fékk svart á móti Hjörvari og hvítt gegn Guđmundi í lokaumferđinni. Guđmundur fékk svart í báđum skákunum en fékk hlé á milli umferđa. Leikar fóru svo ţannig ađ Guđmundur vann Hjörvar í fyrstu umferđ. Síđan vann Hjörvar Dag í annarri umferđ og svo lagđi Guđmundur Dag í lokaumferđinni. Ţar međ varđ Guđmundur atskákmeistari Reykjavíkur og sýndi fram á ađ ţađ borgar sig aldrei ađ gefast upp ţótt á móti blási í upphafi. Hjörvar varđ efstur Huginsmanna og ţví atskákmeistari Hugins annađ áriđ í röđ.

Lokastađan á Chess-Results.


Framsýnarmótiđ hefst í kvöld

Framsýnarmótiđ 2015 verđur haldiđ í matsal fyrrverandi Litlaugaskóla á Laugum í Reykjadal helgina 23-25 október nk. Tefldar verđa 7 umferđir alls, fyrstu fjórar međ atksákartímamörkum (25 mín) en ţrjár síđari skákirnar međ 90 mín + 30 sek/leik.

 

Ţátttökugjald 2.000 kr en 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá:

Föstudagur 23. október kl 20:00  1. umferđ
Föstudagur 23. október kl 21:00  2. umferđ
Föstudagur 23. október kl 22:00  3. umferđ
Föstudagur 23. október kl 23:00  4. umferđ

Laugardagur 24. október kl 10:30  5. umferđ
Laugardagur 24. október kl 16:30  6. umferđ

Sunnudagur 25. október  kl 10:30  7. umferđ

Mótiđ verđur reiknađ til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.
Nánari upplýsingar um mótiđ verđa birtar ţegar nćr dregur en einnig fást upplýsingar hjá Hermanni Ađalsteinssyni í síma 821-3187

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)


Skákţing Garđabćjar hefst á mánudaginn

Skákţing Garđabćjar hefst mánudaginn 26. október 2015.   Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga. 

Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umferđatafla:

  • 1. umf. Mánudag, 26. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag, 2. nóv.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Fimmtudag, 5. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag, 9. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag, 23. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag, 30. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag, 7. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verđlaunaafhending og Hrađskákmót Garđabćjar 14. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurđsson. Sími 860 3120.

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum og geta ţví stigalágir valiđ milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn međ 1499 stig eđa minna. Umhugsunartími  er 45 mín + 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferđum 1-5 ađ taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hćgt ađ taka hjásetu eftir ađ pörun í umferđ liggur fyrir.

Verđlaun auk verđlaunagripa:

Heildarverđlaun uţb. 60% af ađgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu. Amk. 3 verđlaun í hvorum flokki.

Verđlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverđlaun í A flokki eru 20.000 og 10.000 í B flokki.  

Mótiđ er um leiđ skákţing Taflfélags Garđabćjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Aukaverđlaun verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi Skákţingi Garđabćjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-

Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn. Fullorđnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
  • Utanfélagsmenn. Fullorđnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr 

Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu TG. www.tgchessclub.com

Skákmeistari Garđabćjar 2014 er Guđlaug Ţorsteinsdóttir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 42
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8779355

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband