Fćrsluflokkur: Spil og leikir
26.10.2015 | 22:55
HM ungmenna: 7˝ vinningur í hús í annarri umferđ
Önnur umferđ HM ungmenna fór fram í dag í Porto Carras í Grikklandi. 7˝ vinningur datt í hús í dag. Björn Hólm Birkisson (u16), Heimir Páll Ragnarsson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson (u12), Róbert Luu (u10), Stefán Orri Davíđsson (u10) unnu í dag. Fimm gerđu jafntefli.
Vignir Vatnar er efstur íslensku krakkanna en hann er međ fullt hús. Jón Kristinn hefur 1˝ vinning.
Yfirlit yfir árangur íslensku krakkanna má finna hér.
Mynd má stćkka međ ţví ađ tvíklikka.
Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Vignir Vatnar og Jón Kristinn verđa ţá í beinni útsendingu. Vignir teflir viđ stigahćsta keppenda flokks sína sem er FIDE-meistari frá Úsbekistan (2432) og Jón Kristinn teflir viđ kanadískan alţjóđlegan meistara (2463).
Sautján fulltúar taka ţátt fyrir hönds Íslands á HM ungmenna og hafa aldrei veriđ fleiri.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 14:26
HM ungmenna: Pistill frá Birni Ívari
HM ungmenna í skák hófst hér í Porto Carras í gćr. Íslensku keppendurnir eru 17 talsins ađ ţessu sinni. Međ hópnum eru, auk nokkurra foreldra og ađstandenda, Helgi Ólafsson og Lenka Ptacniková, ásamt undirrituđum Birni Ívari Karlssyni. Ađstćđur hér á mótsstađ eru til mikillar fyrirmyndar.
Hóteliđ okkar, Meliton, er 5 stjörnu og herbergin rúmgóđ og fín. Hitastigiđ á svćđinu er mjög passlegt, hitinn nćr upp í 20 gráđur upp úr hádegi en svo kólnar töluvert um leiđ og sólin sest. 1. umferđin fór fram í gćr og var uppskeran úr henni 5,5 vinningur af 17 mögulegum. Ég held ađ stöđurnar hafi á tímabili bent til ţess ađ viđ hefđum getađ vćnst fleiri vinninga en margir krakkanna voru ađ tefla talsvert upp fyrir sig. Dagur, Óskar, Vignir, Jón Kristinn og Hilmir Freyr unnu stigalćgri andstćđinga en Bárđur Örn gerđi gott jafntefli viđ Asera međ 2338 stig. Ađrir töpuđu. Andinn í hópnum er mjög góđur og viđ leggjum mikiđ upp úr ţví ađ undirbúa okkur vel fyrir hverja skák. Allir krakkarnir eru vandvirkir í vinnubrögđum og viđ byrjum daginn snemma međ morgunmat og förum svo beint í undirbúning fram yfir hádegi en ţá gefst smá tími til ţess ađ slaka á fyrir umferđ. Umferđirnar byrja kl. 15:00 alla daga, nema ţann síđasta, ţannig ađ ţađ er gott ađ vakna snemma og njóta sólarinnar ţví ţađ fer ađ dimma hér um kl. fimm og komiđ myrkur ţegar flestar skákir eru búnar. Ţegar skákunum er lokiđ koma krakkarnir beint upp á hótel ţar sem viđ förum saman yfir skákir dagsins og borđum svo saman kvöldmat.
Teflt er á fjórum stöđum. U8-ára flokkurinn er á Sithonia hótelinu sem er í nokkurra mínútna fjarlćgđ, U10 ára flokkurinn er hér á hótelinu ásamt yngstu stúlkunum. Í Olympic Hall, sem er rétt viđ hóteliđ okkar, tefla svo U12, U14, U16 og U18, bćđi í kvenna- og opnum flokki. Fjöldi skákmanna hér á hótelinu er svakalegur og ţađ var talsverđur trođningur viđ upphaf umferđar í Olympic Hall í gćr. Ţeir foreldrar sem mćttir voru međ myndavélina á lofti urđu ţó fyrir miklum vonbrigđum ţegar öllum var vísađ út úr salnum á slaginu kl. 15:00, nema keppendum. Ţeir eru strangir á ţeim reglum ađ enginn komist inn í skáksalinn nema keppendur og yfirţjálfar. T.d. megum viđ Lenka ekki fara inn í skáksalinn en Helgi hefur leyfi til ţess ţar sem hann er skráđur ,,Captain''. Sá titill fer Helga reyndar mjög vel! Ég held ađ ţetta fyrirkomulag sé ágćtt. Međ ţessu má forđast allt svindl og keppendurnir fá gott nćđi til ţess ađ einbeita sér ađ skákunum. Í gćr var hálf skondiđ ađ fylgjast međ stressuđum foreldrum og ţjálfurum fyrir utan afgirtan keppnissalinn, ađ bíđa eftir einhverjum úrslitum eđa fréttum.
Ţađ er gaman ađ fylgjast međ fólkinu hér frá öllum ţessum ólíku löndum. Stórir hópar eru hér t.d. frá Ţýskalandi og Rússlandi, ásamt Asíu-
löndunum. Margir hóparnir eru međ öfluga ţjálfara međ sér (ekki bara viđ!) og hef ég t.d séđ stórmeistarana Vladimir Chuchelov, Arthur Yussupow, og Mikhail Kobalia hérna á vappinu međ sínum nemendum.
Ţađ eina sem hćgt er ađ kvarta yfir hérna á svćđinu er netsambandiđ en gríđarlegt álag er á ţví međ allan ţennan fjölda sem dvelur hérna. Ég hef ţurft ađ flýja yfir á Hotel Sithonia til ţess ađ komast í samband viđ umheiminn, en ţar virđist netsambandiđ vera ţolanlegt. Ég mun reyna ađ rölta ţangađ til ţess ađ koma frá mér einhverjum fréttum nćstu daga. Vona ađ ţađ gangi.
Bestu kveđjur frá Porto Carras, Grikklandi.
- Björn Ívar Karlsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 12:00
Íslandsmót taflfélaga í Fischer Random á föstudagskvöld!
Annađ skemmtikvöld starfsársins hjá TR fer fram nćstkomandi föstudagskvöld. Ţá mun fara fram Íslandsmót taflfélaga í Fischer random hrađskák. Ţetta verđur í annađ sinn sem mótiđ fer fram en í fyrra sigrađi A sveit Taflfélags Reykjavíkur.
Öll taflfélög eru hvött til ađ taka ţátt og er frjálst ađ senda eins margar sveitir til leiks og ţau kjósa. Samkvćmt venju verđur gert hlé á taflmennskunni til hćgt sé ađ bregđa sér á Billjardbarinn og vćta kverkarnar.
Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:
- Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma á hvern keppanda.
- Fjöldi skákmanna í hverri sveit eru fjórir og skal styrkleikarađađ eftir bestu samvisku. Sveitir skulu merktar A, B etc eftir styrkleika. Leyfilegt er ađ vera međ tvo varamenn fyrir hverja sveit, sem koma ţá inn á borđ samkvćmt styrkleika.
- Swiss, round robin eđa double round robin eftir fjölda sveita. Stefnt ađ ţví ađ tefla allavegana 12 umferđir.
- Leyfilegt er ađ fá einn lánsmann úr öđru félagi í sína sveit. Ţađ hefur ţó afleiđingar. Lán á stórmeistara kostar 3 vinninga, alţjóđlegur meistari kostar 2 vinninga, Fide meistari kostar 1 vinning og ađrir skákmenn kosta 1/2 vinning. Ţessir vinningar verđa dregnir frá í lok móts. Samţykki viđkomandi félags ţarf ađ liggja fyrir til ađ lániđ teljist löglegt.
- Sú sveit sem hlítur flesta vinninga sigrar og fćr nafnbótina Íslandsmeistari taflfélaga í Fischer Random. Séu tvćr eđa fleiri sveitir jafnar ađ vinningum ber sú sveit sigur úr býtum sem hefur flesta matchpoints. Séu sveitir enn jafnar verđur gripiđ til stigaútreiknings.
- Gerđ verđur hlé til Billjardbarsferđar međan á mótinu stendur. Verđlaunaafhending mun fara fram á Billjardbarnum.
- Verđlaun:
1.sćti Bikar og 5000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
2.sćti Bikar og 3000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
3.sćti Bikar og 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga. - Ţátttökugjald eru 2000 kr á A sveit. B og C sveitir fá helmingsafslátt á ţátttökugjaldi
Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
Björn Jónsson tekur viđ skráningu í síma 8999268, bjornj@ccpgames.com eđa í formi facebook skilabođa. Ekki er hćgt ađ senda fax. Skráningarfrestur rennur út á miđnćtti fyrir mót, fimmtudagskvöldiđ 29. október
Bjór á stórlćkkuđu verđi á Billanum allt kvöldiđ! Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 07:00
Skákţing Garđabćjar hefst í kvöld
Skákţing Garđabćjar hefst mánudaginn 26. október 2015. Tefldar verđa 7 umferđir og verđur mótiđ reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga.
Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi.
Umferđatafla:
- 1. umf. Mánudag, 26. okt. kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
- 2. umf. Mánudag, 2. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 3. umf. Fimmtudag, 5. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 4. umf. Mánudag, 9. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 5. umf. Mánudag, 23. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 6. umf. Mánudag, 30. nóv. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
- 7. umf. Mánudag, 7. des. kl. 19.30 (B flokkur kl. 18:00)
Verđlaunaafhending og Hrađskákmót Garđabćjar 14. Desember kl 19:30.
Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurđsson. Sími 860 3120.
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bćtist viđ hvern leik. Mótiđ er opiđ öllum og geta ţví stigalágir valiđ milli flokka.
B flokkur bara fyrir skákmenn međ 1499 stig eđa minna. Umhugsunartími er 45 mín + 30 sek. á leik.
Leyfilegt er í mótinu í umferđum 1-5 ađ taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hćgt ađ taka hjásetu eftir ađ pörun í umferđ liggur fyrir.
Verđlaun auk verđlaunagripa:
Heildarverđlaun uţb. 60% af ađgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu. Amk. 3 verđlaun í hvorum flokki.
Verđlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverđlaun í A flokki eru 20.000 og 10.000 í B flokki.
Mótiđ er um leiđ skákţing Taflfélags Garđabćjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).
Aukaverđlaun verđa fyrir ţann skákmann sem nćr flestum samanlögđum vinningum úr bćđi Skákţingi Garđabćjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögđ Buchholz stig ráđa ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-
Sćmdartitilinn Skákmeistari Garđabćjar geta ađeins fengiđ félagsmenn taflfélags í Garđabć eđa skákmađur međ lögheimili í Garđabć.
Ţátttökugjöld:
- Félagsmenn. Fullorđnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
- Utanfélagsmenn. Fullorđnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr
Skráning í mótiđ fer fram á heimasíđu TG. www.tgchessclub.com
Skákmeistari Garđabćjar 2014 er Guđlaug Ţorsteinsdóttir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2015 | 06:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 26. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 24.10.2015 kl. 12:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2015 | 22:42
HM ungmenna; 5˝ vinningur í 17 skákum í hús í fyrstu umferđ
Heimsmeistaramót ungmenna hófst í dag í Porto Carras í Grikklandi. Dagur Ragnarsson (u18), Jón Kristinn Ţorgeirsson (u16), Hilmir Freyr Heimisson (u14), Vignir Vatnar Stefánsson (u12) og Óskar Víkingur Davíđsson (u12) unnu sínar skákir. Bárđur Örn Birkisson (u16) gerđi jafntefli viđ sterkan aserskan skákmann (2338)
Björn Ívar Karlsson, einn fararstjóri krakkanna, mun öđru hverju vera međ pistla frá mótinu. Önnur umferđ hefst kl. 13 á morgun. Möguglega verđur Dagur í beinni útsendingu.
Sautján íslenskir skákmenn taka ţátt. Fulltrúar landsins hafa aldrei veriđ fleiri.
25.10.2015 | 22:32
Aron Ţór unglingameistari TR - Svava stúlknameistari TR
Barna- og unglingameistaramót TR og stúlknameistaramót TR fór fram mitt í sannkölluđu vetrarfríi, en fyrsti snjórinn vitjađi Reykjavíkur í nótt.
Ţrátt fyrir skólafrí, ţátttöku 17 íslenskra ungmenna á HM í Grikklandi og stíft mótahald undanfariđ var ţátttaka ágćt í mótinu, en 15 tóku ţátt í Barna- og unglingameistaramótinu en 8 í stúlknameistaramótinu.
Tefldar voru 15 mín. skákir og gaman var ađ sjá hvađ krakkarnir nýttu tímann vel, en ţađ voru gjarnan nokkrar skákir sem vörđu í heilan hálftíma.
Aron Ţór Mai varđ unglingameistari TR 2015. Sigur hans var sanngjarn og sannfćrandi. Aron hlaut 6 vinninga og varđ einum og hálfum vinningi á undan nćsta manni. Aron sýndi mikla keppnishörku og stóđ sjaldan tćpt, en tók yfirvegađa áhćttu.
Í 2.-5.sćti međ 4,5 vinninga urđu Mykhaylo Kravchuk, Ţorsteinn Magnússon, Alexander Oliver Mai og Hjörtur Kristjánsson og urđu Mykhaylo og Ţorsteinn í 2. og 3. sćti á stigum. Mykhaylo hlaut jafnframt verđlaun fyrir bestan árangur 11-12 ára.
Bestum árangri 8 ára og yngri náđi Gunnar Erik Guđmundsson. Framtíđardrengur ţar sem hlaut 2 vinninga og dýrmćta reynslu.
Í flokki 11-12 ára varđ Mykhaylo Kravchuk efstur eftir sigur á Daníel Erni Njarđarsyni í lokaumferđinni. Efstur í flokki 13-15 ára varđ sigurvegari mótsins Aron Ţór Mai.
Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir sigrađi glćsilega í stúlknameistaramótinu, en hún hlaut 6,5 vinninga, gerđi einungis jafntefli viđ Svövu en vann ađrar. Ylfa hlaut jafnframt verđlaun í flokki 9-10 ára og ţađ er ljóst ađ hér er mikiđ efni á ferđ.
Í 2.sćti varđ Valgerđur Jóhannesdóttir međ 6 vinninga og náđi jafnframt bestum árangri 13-15 ára.
Taflfélag Reykjavíkur ţakkar ţátttakendum í mótinu kćrlega fyrir skemmtilega og drengilega keppni og óskar sigurvegurunum innilega til hamingju međ árangurinn.
Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR
Spil og leikir | Breytt 26.10.2015 kl. 23:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2015 | 21:07
Áskell vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu
Áskell Örn Kárason vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu í skák sem lauk í dag. Áskell vann allar sínar skákir sex ađ tölu. Haraldur Haraldsson varđ í öđru sćti međ 5 vinnnga og Elsa María Kristínardóttir varđ í ţriđja sćti međ 3,5 vinninga eins og Hermann Ađalsteinsson, en Elsa varđ ofar á stigum.
Elsa María varđ efst Huginsmanna, Hermann annar og Sigurđur G Daníelsson ţriđji međ 3 vinninga. Sveinbjörn Sigurđsson varđ í ţriđja sćti af gestum mótins međ ţrjá vinninga, á eftir Áskeli og Haraldi.
25.10.2015 | 14:04
Dađi Örn Jónsson Evrópumeistari!
Dađi Örn Jónsson var ađ tryggja sér sigur í 68. Evrópumeistaramóti einstaklinga í bréfskák. Mótinu, sem hófst 15 desember 2013, er ekki lokiđ en nú er ljóst ađ enginn af andstćđingum hans getur náđ honum ađ vinningum (sjá mótstöflu). Ţessi glćsilega frammistađa Dađa er langbesti árangur sem íslenskur bréfskákmađur hefur náđ og jafnframt einn besti árangur sem íslenskur skákmađur hefur náđ fyrir og síđar.
Mótstafla (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ tvíklikka á mynd)
25.10.2015 | 09:34
HM ungmenna hefst í dag í Porto Carras - 17 íslenskir fulltrúar!
HM ungmenna hefst í dag í Porto Carras í Grikklandi. Sautján íslenskir fulltrúar taka ţátt og hafa aldrei veriđ fleiri. Ţađ eru eftirtaldir:
Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson tefla í flokki 18 ára og yngri.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir teflir í flokki stúlkna 18 ára og yngri.
Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson, Bárđur Örn Birkisson, Dawid Kolka, og Björn Hólm Birkisson tefla í flokki 16 ára og yngri.
Hilmir Freyr Heimisson og Heimir Páll Ragnarsson tefla í flokki 14 ára og yngri.
Vignir Vatnar Stefánsson teflir í flokki 12 ára og yngri
Óskar Víkingur Davíđsson, Róbert Luu og Stefán Orri Davíđsson tefla í flokki 10 ára og yngri.
Freyja Birkisdóttir teflir í flokki stúlkna 10 ára og yngri.
Adam Omarsson teflir í flokki 8 ára og yngri.
Fararstjórar íslenska hópsins eru Helgi Ólafsson, Lenka Ptácníková og Björn Ívar Karlsson.
Ritstjóra sýnist ađ ţrír íslenskir skákmenn verđi í beinni útsendingu í fyrstu umferđ mótsins í dag. Oliver Aron teflir á fyrsta borđi viđ indverska stórmeistarann Suri Vaibhav (2561). Auk hans verđa vćntanlega Freyja og Róbert í beinni útsendingu.
Umferđin hefst kl. 13.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 56
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 8779369
Annađ
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 125
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar