Leita í fréttum mbl.is

HM ungmenna: Pistill frá Birni Ívari

20151026 122406

HM ungmenna í skák hófst hér í Porto Carras í gćr. Íslensku keppendurnir eru 17 talsins ađ ţessu sinni. Međ hópnum eru, auk nokkurra foreldra og ađstandenda, Helgi Ólafsson og Lenka Ptacniková, ásamt undirrituđum Birni Ívari Karlssyni. Ađstćđur hér á mótsstađ eru til mikillar fyrirmyndar. 

20151026 151021

Hóteliđ okkar, Meliton, er 5 stjörnu og herbergin rúmgóđ og fín. Hitastigiđ á svćđinu er mjög passlegt, hitinn nćr upp í 20 gráđur upp úr hádegi en svo kólnar töluvert um leiđ og sólin sest. 1. umferđin fór fram í gćr og var uppskeran úr henni 5,5 vinningur af 17 mögulegum. Ég held ađ stöđurnar hafi á tímabili bent til ţess ađ viđ hefđum getađ vćnst fleiri vinninga en margir krakkanna voru ađ tefla talsvert upp fyrir sig. Dagur, Óskar, Vignir, Jón Kristinn og Hilmir Freyr unnu stigalćgri andstćđinga en Bárđur Örn gerđi gott jafntefli viđ Asera međ 2338 stig. Ađrir töpuđu. Andinn í hópnum er mjög góđur og viđ leggjum mikiđ upp úr ţví ađ undirbúa okkur vel fyrir hverja skák. Allir krakkarnir eru vandvirkir í vinnubrögđum og viđ byrjum daginn snemma međ morgunmat og förum svo beint í undirbúning fram yfir hádegi en ţá gefst smá tími til ţess ađ slaka á fyrir umferđ. Umferđirnar byrja kl. 15:00 alla daga, nema ţann síđasta, ţannig ađ ţađ er gott ađ vakna snemma og njóta sólarinnar ţví ţađ fer ađ dimma hér um kl. fimm og komiđ myrkur ţegar flestar skákir eru búnar. Ţegar skákunum er lokiđ koma krakkarnir beint upp á hótel ţar sem viđ förum saman yfir skákir dagsins og borđum svo saman kvöldmat. 

Stefán Orri

Teflt er á fjórum stöđum. U8-ára flokkurinn er á Sithonia hótelinu sem er í nokkurra mínútna fjarlćgđ, U10 ára flokkurinn er hér á hótelinu ásamt yngstu stúlkunum. Í Olympic Hall, sem er rétt viđ hóteliđ okkar, tefla svo U12, U14, U16 og U18, bćđi í kvenna- og opnum flokki. Fjöldi skákmanna hér á hótelinu er svakalegur og ţađ var talsverđur trođningur viđ upphaf umferđar í Olympic Hall í gćr. Ţeir foreldrar sem mćttir voru međ myndavélina á lofti urđu ţó fyrir miklum vonbrigđum ţegar öllum var vísađ út úr salnum á slaginu kl. 15:00, nema keppendum. Ţeir eru strangir á ţeim reglum ađ enginn komist inn í skáksalinn nema keppendur og yfirţjálfar. T.d. megum viđ Lenka ekki fara inn í skáksalinn en Helgi hefur leyfi til ţess ţar sem hann er skráđur ,,Captain''. Sá titill fer Helga reyndar mjög vel! Ég held ađ ţetta fyrirkomulag sé ágćtt. Međ ţessu má forđast allt svindl og keppendurnir fá gott nćđi til ţess ađ einbeita sér ađ skákunum. Í gćr var hálf skondiđ ađ fylgjast međ stressuđum foreldrum og ţjálfurum fyrir utan afgirtan keppnissalinn, ađ bíđa eftir einhverjum úrslitum eđa fréttum. 

Ţađ er gaman ađ fylgjast međ fólkinu hér frá öllum ţessum ólíku löndum. Stórir hópar eru hér t.d. frá Ţýskalandi og Rússlandi, ásamt Asíu-

löndunum. Margir hóparnir eru međ öfluga ţjálfara međ sér (ekki bara viđ!) og hef ég t.d séđ stórmeistarana Vladimir Chuchelov, Arthur Yussupow,  og Mikhail Kobalia hérna á vappinu međ sínum nemendum. 

Ţađ eina sem hćgt er ađ kvarta yfir hérna á svćđinu er netsambandiđ en gríđarlegt álag er á ţví međ allan ţennan fjölda sem dvelur hérna. Ég hef ţurft ađ flýja yfir á Hotel Sithonia til ţess ađ komast í samband viđ umheiminn, en ţar virđist netsambandiđ vera ţolanlegt. Ég mun reyna ađ rölta ţangađ til ţess ađ koma frá mér einhverjum fréttum nćstu daga. Vona ađ ţađ gangi. 

Bestu kveđjur frá Porto Carras, Grikklandi. 

- Björn Ívar Karlsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8765242

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband