Fćrsluflokkur: Spil og leikir
17.11.2015 | 12:13
Negi-bókin fáanleg!
Á morgun miđvikudag kemur loksins formlega út annađ bindi Indverska stórmeistarans Parimarjans Negi um hvernig hann byggir upp byrjanateoríu sína gegn Sikileyjarvörn. Í ţessari bók af Grandmaster Repertoire fjallar Negi um hvernig hvítur megi fá betra tafl gegn Drekanum, Rauzer, Sveshnikov og Kalashnikov.
Skákbúđin hefur ţegar tryggt sér eintök af bókinni sem eru kominn í sölu í Laugardalshöll. Fyrsta söludaginn fóru yfir tíu eintök og eru e4-skákmenn ţví hvattir til ađ tryggja sér eintak hiđ fyrsta. Sökum hagstćđs gengis krónu gegn evru fćst bókin nú á ađeins 3800 kr.
Ásamt Negi-bókinni eru fjölmargir titlar fáanlegir. Má ţar helst nefna nýja bók Viktors Bologan um hvernig svartur megi tefla til sigurs gegn spćnskum leik.
Spil og leikir | Breytt 18.11.2015 kl. 00:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2015 | 23:05
Rússar međ fullt hús í báđum flokkum
Rússar í miklum ham á EM landsliđa og eru í forystu í báđum flokkum međ fullt hús eftir fjórar umferđir. Í opnum flokki unnu ţeir 3-1 sigur á Úkraínu ţar sem Svidler vann Ivanchuk á fyrsta borđi. Í kvennaflokki unnu ţeir stórsigur á Georgíu 3˝-˝. Íslenska kvennaliđiđ náđi góđu 2-2 jafntefli gegn Svíum en bćđi karlaliđin töpuđu í dag.
Opinn flokkur
Í opnum flokki eru Rússar efstir međ fullt hús. Aserar, Ungverjar, Spánverjar, Frakkar, Úkraínumenn, Serbar og Georgíumenn hafa 6 stig. Ţađ verđur svaka viđureign á fyrsta borđi á morgun en ţá mćtast Rússar og Aserar.
Íslenska liđiđ tapađi 1˝-2˝ fyrir sveit Ítalíu. Hannes Hlífar Stefánsson tapađi á fyrsta borđi en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Sveitin hefur 3 stig og mćtir Grikkjum á morgun.
Gullaldarliđiđ tapađi 1-3 fyrir Lettum. Helgi Ólafsson gerđi jafntefli viđ Alexei Shirov. Margeir Pétursson gerđi einnig jafntefli en ađrar skákir töpuđust. Sveitin hefur 2 stig og mćtir Austurríki á morgun.
Magnus Carlsen mćtti aftur til leiks í dag og gerđi jafntefli viđ Sune Berg Hansen. Norđmenn unnu engu ađ síđur góđan 3-1 sigur á Dönum.
Fćreyingar, sem eru ađ taka ţátt í sínu fyrsta Evrópumóti, yfirspiluđu Skota 3˝-˝ í dag.
Kvennaflokkur
Rússar eru eins og áđur sagđi í forystu međ fullt hús. Frakkar og Rúmenar koma í öđru sćti međ 7 stig.
Kvennaliđiđ gerđi 2-2 jafntefli í spennandi viđureign viđ Svía. Lenka Ptácníková og Guđlaug Ţorsteinsdóttir unnu. Sú síđarnefnda sýndi mikinn karakter ţegar hann hafnađi jafntefli međ tapađa stöđu ţegar Svíar voru 2-1 yfir.
Kvennaliđiđ hefur 2 vinninga og mćtir sveit Noregs á morgun.
RÚV birtir nćsta daga EM-samantekt ađ loknum 10-fréttum nćstu daga í umsjón Samúels Arnar Erlingssonar og Björns Ţorfinnssonar. Samantektina má finna hér.
Kátt verđur í Höllinni á morgun. Skákskýringar á morgun hefjast kl. 17:00 og verđa í umsjón stórmeistaranna Ţrastar Ţórhallssonar og Helga Áss Grétarssonar. Áhorfendur bođnir sérstaklega velkomnir!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2015 | 00:39
Gott jafntefli gegn Ţjóđverjum - Aronian vann heimsmeistarann
A-liđ Íslands mćtti liđi Ţýskalands í 3.umferđ Evrópumóts landsliđa í dag. Ţrátt fyrir ađ vera stigalćgri á öllum borđum ţá enduđu allar skákirnar fjórar međ jafntefli. Niđurstađan varđ ţví 2-2 jafntefli sem hlýtur ađ teljast viđunandi úrslit gegn sterkum andstćđingi.
A-liđiđ byrjar ţví mótiđ afar vel ţrátt fyrir skellinn í fyrstu umferđ gegn Armenum. Sigur á Rúmenum og jafntefli viđ Ţjóđverja er gott veganesti fyrir rimmu morgundagsins. Ţá mćta strákarnir Ítölum í viđureign tveggja áţekkra liđa.
Gullaldarliđiđ mćtti vel mönnuđu Tyrknesku liđi í dag ţar sem munađi 100-150 stigum á borđunum fjórum. Kempurnar okkar létu ţó engan bilbug á sér finna og tefldu vel. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson gerđi jafntefli í sínum skákum en Jón L. Árnason tapađi sinni skák. Friđrik Ólafsson tefldi skínandi vel framan af og vildu gárungarnir í kaffiteríunni meina ađ Friđrik stćđi til vinnings á tímabili gegn hinum stigaháa Tyrkja. Tyrkinn snéri ţá á Friđrik sem varđ ađ bíta í ţađ súra epli ađ gefast upp. 3-1 tap gegn Tyrkjum var ţví stađreynd. Í 4.umferđ mćtir Gullaldarliđiđ Lettum sem skarta sjálfum Alexei Shirov á 1.borđi.
Áhorfendur í Laugardalshöll stóđu sem límdir viđ gólfiđ hvar heimsmeistarinn Magnus Carlsen sat gegnt Armenanum Levon Aronian. Úr varđ spennandi viđureign ţar sem Aronian gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi heimsmeistarann ađ velli međ svörtu mönnunum.
Úkraína lagđi Azerbaijan ađ velli 2,5-1,5 í ćsispennandi viđureign ţar sem mikla athygli vakti ađ Úkraína skyldi hvíla sinn helsta hugsuđ, Vassily Ivanchuk. Ţetta herbragđ virkađi ţví Pavel Eljanov vann Shakhriyar Mamedyarov á 1.borđi. Rússar sýndu einnig klćrnar í dag og lögđu Spán ađ velli međ minnsta mun ţar sem Ian Nepomniachtchi vann Ivan Salgado Lopez á 3.borđi. Rússland og Úkraína eru í forystu đ loknum ţremur umferđum og eru einu liđin sem hafa unniđ allar ţrjár viđureignir sínar. Ţjóđirnar mćtast einmitt í nćstu umferđ og ćtti ekki nokkur einasti skákáhugamađur ađ láta ţann viđburđ framhjá sér fara.
Kvennasveit Íslands mćtti Belgum í dag ţar sem tvćr skákir unnust. Lenka Ptacnikova og Guđlaug Ţorsteinsdóttir unnu andstćđinga sína en Elsa María Kristínardóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuđu sínum skákum. Á morgun mćta stelpurnar liđi Svía ţar sem án efa verđur hart tekist á.
Fjórđa.umferđ hefst klukkan 15 og eru áhorfendur hvattir til ađ líta viđ í Laugardalshöll. Skákskýringar verđa á sínum stađ um klukkan 17 og munu áhorfendur ađ ţessu sinni vera í öruggum höndum stórmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar. Einnig geta áhorfendur fylgst međ gangi mála á skjám á skákstađ.
Bćđi RÚV og Stöđ 2 fjölluđu um umferđ dagsins. Heimir Már Pétursson tók viđtal viđ Hannes Hlífar Stefánsson sem er sennilega eini Íslendurinn sem hefur unniđ Carlsen.
Bent er jafnframt á góđa umfjöllun Björn Ţorfinnssonar umferđ um umferđ dagsins á DV.is.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2015 | 10:14
Heimsmeistarinn mćtir til leiks í dag!
Ţriđja umferđ Evrópumóts landsliđa fer fram í dag í Laugardalshöllinni. Heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlsen, mćtir til leiks í dag en hann hvíldi í tveimur fyrstu umferđunum. Hann teflir viđ Levon Aronian, nćststigahćsta keppenda mótsins.
Ađalliđiđ mćtir sveit Ţjóđverja en gullaldarliđiđ teflir viđ sveit Tyrkja. Erfiađar viđureignir báđar tvćr en stigalega hallar tölurvert á okkar menn.
Friđrik Ólafsson teflir í dag eins og í gćr en Margeir Pétursson hvílir hjá gullaldarliđinu.
Kvennaliđiđ mćtir liđi Belgíu.
Umferđin hefst kl. 15. Skákskýringar Björns Ţorfinnssonar hefjast kl. 17. Hćgt er einnig ađ fylgjast međ skákskýringum Simon Williams, á ensku, frá kl. 15. Skákir á skjám.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2015 | 09:49
Brćđur og systkini, sigurvegarar á TORG skákmótinu 2015
Tvíburabrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir í Smáraskóla Kópavogi reyndust efstir á blađi ţegar úrslit á fjölmennu TORG skákmóti Fjölnis 2015 lágu fyrir. Björn Hólm varđ einn efstur međ 5,5 vinninga af 6 mögulegum en Bárđur Örn varđ ásamt fimm öđrum skákkrökkum í 2. - 7. sćti međ 5 vinninga.
Systkinin Nansý og Joshua Davíđsbörn í Rimaskóla unnu stúlkna-og yngri flokkinn. Í eldri flokk nćldi Dawid Kolka sér í 3. sćti á eftir tvíburabrćđrunum en í yngri flokk, nemenda í 1. - 5. bekk, varđ Kristján Dagur Jónsson í Langholtsskóla í 2. sćti međ 5 vinninga líkt og Joshua og Gabríel Sćr Bjarnţórsson í Álfhólsskóla í 3. sćti međ 4,5 vinninga.
Nansý var ásamt Freyju Birkisdóttur í Smáraskóla í nokkrum sérflokki međal stúlkna sem fjölmenntu á mótiđ. Ţćr tefldu lengstum á efstu borđum og endađi Nansý međ 4,5 vinninga og Freyja međ 4 vinninga. Efnileg Rimaskóla Embla Sólrún Jóhannesdóttir varđ í 3. sćti stúlkna međ 4 vinninga eftir góđan endasprett. Alls voru 22 verđlaun í bođi og voru ţađ fyrirtćkin í verslunarmiđstöđinni Torginu viđ Hverafold í Grafarvogi sem gáfu vinningana ásamt Emmess ís.
Ţetta 12. TORG skákmót Fjölnis er ţađ langfjölmennasta til ţessa en 78 grunnskólanemendur skráđu sig til leiks. Skákáhugi er međ mesta móti í Grafarvogi ef miđađ er viđ fjölda ţátttakenda á skákćfingum Fjölnis í vetur og voru Grafarvogskrakkarnir fjölmennir á ţessu móti ásamt afrekskrökkum úr Kópavogi. TORG mótiđ hófst međ ávarpi Össurar Skarphéđinssonar alţingismanns í Reykjavík norđur. Ţingmađurinn sem var heiđursgestur mótsins er mikill skákáhugamađur og flutti hann meitlađa skákhvatningarrćđu og beindi máli sínu til krakkanna. Össur lék 1. leik mótsins fyrir Kristófer Halldór Kjartansson sem tefldi nýveriđ međ Íslandsmeistarasveit Rimaskóla á NM grunnskóla. Björn Ívar Karlsson sá um mótstjórnina ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildar Fjölnis.
Í skákhléi var bođiđ upp á girnilegar veitingar sem ađ ţessu sinni voru í bođi Emmess og Nóa-Síríusar. Foreldrar og ađstandendur fjölmenntu og fylgdust spenntir međ jöfnu og skemmtilegu skákmóti auk ţess sem ţeir ađstođuđu viđ mótshaldiđ. Skákdeild Fjölnis ţakkar keppendum fyrir ađ fjölmenna og sýna frábćra frammistöđu, fyrirtćkjunum sem gáfu vinningana og veitingarnar og ekki síst Birni Ívari okkar frábćra skákstjóra og skákkennara, öllum ţessum fyrir ađ gera mótiđ eins ánćgjulegt og glćsiilegt og reyndin varđ.
Rank | SNo. | Name | FED | Pts | BH. |
1 | 6 | Björn Hólm Birkisson | ISL | 5˝ | 26 |
2 | 7 | Bárđur Örn Birkisson | ISL | 5 | 24 |
3 | 41 | Dawid Kolka | ISL | 5 | 23˝ |
4 | 45 | Jón Ţór Lemery | ISL | 5 | 21˝ |
5 | 15 | Joshua Davíđsson | ISL | 5 | 19˝ |
6 | 39 | Kristján Dagur Jónsson | ISL | 5 | 18 |
7 | 27 | Steinţór Örn Gíslason | ISL | 5 | 18 |
8 | 11 | Gabríel Sćr Bjarnţórsson | ISL | 4˝ | 23 |
9 | 14 | Nansý Davíđsdóttir | ISL | 4˝ | 22 |
10 | 64 | Róbert Orri Árnason | ISL | 4˝ | 19˝ |
11 | 40 | Kristófer Halldór Kjartansson | ISL | 4˝ | 19˝ |
12 | 53 | Vignir Vatnar Stefánsson | ISL | 4˝ | 19 |
13 | 55 | Felix Steinţórsson | ISL | 4 | 25 |
14 | 47 | Adam Omarsson | ISL | 4 | 22 |
15 | 65 | Sćmundur Árnason | ISL | 4 | 21˝ |
16 | 5 | Freyja Birkisdóttir | ISL | 4 | 21 |
17 | 68 | Anton Breki Óskarsson | ISL | 4 | 21 |
18 | 16 | Guđni Viđar Friđriksson | ISL | 4 | 20 |
18 | Hákon Garđarsson | ISL | 4 | 20 | |
20 | 66 | Ágúst Ívar Árnason | ISL | 4 | 19 |
21 | 26 | Stefán Guđnason | ISL | 4 | 19 |
22 | 10 | Alexander Már Bjarnţórsson | ISL | 4 | 17 |
23 | 57 | Guđmundur Peng Sveinsson | ISL | 4 | 16˝ |
24 | 35 | Embla Sólrún Jóhannesdóttir | ISL | 4 | 15˝ |
25 | 49 | Jón Hreiđar Rúnarsson | ISL | 3˝ | 24˝ |
26 | 20 | Kjartan Karl Gunnarsson | ISL | 3˝ | 24 |
27 | 46 | Róbert Luu | ISL | 3˝ | 23˝ |
28 | 31 | Magnús Hjaltason | ISL | 3˝ | 20˝ |
29 | 22 | Arnór Gunnlaugsson | ISL | 3˝ | 17˝ |
30 | 58 | Mikael Maron Torfason | ISL | 3 | 23 |
31 | 4 | Ísarr Logi Arnarsson | ISL | 3 | 22˝ |
32 | 8 | Elvar Andri Bjarnason | ISL | 3 | 22 |
33 | 28 | Fannar Árni Hafsteinsson | ISL | 3 | 21˝ |
34 | 70 | Bjartur Ţórisson | ISL | 3 | 21 |
35 | 12 | Rakel Björgvinsdóttir | ISL | 3 | 21 |
36 | 48 | Ríkharđ Skorri Ragnarsson | ISL | 3 | 20 |
37 | 69 | Benedikt Ţórisson | ISL | 3 | 19˝ |
38 | 30 | Kristófer Aron Helgason | ISL | 3 | 19 |
39 | 73 | Anna Lára Fossdal | ISL | 3 | 17 |
40 | 17 | Darri Már Garđarsson | ISL | 3 | 17 |
41 | 63 | Arnór Veigar Árnason | ISL | 3 | 16˝ |
42 | 29 | Árni Már Hauksson | ISL | 3 | 16˝ |
43 | 13 | Ívar Björgvinsson | ISL | 3 | 16 |
44 | 50 | Óttar Örn Bergmann Sigfússon | ISL | 3 | 16 |
45 | 42 | Haraldur Sindri Kristjánsson | ISL | 3 | 14˝ |
46 | 43 | Bjarki Kröyer | ISL | 3 | 14˝ |
47 | 38 | Eiríkur Ţór Jónsson | ISL | 3 | 14˝ |
48 | 51 | Íris Brynja Sigurdórsdóttir | ISL | 3 | 13 |
49 | 32 | Sindri Snćr Hjaltason | ISL | 3 | 13 |
50 | 61 | Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir | ISL | 2˝ | 21 |
51 | 60 | Nóel Vilbergsson | ISL | 2˝ | 17˝ |
52 | 33 | Kristófer Snćr Ingason | ISL | 2˝ | 14˝ |
53 | 36 | Eva Björg Jóhannesdóttir | ISL | 2˝ | 12˝ |
54 | 59 | Aldís Traustadóttir | ISL | 2˝ | 12˝ |
55 | 2 | Hilmir Arnarson | ISL | 2 | 21˝ |
56 | 62 | Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir | ISL | 2 | 21˝ |
57 | 1 | Elsa Kristín Arnaldardóttir | ISL | 2 | 18 |
58 | 3 | Garđar Arnarsson | ISL | 2 | 18 |
59 | 37 | Helga Hafdal Jónsdóttir | ISL | 2 | 17˝ |
60 | 75 | Jóhannes Torfi Torfason | ISL | 2 | 17 |
61 | 67 | Jökull Bjarki Ómarsson | ISL | 2 | 16˝ |
62 | 71 | Birna Vala Fossdal | ISL | 2 | 16 |
63 | 54 | Sigríđur Steingrímsdóttir | ISL | 2 | 16 |
64 | 76 | Gísli Le Vinh Mörtuson | ISL | 2 | 15˝ |
65 | 24 | Helga Berglind Guđmundsdóttir | ISL | 2 | 14 |
66 | 23 | Birkir Ţór Guđjónsson | ISL | 2 | 13 |
67 | 44 | Kolbrún Arna Káradóttir | ISL | 2 | 12˝ |
68 | 74 | Heiđa Rós Gyđudóttir | ISL | 2 | 12˝ |
69 | 77 | Emilía Andradóttir | ISL | 1˝ | 12˝ |
70 | 72 | Ásrún Svava Fossdal | ISL | 1˝ | 12˝ |
71 | 25 | Ísak Ernir Guđmundsson | ISL | 1 | 16 |
72 | 56 | Ásdís Svava Svavarsdóttir | ISL | 1 | 15 |
73 | 78 | Patrycja Teresa Krupa | ISL | 1 | 14˝ |
74 | 9 | Jón Sigurđur Bjarnason | ISL | 1 | 13 |
75 | 19 | Bergţóra Helga Gunnarsdóttir | ISL | 1 | 13 |
76 | 52 | Dagný Ósk Stefánsdóttir | ISL | 1 | 11˝ |
77 | 34 | Helgi Ţór Ingólfsson | ISL | 1 | 11˝ |
78 | 21 | Sigurđur Rúnar Gunnarsson | ISL | 0 | 13˝ |
14.11.2015 | 23:48
Tveir góđir sigrar í dag - mínútuţögn viđ upphaf umferđar - Carlsen mćtir Aronian á morgun
Ţađ gekk vel hjá íslensku sveitunum í opnum flokki í dag. A-liđiđ vann góđan 2˝-1˝ á sterkri sveit Rúmena. Henrik Danielsen vann góđan sigur en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Gullaldarliđiđ vann öruggan 3-1 sigur á sveit Kósóvó. Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason unnu en ađrir gerđu jafntefli. Friđrik Ólafsson tefldi á fjórđa borđi fyrir gullaldarliđiđ og er ţađ fyrsta landsliđsviđureign Friđriks síđan á Möltu áriđ 1980!
Kvennaliđinu gekk ekki vel og ˝-3˝ tap gegn Lettum stađreynd. Lenka Ptácníková gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust.
Umferđ dagsins hófst í dag međ ţví ađ Zurab Azmaiparashvili vottađi franska liđinu samúđ skáksamfélagsins vegna atburđa gćrdagsins. Ađ ţví loknu stóđu allir keppendur upp úr sćtum sínum og minntust fórnarlambanna međ mínútuţögn. Mótshaldarar höfđu útvegađ sorgarbönd sem allir keppendur og starfsmenn mótsins báru viđ upphaf umferđar. RÚV tók tilfinningaríkt viđtal viđ Sebastian Maze, liđsstjóra frönsku sveitarinnar, sem finna má hér.
Frakkar komu greinilega tvíefldir til leiks ţví ţeir unnu frábćran 2˝-1˝ sigur á Armenum.
Evrópumeistarar Asera er efstir í opnum flokki en ţeir unnu stórsigur, 3˝-˝, á Dönum. Rússar og Úkraínumenn eru í 2.-3. sćti.
Í kvennaflokki eru Georgía og Úkraína efst.
Ţriđja umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Ísland viđ sterka sveit Ţjóđverja en gullaldarliđiđ viđ Tyrki. Kvennaliđiđ mćtir sveit Belgíu.
Ein athyglisverđasta viđureign morgundagsins verđur ađ teljast viđureign Norđmanna og Armena. Ţar má gera ráđ fyrir ađ tveir stigahćstu keppendur mótsins tefli saman, heimsmeistarinn Magnus Carlsen og Levon Aronian. Carlsen hefur hvílt í tveimur fyrstu umferđunum en lítill vafi er á ţví ađ hann mćti til leiks á morgun gegn Armenum sterka.
Úkraínumenn mćta Aserum og Rússar tefla viđ Spánverja.
Umferđin hefst kl. 15. Áhorfendur hvattir til ađ mćta í Höllina til ađ upplifa veisluna! Skákskýrinar í umsjón Björns Ţorfinnssonar hefjast kl. 17. Fyrir ţann tíma er hćgt ađ fylgjast međ skýringum Simon Williams á ensku og fylgjast međ skákunum á skjám á skákstađ.
Vert er ađ benda á afar vandađa umfjöllun Björns Ţorfinnssonar á DV.is.
Spil og leikir | Breytt 15.11.2015 kl. 00:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsileg tilţrif á HM ungmenna í Grikklandi
Helsta niđurstađa mótsins er sú ađ breiddin er mikil međal ungra skákmanna okkar enda sáust glćsileg tilţrif í fjölmörgum viđureignum. Fyrirfram var Vignir Vatnar Stefánsson talinn eiga besta möguleika á verđlaunasćti í opna flokki 12 ára og yngri en hann hafnađi í 51. sćti af 202 keppendum hlaut, 6˝ vinning af 11 mögulegum, fékk ađeins ˝ vinning úr tveim síđustu skákum sínum. Heimsmeistaramótin eru merkilega ţétt niđur alla aldursflokkana og elo-stigatala hćpin viđmiđun ţar sem stigin endurspegla engan veginn raunverulega styrk fjölmargra keppenda. Ţađ er ţví til marks um góđa frammistöđu nái menn ađ hćkka á stigum og sá sem gerđi best í ţeim efnum í Grikklandi var Björn Hólm Birkisson en hann hlaut 5˝ vinning af 11 mögulegum og hćkkađi um 150 elo-stig. Akureyringurinn Símon Ţórhallsson stóđ sig einnig frábćrlega en hann hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum og hćkkađi um 100 elo stig.
Hinn 10 ára gamli Óskar Víkingur Davíđsson var međ á EM í Svartfjallandi fyrir tveim árum og hefur bćtt sig mikiđ síđan, varđ í 54. sćti af 185 keppendum og hlaut 6˝ vinning í opna flokki 10 ára og yngri. Eftirfarandi skák er hans besta frá ţessu skemmtilega heimsmeistaramóti:
HM ungmenna 10 ára flokkur; 4. umferđ:
Óskar Víkingur Davíđsson Ole Zeuner (Ţýskaland)
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Be7 6. c3 Rf6 7. d3 0-0 8. 0-0 d6 9. h3 Be6 10. He1 Ra5 11. Bxe6 fxe6 12. Rbd2 Rh5?!
Ţetta ferđalag riddarans er of tímafrekt og Óskar Víkingur hrifsar til sín frumkvćđiđ međ nokkrum beittum leikjum.
13. d4 exd4 14. Rxd4 Rf4 15. b4! Rb7 16. R2f3 Dd7 17. Db3 Rd8 18. Bxf4 Hxf4 19. Had1!
Góđ liđsskipan og brátt eykur hvítur ţrýstinginn á stöđu svarts.
19.... Kh8 20. c4! Hf7 21. c5 e5 22. Rf5 Dc6
Góđur leikur sem mylur niđur varnir svarts. Önnur leiđ var 23. Rxe5! dxe5 24. Hxd8! Hxd8 25. Dxf7 Bf6 26. Hd3 međ vinningsstöđu ţar sem 26.... Dd7 er svarađ međ 27. Dxd7 Hxd7 28. Ha3! og vinnur og eftir 26.... g6 á hvítur 27. Hd3! međ óverjandi máthótunum.
23.... Dxd5 24. Hxd5 c6?
Hann varđ ađ reyna 23.... Rb7 en ekki er stađan björguleg eftir 24. Hc1.
25. Hd3 dxc5 26. Rxe5
Vinnur liđ og nú er eftirleikurinn auđveldur.
26.... Hf6 27. Rxe7 c4 28. Hd7 h6 29. Hed1 Rf7 30. Reg6+ Kh7 31. f4 Hxg6 32. Rxg6 Kxg6 33. Hc7 Hd8 34. Hxc6+ Kh7 35. Hxd8 Rxd8 36. Hc8 Re6 37. f5 Rf4 38. e5
og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. nóvember
Spil og leikir | Breytt 7.11.2015 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2015 | 18:26
Bein útsending frá EM landsliđa í skák í Reykjavík
2. umferđ EM landsliđa í skák er í fullum gangi. Fjölmargar spennandi viđureignir og skákir fara fram.
Íslenska A-liđiđ er ađ tefla viđ liđ Rúmeníu, Íslenska Gullaldarliđiđ teflir viđ nýliđana frá Kósóvó og kvennaliđiđ liđ Letta.
Ţá má nefna ađ Armenía, međ ofurstórmeistarann Levon Aronian á 1. borđi teflir viđ Frakka, Englendingar viđ Georgíu og Rússar eru ađ tefla viđ Grikki.
- Bein útsending frá opnum flokki
- Bein útsending frá kvennaflokki
- Stađan í kvennaflokki
- Stađan í opnum flokki
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2015 | 23:28
Armenar og Georguímenn efstir á EM landsliđa í skák í Reykjavík
- Íslenska A-landsliđiđ lá gegn Armenum
- Gullaldarliđiđ tapađi fyrir Hollendingum
- Guđlaug hetja okkar gegn Tyrkjum
Íslenska A-landsliđiđ í skák steinlá fyrir Armenum, einni sterkustu skákţjóđ heims, í fyrstu umferđ Evrópumóts landsliđa sem hófst í Laugardalshöll í dag. Armenar, sem tefla fram Levon Aronian á efsta borđi, gáfu Íslendingum engin griđ og ţrátt fyrir góđ fćri Héđins Steingrímssonar tókst okkar mönnum ekki ađ komast á blađ gegn hinum firnasterku Armenum.
Ađeins Armenar og Georgíumenn unnu viđureignir sínar međ mesta mun. Georgíumenn, sem ofurstórmeistarann Baadur Jobava leiđa, sigruđu Skota 4-0.
Gullaldarliđ Íslendinga tapađi fyrir öflugri sveit Hollendinga međ hálfum vinningi gegn ţremur og hálfum, ţar sem Margeir Pétursson tryggđi ađ Ísland kćmist á blađ.
,,Ţarna hefndum viđ Hollendingar fyrir tvö töp í fótbolta," sagđi kampakátur Loek van Wely eftir viđureignina viđ íslenska liđiđ, og vísađi ađ sjálfsögđu í glćsileg úrslit Íslendinga í knattspyrnu gegn Hollendingum.
Kvennalandsliđiđ tapađi 3-1 gegn Tyrkjum. Guđlaug Ţorsteinsdóttir var hetja íslenska liđsins, lagđi andstćđing sem var 250 skákstigum hćrri.
Helstu úrslit í 1. umferđ voru ađ Rússar, stigahćsta sveit mótsins, unnu Tyrki 3-1, Úkraína vann Rúmeníu 3-1, Evrópumeistarar Asera unnu Slóvena 3-1 og Frakkar unnu Svía 3-1.
Danir náđu góđum úrslitum og lögđu sterka sveit Tékka, 2,5-1,5. Ţá vakti mikla athygli ađ Kosovo, sem nú keppir í fyrsta sinn, náđi góđum úrslitum á móti Grikkjum, töpuđu međ minnsta mun. Frćndur vorir í Fćreyjum, sem eiga ţriđju stigalćgstu sveit landsins, náđu ágćtum úrslitum gegn Króötum, 1-3.
Í kvennaflokki bar hćst ađ úkraínsku systurnar Anna og Mariya Muzichuk komust ekki til landsins í tćka tíđ og varđ Úkraína ađ gefa eina skák á móti Englendingum, en hafđi engu ađ síđur sigur, 2,5-1,5. Önnur helstu úrslit í kvennaflokki urđu ađ Georgía, stigahćsta sveit mótsins, sigrađi Tékka 3,5-0,5 og Rússar unnu Grikki 3-1.
Evrópumótiđ í skák er öflugasta og sterkasta skákmót ársins í heiminum, og stćrsti skákviđburđur sem fram hefur fariđ á Íslandi síđan 1972.
Skáksamband Íslands stendur ađ viđburđinum í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu, međ stuđningi ríkisstjórnar Íslands, Reykjavíkurborgar og fjölmargra fyrirtćkja, félaga og einstaklinga.
Viđ setningarathöfnina í dag fluttu Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra og Zurab Azmaiparashivili forseti Skáksambands Evrópu ávörp. Tónlistarmađurinn Svavar Knútur kom fram viđ setningu mótsins.
Önnur umferđ Evrópumóts landsliđa í skák fer fram laugardaginn 14. nóvember og hefst kl. 15. Allar skákir eru sendar beint út á netinu og hćgt er ađ fylgjast međ á heimasíđu mótsins, http://etcc2015.com
13.11.2015 | 11:14
Evrópumót landsliđa hefst kl. 15: Íslendingar mćta Evrópumeisturunum - Carlsen hvílir í fyrstu umerđ
Í dag kl. 15 hefst stćrsta skákveisla sem fram hefur fariđ í 43 ár á Íslandi. Sé ţađ ekki nóg, ţá er einnig um ađ rćđa eitt af sterkustu skákmótum heims á árinu. Ísland keppir međ tvćr sveitir í opnum flokki og eina í kvenna flokki.
Borđaröđun 1. umferđar liggur nú fyrir og er ljóst ađ okkar bíđur verđugt verkefni í viđureignum dagsins.
Opinn flokkur
A-Sveit Íslands, mćtir sjálfum Evrópumeisturunum frá Armeniu!, en um er ađ rćđa gríđarlega öfluga sveit ofurstórmeistara međ ofurstórmeistarann Levon Aronian (2781) á 1. Borđi. Hannes Hlífar Stefánsson fćr ţađ verđuga verkefni ađ glíma viđ Aronian í umferđinni!
Gullaldarliđiđ fćr einnig gríđaröfluga sveit Hollendinga, en ofurstórmeistarinn Anish Giri (2778) leiđir sveitina og á 2. borđi er Íslandsvinurinn GM Erwin Lami (2623) sem sigrađi eftirminnilega á Opna Reykjavíkurskákmótinu nú í vor.
Nánar má skođa pörun hér
Kvennaflokkur
Kvennaliđiđ okkar teflir viđ öfluga sveit Tyrkja sem er talsvert stigahćrri en okkar liđ, en hafa verđur í huga ađ skákstig tefla ekki, heldur getur allt gerst.
Nánar má skođa pörun í kvennaflokki hér.
Heimasíđa mótsins (beinar útsendingar)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 20
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 8779394
Annađ
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 140
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar