Fćrsluflokkur: Spil og leikir
17.2.2017 | 07:00
Skákmót öđlinga hefst á miđvikudaginn
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Stefán Arnalds.
Mótiđ verđur jafnframt Íslandsmót 50 ára og eldri ţar sem efsti keppandinn í hópi ţeirra sem fćddir eru 1967 og fyrr hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Skákmeistari öđlinga. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ og ţar međ verđlaun.
Athugiđ ađ lokaumferđ mótsins fer fram föstudaginn 31. mars.
Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 22. febrúar kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 1. mars kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 8. mars kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 15. mars kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 22. mars kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 29. mars kl. 19.30
7. umferđ föstudag 31. mars kl. 19.30
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Hrađskákmót öđlinga fer fram miđvikudaginn 12. apríl kl. 19:30 og ađ ţví loknu fer ţar fram verđlaunaafhending fyrir bćđi mót. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik
Verđlaun
1. sćti kr. 40.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000
Ţátttökugjald (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts)
kr. 5.000 Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi
Skákstjórn
Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109
Skráningarform
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Mótiđ verđur nú haldiđ í 26. sinn en núverandi Skákmeistari öđlinga er Stefán Arnalds.
Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 22. febrúar kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 1. mars kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 8. mars kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 15. mars kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 22. mars kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 29. mars kl. 19.30
7. umferđ miđvikudag 5. apríl kl. 19.30
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Mótinu lýkur miđvikudaginn 12. apríl kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik
Verđlaun
1. sćti kr. 40.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000
Ţátttökugjald (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts)
kr. 5.000 Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi
Skákstjórn
Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109
Skráningarform
Spil og leikir | Breytt 15.2.2017 kl. 11:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2017 | 15:09
Nóa Síríus-mótiđ: Dađi og Ţröstur sigurvegarar á afar vel skipuđu Gestamóti Hugins og Breiđabliks
Ţá er vel heppnuđu Nóa Siríus móti 2017 lokiđ. Alls tóku 72 skákmenn á öllum aldri ţátt og hefur mótiđ aldrei veriđ sterkara en í ár.
A-flokkur
Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson eru sigurvegarar í A-flokki hins Nóa-Siríus mótsins firnasterka sem lauk á ţriđjudagskvöldiđ í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţröstur ćtlađi sér greinilega sigur gegn Dađa í úrslitaskák ţeirra tveggja, mćtti viđ alvćpni og brá bitru sverđi á loft međ óvćntum byrjunarleik. Dađi, sem var međ svart, lét ţó engan bilbug á sér finna. Hann varđist fimlega ađ hćtti Gunnars á Hlíđarenda ţó ađ hann ćtti í höggi viđ einn skćđasta sóknarskákmann landsins og hélt ró ţegar mest lá viđ. Ţegar jafntefli var samiđ var Dađi líklega kominn međ ögn vćnlegra tafl en jafnteflisbođ Ţrastar kom á réttu andartaki. Međ jafntefli ţessu tryggđu ţeir félagar sér sigur á mótinu međ 5 vinningum hvor í sex umferđum. Glćsilega gert hjá ţeim báđum. Ţó ađ Dađi sćti yfir í einni umferđinni, reyndist hann hćrri í stigaútreikningi. Flestir skákmenn vita hvers Dađi er megnugur en fáir áttu ţó von á slíkri frammistöđu. Međalstig andstćđinga Dađa voru 2.432 og árangur hans mćlist 2.798 stig sem er međ ţví allra hćsta sem sést hefur hér á landi á síđustu árum. Ţröstur getur einnig vel viđ unađ. Hann tefldi af feiknarlegu öryggi og leyfđi einungis tvö jafntefli, hiđ fyrra viđ Lenku í annarri umferđ, hiđ seinna gegn Dađa í ţeirri síđustu, eins og áđur sagđi.
Á nćst efsta borđi gerđu lagasnillingarnir Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson jafntefli í skák sem tefld var í botn. Jóhann virtist jafna tafliđ međ svörtu eftir byrjunina og jafnvel fá ađeins betri stöđu í miđtaflinu. Björgvin tefldi hins vegar vel og undir lokin hafđi hann peđi meira í hróksendatafli en Jóhann var ekki í vandrćđum međ ađ halda jöfnu međ virkjum kóngi á miđju borđi. Björgvin átti ágćtt mót, taplaus en gerđi jafntefli í fjórum skákum. Jóhann Hjartarson, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í kappskák og raunar hrađskák líka, tapađi fyrir Benedikt Jónassyni í fjórđu umferđ og missti ţar međ möguleika á toppsćti. Benedikt fór á kostum í mótinu og ţađ er alltaf gaman ađ fylgjast međ Jóhanni enda sá stórmeistari okkar, auk Friđriks, sem náđ hefur lengst á svarthvítu reitunum. Jóhann teflir ávallt ótrauđur til sigurs og viđureignir hans einkennast af leikgleđi og lítilli lognmollu - baráttu frá upphafi til enda.
Guđmundur Kjartansson sigrađi Helga Áss Grétarsson í baráttuskák. Upp kom peđaendatafl ţar sem báđir náđu ađ vekja upp drottningu, Guđmundur ţó fyrr og ţađ gerđi gćfumuninn eftir ađ Helga hafđi orđiđ á örlítil ónákvćmni. Mikill fengur ađ fá Helga ađ skákborđinu í ţessu sterka móti og Guđmundur sýndi og sannađi enn hve ţolgóđur hann er ţegar líđa tekur á skákirnar, enda innbyrti hann flesta sína vinninga í endatöflum.
Skák Jóns Viktor Gunnarssonar og Björns Ţorfinnssonar var flókin og tvísýn. Jón Viktor fórnađi ađ lokum manni og náđi ađ leggja stjörnublađamanninn og félaga sinn hjá TR ađ velli í tímahraki hins síđarnefnda.
Ţá lauk Ţorsteinn Ţorsteinsson ágćtu móti međ ţví ađ gera jafntefli međ hvítu viđ stórmeistarann Jón L. Árnason í 32 leikjum. Skákin einkenndist af átökum um frumkvćđiđ en jafnvćgiđ var ţó ćtiđ innan seilingar. Jón hrifsađi ţó til sín peđ í drottningarendatafli sem gerđi ţađ ađ verkum ađ Ţorsteinn sá ţann kost vćnstan ađ ţráskáka. Ţorsteinn fór taplaus í gegnum mótiđ en var lengi í gang. Jón L. var einnig greinilega ađ komast í gamalkunnan gír eftir brösuga byrjun.
Benedikt Jónasson sneri skemmtilega á Vigni Vatnar Stefánsson og Magnús Örn Úlfarsson tefldi vel gegn Halldóri Grétari Einarssyni og hafđi sigur međ laglegri mannsfórn:
Hvítt: Magnús Örn Úlfarsson
Svart: Halldór Grétar Einarsson
Svartur lék síđast 13...Bd7-e6?
13...Hd8 hefđi veriđ svarađ međ 14.e6! Bxe6 15.Bxc6+ bxc6 16.Rc7+ Kf8 17.Dxd8mát
Skást var 13. e6 eins og Sigurđur Dađi lék međ góđum árangri í Danaveldi áriđ 2005.
Hvítur fćr ţó góđ fćri fyrir peđiđ á e5 sem tapast ef hann teflir rétt!
Nú er 14. Kxe7 svarađ međ 15.Dd6+ Ke8 16.Bxc6+ bxc6 17.Dxc6+ Ke7 18.Dd6+ Ke8 19.Bg5! og svartur er niđurbrotinn!
14...b5 15.Rxc6 Dxa4 16.Dd2! og hvítur vann
Önnur úrslit umferđarinnar má sjá á Chess-Results.
Ţađ var einstakur heiđur ađ fá ađ hafa Friđrik Ólafsson međal keppenda. Ţó svo ađ ţessi ljúfi baráttumađur sé kominn af léttasta skeiđi, á hann enn létt međ ađ stunda ţessa göfugu hugarlist. Hann sér flestum lengra og ánćgjan skín úr augunum ţó svo ađ úthaldiđ sé kannski minna en ţađ forđum var.
Ţá var sérstaklega gaman ađ lađa aftur ađ skákborđinu gamla meistara á borđ viđ Jón Hálfdánarson og Björn Halldórsson. Ţađ brá fyrir gömlum töktum hjá hvorumtveggja og ţó svo ađ stríđsgćfan hafi kannski ekki falliđ ţeim í skaut í stöku umferđ, er ljóst ađ báđir eiga fullt erindi í svona sterkt mót, ţrátt fyrir áratuga langa fjarveru frá kappsskák. Er ţađ von mótshaldara ađ ţeir fćrist í aukana á hvítum reitum og svörtum í kjölfar mótsins.
Lokastađan í A-flokki:
Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson urđu jafnir og efstir međ 5 vinninga. Í ţriđja til fjórđa sćti komu TR-ingarnir Guđmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson sem áttu báđir gott mót. Guđmundur, sem er nýbakađur Skákmeistari Reykjavíkur, er greinilega í mjög góđu formi um ţessar mundir. Hann tapađi í nćstsíđustu umferđ fyrir Dađa en náđi öđru sćti međ sigri á Helga Áss Grétarssyni í síđustu umferđ. Jón Viktor tók yfirsetu í fyrstu tveimur umferđunum en hlaut ţrjá og hálfan vinning úr fjórum tefldum skákum. Sannarlega góđur árangur og ljóst ađ hann hefđi mćtt Dađa ef sjöundu umferđ hefđi veriđ til ađ dreifa.
Lokastöđu má sjá á Chess-Results.
B-flokkur
Lokaumferđin í B-flokki var ćsispennandi. Svo fór ađ lokum ađ félagarnir úr Fjölni, Hörđur Aron Hauksson og Jón Trausti Harđarson urđu eftir og jafnir međ 5 vinninga hvor en fast á hćla ţeirra í 3. sćti kom Stephan Briem međ 4,5 vinninga. Ţessir ţrír unnu sér ţátttökurétt í A flokki ađ ári.
Úrslit umferđarinnar má finna á Chess-Results.
Lokastöđuna má finna einnig á Chess-Results.
Niđurlag
Ađstandendur mótsins, Skákfélagiđ Huginn og Skákdeild Breiđabliks, ţakka bođsgestum ţátttökuna, ljúfa samveru og snjöll tilţrif. Eins og ţátttökulistinn ber međ sér, er greinileg spurn eftir móti sem ţessu, móti sem hefur veriđ ţróađ frá upphafi og lagađ ađ óskum skákmannanna sjálfra. Skákstjóri var Vigfús Vigfússon sem stjórnađi af sinni alkunnu alúđ og vandvirkni og á hann miklar ţakkir skildar fyrir gott starf.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2017 | 10:58
Meistaramót Vinaskákfélagsins hefst 23. febrúar
Meistaramót Vinaskákfélagsins í Atskák verđur haldiđ 23 febrúar, 9 mars og 16. mars. Ákveđiđ er ađ hafa skákmótiđ á 3 stöđum ef húsrúm leyfir. Ţetta verđur árlegt skákmót.
- 23. febrúar verđur ţađ haldiđ í Vin Hverfisgötu 47.
- 9. mars verđur ţađ í Hlutverkasetriđ Borgartúni 1.
- 16. mars er óstađfest enn hvar viđ höldum ţađ.
Skákmótiđ verđur 8 umferđir. 3 skákir á kvöldi, nema síđasta kvöldiđ ţá verđa tefldar 2 skákir og verđlaunaafhending af ţví loknu.
Ţetta verđur opiđ skákmót fyrir alla.
Tímamörkin eru 15 mín + 10 sek uppbótartími á leik.
Mótiđ er reiknađ til atskákstiga. Mótiđ hefst kl. 19:30.
Verđlaun:
- 1. sćtiđ eignarbikar + gullpeningur. Einnig verđum viđ međ farandbikar en ţetta skákmót verđur síđan árlegt.
- 2. sćtiđ silfurpeningur.
- 3. sćtiđ bronspeningur.
Einnig ćtlar einn félagi í Vinaskákfélaginu ađ gefa andlitsteikningar af frćgum skákmönnum.
Ţáttökugjald á mótiđ er ađ félagsmenn greiđi 500 kr., en 2.000 kr. fyrir ađra. Ath. ađ Hollvinir Vinaskákfélagsins fá frítt á skákmótiđ.
Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
16.2.2017 | 07:00
Skákkeppni vinnustađa fer fram í kvöld
Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2017 sem fram fer í félagsheimili TR ađ Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Tafliđ hefst klukkan 19:30. Mótiđ er kjöriđ fyrir hinn almenna skákáhugamann ţar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liđi og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustađa.
Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 8 mínútur á hverja skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Teflt er í ţriggja manna liđum og er hverju liđi heimilt ađ hafa eins marga varamenn og ţeim hugnast. Ekkert takmark er á fjölda liđa hvers vinnustađar.
Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar.
Ţátttökugjald er 15.000kr fyrir hverja sveit. Skráning fer fram í gegnum sérstakt skráningarform sem finna má á vef TR (einnig ađgengilegt á www.skak.is). Nánari upplýsingar um mótiđ veitir Kjartan Maack í síma 8620099.
Viđ hvetjum alla vinnustađi til ţátttöku. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir.
Spil og leikir | Breytt 6.2.2017 kl. 18:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2017 | 19:47
Beinar útsendingar frá skákmótum - námskeiđ fyrir áhugasama!
Allt of fáir í skákhreyfingunni hafa nćgilega ţekkingu til ađ hafa beinar útsendingar frá skákmótum og beinar útsendingar frá íslenskum skákmótum eru frekar undantekningar en regla. SÍ ćtlar ađ reyna ađ bćta úr ţví og býđur upp á námskeiđ fyrir ţá sem vilja lćra ţessi frćđi. Björn Ívar Karlsson og Omar Salama okkar helstu sérfrćđingar í beinum útsendingum verđa međ námskeiđ fyrir áhugasama ţriđjudaginn 21. febrúar kl. 19:30 í SÍ.
Ţeir sem hafa áhuga eru hvattir til ađ mćta. Félög eru hvött til ađ senda fulltrúa en SÍ er tilbúiđ ađ lána búnađ til félaga hafi ţau beinar útsendingar frá einstaka mótum.
Einnig leitar SÍ ađ fleiri sérfrćđingum til ađ ađstođa viđ einstaka mót, eins og t.d. Íslandsmót skákfélaga, svo ţarna gćti falist smá "atvinnutćkifćri" fyrir áhugasama.
Skráning fer fram í netfangiđ gunnar@skaksamband.is. Ekkert námskeiđgjald og meira ađ segja frítt kaffi innifaliđ!
15.2.2017 | 11:14
Skákmót öđlinga hefst miđvikudaginn 22. febrúar
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öđlinga er Stefán Arnalds.
Mótiđ verđur jafnframt Íslandsmót 50 ára og eldri ţar sem efsti keppandinn í hópi ţeirra sem fćddir eru 1967 og fyrr hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Skákmeistari öđlinga. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ og ţar međ verđlaun.
Athugiđ ađ lokaumferđ mótsins fer fram föstudaginn 31. mars.
Dagskrá:
1. umferđ miđvikudag 22. febrúar kl. 19.30
2. umferđ miđvikudag 1. mars kl. 19.30
3. umferđ miđvikudag 8. mars kl. 19.30
4. umferđ miđvikudag 15. mars kl. 19.30
5. umferđ miđvikudag 22. mars kl. 19.30
6. umferđ miđvikudag 29. mars kl. 19.30
7. umferđ föstudag 31. mars kl. 19.30
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Láta skal skákstjóra vita um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Hrađskákmót öđlinga fer fram miđvikudaginn 12. apríl kl. 19:30 og ađ ţví loknu fer ţar fram verđlaunaafhending fyrir bćđi mót. Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Tímamörk
90 mín + 30 sek viđbót eftir hvern leik
Verđlaun
1. sćti kr. 40.000
2. sćti kr. 20.000
3. sćti kr. 10.000
Ţátttökugjald (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts)
kr. 5.000 Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi
Skákstjórn
Ţórir Benediktsson; thorirbe76@gmail.com, s. 867 3109
Skráningarform
15.2.2017 | 00:20
Jóhann Örn sigurvegari Eđalskákmóts Magga P
Eđalskákmót Magga P var haldiđ í dag í Stangarhyl 4 félagsheimili F E B Ţar sem Ćsir tefla alla ţriđjudaga á milli 13.00 og 16.30. Ţar eru allir karlar 60+ og konur 50+ velkomin. Einu skilyrđin eru ţau ađ menn hafi gaman af ađ tefla skák. Magnús V Pétursson gefur öll verđlaun sem teflt var um í dag. Teflt var um farandbikar. Magnús setur ţau skilyrđi ađ menn verđa ađ vera orđnir 75 ára eđa verđa ţađ á árinu til ţess ađ fá verđlaun.
Ţrjátíu og fjórir mćttu til tafls í dag og ţađ vildi svo skemmtilega til ađ helmingur ţeirra eđa 17 kappar uppfylltu ţau skilyrđi.
Jóhann Örn Sigurjónsson vann mótiđ međ 8˝ vinningi af (10) og var auđvitađ einnig efstur af Eđalmönnunum. Gunnar Örn Haraldsson fékk silfriđ međ 7 vinninga og Kristinn Bjarnason hlaut bronsiđ međ 6 vinninga.
Sjá nánari úrslit:
- 1-2 Jóhann Örn Sigurjónsson 8˝ gull
- Friđgeir K Hólm 8˝
- 3-4 Gunnar Örn Haraldsson 7 silfur
- Ţór Valtýsson 7
- 5 Stefán Ţormar 6˝
- 6-12 Guđfinnur R Kjartansson 6
- Kristinn Bjarnason 6 brons
- Andri Hrólfsson 6
- Sćbjörn G Larsen 6
- Gunnar Finnsson 6
- Ari Stefánsson 6
- Haraldur Magnússon 6
Stjórnarmenn skiptu međ sér skákstjórninni í dag.
14.2.2017 | 16:32
Sigurđur Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017
Sigurđur Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir ađ hafa unniđ Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurđur og Rúnar tefldu tvćr einvígisskákir um fyrsta sćtiđ á mótinu og hafđi Sigurđur betur í ţeim báđum. Tómas Veigar Sigurđarson, sem vann Hermann Ađalsteinsson 2-0, varđ í 3. sćti.
Hjörtur Steinbergsson vann Sigurbjörn Ásmundsson 2-0 og hreppti Hjörtur ţví 7. sćtiđ.
Ármann Olgeirsson og Sighvatur Karlsson kepptu um 9. sćtiđ og fór einvígiđ 1-1. Ţeir tefldu ţví tvćr hrađskákir um endalegt sćti og fór sú viđureign einnig 1-1. Ţá tefldu ţeir armageddosn skák og ţá hefđi Ármann betur.
Ćvar Ákason og Piotr Wypior tefldu um 11. sćtiđ og hafđi Ćvar ţar betur 2-0. Ćvar og Piotr tóku ekki ţátt í riđlakeppninni heldur var ţeim bćtt viđ inn í úrslitakeppnina á neđsta borđ.
Lokastađan:
- Sigurđur Daníelsson
- Rúnar Ísleifsson
- Tómas Veigar Sigurđarson
- Hermann Ađalsteinsson
- Smári Sigurđsson
- Hjörleifur Halldórsson
- Hjörtur Steinbergsson
- Sigurbjörn Ásmundsson
- Ármann Olgeirsson
- Sighvatur Karlsson
- Ćvar Ákason
- Piotr Wypior
Úrslitakeppnin á chess-results.
14.2.2017 | 14:54
Nýjar styrkjareglur SÍ
Nýjar styrkjareglur hafa tekiđ gildi. Ţar gilda frá og međ 1. janúar sl. Breytingar frá fyrri reglum fela ţađ međal annars í sér ađ búnir eru til fjórir styrktarflokkar.
Sem fyrr ganga skákmenn 25 ára og yngri fyrir varđandi styrkveitingar sem og alţjóđlegir meistarar. Eins og áđur geta skákmenn eldri en 25 ára fengiđ styrki nái ţeir árangri sem samsvarar 2350 skákstigum hiđ minnsta.
Styrkveitingar geta hćkkađ umtalsvert eđa um 60.000 kr. í 150.000 kr. fyrir ţá sem sem ná efsta stigi. Jafnframt er kerfiđ ţannig uppbyggt ađ hvatning er fyrir skákmenn til ađ tefla oftar erlendis, ţ.e. til ađ fá fullan styrk á tveimur efstu stigunum ţarf ađ tefla í ţremur alţjóđlegum mótum.
- Efsta stig - fyrir alţjóđlega meistara međ meira en 2400 skákstig og ţá sem ná efri afreksmörkum (A1). Styrkir geta numiđ allt ađ 150.000 kr. á ári.
- Annađ stig - fyrir alţjóđlega meistara og FIDE-meistara, 25 ára og eldri, međ meira en 2300 skákstig og fyrir ţá sem ná afreksmörkum (A2). Styrkir geta numiđ allt ađ 100.000 kr. á ári.
- Ţriđja stig - fyrir skákmenn 25 ára og yngri međ meira en 2200 skákstig og ţá sem ná lágmörkun (A3). Styrkir geta numiđ allt ađ 60.000 kr. á ári.
- Fjórđa stig - fyrir ađra skákmenn 25 ára og yngri. Styrkir geta numiđ allt ađ ađ 25.000 kr.
Horft er á hćstu stig síđustu 12 mánuđi varđandi flokkun.
Hvernig virka flokkarnir ţrír (A1-A3)?
Til ađ finna ţessa flokka var keppendalisti eftirtalinna móta skođađur.
- HM unglinga (junior) (u20)
- HM ungmenna (youth) (u14-u18)
- HM krakka (cadets) (u8-u12)
- EM ungmenna (u8-18)
Fundiđ var út hvar neđsti keppandi efsta fjórđungs (A1), annars fjórđungs (A2) og ţriđja fjórđungs (A3) hvers móts vćru međ af stigum. Međaltal EM og HM reiknađ og námundađ niđur í nćstu 50 stig.
Dćmi: 100 keppendur taka ţátt. Stuđst er viđ keppendur nr. 25, 50 og 75 í stigaröđinni. Séu međalstig á ţessum tveimur mótum í einhverjum flokknum t.d. 1845 skákstig er miđađ viđ 1800 stig. Ţessi ađferđafrćđi er notuđ sem og sú ađ nota hćstu stig síđustu 12 mánuđi ganga út á ţađ ađ láta skákmenninn njóta vafans.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2017 | 13:37
Háspenna á Nóa-Siríus mótinu ţar sem úrslit ráđast í kvöld!
Lokaumferđ hins magnađa Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Mikiđ verđur um dýrđir í skáklegum skilningi enda mannval mikiđ og víđa glóir á vegtyllur. Međal ţeirra sem leiđa saman hesta sína í kvöld eru tveir heimsmeistarar (Jón L. og Helgi Áss), tveir Ólympíumeistarar (Jón Viktor og Björn), átta Íslandsmeistarar (Friđrik og Jóhann sex sinnum hvor, Jón L. ţrisvar og Jón Viktor, Ţröstur og Guđmundur einu sinni hver. Lenka 8 sinnum og Guđlaug sex sinnum). Vert er ađ minna á ađ ţeir Friđrik og Jóhann hafa báđir náđ ţeim styrkleika á skákferli sínum ađ vera međal 10 sterkustu skákmanna heims! Ţađ er gríđarlegt afrek og bautasteinar sem lengi verđur horft til í íslenskri skákarfleifđ.
Í brennipunkti í kvöld verđur viđureign stórmeistarans margslungna, Ţrastar Ţórhallssonar, og frćđimannsins unga, Dađa Ómarssonar. Ţeir tveir eru efstir keppenda međ fjóra og hálfan vinning af fimm mögulegum og geta ţví einir sigrađ á mótinu. Víst er ađ ţar verđur barist af hörku, bragđvísi og brakandi snilld. Stórmeistarinn víđkunni og átrúnađargođ ţjóđarinnar, Friđrik Ólafsson, skorar ungstirniđ Örn Leó Jóhannsson á hólm. Friđrik er í senn afar djúpur, hugmyndaríkur og leiftrandi skákmađur en Örn Leo yfirvegađur og ţrautseigur. Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ ţví ţegar tveimur mismunandi skákstílum lýstur saman međ ţessum hćtti en víst er ađ Örn Leó getur mikiđ lćrt af keppinaut sínum.
Jóhann Hjartarson, stórmeistarinn öflugi og núverandi Íslandsmeistari, hefur svart gegn alţjóđlega meistaranum og stafnbúa Suđurnesjamanna, Björgvin Jónssyni. Ţessir kappar hafa marga hildi háđ og verđur vćntanlega tekist rösklega á um kennisetningar byrjanafrćđanna ţar sem hvortveggi er afar vel heima. Alţjóđameistarinn víđförli og langförli, Guđmundur Kjartansson, hefur hvítt gegn stórmeistaranum, lagaprófessornum og fyrrum heimsmeistara ungmenna, Helga Á. Grétarssyni. Mikil seigla einkennir taflmennsku hvorstveggja, ţannig ađ löng og ströng skák kćmi lítt á óvart međ tilheyrandi brúnaţyngslum og vopnaglammi ţegar nćr tímamörkum dregur.
Alţjóđlegu meistararnir og félagarnir úr TR, Björn Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson etja kappi. Gríđarlega góđir sóknarskákmenn báđir tveir. Björn skapar gjarnan efni í ćsifréttir á skákborđinu en Jóni er tamt ađ skjóta heilabúinu skyndilega upp úr kafi á ţeim stađ og tímapunkti sem andstćđingnum kemur verst. Fídemeistarinn burđamikli, Ţorsteinn Ţorsteinsson, mun freista ţess ađ ná upp hámarksskriđţunga gegn fyrrum heimsmeistara sveina, Jóni L. Árnasyni. Ţorsteinn er í hópi fremstu stöđufrćđilegu skákmanna landsins en Jón L. leiftrandi sóknar- og fléttuskákmađur ađ upplagi ţannig ađ hér mćtast arftakar heimsmeistaranna víđfrćgu Capablanca og Alekhine. Verkfrćđiséníiđ síunga og fyrrum undrabarn í skák, Jón Hálfdánarson, mćtir fremstu skákkonu landsins, Lenku Ptácníkovu, stórmeistara kvenna. Bćđi geta ţau teflt framúrskarandi vel en eru mistćk inni á milli. Vonandi verđa ţau bćđi í essinu sínu í kvöld ţví ađ ţá má búast viđ spennandi sennu. Hér er ađeins stiklađ á stóru ţví ađ allar viđureignir kvöldsins lofa góđu um skemmtan mikla og góđa.
Í B-flokki er spennan ekki síđri. Ţrír keppendur eru jafnir og efstir fyrir lokaumferđina međ 4 vinninga en ţađ eru ţeir Hörđur Aron Hauksson, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson. Ţessir ţrír eru jafnframt ţeir einu sem geta sigrađ á mótinu. Alexander Oliver hefur hvítt gegn Herđi Aron og Jón Trausti hefur hvítt gegn Ólafi Evert Úlfssyni sem hefur ţrjá og hálfan vinning. Sömu vinningatölu hafa ţeir Stephan Briem og Róbert Luu sem reyna međ sér á ţriđja borđi. Margt fleira verđur skemmtilegt á sjá í ţessum spennandi flokki!
Gestir eru velkomnir í Stúkuna á Kópavogsvelli! Sjá pörun á Chess-Results
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 2
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 8779179
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar