Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Vinnslustöðvarmótið hefst á föstudag í Eyjum

Vinnslustöðvarmótið fer fram í Vestmannaeyjum föstudaginn 3. og laugardaginn 4. september n.k. í Skáksetrinu að Heiðarvegi í Vestmannaeyjum.  Mótið er 7 umferða blandað mót með at- og kappskákum og er opið öllum sem áhuga hafa.  Atskákirnar verð 2x20 mínútur og kappskákirnar verða 60 mínútur + 30 sek á leik.  Mótsgjald er 2.000,-.  Skráning fer fram í athugasemdum við þessa færslu eða í símum 898 1067end_of_the_skype_highlighting (Gauti), 858 8866end_of_the_skype_highlighting (Sverrir) og 692 1655 end_of_the_skype_highlighting (Björn Ívar).

  DAGSKRÁ:
  Föstudagur 3. september 2010.
      20:00   1 umferð - Atskák.
      20:50   2 umferð - Atskák.
      21:40   3 umferð - Atskák.
  Laugardagur 4. september 2010.
      10:00   4 umferð - Kappskák.
      13:30   5 umferð - Kappskák
      17:00   6 umferð - Atskák.
      17:50   7 umferð - Atskák.
      18:30   Verðlaunaafhending og mótsslit.
      Skákir eru reiknaðar til atskáksstiga og íslenskra stiga.
      Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk sérstakra verðlauna fyrir þá sem eru fæddir 1995 og yngri, einnig fyrir u1600 stig og u1800 stig (ef þátttaka er fimm eða fleiri í viðkomandi flokki).
     (Mótshaldari áskilur sér rétt til beytinga á dagskrá og keppnisfyrirkomulagi)

   Fyrir keppendur ofan af Íslandi er best að taka Herjólf á föstudegi kl. 18:30 og þeim sem liggur á til baka, ná skipinu frá Eyjum kl. 21:00 á laugardeginum.

  11 keppendur hafa skráð sig:
  Birkir Karl Sigurðsson - SFÍ - 1440
  Björn Freyr Björnsson - TV - 2135
  Einar K. Einarsson - TV - 1985
  Guðmundur Kristinn Lee - SFÍ - 1575
  Karl Gauti Hjaltason - TV - 1555
  Kjartan Guðmundsson - TV - 1840
  Stefán Gíslason - TV - 1675
  Sverrir Björnsson - Haukar - 2140
  Sverrir Unnarsson - TV - 1885
  Þorsteinn Þorsteinsson - TV - 2235


Norðurlandamóti stúlkna lauk í dag - Svíar með tvo NM-titla

Picture 025Á ýmsu gekk í lokaumferð Norðurlandamóts stúlkna sem fram fór í dag.  Enginn medalía varð Íslendinga í ár en Svíar hömpuðu tveimur meistaratitlum og Norðmenn einum.   Tinna Kristín Finnbogadóttir og Tara Sóley Mobee unnu í lokaumferðinni.  Inna Agrest og Jessica Bengtsson, Svíþjóð, og Jarani Suntharalingam, Noregi, urðu Norðurlandameistarar.

Allar keppendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína.  Auk þess fengu allir keppendur hraunmola úr Eyjafjallajökli en mótið átti upphaflega að fara fram í apríl en fresta þurfti mótinu vegna gossins.  

Lokastaða íslensku skákstúlknanna.

A-flokkur (1990-93):

  • 4.-6. Sigríður Björg Helgadóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 2,5 v.
  • 7.-8. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2 v.
  • 9. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir  1,5 v.

Sænska skákkonan Inna Agrest sigraði en hún hlaut 4,5 vinning.  Í 2.-3. sæti, með 3,5 vinning, urðu Line Jin Jörgensen, Noregi, og Herborg Hansen, Færeyjum.

B-flokkur (1994-96):

  • 5.-7. Hrund Hauksdóttir 2,5 v.
  • 9. Elín Nhung 1 v.
  • 10. Hulda Rún Finnbogadóttir 0 v.
Sænska stúlkan Jessica Bengtson sigraði á mótinu en hún hlaut 4,5 vinning.  Í 2. sæti með 4 vinninga varð Linda Astrom, Svíþjóð, með 4 vinninga, og í þriðja sæti varð Amelie Heiring Lindeström, Danmörku, 3,5 vinning.

C-flokkur (1997-:)

  • 5.-7. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 3 v.
  • 8.-11. Sóley Lind Pálsdóttir og Tara Sóley Mobee 2 v.
  • 12.-13. Hildur Berglind Jóhannsdóttir og Sonja María Friðriksdóttir og Tara Sóley Mobee 1 v.
  • 14. Donika Kolica og  0 v.
Norska stúlkan Jarani Suntharalingam sigraði en hún hlaut 4,5 vinning.  Í öðru sæti urðu sænsku stúlkurnar Ina Kraemer og Rina Weinman með 4 vinninga.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Róbert Lagerman og Stefán Bergsson.  Kristján Örn Elíasson sá um beinar útsendingar, Paul Frigge um innslátt skáka, Birna Halldórsdóttir sá um veitingar sem runnu mjög ljúflega í skákmennina.  Ásdís Bragadóttir, framkvæmdastjóri, sá um skipulagningu mótsins. 

Skákþáttur Morgunblaðsins: Friðrik gegn Larsen – hálfrar aldar barátta

Þess hefur verið getið í þessum pistlum að skákjöfrar Íslendinga og Dana, þeir Friðrik Ólafsson og Bent Larsen, urðu 75 ára fyrr á þessu ári. Friðrik er fæddur 26. janúar og Larsen 5. mars. Leiðir þeirra lágu fyrst saman á HM ungmenna í Birmingham 1951 og þeir háðu margan snarpan bardaga fram að síðustu kappskákinni á 60 ára afmælismóti Friðriks í Þjóðmenningarhúsinu haustið 1995. Valt er að treysta gagnagrunnum fyrir tölfræði þessa tímabils; áreiðanlegur listi sem greinarhöfundi barst á dögunum greinir frá 35 kappskákum, hvor vann 15 skákir en jafnteflin voru aðeins fimm talsins og niðurstaða nálega hálfrar aldar baráttu er því 17 ½ : 17 ½.

Einhver eftirminnilegasti sigur Friðriks yfir Larsen var á Reykjavíkurmótinu 1978 í skák sem birt var hér á dögunum. Einstætt er það tímabil frá 1956-1966 þegar 14 skákir sem þeir tefldu unnust allar á svart, 9:5 fyrir Friðrik þar. Upp úr 1967 hófst Larsen handa við að saxa á hið mikla forskot sem Friðrik hafði náð og náði að jafna árið 1995 eins og áður sagði.

Í þessari merku sögu viðureigna hljóta menn alltaf að staðnæmast við einvígi þeirra um Norðurlandameistaratitilinn sem fram fór í Sjómannaskólanum í ársbyrjun 1956. Þetta var stærsti skákviðburður sem fram hafði farið á Íslandi. Húsfyllir á allar skákir einvígsins og komust færri að en vildu. Friðrik lét þess síðar getið, að þjóðerni andstæðingsins hefði kallað fram heitar tilfinningar hjá landanum; nú væri komið að skuldaskilum vildu sumir meina. Og kannski var „óvinurinn" Bent Larsen ekki svo slæmur fulltrúi gamla nýlenduveldisins, a.m.k. virkaði hann dálítið yfirlætislegur á suma þegar hann las dönsku blöðin á milli leikja. Friðrik svaraði fyrir sig með því að hefja blaðalestur sjálfur - en allt kom fyrir ekki. Larsen náði öruggri forystu 3 ½ : 1 ½:

„Hann kann allt," heyrði einhver Friðrik segja. Og svo „flúði" Friðrik hina aðgangshörðu stuðningsmenn sína alla leið upp í Skíðaskála. Þegar hann kom í bæinn aftur vann hann tvær skákir og jafnaði metin, 3 ½ : 3 ½. Hafði hvítt í lokaskákinni - mikil spenna.

„Fyrst það átti fyrir fylgismönnum Friðriks að liggja að sjá hetjuna sína tapa úrslitaskákinni," skrifaði Larsen, „þá var kannski bót í máli að skákin var af minni hálfu glæsilega tefld."

Reykjavík 1956; 8. einvígisskák:

Friðrik Ólafsson - Bent Larsen

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3 Be7. O-O-O Dc7 9. Hg1 Rc6 10. g4 Re5 11. De2 b5 12. f4 b4!

Kraftmikill leikur, 13. fxe5 er svarað með 13. ... dxe5 og vinnur manninn til baka.

13. Rb1 Red7 14. Bh4 Bb7 15. Bg2 Rc5 16. Rd2 Hc8 17. Kb1 Ra4 18. R2b3 h6 19. Be1 Rc5 20. Rd2 Rfd7 21. h4 g6 22. g5?

Gagnatlaga hvíts á kóngsvængnum snýst gegn honum. Betra var 22. f5 og staðan má heita í jafnvægi.

22. ... e5 23. fxe5 dxe5 24. Rf3

gkgm96es.jpgRe6!

Herjar á veika blettinn í stöðu hvíts, f4-reitinn.

25. Hc1 Rf4 26. Df1 Bc6! 27. c4 bxc3 28. Hxc3 Bb5!

Þetta hafði Friðrik sést yfir. Hörfi drottningin í 30. leik kemur 30. ... Bd3+ og mátar.

29. Hxc7 Hxc730. Bg3 Bxf1 31. Bxf1 hxg5 32. hxg5 Bc5 33. Rxe5 Bxg1 34. Bxf4 Bh2! 35. Bxh2 Hxh2 36. Ref3 Hh1 37. a3 Rc5 38. Ka2 Hxf1 39. Rxf1 Rxe4 40. Re3 Hc5

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í sunnudagsmogganum, 22. ágúst 2010.

Skákþættir Morgunblaðsins


Anand og Carlsen tefla til úrslita

Indverjinn Anand sigraði í undanrásum skákhátíðar í Kristianssund í Noregi.  Anand hlaut 5 vinninga í 6 skákum, 1,5 vinning meira en Carlsen sem varð annar.  Þeir tefla til úrslita á morgun.  Jon Ludvig Hammer varð þriðji með 2 vinninga og Judit Polgar rak lestina með 1,5 vinning.  Þau tefla einvígi um þriðja sætið.  

Útsending frá úrslitunum hefst kl. 11:30 á morgun. 

 


Sigríður Björg, Hrund og Veronika Steinunn í verðlaunasætum fyrir lokaumferðina

Sigríður Björg Helgadóttir, sem teflir í a-flokki, Hrund Hauksdóttir, sem teflir í b-flokki, og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem teflir í c-flokki eru allar í verðlaunasæti eftir fjórðu og næstsíðustu umferð NM stúlkna sem fram fór í morgun.   Þeir unnu allar sínar skákir ásamt þeim Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Sóleyju Lind Pálsdóttur og Hildi Berglindi Jóhannsdóttur.   Fimmta og síðasta umferð hefst kl. 16:30.  Verðlaunaafhending hefst um 20:30 í kvöld.


Staðan íslensku skákstúlknanna.

A-flokkur (1990-93):

  • 2.-5. Sigríður Björg Helgadóttir 2,5 v.
  • 6. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2 v.
  • 7.-8. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 1,5 v.

Sænska skákkonan Inna Agrest er efst með 3,5 og hefur því vinningsforskot á næstu stúlkur. 

B-flokkur (1994-96):

  • 3.-4. Hrund Hauksdóttir 2,5 v.
  • 9. Elín Nhung 1 v.
  • 10. Hulda Rún Finnbogadóttir 0 v.
Efstar með 3,5 vinning eru sænsku stúlkurnar Linda Astrom og Jessica Bengtsson.  Þær hafa vinningsforskot.

C-flokkur (1997-:)

  • 2.-5. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 3 v.
  • 6.-9. Sóley Lind Pálsdóttir 2 v.
  • 10.-13. Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Sonja María Friðriksdóttir og Tara Sóley Mobee 1 v.
  • 14. og Donika Kolica og  0 v.
Norska stúlkan Jarani Suntharalingam er efst með fullt hús og hefur vinningsforskot á næstu stúlkur. 

Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Agrest, Inna - Loginger, Nicole
2174 -
Nordic Championship for Girls 2010 - Gro, 2010.08.27

Agrest, Inna - Loginger, Nicole (PGN)

1. e4 d5 2. exd5 Qxd5 3. Nc3 Qa5 4. d4 c6 5. Bc4 Nf6 6. h3 Bf5 7. Nf3 e6 8. O-O Bb4 9. Ne2 Nbd7 10. Ng3 Bg6 11. Qe2 Qc7 12. Ne5 O-O-O 13. c3 Bd6 14. f4 Nd5 15. Qf3 f6 16. Nxg6 hxg6 17. Ne4 Be7 18. b4 e5 19. b5 N7b6 20. Be2 exd4 21. bxc6 Qxc6 22. cxd4 Kb8 23. Bd2 f5 24. Nf2 Bf6 25. Rab1 Bxd4 26. Rfc1 Qd6 27. Kh1 Bxf2 28. Qxf2 Rc8 29. Qd4 Qf6 30. Qd3 Rxc1+ 31. Rxc1 Rd8 32. Bf3 Qd6 33. Rc2 Nf6 34. Qb5 Ne4 35. Be3 Qd3 36. Qe5+ Ka8 37. Bxe4 Qxe4 38. Qc7 Qe8 39. Bxb6 axb6 40. Qxb6 Qe1+ 41. Kh2 Qd1 42. Rc5 Kb8 43. Qc7+ 1-0

Carlsen og Anand efstir í Kristiansund

Í gær hófst atskákmót í í Kristianssund Noregi, kennt við fyrirtækið Artic Securities sem er aðalstuðnginsaðili Magnúsar.  Þátt taka fjórir skákmenn og tefld er tvöföld umferð, atskákir í efsta flokki.  Þátt taka Magnus Carlsen, Vishy Anand, Jon Ludvig Hammer og Judit Polgar.  Tveir efstu menn mótsins tefla svo til úrslita á morgun.   Magnús og Vishy hafa 2,5 vinning, svo flest bendir til þess að þeir mætist.  Polgar og Hammer hafa hálfan vinning hvort.

Umferðin í dag hefst kl. 12:30 en bein útsending í mjög góðum gæðaflokki hefst kl. 12.

 


NM stúlkna: Veronika í þriðja sæti í c-flokki

Picture 079Það gekk á ýmsu hjá íslensku stúlkunum í þriðju umferð NM stúlkna sem fram fór í dag.  Í a-flokki sigruðu Sigríður Björg Helgadóttir og Hallgerður Helgadóttir í sínum skákum, Elín Nhung í b-flokki og Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Sonja María Friðriksdóttir í c-flokki.  Hrund Hauksdóttir, sem teflir í b-flokki gerði jafntefli.  Aðrar skákir íslensku stúlknanna töpuðust.  Fjórða og næstsíðasta umferð, fer fram í fyrramálið, og hefst kl. 10.

Staðan íslensku skákstúlknanna.

A-flokkur (1990-93):

  • 4.-6. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir 1,5 v.
  • 7.-8. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 1 v.
  • 9.-10. Tinna Kristín Finnbogadóttir 0,5 v.
Efstar með 2,5 vinning eru Inna Agrest, Svíþjóð, Herborg Hansen, Færeyjum, og Line Jin Jörgensen, Noregi.

B-flokkur (1994-96):

  • 5.-6. Hrund Hauksdóttir 1,5 v.
  • 7.-8. Elín Nhung 1 v.
  • 10. Hulda Rún Finnbogadóttir 0 v.
Efstar með 2,5 vinning eru Linda Astrom og Jessica Bengtsson, Svíþjóð, og Amelia Heiring Lindeström, Danmörku.

C-flokkur (1997-:

  • 3.-7. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2 v.
  • 8.-12.Sóley Lind Pálsdóttir, Sonja María Friðriksdóttir og Tara Sóley Mobee 1 v.
  • 13.-14. Hildur Berglind Jóhannsdóttir og Donika Kolica og  0 v.
Efstar með fullt hús eru Ina Kramer, Svíþjóð, og Jarani Suntharalingam, Noregi.

Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Agrest, Inna - Loginger, Nicole
2174 -
Nordic Championship for Girls 2010 - Gro, 2010.08.27

Agrest, Inna - Loginger, Nicole (PGN)

1. e4 d5 2. exd5 Qxd5 3. Nc3 Qa5 4. d4 c6 5. Bc4 Nf6 6. h3 Bf5 7. Nf3 e6 8. O-O Bb4 9. Ne2 Nbd7 10. Ng3 Bg6 11. Qe2 Qc7 12. Ne5 O-O-O 13. c3 Bd6 14. f4 Nd5 15. Qf3 f6 16. Nxg6 hxg6 17. Ne4 Be7 18. b4 e5 19. b5 N7b6 20. Be2 exd4 21. bxc6 Qxc6 22. cxd4 Kb8 23. Bd2 f5 24. Nf2 Bf6 25. Rab1 Bxd4 26. Rfc1 Qd6 27. Kh1 Bxf2 28. Qxf2 Rc8 29. Qd4 Qf6 30. Qd3 Rxc1+ 31. Rxc1 Rd8 32. Bf3 Qd6 33. Rc2 Nf6 34. Qb5 Ne4 35. Be3 Qd3 36. Qe5+ Ka8 37. Bxe4 Qxe4 38. Qc7 Qe8 39. Bxb6 axb6 40. Qxb6 Qe1+ 41. Kh2 Qd1 42. Rc5 Kb8 43. Qc7+ 1-0

Barna- og unglingaæfingar Hellis hefjast á mánudag

Barna- og unglingaæfingar Hellis hefjast aftur eftir sumarhlé mánudaginn 30. ágúst 2010. Taflið byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur.  Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin þátttökugjöld.

Æfingarnar verða haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er við hliðina á Subway en salur félagsins er á þriðju hæð hússins. Á æfingunum verða 5 eða 6 umferðir með umhugsunartíma 10 eða 7 mínútur. Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón með æfingunum hafa Paul Frigge og Vigfús Ó. Vigfússon.


Jóhanna Björg efst í a-flokki NM stúlkna

Picture 049Jóhanna Björg Jóhannsdóttir er efst í a-flokki NM stúlkna ásamt fjórum öðrum stúlkum að lokinni 2. umferð sem fram fór í morgun.  Jóhanna gerði jafntefli við norsku stúlkuna Line Jin Jörgensen (1888) og hefur 1,5 vinning.  Tara Sóley Mobee og Veronika Steinunn Magnúsdóttir unnu sínar skákir í c-flokki og Tinna Kristín Finnbogadóttir gerði jafntefli í sinni skák í a-flokki.  Aðrar skákir töpuðust.   Þriðja umferð fer fram í dag og hefst kl. 16.   

 Picture 059

 

 

Staðan íslensku skákmannanna:

A-flokkur (1990-93):

  • 1.-5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1,5 v.
  • 7.-9. Sigríður Björg Helgadóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 0,5 v.
  • 10. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 0 v.

B-flokkur (1994-96):

  • 4.-7. Hrund Hauksdóttir 1 v.
  • 9.-10. Hulda Rún Finnbogadóttir og Elín Nhung 0 v.

C-flokkur (1997-:

  • 5.-10. Sóly Lind Pálsdóttir, Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Tara Sóley Mobee 1 v.
  • 11.-14. Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Donika Kolica og Sonja María Friðriksdóttir 0 v.

 



Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Agrest, Inna - Loginger, Nicole
2174 -
Nordic Championship for Girls 2010 - Gro, 2010.08.27

Agrest, Inna - Loginger, Nicole (PGN)

1. e4 d5 2. exd5 Qxd5 3. Nc3 Qa5 4. d4 c6 5. Bc4 Nf6 6. h3 Bf5 7. Nf3 e6 8. O-O Bb4 9. Ne2 Nbd7 10. Ng3 Bg6 11. Qe2 Qc7 12. Ne5 O-O-O 13. c3 Bd6 14. f4 Nd5 15. Qf3 f6 16. Nxg6 hxg6 17. Ne4 Be7 18. b4 e5 19. b5 N7b6 20. Be2 exd4 21. bxc6 Qxc6 22. cxd4 Kb8 23. Bd2 f5 24. Nf2 Bf6 25. Rab1 Bxd4 26. Rfc1 Qd6 27. Kh1 Bxf2 28. Qxf2 Rc8 29. Qd4 Qf6 30. Qd3 Rxc1+ 31. Rxc1 Rd8 32. Bf3 Qd6 33. Rc2 Nf6 34. Qb5 Ne4 35. Be3 Qd3 36. Qe5+ Ka8 37. Bxe4 Qxe4 38. Qc7 Qe8 39. Bxb6 axb6 40. Qxb6 Qe1+ 41. Kh2 Qd1 42. Rc5 Kb8 43. Qc7+ 1-0

Fjörug fyrsta umferð NM stúlkna

Picture 008Fyrsta umferð NM stúlkna fór fram í kvöld.   Af íslensku stúlkunum sigruðu Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem teflir í a-flokki, Hrund Hauksdóttir, sem teflir í b-flokki og Sóley Lind Pálsdóttir sem teflir í c-flokki.  Jóhanna Björg sigraði stöllu sínu í ólympíuliðinu, Hallgerði Helgu, í mikilli baráttuskák og naut þar aðstoðar menntamálaráðherra sem lék fyrir hana fyrsta leikinn.   Sigríður Björg, sem einnig teflir í a-flokki gerði jafntefli.   Önnur umferð fer fram í fyrramálið og hefst kl. 10.

Sex skákir hverjar umferðar (2 skákir í hverjum flokki) eru sýndar beint á vefnum.  Í fyrramálið verða skákir Jóhönnu Bjargar, Hrundar og Sóleyjar Lindar sýndar beint.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband