Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Friđrik gerđi jafntefli í 2. umferđ

Friđrik Ólafsson

Friđrik Ólafsson (2440) gerđi stutt jafntefli viđ tékknesku skákkonuna Katerina Nemkova (2369) í 2. umferđ alţjóđlega mótsins í Prag ţar sem gamalreyndir skákmenn tefla viđ skákkonur. 

Í ţriđju umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ tékknesku skákkonuna Jönu Jacková (2360).    

Skákirnar hefjast kl. 15.  Einnig er vert ađ benda á Skákhorniđ ţar sem Eyjólfur Ármannsson fer yfir skákirnar.  

 


Arnar og Björn í úrslitum Íslandsmótsins í atskák

Atskákmeistarar Íslands, síđustu tvö árin, Arnar E. Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson mćtast í úrslitum Íslandsmótsins í atskák.  Arnar vann Davíđ Kjartansson í undaúrslitum en Björn sigrađi Sigurđ Dađa Sigfússon.  Ekki liggur fyrir hvenćr úrslitaeinvígiđ fer fram.

Úrslit í 3. umferđ (8 manna úrslit)


Arnar Gunnarsson

Stefán Bergsson

2-0

Björn Ţorfinnsson

Rúnar Berg

2-1

Davíđ Kjartansson

Hlíđar Ţ. Hreinsson

1˝-˝

Sigurđur D. Sigfússon

Hjörvar S. Grétarsson

2-1

Úrslit i 4. umferđ (undanúrslit)

Arnar Gunnarsson

Davíđ Kjartansson

2˝-1˝

Björn Ţorfinnsson

Sigurđur D. Sigfússon

2-1

Úrslit


Arnar Gunnarsson

Björn Ţorfinnsson

 

 

Heimasíđa SÍ


Friđrik Ólafsson ađ tafli í Prag

Karpov, Hort, Uhlmann og FriđrikFriđrik Ólafsson (2440) situr nú ađ tafli í Prag ţar sem hann tekur ţátt í móti ţar sem gamalreyndir skákmeistarar tefla viđ skákkonur.  Í fyrstu umferđ, sem nú er hćgt ađ fylgjast međ í beinni, teflir Friđrik viđ úkraínsku skákkonuna Anna Usenina (2496), sem er alţjóđlegur meistari.  

Međ Friđriki í liđi gamalreyndra tefla Anatoly Karpov (2651), Vlastimil Hort (2478) og, sjálf holdtekning frönsku varnarinnar, Wolfgang Uhlmann (2417).   

Fulltrúar kvennanna eru Victoria Cmilyte (2512), áđurnefnd Anna Usenina (2496), Katarina Nemcova (2369) og Jana Jackova (2360).

Skákirnar hefjast kl. 15.  Einnig er vert ađ benda á Skákhorniđ ţar sem Eyjólfur Ármannsson fer yfir skákirnar.  


Atskákmót Reykjavíkur fer fram á mánudag

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fer fram mánudaginn 1. desember.  Mótiđ fer fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14 í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Monrad-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annanhvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.  

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Arnar Gunnarsson en núverandi atskákmeistari Hellis er Sigurbjörn Björnsson.

Verđlaun:

  • 1. 10.000
  • 2. 5.000 
  • 3. 3.000

 Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 800 kr
  • 15 ára og yngri: 400 kr.

Patrekur sigrađi á spennandi fimmtudagsmóti

Patrekur MaronHinn ungi og efnilegi, Patrekur Maron Magnússon, sigrađi á fimmtudagsmóti TR sem fram fór í gćrkvöldi.  Hlaut hann 8 vinninga af 9 eftir ađ hafa veriđ međ fullt hús framan af móti eđa ţar til hann beiđ lćgri hlut gegn Ţóri Ben í 6. umferđ. 

Viđ ţetta hljóp nokkur spenna í mótiđ en Patrekur missteig sig ekki ţađ sem eftir var og
hélt forystunni allt til enda.  Ţórir varđ annar međ 7,5 vinning og ţriđji međ 6,5 vinning varđ Helgi Brynjarsson.

Úrslit (Óttar Felix tefldi einungis 1.-4. umf.):


1   Patrekur Maron Magnússon 8 v af 9
2   Ţórir Benediktsson      7.5 v
3   Helgi Brynjarsson 6,5 v
4   Kristján Örn Elíasson 6 v
5-8  Rúnar Berg, Jón Gunnar Jónsson, Dagur Kjartansson, Páll Andrason 5
v
9-11  Jon Olav Fivelstad, Ingi Tandri Traustason, Dagur Andri Friđgeirsson
4 v
12-14 Birkir Karl Sigurđsson, Brynjar Níelsson, Tjörvi Schiöth 3 v
15   Óttar Felix Hauksson 2 v af 4
16   Benjamín Gísli Einarsson 1 v

Nćsta mót fer fram nk fimmtudag kl. 19.30.


Íslandsmótiđ í atskák hefst í kvöld

Íslandsmót í atskák 2008 fer fram dagana 28. - 30 nóv.  nk. í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.  Skráningarfrestur hefur veriđ lengdur og verđur fram eftir degi. 

Mótiđ fer fram samkv. 11. grein Skáklaga Skáksambands Íslands:

Atskákmót Íslands
skal haldiđ í einu ţrepi.  Öllum er heimil ţátttaka og skal teflt međ útsláttarfyrirkomulagi.  Rađađ verđur í mótiđ skv. atskákstigum og ákvćđum reglugerđar stjórnar S.Í. um mótiđ.

Dagskrá mótsins:

  • Föstudagur 28. nóvember                  kl. 18.30          1. umferđ (tvöföld)
  • Föstudagur 28. nóvember                  kl. 21.30          2. umferđ        "
  • Laugardagur 29. nóvember                kl. 13.00          3. umferđ        "
  • Laugardagur 29. nóvember                kl. 17.00          4. umferđ        "
  • Sunnudagur 30. nóvember                 kl. 13.00          5. umferđ        "

Úrslitaeinvígiđ verđur teflt síđar.

Verđlaun:

  •   1. verđlaun      kr. 120.000.-
  •   2. verđlaun      kr.   80.000.-
  •   3. verđlaun      kr.   40.000.-
  •   4. verđlaun      kr.   40.000.-

Ţátttökugjöld:           

  • kr. 1.000.- fyrir fullorđna
  • kr.    500.- fyrir 15 ára og yngri.

Skráningu skal senda í tölvupósti á siks@simnet.is eđa tilkynna í síma 694 9140 virka daga kl. 10-13.  Skráningu verđur lokađ á hádegi föstudaginn 28. nóvember.


Góđ byrjun í Belgrad

Guđmundur KjartanssonAllir íslensku skákmennirnir unnu sínar skákir í fyrstu umferđ Belgrad Trophy, sem fram fór í dag, í Belgrad í Serbíu en allir tefldu ţeir viđ stigalćgri heimamenn. 

Jón Viktor Gunnarsson (2430) vann Marko Nikolic (2063), Dagur Arngrímsson (2392) sigrađi Ljuboje Bekic (2014),  Snorri G. Bergsson (2340) lagđi Miljoe Ratkovic (2099) og Guđmundur Kjartansson (2284) vann Ratko Mitrovic (1920).  

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, tefla ţeir aftur allir viđ stigalćgri andstćđinga.

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

Heimasíđa mótsins

 


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Hin hefđbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótiđ kl. 19.30 en húsiđ opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í bođi og sigurvegarinn fćr ađ launum glćsilegan verđlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 og ţátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.


Ísland hafnađi í 64. sćti í opnum flokki – Armenar ólympíumeistarar

Íslenska liđiđ í opnum flokki hafnađi í 64. sćti, neđst norđurlandanna, á Ólympíuskákmótinu, sem lauk í Dresden í dag en liđiđ fékk 11 stig. 

Armenar urđu ólympíumeistarar međ 19 stig, Ísraelsmenn ađrir međ 18 stig og Bandaríkjamenn og Úkraínumenn  3.-4. sćti međ 17 stig.

Norđmenn og Svíar urđu efstir norđurlandanna međ 14 stig.  Norđmenn enduđu í 21. sćti en Svíar í ţví 25.  Finnar og Danir fengu 13 stig, Fćreyingar 12 stig og Íslendingar 11 stig.

Árangur íslenska liđsins (stigaárangur í sviga)

  • 1.       SM Hannes Hlífar Stefánsson 5˝ v. af 10 (2554)
  • 2.       SM Héđinn Steingrímsson 4 v. af 7 (2511)
  • 3.       SM Henrik Danielsen 4˝ v. 9 (2414)
  • 4.       AM Stefán Kristjánsson 6 v. af 10 (2407)
  • 5.       SM Ţröstur Ţórhallsson 4 v. af 8 (2226)

Stefán hćkkar um 1 stig en ađrir lćkka á stigum.  Hannes og Héđinn lćkka um 1 stig, Henrik um 8 stig og Ţröstur um 15 stig.

Liđiđ hefur aldrei áđur hafnađ svo neđarlega á ólympíuskákmóti en slakasti árangurinn hingađ var áriđ 2000 ţegar liđiđ hafnađi í 55. sćti. 


Viđureignir lokaumferđarinnar

Ţá liggja fyrir liđ morgundagsins en ellefta og síđasta umferđ Ólympíuskákmótsins fer fram í fyrramáliđ og hefst kl. 9.  Hjá strákunum hvílir Héđinn Steingrímsson en hjá stelpunum hvílir Elsa María Kristínardóttir.

Báđar sveitirnar tefla niđur fyrir sig og vonandi ađ ţćr endi mótiđ međ stćl!

Viđureignir morgundagsins:

Bo.64PAR  Paraguay (PAR)Rtg-45ISL  Iceland (ISL)Rtg0 : 0
29.1GMBachmann Axel2555-GMStefansson Hannes2575 
29.2GMFranco Ocampos Zenon2501-GMDanielsen Henrik2492 
29.3FMKropff Ricardo2286-IMKristjansson Stefan2474 
29.4FMPeralta Eduardo2257-GMThorhallsson Throstur2455 


Bo.78URU  Uruguay (URU)Rtg-65ISL  Iceland (ISL)Rtg0 : 0
33.1 Colombo Camila2071-WGMPtacnikova Lenka2237 
33.2 Silva Natalia2029-WFMThorsteinsdottir Gudlaug2156 
33.3 De Leon Patricia1748- Thorsteinsdottir Hallgerdur1915 
33.4 Donatti Sofia1678- Fridthjofsdottir Sigurl Regin1806 



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8779154

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband