Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Stefán til liđs viđ Bolvíkinga

Stefán KristjánssonAlţjóđlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2472) hefur gengiđ til liđs viđ Taflfélag Bolungarvíkur en Stefán hefur síđustu ár veriđ í Taflfélagi Reykjavíkur.

 

 


Páll alţjóđlegur dómari

Páll SigurđssonPáll Sigurđsson hefur veriđ formlega útnefndur alţjóđlegur dómari. 

Ritstjóri vill nota tćkifćri og óska Páli til hamingju međ ţennan áfanga en Páll er einn reyndasti dómari landsins.  


Bragi međ jafntefli í fjórđu umferđ

Bragi Ţorfinnson ađ tafli í OslóAlţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2383) gerđi jafntefli viđ hinn unga og efnilega Dana Mads Andersen (2244) í sjöttu umferđ minningarmótsins um Svein Johannessen sem fram fór í dag.  Bragi hefur 4 vinninga og er í 8.-14. sćti.  

Í sjöundu umferđ, sem nú er í gangi, teflir hann viđ norska FIDE-meistarann Trond Gabrielsen (2300)

Efstir međ 5 vinninga eru danski alţjóđlegi meistarinn Nikolaj Mikkelsen (2394), norsku stórmeistararnir Leif Ögaard (2392) og Jon Ludvig Hammer (2582) og norski FIDE-meistarinn Frode Olav Olsen Urkedal (2321).

Heimasíđa mótsins

 

 


Bragi međ 3˝ vinning eftir 5 umferđir í Osló

Bragi Ţorfinnson ađ tafli í OslóAlţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2383) hefur 3˝ vinning ađ loknum fimm umferđ á minningarmóti um Svein Johannessen sem fram fer í Osló.  

Bragi hefur teflt viđ Norđmenn í öllum umferđum.  Hann sigrađi 3 skákmenn á stigabilinu 1966-2191, gerđi jafntefli viđ Daniel Jakobsen Kovachev (2256) og tapađi loks fyrir stórmeistaranum Jon Ludvig Hammer (2566) í fimmtu umferđ.

Í sjöttu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir hann viđ Danann Mads Andersen (2244).

Norski stórmeistarinn Leif Řgaard (2403) er efstur međ fullt hús.

Heimasíđa mótsins

 

 


Pistill Guđmundar Kjartanssonar

Guđmundur Kjartansson hefur birt pistil á heimasíđu TR um skáksumariđ 2009 ţar sem hann segir frá mótinu í Búdapest ţar sem hann náđi sínum lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Heimasíđa TR


Skákhátíđ í Árneshreppi hefst í dag

DjúpavíkSkákhátíđ í Árneshreppi hefst í dag og eru veđurguđir í sólskinsskapi af ţví tilefni. Von er á mörgum góđum gestum á öllum aldri, stórmeisturum sem byrjendum, sem munu etja kappi viđ vaska sveit heimamanna.

Hátíđin verđur sett í gömlu síldarverksmiđjunni í Djúpavík klukkan 20 í kvöld, föstudag. Teflt verđur í glćsilegum og óvenjulegum skáksal, sem forđum var mjölgeymsla í stćrstu verksmiđju á Íslandi. Eftir setningarathöfn verđur slegiđ upp tvískákmóti, ţar sem tveir eru saman í liđi.

Á morgun, laugardag klukkan 12, hefst Minningarmót Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guđmundur, sem lést í apríl, var mikill skákáhugamađur og lét sig aldrei vanta á skákţingum. Međal keppenda á mótinu verđa fjórir stórmeistarar, ţeir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen og Ţröstur Ţórhallsson.

Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka er ókeypis. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Til mikils er ađ vinna og verđlaun glćsileg. Sigurvegarinn hlýtur 50 ţúsund krónur og skúlptúr eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum. Međal annarra vinninga er listaverk úr rekaviđi eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi, margskonar handverk og hannyrđir eftir íbúa í Árneshreppi, sigling á Hornstrandir, gisting í Hótel Djúpavík og gistiheimilum Árneshrepps og lambalćri frá Melum.

Ţá eru vinningar frá Forlaginu, Henson, Skugga, 66° Norđur, Kaupfélagi Steingrímsfjarđar, Ungmennafélaginu Leifi heppna og Jóhanna Travel, sem leggur til arabískar slćđur og sjöl. Sérstök verđlaun eru fyrir bestan árangur barna, heimamanna og stigalausra. Síđast en ekki síst verđa best klćddu keppendurnir verđlaunađir, auk ţess sem veitt eru sérstök háttvísisverđlaun.

Á sunnudaginn klukkan 13 verđur svo hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi. Tefldar verđa 6 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.

Ţetta er annađ áriđ í röđ sem skákhátíđ er haldin í Árneshreppi.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Nánari upplýsingar á www.skakhatid.blog.is.


Bókagjöf til TV

Nýlega fćrđi Ólafur Hermannsson, fyrrum formađur TV (1979-82), Taflfélaginu skákbókasafn sitt ađ gjöf. Safniđ inniheldur 57 skákbćkur og 25 árganga af Tímaritinu Skák.  Formađur félagsins, Karl Gauti Hjaltason, tók viđ gjöfinni, og tók undir óskir Ólafs um ađ bćkurnar yrđu notađar viđ kennslu og störf félagsins.

Ólafur safnađi ađ eigin sögn ţessum bókum á sl. 30 árum. Međal annars pantađi hann flestar ţeirra frá útgáfufélaginu Bastford í gegnum Mál og Menningu og sagđi hann okkur ađ stundum hafi ţćr veriđ marga mánuđi á leiđinni í póstkröfu. Í safninu má m.a. finna bestu skákir Fischers (The Games of Robert J. Fischer) frá 1972,  bestu skákir Tals (Complete Games of Michael Tal 1936-1959), allnokkrar bćkur um skákbyrjanir, allar skákbćkur sem ţýddar voru á íslensku, átta árganga af Informator og fleira og fleira.


Fjórir stórmeistar á Minningarmóti Guđmundar í Djúpavík

Árný Björnsdóttir frá Melum. Djúpavík 2008.Fjórir stórmeistarar hafa bođađ komu sína á Minningarmót Guđmundar Jónssonar, sem haldiđ verđur í Djúpavík í Árneshreppi á laugardaginn, 20. júní. Ţetta eru Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen. Mótiđ er öllum opiđ og ţátttaka ókeypis, og eru margir skráđir til leiks.
 
Skákhátíđ í Árneshreppi er haldin frá föstudegi til sunnudags, 19. til 21. júní, og er allar upplýsingar ađ finna á www.skakhatid.blog.is.
 
Af öđrum keppendum má nefna Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, Gylfa Ţórhallsson, Björn Ţorfinnsson, Gunnar Björnsson, Árna Ármann Árnason, Elvar Guđmundsson, Braga Halldórsson, Arngrím Gunnhallsson, Magnús Gíslason, Pétur Atla Lárusson, Gísla Gunnlaugsson, Jorge Foseca, Vigfús Vigfússon, Dađa Guđmundsson, Jóhann Ó. Bjarnason, Sverri Unnarsson Gunnar Nikulásson, Andra og Atla Thorstensen, Sögu Kjartansdóttur og fleiri félaga úr kvennaklúbbnum ÓSK, og fleiri.
 
Ţá verđur heimavarnarliđ Strandamanna vel skipađ. Björn Torfason á Melum á tvo titla ađ verja frá síđasta ári, ţegar hann varđ efstur heimamanna og stigalausra skákmanna. Ingólfur Benediktsson í Árnesi hreppti silfriđ í báđum flokkum. Ţeim verđur veitt hörđ keppni, međal annars af Gunnari í Bć, Guđmundi á Finnbogastöđum og fleiri harđsnúnum Strandamönnum.
Börn og unglingar eru sérstaklega bođin velkomin á mótiđ og má búast viđ ađ unga kynslóđin setji skemmtilegan svip á mótiđ.
 
Keppendur eru beđnir ađ skrá sig sem allra fyrst, hjá Róbert (chesslion@hotmail.com) eđa Hrafni (hrafnjokuls@hotmail.com), sem einnig hjálpa viđ ađ finna gistingu fyrir gesti.


Fyrir ţá sem ekki hafa komiđ í Árneshrepp er rétt ađ taka fram ađ vegurinn norđur er greiđfćr öllum tegundum bifreiđa. Síđasta spölinn er ekiđ eftir Strandavegi (nr. 643) sem er sallafínn malarvegur.
 
Skákhátíđin í Árneshreppi hefst í Djúpavík á föstudagskvöldiđ klukkan 20 og í kjölfariđ verđur slegiđ upp tvískákarmóti međ tilheyrandi fjöri.
 
Minningarmót Guđmundar Jónssonar hefst svo á slaginu klukkan 12 á laugardaginn og lýkur um klukkan 17 međ glćsilegri verđlaunaafhendingu.
 
Á sunnudaginn klukkan 13 verđur svo slegiđ upp hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.
Ţađ stefnir í skemmtilega helgi á Ströndum!


Vigfús nýr formađur Hellis

Vigfús Ó. VigfússonVigfús Ó. Vigfússon var kjörinn formađur Taflfélagsins Hellis á ađalfundi félagsins í gćr.  Gunnar Björnsson sem hefur veriđ formađur síđan 2005 lét af störfum.  

Á fundinum var einnig kjörin ný stjórn.  Hana skipa auk Vigfúsar ţau Andri Áss Grétarsson, Davíđ Ólafsson, Edda Sveinsdóttir, Omar Salama, Paul Frigge, Rúnar Berg, Sigurbjörn Björnsson og Ţorsteinn Hilmarsson.


Ćvisaga Sverris Norđfjörđ - sýning í dag í Grófinni

Sverrir Norđfjörđ - kápanŢann 17. júní nćstkomandi heldur Óttar M. Norđfjörđ sýningu á klippilistaverkum sem hann vann fyrir bók sína, Arkitektinn međ alpahúfuna. Um er ađ rćđa ćvisögu Sverris Norđfjörđ, föđur Óttars, sem lést 17. júní í fyrra, 67 ára ađ aldri.

Ćvisagan er unnin upp úr dánarbúi Sverris, svo sem ljósmyndum, bréfum og teikningum, auk ýmislegs annars. Hver opna í bókinni er sjálfstćtt klippilistaverk sem sýnir brot úr lífi Sverris, en á sýningunni verđa nokkrar vel valdar opnur úr bókinni til sýnis, ásamt bókinni sjálfri, en ađeins 18 eintök voru prentuđ af henni. Útskrfit 71 - Sverrir Norđfjörđ

Sýningin er haldin í Grófinni 1 í miđbć Reykjavíkur (beint á móti Borgarbókasafninu) og stendur frá klukkan 15-18 ađeins ţennan eina dag. Ţađ er rithöfundaforlagiđ Nýhil sem gefur ćvisöguna út. Hún er 285 síđur á lengd og verđur ekki til sölu.

Í fréttinni má sjá bókakápuna og eina opnu úr bókinni. Ţeir sem hafa ađgang ađ Facebook geta nálgast fleiri opnur á eftirfarandi slóđ:

http://www.facebook.com/profile.php?cropsuccess&id=687241185#/album.php?aid=102057&id=687241185


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 74
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 353
  • Frá upphafi: 8780076

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband