Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
30.5.2010 | 20:02
Skákţáttur Morgunblađsins: Öđlingar ađ tafli
Á landsmóti í skólaskák sem haldiđ var í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur helgina 6. 9. maí unnu tveir utanbćjardrengir sína aldursflokka. Kristófer Gautason frá Vestmannaeyjum vann yngri flokkinn og Emil Sigurđarson frá Laugarvatni eldri flokkinn.
Skákklúbbur KR er orđin sérstök stofnun í skáklífi Íslendinga. Í gamla KR heimilinu viđ Frostaskjól kemur saman hópur skákmanna á hverju mánudagskvöldi. Mönnum er ţar ekki í kot vísađ enda öflugir félagsmálamenn innanborđs, t.a.m. Kristján Stefánsson sem er formađur, Einar S. Einarsson og Andri Hrólfsson. Klúbburinn hefur gert víđreist og teflt í Fćreyjum, Danmörku og Skotlandi, ávallt haft sigur en í keppni viđ Berlínarklúbbinn Kreuzberg í Berlín á dögunum máttu KR-ingar loks láta í minni pokann.
Ólafur Ásgrímsson og Birna kona hans hafa undanfarin ár stađiđ fyrir skákmóti öđlinga sem hefur dregiđ til sín fjölmarga ţekkta skákmenn og ađra sem lítiđ haft teflt opinberlega.
1. Bragi Halldórsson 6 v. (af 7) 2. Kristján Guđmundsson 5 ˝ v. 3. 7. Eiríkur Björnsson, Jón Úlfljótsson, Haukur Bergmann, Halldór Pálsson og Magnús Kristinsson 5 v. Keppendur voru 40.
Bragi lagđi Ţorstein Ţorsteinsson ađ velli í lokaumferđinni en helsti keppinautur hans, Kristján Guđmundsson, gerđi jafntefli. Í skákinni sem hér fer á eftir láta keppendur sig ekki muna um ađ renna upp mikilli teóríu sem rakin er til Botvinnik gamla. Í 23 leik fer Bragi út af sporinu ţegar hann leikur Bf4 í stađ 23. Re4 sem er betra. Ekki er allt sem sýnist, Ţorsteinn hittir ekki alltaf á besta leikinn, og eftir 28. b3! er hvítur međ vel teflanlega stöđu og Ţorsteinn hefđi sennilega átt ađ fórna skiptamun í 30. leik, Hxg3. Ţar er eins og vopnin snúist í höndum hans og eftir 33. Dh5 er hvítur skyndilega kominn međ óstöđvandi sókn:
Skákmót öđlinga; 7. umferđ:
Bragi Halldórsson Ţorsteinn Ţorsteinsson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. g3 Bb7 12. Bg2 Db6 13. exf6 c5 14. d5 b4 15. Ra4 Da6 16. O-O O-O-O 17. a3 Bxd5 18. Bxe5 Re5 19. De2 Hxd5 20. axb4 cxb4 21. Rc3 Ha5 22. Hxa5 Dxa5 23. Bf4 Rd3 24. Re4 Dh5 25. g4 Hg8 26. Bg3 Dxg4 27. f3 Df5 28. b3 Kb7 29. bxc4 Rc5 30. Kh1 Rxe4 31. fxe4 Dc5 32. Hd1 Dc8
33. Dh5 De8 34. De5 Dc6 35. Db8+
og svartur gafst upp, 35. ... Ka6 er svarađ međ 36. Ha1+ og mátar.Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 23. maí 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 21:59
Anand og Topalov takast á - grein eftir Helga Ólafsson

Fjórtánda og síđasta umferđ stórmótsins í Linares á Spáni, sem sumir hafa kallađ Wimbledon skákarinnar, fór fram 10. mars 2005.
Garrí Kasparov, 41 árs gamall, var međ vinnings forskot á andstćđing sinn, Búlgarann Venselin Topalov. Eftir 30 leiki varđ Kasparov ađ játa sig sigrađan. Hann gaf ţá ástćđu fyrir ósigrinum ađ hann hefđi ekki átt neina orku eftir. Ósigurinn breytti ţví ekki ađ Kasparov varđ efstur á mótinu í níunda skipti, en síđar ţennan sama dag steig hann í pontu og tilkynnti ađ hann vćri hćttur taflmennsku sem atvinnumađur og hygđist í framtíđinni snúa sér ađ stjórnmálum. Indverjinn Wisvantahan Anand, prúđur mađur til orđs og ćđis, lét sér fátt um finnast og sagđi viđ sinn gamla keppinaut: Ţú ćtlar sem sagt ađ skipta út skákferlinum fyrir rússneska byssukúlu."
Ţetta fannst Garrí kaldranaleg kveđja.
Arftakinn Topalov
Um leiđ og hann yfirgaf sviđiđ var eins og hann kynnti til sögunnar arftaka
Hneykslismál ţessa einvígis, sem fram fór í Elista í Kalmykíu, heimalandi Kirsans, forseta FIDE, snerust um gagnkvćmar ásakanir keppenda um tölvusvindl og tíđar salernisferđir Kramniks. Hlaut ţessi skrýtna skákveisla síđar nafniđ Toiletgate". Ađ lokum bar Kramnik sigur úr býtum í bráđabana.
Ótvírćđur heimsmeistari

Ţar reis Wisvantahn Anand aftur upp, en hann hafđi áđur unniđ heimsmeistaraeinvígi viđ Shirov áriđ 2000, og sigrađi međ glćsibrag en Kramnik, sem var međal keppenda og var heitiđ heimsmeistaraeinvígi ef hann ynni ekki mótiđ, varđ í 2.-3. sćti.
Af ţví leiddi ađ haustiđ 2008 settust Anand og Kramnik niđur í Bonn í Ţýskalandi en Kramnik tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist, 4 ˝ : 6 ˝.
Anand var ţar međ ótvírćđur heimsmeistari og vinsćll sem slíkur. Indverjinn er ţjóđhetja í heimalandi sínu og teflir í Búlgaríu íklćddur skyrtu međ áletrun NIIT, indverskra samtaka sem hafa tekiđ ađ sér auka veg skákarinnar í skólum landsins.
Línur skýrast
Hafi sameiningarferliđ einhvern tímann ţótt flókiđ fóru línur ađ skýrast í lok apríl sl. ţegar Venselin Topalov var aftur dreginn á flot, nú sem áskorandi heimsmeistarans. Hiđ magnađa regluverk sem FIDE samdi um keppnina gerir Topalov einmitt kleift ađ tefla um heimsmeistaratitilinn fjórum árum eftir ađ hann tapađi í Kalmykíu.Á ţeirri vegferđ ţurfti hann ađ vísu ađ vinna einvígi gegn Gata Kamsky, sem öllum ađ óvörum hafđi komist lifandi frá mikilli eyđimerkurgöngu, ţ.e. heimsbikarmóti FIDE í Khanty Manyisk í Síberíu.
Saga heimsmeistarakeppninnar sl. fimm ár hefur vissulega veriđ viđburđarík, en illu heilli var hiđ sanngjarna keppnisfyrirkomulag aflagt sem byggđi á svćđamótum er náđu til allra ađildarţjóđa FIDE, millisvćđamótum, áskorendaeinvígjum og loks heimsmeistaraeinvígi.
Silvio Danailov dularfullur
Heimsmeistaraeinvígi ţađ sem nú stendur yfir í Sofíu, höfuđborg Búlgaríu, er tilkomiđ m.a. vegna afskipta Georgi Parvanovs, forseta Búlgaríu, sem beitti sér fyrir ţví ađ veitt yrđi ríkisábyrgđ fyrir verđlaunaféđ sem nemur tveim milljónum Bandaríkjadala. Teflt er í samkomuhöll búlgarska hersins.Topalov vann áttundu skák einvígsins sl. ţriđjudag og jafnađi ţar međ metin og enn var allt í járnum eftir jafntefli á fimmtudag. Hann komst yfir međ sigri í fyrstu einvígisskákinni en Anand svarađi međ ţví ađ vinna tvćr skákir og virtist hafa alla ţrćđi í hendi sér ţegar einvígiđ var hálfnađ. En Topalov er oft seinn í gang og ţeim mun sterkari á lokasprettinum. Ţađ er kannski ţess vegna sem möguleikar hans á sigri eru taldir meiri auk ţess sem heimavöllurinn getur skipt máli.
Á móti kemur auđvitađ hin víđtćka reynsla Anand og fáum dylst ađ hann hefur til ađ bera meiri hćfileika til skákarinnar en Topalov sem hefur náđ svo langt, ţökk sé strangri ţjálfun og hálfgerđum meinlćtalifnađi, ef marka má bók sem ađstođarmenn Kramniks, ţeir Bareev og Levitov, tóku saman eftir einvígiđ frćga í Elista. Höfundar ţeirrar bókar velta vöngum yfir ţví hvađa skýringar séu á ţví ađ Topalov hafi skyndilega skotist fram fyrir helstu keppinauta sína og margoft trónađ efstur á elo-stigalista FIDE.
Helsta niđurstađa ţeirra er sú ađ hinn áđur vingjarnlegi og hvers manns hugljúfi, Venselin Topalov, sé umsetinn náungum af lakara taginu sem hafi mörg óhrein međul í pokahorninu og hiki ekki viđ ađ beita ţeim. Er ţar sérstaklega nefndur til sögunnar umbinn og ţjálfarinn Silvio Danailov, mađurinn sem hleypti öllu í bál og brand í Elista um áriđ. Hefur Danailov margoft mátt sitja undir grunsemdum um ólöglegt athćfi. Í ţýska dagsblađinu Süddeutsche Zeitung birtist snemma árs 2007 lýsing á hátterni hans á međan Topalov sat ađ tafli í Wijk aan Zee í Hollandi:
...Danailov yfirgefur skáksalinn međ reglulegu millibili, hringir úr gsm-símanum, talar í nokkrar sekúndur, kemur aftur í skáksalinn, tekur sér sćti á afsviknum stađ ţar sem hann getur séđ Topalov og upphefur einhverjar handahreyfingar..."
Skćruhernađur, hótanir og njósnir
Í samanburđi viđ ýmsa ađra heimsmeistara sögunnar er Anand hvítţveginn engill. Ekki finnst eitt einasta dćmi ţess ađ hann hafi reynt ađ slá andstćđing sinn út af laginu međ öđru en góđum leikjum á skákborđinu en hann er vissulega hugađur ađ tefla ţetta einvígi í byggingu sem er í eigu búlgarska hersins. Ţví heimsmeistaraeinvígi eru enginn barnaleikur. Ţau einkennast af mikilli tortryggni, pukri, sálfrćđilegum skćruhernađi, hótunum, njósnum og jafnvel mútum.Á topp 10-listanum yfir kostulegustu uppákomur ţessara merkilegu viđburđa situr sá atburđur ţegar ljóshjálmur var tekinn niđur og stólar hlutađir sundur undir lok einvígis Fischers og Spasskís í ágúst 1972. Ţar á eftir kemur sennilega hinn magnađi gambítur Viktors Kortsnojs ađ skarta speglagleraugum ţegar hann tefldi viđ Karpov í Baguio city 1978. Dulsálfrćđingurinn Zoukhar var af sovéskum íţróttamálayfirvöldum sendur til Filippseyja og hafđi ţađ hlutverk ađ stara á Kortsnoj tímunum saman.
Fyrsti sovéski heimsmeistarinn Mikhail Botvinnik krafđist ţess ađ biđleikjum yrđi stungiđ í tvö umslög, samkvćmt líkindafrćđinni vćri eitt umslag líklegra til ađ fara á flakk" en tvö. Hann lagđi einnig dýpri merkingu í ţađ en ađrir menn hvenćr ráđlegt var ađ mćta á skákstađ međ kaffibrúsa. Kasparov bar á sér sérstakan verndargrip ţegar hann tefldi einvígin viđ Karpov á níunda áratugnum; hann áleit sem svo ađ í kringum andstćđinginn vćri allt of mikiđ af orkusugum" og sjálfur vćri Karpov óttalegur blóđmaur.
Sá er munur á einvíginu í Sofíu og ţeim sem fram fóru á seinni helmingi síđustu aldar ađ nú eru ađeins tefldar 12 skákir, lengsta einvígi skáksögunnar var einvígi Karpovs og Kasparovs 1984 -85 en ţví lauk án niđurstöđu eftir 48 skákir og meira en fimm mánađa taflmennsku. Verđi jafnt eftir tólftu skákina á mánudag munu Anand og Topalov útkljá málin međ fjórum atskákum. Ţar er Anand almennt talinn standa betur ađ vígi.
Grein eftir Helga Ólafsson sem birtist í sunnudagsmogganum, 2. maí 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2010 | 21:46
Skákţáttur Morgunblađsins: Gífurleg spenna í HM-einvíginu ţegar ţrjár skákir eru eftir
8. einvígisskák: (Sjá Stöđumynd 1)
Topalov - Anand
Stöđur međ mislitum biskupum er oft ranglega taldar jafnteflislegar en í ţessu tilviki gat Anand ţó tryggt jafntefliđ međ 54. .. Bd3 og getur síđan haft kónginn á e8 og d7. Ţess í stađ lék hann: 54. .... Bc6?? og eftir 55. Kh6 Kg8 56. g4! gafst upp ţví hann á ekkert svar viđ áćtluninni: 59. g5 60. Bg7 og g6! viđ tćkifćri. Kóngurinn ryđur sér leiđ yfir á drottningarvćnginn og ţá rćđur d7-peđiđ úrslitum.
9. einvígisskák: (Sjá Stöđumynd 2)
Anand -Topalov
Maraţonskák ţeirra á fimmtudaginn sem lauk međ jafntefli eftir 83 leiki hlýtur ađ hafa reynt á taugarnar. Anand tefldi geysilega vel en missti af ýmsum vćnlegum leiđum og baráttukraftur Topalovs í vörninni var ađdáunarverđur. En ţegar hér er komiđ sögu átti Anand rakinn vinning sem ýmsir spámenn hafa bent á og forritin Rybka og Fritz sanna:
62. Hdd7! a3(ekki 62. ... b2 63. Hdf7 Dxf7 64. Hxf7 a3 65. Ha7 og vinnur) 63. Kg3! Da1 64. Hc7+ Kb8 (eđa 64. ... Kd8 65. Ha7 og vinnur ) 65. Hb7+ Ka8 66. Rxb3 De5+ 67. Kg4 og vinnur t.d. 67. ... a2 68. Ha7+ Kb8 69. Hae7! og vinnur. En Anand lék öđru og lét Topalov sleppa. Einvígiđ hefur einkennst af geysilegri baráttu, Anand hefur ekki nýtt fćrin nćgilega vel og á lokasprettinum eru möguleikar Topalovs betri. Ellefta skákin er á dagskrá á sunnudag og lokaskákin á mánudag.
Guđmundur Gíslason fer vel af stađ í Sarajevo
Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason taka ţessa dagana ţátt í geysiöflugu opnu móti í Sarajevo í Bosníu. Keppendur eru 169 talsins og verđa tefldar níu umferđir. Međal keppenda eru 44 stórmeistarar en stigahćsti skákmađur mótsins er Kínverjinn Wang Hao. Ţremenningarnir unnu allir í fyrstu umferđ en í ţeirri nćstu töpuđu Hannes og Bragi en Guđmundur Gíslason gerđi sér lítiđ fyrir og vann hiđ 16 ára gamla undrabarn frá Azerbadsjan, Nijat Abasov. Guđmundur hefur ţví 2 vinninga og deilir efsta sćti međ 21 keppanda. Í gćr, föstudag, átti hann ađ tefla međ svörtu á borđi nr. 11 viđ Dragan Solak frá Serbíu. Skákir á 20 efstu borđunum eru í beinni útsendingu og slóđin er: http://open2010.skbosna.ba/en.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 9. maí 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2010 | 11:28
Skákbók fyrir augađ
Bókadómur eftir Pétur Blöndal um bókina Teflt fyrir augađ sem birtist í Morgunblađinu 18. apríl sl.
BĆKUR - ***˝Skákbók
Skákbók fyrir augađ
Teflt fyrir augađ
12 bestu skákir Sverris Norđfjörđ. Óttar M. Norđfjörđ ritstýrđi. Sögur gefur út, 120 bls. kilja.Ţađ var hógvćr 16 ára unglingur sem settist ađ tafli gegn Mikhail Tal í Austurbćjarskólanum 27. júlí áriđ 1957. Sverrir Norđfjörđ skrifađi á skákskýrsluna ađ Tal vćri stórmeistari, en hann sjálfur lítill meistari". Ţrjátíu skákir voru tefldar í fjölteflinu ţennan dag og fór Tal međ sigur af hólmi í 28 ţeirra, en tveim lauk međ jafntefli.
Önnur ţeirra var viđureign stóra og litla, Tals og Sverris.
Frá ţessu segir í snotru og skemmtilegu kveri, Teflt fyrir augađ, 12 bestu skákum Sverris Norđfjörđ, sem er nýkomin út hjá forlaginu Sögum.
Skipta má skákbókum í tvo flokka, annars vegar frćđilegar bćkur fyrir keppnisskákmenn og hins vegar almennar bćkur fyrir áhugafólk um skák. Teflt fyrir augađ fellur í síđari flokkinn, stórfróđleg og lipurlega skrifuđ bók um mann sem ekki var stórmeistari, en gat sér orđ fyrir litríkan og sókndjarfan skákstíl. Ţađ má segja ađ ţetta sé uppreisn skákáhugamannsins - ţarna fáum viđ minni spámennirnir smáhillupláss á međal meistaranna.
Sverrir stendur alveg undir ţví.
Rithöfundurinn Óttar M. Norđfjörđ ritstýrir bókinni, en Sverrir var fađir hans. Bókin er ţó ekki alfariđ hugmynd Óttars, ţví Sverrir hafđi lengi ćtlađ ađ hrinda ţví í verk ađ gefa út bók međ sínum bestu skákum.
Og ţćr máttu bara vera tólf.
Raunar var hann búinn ađ skrifa lista međ ellefu skákum (listinn međ rithendi Sverris er birtur í bókinni), en ţađ vantađi tólftu skákina. Óttar fór ţví í gegnum allar skákir föđur síns og valdi ţá skák, sem honum fannst helst eiga erindi á listann.
En víkjum aftur ađ Mikhail Tal, sem er gođsögn í skákheiminum. Töframađurinn frá Ríga, eins og hann var kallađur, var kominn á sigurbraut áriđ 1957 og varđ heimsmeistari ţremur árum síđar. Í bók um einvígiđ viđ Botvinnik, sem Tal skrifađi sjálfur og kom út hér á landi áriđ 1975, segir ţýđandinn, Bragi Halldórsson, um ţennan sókndjarfa skákmann:
Skákstíll Tals er eiginlega tímaskekkja í skáksögunni. Leiftrandi sóknir Tals, sem hrifu flesta áhorfendur á hans band, voru oft og tíđum meira í anda rómantíska skeiđsins á nítjándu öld og minntu á löngu horfna snillinga eins og Morphy og Andersen. Oft var eins og frumkvöđlar varnartaflmennskunnar, Steinitz og Lasker, hefđu aldrei komiđ viđ sögu í skáklistinni ţegar Tal stýrđi liđi sínu til vinnings međ ţví ađ fórna hverjum manninum á fćtur öđrum. Skákmeistarar nútímans stóđu uppi ráđţrota gegn ţessum ósköpum."
Engu ađ síđur náđi unglingurinn Sverrir betri stöđu gegn Tal, sem gat talist lánsamur ađ ná jafntefli. Sverrir lét ekki ţar viđ sitja, heldur vann Bobby Fischer í fjöltefli í Kaupmannahöfn áriđ 1962, og ţurfti mannsfórn til! Ţannig er ekki ađeins útgáfa bókarinnar uppreisn litla meistarans", heldur einnig skákferill Sverris Norđfjörđs, sem velgdi tveim heimsmeisturum undir uggum.
Teflt fyrir augađ er svo sannarlega bók fyrir augađ.
Pétur Blöndal
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ţađ átti fyrir Smyslov og Botvinnik ađ liggja ađ halda skákunnendum víđa um heim spenntum á sjötta áratugnum. Botvinnik tefldi lítiđ á ţessum árum en hélt ţeim mun fastar um heimsmeistaratitilinn. Eftir sigurinn í áskorendamótinu í Zürich 1953 tefldi Smyslov viđ Botvinnik í Moskvu 1954. Ţeir skildu jafnir, 12:12. Betur gekk Smyslov í annarri tilraun og vann hann ţá 12 ˝ : 9 ˝. Hann varđ ţá sjöundi heimsmeistarinn. En ríki hans stóđ stutt í ađeins eitt ár. Botvinnik hafđi laumađ inn klásúlu í einvígisskilamála: ef hann tapađi ćtti hann rétt á öđru einvígi.
Í ţriđja einvíginu sem fram fór 1958 vann Botvinnik 12 ˝ : 10 ˝ og endurheimti titilinn. Smyslov reyndi nokkrum sinnum fyrir sér eftir ţađ en lengst komst hann í áskorendakeppninni 1984 ţá 63 ára gamall og tefldi hann viđ Kasparov um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Karpov en tapađi.
Smyslov kom ţrisvar til Íslands, á Reykjavíkurmótinu 1974 varđ hann efstur međ 12 vinninga af 14 mögulegum. Hann virtist ekkert hafa fyrir hlutunum, settist framarlega viđ sviđiđ eftir ađ hafa leikiđ og virti fyrir sér stöđuna á sýningarborđinu. Ţegar komiđ var ađ honum ađ leika studdi hann hönd undir kinn og lék án átaks.
Stíllinn minnir helst á fljót sem streymir lygnt og vatnsmikiđ og eirir engu á leiđ sinni, skrifađi Friđrik Ólafsson í tímaritiđ Skák eftir mótiđ. Skákir hans frá ţessu móti fóru víđa, t.d. sigrar hans yfir Friđrik Ólafssyni og Guđmundi Sigurjónssyni.
Nćst kom Smyslov áriđ 1977 og var ađstođarmađur Spasskís í einvíginu viđ Vlastimil Hort. Ţá tefldi hann á 60 ára afmćlismóti Friđriks áriđ 1995. Vasily Smyslov er minnst sem mikils heiđursmanns sem jók virđingu hverrar keppni sem hann tók ţátt í. Ef hann lagđi eitthvađ til málanna fannst ađdáendum hans jafnan eins og mikill spámađur lyki ţar uppi munni.
Af mörgu er ađ taka ţegar rennt er yfir skákferil Smyslov. Í London 1983 mćtti hann Ungverjanum Zoltan Ribli, 30 árum yngri manni og vann 6 ˝ : 4 ˝. Ţar blómstruđu taktískir hćfileikar hans. Tveir leikir, 23. Rh5 og 26. d5! setja af stađ eftirminnilega leikfléttu:
London 1983; 5. skák:
Smyslov Ribli
Tarrasch vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. O-O O-O 9. a3 exd4 10. exd4 Bf6 11. Dc2 h6 12. Hd1 Db6 13. Bc4 Hd8 14. Re2 Bd7 15. De4 Rce7 16. Bd3 Ba4 17. Dh7+ Kf8 18. He1 Bb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Rg3 Rg6 21. Re5 Rde7 22. Bxh6 Rxe5
23. Rh5 Rf3+ 24. gxf3 Rf5 25. Rxf6 Rxh6 26. d5! Dxb2 27. Dh8+Ke7 28. Hxe6+! fxe6 29. Dxg7+ Rf7 30. d6+! Hxd6 31. Rd5+! Hxd5 32. Dxb2 b6 33. Db4+ Kf6 34. He1 Hh8 35. h4 Hhd8 36. He4 Rd6 37. Dc3+ e5 38. Hxe5! Hxe5 39. f4 Rf7 40. fxe5+ Ke6 41. Dc4+
og Ribli gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 4. apríl 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ađ tapa og gera sig ađ fífli í leiđinni er mun verra, bćtti hann viđ.
Seinni hluti ţessarar orđrćđu átti ágćtlega viđ ýmsa keppendur á Amber-mótinu sem haldiđ var í Miđjarđarhafsborginni Nizza og lauk sl. fimmtudag. Og af nokkrum dćmum er ađ taka: Ruslan Ponomariov tapađi atskákinni fyrir Magnúsi Carlsen í nćstsíđustu umferđ. Upp hafđi komiđ steindauđ jafnteflisstađa í hróksendatafli ţar sem báđir voru međ fjögur peđ á sama vćng. Međ alls kyns smáspili tókst Magnúsi ađ gera Úkraínumanninum lífiđ leitt, vélađi svo af honum tvö peđ og vann í 100 leikjum. Međ ţessu komst hann í efsta sćtiđ fyrir lokaskákirnar tvćr og var fyrir vikiđ umsveipađur mikilli ađdáun. En í lokaumferđinni tók hann skyndilega upp á ţví ađ tefla eins og Norđmenn gerđu stundum hér í eina tíđ og lék af sér drottningunni alveg upp úr ţurru. Ađ vísu í blindskák en góđir hálsar: viđ erum ađ tala um stigahćsta skákmann heims! Hann lét ţetta ţó ekki slá sig út af laginu og vann seinni skákina.
Ivantsjúk náđi ađ sigra Boris Gelfand 1 ˝ : ˝ og ná ţar međ efsta sćtinu međ Magnúsi. En ólíkt höfđust ţeir ađ; Úkraínumađurinn, sem tekiđ hefur ţátt í öllum 19 Amber-mótunum, var taplaus en Magnús tapađi sex skákum, vann ţrettán og gerđi ţrjú jafntefli. Lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. 2. Carlsen og Ivantsjúk 14 ˝ v. (af 22) 3. Kramnik 13 v. 4. Gritsjúk 12 ˝ v. 5. Karjakin 12 v. 6. 8. Svidler, Gelfand og Gasimov 11 ˝ v. 9. Aronjan 11 v. 10. Ponomariov 9 v. 11. Smeets 6 v. 12. Dominguez 5 v.
Hollendingurinn og milljarđamćringurinn Joop Van Oosterom hefur haldiđ ţetta mót síđan 1992 en dóttir hans Melody Amber gefur mótinu hiđ kliđmjúka nafn sitt. Oosterom tefldi á fyrsta heimsmeistaramóti unglinga í Birmingham áriđ 1951 en međal keppenda ţar voru Friđrik Ólafsson og Bent Larsen.
Hann fékk til mótsins nćr alla bestu skákmenn heims en athyglin beindist mest ađ nr. 1 á heimslistanum, Magnúsi Carlsen. Magnús tapađi tveim fyrstu skákunum en svarađi međ sjö sigrum í röđ. Blindskák hans viđ Peter Svidler er gott dćmi um líflega taflmennsku hans. Ţegar Svidler gafst upp var alls ekki ljóst ađ hvíta stađan vćri töpuđ og getur ţví upphaf ţessarar greinar einnig átt viđ hann:
Amber-mótiđ 2010; 3. umferđ:
Peter Svidler Magnús Carlsen
Sikileyjarvörn Dreka afbrigđiđ
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be2 Bg7 7. 0-0 0-0 8. Be3 Rc6 9. Rb3 a6 10. f4 b5 11. Bf3 Bb7 12. e5 dxe5 13. fxe5 Rd7 14. e6 fxe6 15. Bg4 Hxf1 16. Dxf1 Rce5 17. Bxe6+ Kh8 18. Hd1 Dc7 19. Df4 Hf8 20. Dg3 20. Hxd7 er svarađ međ 20. ... Dc6! o.s.frv. 20. ... Rf6 21. Rc5 Rh5 22. De1 Bxg2! 23. Kxg2 Rf3 24. Dh1 Rf4+ 25. Kf2 Rd4!
Svidler varđ svo mikiđ um ţennan glćsilegan hnykk ađ hann sá sér engan betri kost en ađ gefast upp. En 26. Rd7! heldur taflinu gangandi ţó ađ Magnús bendi á leiđ sem gefur honum góđ fćri: 26. ... Rh3+ 27. Kg2 Dc6+ 28. Bd5 Dxd7 29. Hxd4! e6! međ miklum flćkjum ţar sem möguleikar svarts eru betri.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 28. mars 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 21:04
Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes Hlífar gaf eftir á lokasprettinum
Um tíma var útlitiđ fyrir enn betri frammistöđu Hannesar ţví ađ eftir sjö umferđir var hann kominn međ 5 vinninga. Tvö töp í áttundu og níundu umferđ gerđu vonir hans ađ engu. Hann átti erfitt uppdráttar í ýmsum tískubyrjunum. Ţó hann tefldi illa međ hvítu gegn Berlínarvörn Búlgarans Kirils Georgiev og í 3. umferđ ţegar hann féll í ţekkta gildru í Nimzo-indverskri vörn er niđurstađa greinarhöfundar engu ađ síđur sú ađ Hannes sé í mikilli sókn um ţessar mundir. En efstu menn urđu:
1. Jan Nepomniachtsí ( Rússland ) 9 v. (af 11). 2.-3. Baadur Jobava (Georgíu) og Artyom Timofeev ( Rússland ) 8˝ v.
Íslandsvinurinn Ivan Sokolov var í fararbroddi allt mótiđ og tefldi af mikilli hörku. Hann tapađi hinsvegar međ hvítu í lokaumferđinni fyrir Ungverjanum Almasi og hafnađi í 13. sćti. Sigurvegarinn Nepomaniachtsí ţrćddi ekki algengustu leiđirnar í skákum sínum en tefldi af ţeim mun meiri léttleika. Hann sigrađi á Aeroflot-mótinu í Moskvu áriđ 2008 og hefur unniđ ýmis góđ afrek síđan.
Ţegar eftirfarandi skák var tefld í 9. umferđ var Georgíumađurinn Jobava einn efstur og ţví úrslitastund mótsins runnin upp. Gegn Caro Kann-vörninni valdi hann sjaldséđan leik, 3. f3 og fjórđi leikurinn, a4, kom mönnum einnig spánskt fyrir sjónir. En ţessi óvenjulega byrjun sló Jobava út af laginu og Nepo náđi ađ byggja upp ógnandi stöđu á kóngsvćngnum. Bráđsnjall leikur var 21. Rd5 og síđan kom gegnumbrotiđ, 24. e6! Eftir ţađ hrundu varnir svarts. Ţeir sem fylgdust međ skákinni á hinum ýmsu vefsíđum sýndist hvítur eiga marga vćnlega kosti í 24. leik en ţá kom hinn rólegi leikur, 27. h3.
EM einstaklinga 2010; 9. umferđ:
Jan Nepomniachtsí - Badur Jobava
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 Db6 4. a4 e5 5. dxe5 dxe4 6. a5 Dc7 7. f4 Rh6 8. Rc3 Bb4 9. Bd2 e3 10. Bxe3 O-O 11. Rf3 Hd8 12. Bd3 Ra6 13. De2 Bxa5 14. O-O Rb4 15. Be4 Bf5 16. Kh1 Bb6 17. Bxb6 Dxb6 18. Rg5 c5 19. Hae1 Dg6 20. Bxb7 Rxc2 21. Rd5 Hxd5 22. Bxd5 Bd3 23. Df3 He8
24. e6 Rxe1 25. Hxe1 fxe6 26. Hxe6 Kh8 27. h3 Hxe6 28. Bxe6 Bb5 29. f5 De8 30. f6 Df8 31. f7
- og svartur gafst upp.
HM einvígi - Karpov vill verđa forseti FIDE
Í nćsta mánuđi hefst í Sofia í Búlgaríu einvígi Venselins Topalov og Wisvanathans Anand um heimsmeistaratitilinn. Tefldar verđa 12 skákir.Miđađ hefur veriđ viđ ađ einvígiđ hefjist 5. apríl nk. og ađ 12. skák ţess verđi á dagskrá 24. apríl.
Frá Rijeka í Króatíu berast ţćr fréttir ađ Anatolí Karpov fyrrum heimsmeistari hafi afráđiđ ađ bjóđa sig fram í kjöri til forseta FIDE sem fram fer á ţinginu í Khanty Manyisk í Síberíu nćsta haust. Kirsan Ilumzinhov hefur veriđ forseti FIDE síđan 1995.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 21. mars 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 16:25
Skákţáttur Morgunblađsins: Bolvíkingar Íslandsmeistarar taflfélaga
Í ţessu máli virđist ađalvandinn vera sá ađ ýmsir ţeir sem ađ ţví komu t.d. úrskurđarađilar, stjórn SÍ, gleymdu ađ spyrja mikilvćgra spurninga:
A skráir B í liđ ađ B forspurđum. Hver er réttur B? Er hann í liđinu ţó hann hafi ekki gefiđ neitt samţykki ţess efnis?
Alexey Dreev hafđi engan formlegan samning gert viđ Fjölni og ekki teflt eina einustu skák fyrir ţađ félag. Taflfélag Vestmannaeyja lagđi fram réttmćt gögn um skráningu hans.
Viđ upphaf umferđar gekk Jón G. Briem fram og tilkynnti fyrir hönd mótsnefndar ađ Dreev vćri ólöglegur međ TV; á laugardegi var básúnađ um allan keppnissal ađ búiđ vćri ađ draga frá TV allan árangur Dreev.
Íslandsmót taflfélaga gerir ţótt ótrúlegt sé ráđ fyrir mismunun sem m.a. kemur fram í ţví ađ stćrri taflfélögin hafa veriđ međ A- og B-liđ í efstu deild. Skráningar liđsmanna eru síđan kapítuli út af fyrir sig en ţar skiptir greinilega engu máli hvort viđkomandi skákmađur hafi samţykkt ađ tefla fyrir félag. Bolvíkingar í stjórn SÍ komu ţví svo í gegn ađ send voru út bođ til taflfélaga um skil á félagaskrám, marklaus tilskipan ţar sem áđurnefnd formskilyrđi voru hvergi sett fram. Ţađ á ađ vera hćgur vandi ađ útbúa stađlađ eyđublađ sem tekur til félagsskipta og skráningar liđsmanna.
Úrskurđarađilar í ţessu máli, mótsnefndin og síđan dómstóll SÍ, virtu síđan ađ vettugi andmćlarétt TV á öllum stigum málsmeđferđar. Ađ sögn Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns og formanns TV, sem lengi hefur setiđ í áfrýjunardómstól ÍSÍ, eru ţađ óverjandi vinnubrögđ. Ekki var ţađ til ađ lćgja öldurnar ţegar mótsnefndin vísađi umsvifalaust frá réttmćtri kröfu TV vegna úrslitaviđureignar í 4. deild byggđri á reglu sem enginn ágreiningur er um og varđar borđaröđun í einstökum viđureignum.
Eyjamenn stóđu sem sagt uppi međ slitinn bogastreng fyrir allar úrslitarimmurnar en gátu ţrátt fyrir allt sagt eins og sá frćgi kappi Íslendingasagnanna, ađ hefur hver til síns ágćtis nokkuđ." Tóku menn hinum opinberu tölum um úrslit keppninnar međ miklu jafnađargeđi:
1. TB 39 ˝ v. 2. TV 36 ˝ v. 3. TR 32 ˝ v. 4. Haukar (a) 31 ˝ v. 5. Hellir (a) 31 ˝ v. 6. Fjölnir 27 v. 7. Hellir (b) 19 v. 8. Haukar (b) 6 ˝ v.
Ţađ er mikiđ ađ gerast hjá Bolvíkingum ţessa dagana og til marks um styrk ţeirra má nefna ađ í b-liđi félagsins tefldu ţrír skákmenn sem nýlega voru valdir í landsliđshóp Íslands.
Í 2. deild vann Skákfélag Akureyrar glćstan sigur, í 3. deild sigruđu Mátar örugglega og í 4. deild vann Víkingaklúbburinn eftir harđa keppni. Ađstćđur í Rimaskóla voru til fyrirmyndar og hinir reyndu skákstjórar stóđu sig međ mikilli prýđi.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. mars 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2010 | 12:14
Morgunblađiđ: Byrjađi ţegar Spasskí mćtti Hort
Ţetta hefur veriđ mikil törn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Auđveldi parturinn er mótiđ sjálft, en undirbúningurinn er erfiđastur og tekur mest á. Ţađ er taugatrekkjandi ađ bíđa eftir ţví hvort allir skila sér.
Hér er birt síđasta greinin af ţremur sem Morgunblađiđ birti um MP Reykjavíkurskákmótiđ um er ađ rćđa viđtal sem Pétur Blöndal tók viđ viđ Gunnar Björnsson, undir liđnum "Bak viđ tjöldin". Greinin birtist í sunnudagsmogganum, 3. mars sl. Ritstjóri vill nota tćkifćri og ţakka Morgunblađinu og sérstaklega Pétri fyrir góđa umfjöllun um mótiđ á međan ţví stóđ.
Ţetta hefur veriđ mikil törn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Auđveldi parturinn er mótiđ sjálft, en undirbúningurinn er erfiđastur og tekur mest á. Ţađ er taugatrekkjandi ađ bíđa eftir ţví hvort allir skila sér. Eftir ađ mótiđ hefst er ţetta mikil vinna, en í nokkuđ föstum farvegi."
- Náđust ţau markmiđ sem menn settu sér?
Viđ stefndum ađ ţví ađ ná áhugaverđum keppendalista, ţar sem nokkrir vćru á međal bestu í heimi, og ţađ tókst međ til dćmis Sokolov, Dreev og Baklan. Svo vildum viđ fá sterkar skákkonur, sem gekk eftir, međal annars međ Krush og Dronovalli og hinum indversku skákkonunum. Einnig vildum viđ fá undrabörn og fengum Cori-systkinin og Nyzhnyk. Og loks gođsagnirnar, Westerinen og Romanishin, sem viđ lögđum mikiđ á okkur til ađ fá."
- Hvernig fannst ţér ţetta ţróast?
Hannes Hlífar Stefánsson stendur sig alltaf vel á Reykjavíkurskákmótum. Svo stóđu íslensku keppendurnir sig prýđilega, Henrik Danielsson, Bragi Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Örn Leó Jóhannsson brillerađi, fimmtán ára gutti sem fékk fjóra vinninga, en hefđi átt samkvćmt stigum ađ fá einn."
- Hvenćr kviknađi áhugi hjá ţér á skák?
Ég byrjađi áriđ 1977 ţegar Spasskí og Hort komu hingađ. Ég var bara fimm ára ţegar Spasskí og Fischer tefldu og man varla eftir ţví. Svo fór ég ađ leggja leiđ mína niđur í TR og hef veriđ fastur í ţessu síđan áriđ 1980."
- Af hverju ertu ekki stórmeistari?
Ég lít nú ekki á mig sem skákmann fyrst og fremst," segir hann og hlćr. Miklu fremur félagsmálamann. Ég er međ um 2.150 Eló-stig, ţannig ađ ég er sćmilegur skákmađur, hefđi náđ nokkrum vinningum í hús á Reykjavíkurskákmótinu."
- Hvernig fer ţetta saman viđ starfiđ í Landsbankanum?
Ţetta fer ágćtlega saman. Ég fć stuđning vinnuveitandans, ţar hafa menn ţolinmćđi gagnvart ţessu, ađ ég skreppi á Reykjavíkurskákmótiđ og tali viđ blađamenn, frekar en ađ vera í vinnunni. Ég vinn líka ţannig vinnu, ađ ég er ekki í afgreiđslu, og get tekiđ símann eđa svarađ tölvupósti ef svo ber undir."
- Skák kom viđ sögu ţegar Landsbankinn stóđ sem tćpast?
Já, ég tefldi á Íslandsmóti skákfélaga haustiđ 2008, 3.-5. október, og vann Jón L. Árnason stórmeistara. Ţađ er mín best teflda skák á ferlinum. Nokkrir stórmeistarar fylgdust međ skákinni og mér leiđ eins og kóngi. Á mánudeginum var hinsvegar allt í uppnámi í bankanum og í minni deild var allt í upplausn, menn voru bara ađ fylgjast međ á netinu og í óvissu, enda skilabođin óljós. Ţá dreif ég alla skákáhugamenn í fundarherbergi í bankanum og sýndi ţeim skákina gegn Jóni."
- Og ţú smalađir ţeim aftur saman á fimmtudagskvöld?
Já, ţá fékk ég Irinu Krush til ađ tefla fjöltefli. Hún fór illa međ okkur bankamennina, tók 13,5 vinninga í 14 skákum. Ţađ var ađeins Guđmundur Kristinn Lee sem náđi punkti."
- Fjölmenni fylgdist međ skákskýringum á mótinu?
Já, ţetta var eins og í gamla daga, fullur salur af fólki ađ fylgjast međ, enda náđi ég fimm stórmeisturum til ađ skýra, fjórmenningunum og Friđriki. Ţađ skýrđu fleiri íslenskir stórmeistarar skákir en tefldu á mótinu."
Eftirminnilegust af mótinu var skák Hjörvars Steins viđ ísraelska Kogan. Hún var rosalega flott. Hjörvar var skiptamun undir, en hrókur Kogans var fastur á g3 og var bara eins og peđ, algjörlega út úr spilinu. Ţađ var mjög fallegt hvernig Hjörvar notfćrđi sér ţađ." (Helgi Ólafsson skýrđi skákina í Morgunblađinu sl. fimmtudag).
Skákţćttir Morgunblađsins (og greinarnar)
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2010 | 15:33
Morgunblađiđ: Ţá er ţađ heimsfrétt!
*Margt ber fyrir augu og eyru ţegar rölt er milli taflborđa á skákmóti *Mikiđ er spáđ og spekúlerađ og jafnvel vitnađ í vísur fyrri móta
Grein eftir Pétur Blöndal sem birtist í Morgunblađinu 3. mars og birt hér međ leyfi höfundar. Einnig fylgja međ skákskýringar Helga Ólafssonar á skák Hjörvars Steins og Kogan sem birtist í sama tölublađi Morgunblađsins. Pétur, Helgi og Morgunblađiđ fá ţakkir fyrir.
Skákmótiđ er hafiđ. Klukkurnar farnar ađ tifa. En efsti mađur mótsins, Ivan Sokolov, situr enn fyrir framan tölvuna í kaffistofu Ráđhússins og sýnir ekki á sér fararsniđ, ţó ađ mínúturnar fjari undan honum. Hann gerir ţetta alltaf," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, og kippir sér ekkert upp viđ ţessa sjón.Irina Krush stendur enn í röđinni og bíđur eftir salatdisknum. Hún hefur blandađ sér í slag stórmeistaranna, er í sjötta til sextánda sćti fyrir daginn. Í salnum eru áhorfendur ekki síđur í djúpum ţönkum en keppendurnir. Einn situr og les The Brief Wondrous Life of Oscar Wao eftir Junot Díaz. Svo er ţarna stöđumćlavörđur - kannski til ađ fylgjast međ klukkunum. Einn er međ sexpensara í fagurgulri skyrtu. Og inni á milli áhorfenda sitja keppendur í djúpum ţönkum. Nú er ţađ Hannes Hlífar Stefánsson, sem horfir ţađan á stöđuna í skákunum, ţar á međal sinni. Hann er međ peđ upp í skiptamun. Engu ađ síđur hefur mótherji hans hugsađ í tuttugu mínútur samfleytt um nćsta leik.
Ţetta er hnífjafnt," hvíslar Gústaf Steingrímsson, skákmađur Ufsans, ađ blađamanni.
Viđ vorum ađ skođa ţetta í vinnunni, hentum ţessu upp í tölvu, og ţetta eru allt ţekktir leikir. Nema síđasti leikur Hannesar, kóngur á h8, venjulega er honum leikiđ á f7."
Ţetta er á uppleiđ," hvíslar Björn Ţorfinnsson, sem mćtir blađamanni á rölti um salinn.
Ég var miđur mín í tvćr umferđir eftir ađ hafa klúđrađ hróksendatafli á móti frönskum stórmeistara, ţar sem ég var tveim peđum yfir. Ég missti ţađ niđur í endatafl."
Hann dćsir.
Ţetta getur veriđ erfitt fyrir sálina. En vonandi vinn ég tvćr síđustu. Ţá verđur ţetta allt í lagi."
Hann horfir yfir salinn.
Ţađ verđur spennandi ef Nyzhnyk vinnur. Ţá er ţađ heimsfrétt! Ţađ er alltaf gott fyrir skákmót ţegar ţađ gerist."
Svo snýr hann sér viđ og tautar um leiđ: Jćja, ég verđ ađ fara, sá enski er búinn ađ leika."
Hann hafđi sigur ţennan daginn. En ekki Nyzhnyk. Drengnum 13 ára frá Úkraínu nćgir ţó ađ vinna í dag til ađ ná ţriđja áfanganum og verđa fjórđi yngsti stórmeistari frá upphafi.
Ţađ yrđi heimsfrétt.
Róbert Lagerman blćs til sóknar eins og vant er, lćtur ţađ ekki trufla sig ađ hann er međ svart. Romanishin er í jakkafötum og virđulegur á svip ađ vanda. Jafnvel ţegar hann lendir í tímahraki á móti Braga Ţorfinnssyni í einni mest spennandi skák kvöldsins. Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart ađ mađur međ slíkt jafnađargeđ geri jafntefli.
Stráklingarnir Svanberg Már Pálsson og Páll Andrason eru komnir í endatafl á međan miđtafliđ stendur enn yfir á öđrum borđum. Innan skamms sitja ţeir á kaffistofunni og fara yfir af hverju skákinni lauk međ jafntefli.
Ţriđji stráklingurinn, Emil Sigurđarson, sest augnablik međ ţeim, ţó ađ skák hans standi enn yfir í salnum. Hann stingur upp á leik. Djísús, sá ég ţetta ekki!" heyrist í öđrum hinna.
Jafntefli," kallar hinn ţegar mamma hans gengur í hús.
Björn Ţorfinnsson slćst í hópinn: Ţú leikur bara hérna og hérna og hérna. Hvađ ćtlar hann ţá ađ gera?" Ţeir horfa á stöđuna. Ţegja bara. Ţetta var close!" segir Björn svo og labbar brosandi burtu. Hann hefur um annađ ađ hugsa.
Hún er spennandi skákin hjá Hannesi," segir Gunnar Björnsson, sem mćttur er aftur í hús, eftir ađ hafa skroppiđ í vinnuna.
Hann fann reyndar helvíti sniđuga leiđ út úr ţessu Nataf. Hann fórnađi bara skiptamuninum til baka. Ţannig ađ ţetta er jafnteflislegt, en Hannes er ţó međ íviđ betri stöđu."
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er mćttur.
Skákskýringar ađ hefjast.
Ađ ţví gefnu ađ borgarfulltrúarnir taki sér ekki of langt matarhlé, ţví skákskýringarnar eiga ađ fara fram í matsalnum. Ţađ hefur bćst viđ áhorfendafjöldann.
Ţetta er ţjóđaríţróttin.
Og nú fylgist Nataf međ úr salnum á međan Hannes Hlífar situr viđ skákborđiđ. Ţetta er nú samt ekkert einfalt," segir Jóhann íhugull. Hann er ađ fara yfir skák Hannesar og Natafs. Remúlađilyktin enn í loftinu eftir borgarstjórnina.
En óneitanlega lítur ţetta mjög vel út á svartan. Nú er Hannes međ peđi yfir og međ mátmöguleika međ hrók, riddara og peđi." Hann kemst međ sigri í efsta sćtiđ, ţar sem Ivan Sokolov tróndi áđur.
Ţađ fór illa fyrir Sokolov eins og ţiđ sáuđ," segir Jóhann.
Ţetta var alveg svakaleg kyrking sem hann lenti í. Enda sást undir hćlana á honum ţegar hann gekk út." Hann hlćr.
Viđ erum ágćtir mátar, en ţađ er langt síđan ég spjallađi viđ hann. Ćtli ţađ séu ekki liđin tvö ár. Og ég náđi ekki tali af honum áđan. Ég ćtlađi bara ađ segja ađ honum hefđi ekkert fariđ fram síđan síđast!" Hann hlćr ennţá meira.
Ţađ á alltaf ađ strá salti í sárin." Svo lítur hann út í salinn.
Eigum viđ kannski ađ renna yfir skákina hjá Ivan Sokolov? Hvernig svona mikill meistari gat fengiđ svona vonda stöđu í byrjuninni." Ţegar líđur á skákina fer Jóhann ađ aka sér í stólnum, svo óţćgileg er stađa Sokolovs.
Ţađ er best ađ Ivan er ekki hér. Viđ skulum ekki rekja ţetta lengur. Hvernig ćtli stađan sé hjá Hannesi. Já, já, peđiđ fer upp. Ég skil nú ekki af hverju Nataf er ekki búinn ađ gefa ţetta. Kannski viđ kíkjum á skákina hjá Ţresti [Ţórhallssyni]. Hann er svona međ heldur lakara."
Ţröstur heldur ţó út manna lengst. Enda í essinu sínu međ tvo riddara í endatafli. En verđur ađ lokum ađ játa sig sigrađan. Í horni matsalarins eru seldar skákbćkur. Ţar eru teóríurnar. Og ţađ rifjast upp fyrir Jóhanni: Ágúst Ţór Árnason skákmeistari og hćstaréttarlögmađur sló fram fyrriparti á helgarskákmóti á Sauđárkróki í kringum 1980: Enga leiki ćskan skilur, allt af bókum lćrir hún.
Ţá svarađi Benóný á augabragđi - ég varđ vitni ađ ţessu:
Ţađ er eins og blindabylur blási fram af hćđarbrún."
-----------------------------------------
Herkví
Skákskýringar Helga Ólafssonar sem birtist í Morgunblađinu 3. mars sl.
Ţađ eru til nokkrar frćgar stöđur úr skáksögunni ţar sem ađstađa taflmannanna á skákborđinu hefur orđiđ svo ólánleg ađ lengi er í minnum haft. Í ţrettándu einvígisskák Spasskí og Fischer í Laugardalshöllinni '72 lenti hrókur Fischer í herkví á g8. Biskup, studdur af peđi á g7, lokađi hann inni á f8. Á hinum hluta borđsins var Spasskí umsetinn framsćkinni peđfylkingu. Önnur frípeđ átti áskorandinn á dreif en kóngur hans komst ţó hvorki lönd né strönd. En svo lagđi hann á fljótiđ og ţurfti til ţess ađ fórna ţeim fótgönguliđa sem lengst var kominn ađ uppkomureitnum. Síđar villtist Spasskí af réttri leiđ, hrókurinn slapp úr herkvínni og hinn geđţekki heimsmeistari varđ ađ fella kónginn. Í Höllinni ríkti um skeiđ ţess konar samúđ međ Spasskí ađ minnti á harmleik. Jafnvel yfirdómarinn Lothar Schmid reyndi ađ hughreysta hann og var ţađ nú kannski ekki hans hlutverk.Ég er ekki viss um ađ áhorfendur í Ráđhúsi Reykjavíkur hafi veriđ í slíkum ţönkum ţegar Hjörvar Steinn Grétarsson króađi hrók hins öfluga ísraelska stórmeistara Arturs Kogan af í sjöttu umferđ Reykjavíkurskákmótsins. Miklu fremur ađ menn hafi brosađ í kampinn og Kogan tók ţessum neyđarlegu endalokum af karlmennsku. En sigur Hjörvars var einn margra góđra sem íslensku skákmennirnir hafa unniđ á mótinu:
24. Reykjavíkurskákmótiđ:
Artur Kogan - Hjörvar Steinn Grétarsson
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 Bb4 4. Rc3 c5 5. e3 O-O 6. Bd3 d5 7. O-O Rbd7 8. cxd5 exd5 9. Re5 He8 10. f4 Rf8 11. Df3 Re6 12. a3 Ba5 13. f5 Rg5 14. Dg3 Bxc3 15. Dxg5 Hxe5!
Lćtur skiptamun af hendi. Hvítur hefđi sennilega betur tekiđ á c3.
16. dxe5 Bxe5 17. Hb1 Dd6 18. Dh4 Bd7 19. Bd2 He8 20. Kh1 b5 21. Hf3 Bc6 22. Hh3 h6 23. b3 c4 24. Bb4 Dc7 25. Bc2 Bb7 26. Be1 Dc6 27. Df2 a6
Styrkir stöđu sína í rólegheitum, 27. ... d4 kom einnig til greina.
28. Df3 Re4 29. Bxe4 dxe4 30. Dd1 c3 31. Hc1 Hc8 32. Dc2 Dd5! 33. Bg3 Hjörvar hafđi vonast eftir 33. Bg3 sem hann hugđist svara međ 33. ... Dd3! 34. Hxd3 exd3 35. Dxd3 c2! og vinnur.
33. ... Bxg3 34. Hxg3 Dd2 35. f6 g6 36. h4 Dxc2 37. Hxc2 Bd5 38. b4 Bb3 39. Hc1 Be6!
Hrókurinn á g3 er lentur í herkví.
40. Hc2 Kf8 41. Kg1 Ke8 42. Hc1 Bf5 43. Kf2 Kd7 44. Ke1 c2 45. Kd2 Ke6 46. Hxc2 Hxc2 47. Kxc2 Kxf6 48. a4 Ke5 49. axb5 axb5 50. Kc3 f6 51. Kd2 g5 52. Kc3 g4
53. Kd2 Be6 54. Kc3 f5 55. Kd2 Bc4 56. Kc2 Kd5 57. Kc3 Bf1 58. Kb3 Be2 59. Kc3 Bd1 60. Kd2 Ba4 61. Kc3 h5
Leikţröng.
62. Kb2 Kc4 63. Ka3 Kc3
- Ţessa stöđu vćri hćgt ađ vinna án biskupsins. Kogan gafst upp.
helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 19.3.2010 kl. 12:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar