Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Öđlingar ađ tafli

Ýmsir skákviđburđir hér innanlands og utan féllu í skuggann af heimsmeistaraeinvígi Anand og Topalov í Búlgaríu. Í Sarajevo tefldu Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason á öflugu opnu móti skipuđu 169 keppendum. Mótiđ var sérstćtt ađ ţví leyti ađ gefin voru ţrjú stig fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli. Hannes var lengi vel í fararbroddi en tapađi í tíundu og síđustu umferđ, hlaut 6 ˝ vinning eđa 18 stig og hafnađi í 24. sćti. Guđmundur Gíslason fékk 5 vinninga og 15 stig og hafnađi í 66. sćti. Bragi Ţorfinnsson fékk einnig 5 vinninga en 14 stig og varđ í 82. sćti. Sigurvegari varđ Hao Wang frá Kína sem hlaut 8 vinninga og 23 stig.

Á landsmóti í skólaskák sem haldiđ var í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur helgina 6. – 9. maí unnu tveir utanbćjardrengir sína aldursflokka. Kristófer Gautason frá Vestmannaeyjum vann yngri flokkinn og Emil Sigurđarson frá Laugarvatni eldri flokkinn.

Skákklúbbur KR er orđin sérstök stofnun í skáklífi Íslendinga. Í gamla KR heimilinu viđ Frostaskjól kemur saman hópur skákmanna á hverju mánudagskvöldi. Mönnum er ţar ekki í kot vísađ enda öflugir félagsmálamenn innanborđs, t.a.m. Kristján Stefánsson sem er formađur, Einar S. Einarsson og Andri Hrólfsson. Klúbburinn hefur gert víđreist og teflt í Fćreyjum, Danmörku og Skotlandi, ávallt haft sigur en í keppni viđ Berlínarklúbbinn Kreuzberg í Berlín á dögunum máttu KR-ingar loks láta í minni pokann.

Ólafur Ásgrímsson og Birna kona hans hafa undanfarin ár stađiđ fyrir skákmóti öđlinga sem hefur dregiđ til sín fjölmarga ţekkta skákmenn og ađra sem lítiđ haft teflt opinberlega.

1. Bragi Halldórsson 6 v. (af 7) 2. Kristján Guđmundsson 5 ˝ v. 3. – 7. Eiríkur Björnsson, Jón Úlfljótsson, Haukur Bergmann, Halldór Pálsson og Magnús Kristinsson 5 v. Keppendur voru 40.

Bragi lagđi Ţorstein Ţorsteinsson ađ velli í lokaumferđinni en helsti keppinautur hans, Kristján Guđmundsson, gerđi jafntefli. Í skákinni sem hér fer á eftir láta keppendur sig ekki muna um ađ renna upp mikilli teóríu sem rakin er til Botvinnik gamla. Í 23 leik fer Bragi út af sporinu ţegar hann leikur –Bf4 í stađ 23. Re4 sem er betra. Ekki er allt sem sýnist, Ţorsteinn hittir ekki alltaf á besta leikinn, og eftir 28. b3! er hvítur međ vel teflanlega stöđu og Ţorsteinn hefđi sennilega átt ađ fórna skiptamun í 30. leik, Hxg3. Ţar er eins og vopnin snúist í höndum hans og eftir 33. Dh5 er hvítur skyndilega kominn međ óstöđvandi sókn:

Skákmót öđlinga; 7. umferđ:

Bragi Halldórsson – Ţorsteinn Ţorsteinsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. g3 Bb7 12. Bg2 Db6 13. exf6 c5 14. d5 b4 15. Ra4 Da6 16. O-O O-O-O 17. a3 Bxd5 18. Bxe5 Re5 19. De2 Hxd5 20. axb4 cxb4 21. Rc3 Ha5 22. Hxa5 Dxa5 23. Bf4 Rd3 24. Re4 Dh5 25. g4 Hg8 26. Bg3 Dxg4 27. f3 Df5 28. b3 Kb7 29. bxc4 Rc5 30. Kh1 Rxe4 31. fxe4 Dc5 32. Hd1 Dc8

10-05-23.jpg( STÖĐUMYND )

33. Dh5 De8 34. De5 Dc6 35. Db8+

– og svartur gafst upp, 35. ... Ka6 er svarađ međ 36. Ha1+ og mátar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 23. maí  2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 3
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 230
 • Frá upphafi: 8704982

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 154
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband