Færsluflokkur: Unglingaskák
27.3.2008 | 18:56
Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum fer fram á laugardaginn
Keppni í yngri flokkum á Skákþingi Norðlendinga fer fram á laugardaginn 29. mars og hefst kl. 13.15 í Íþróttahöllinni við Skólastig á Akureyri.
Keppt verður í fjórum flokkum: Unglingaflokki 13 - 15 ára, drengjaflokki 10 - 12 ára, barnaflokki 9 ára og yngri og stúlknaflokki 15 ára og yngri.
Fjöldi umferða ræðst á þátttöku. Tefldar verða 15 mínútna skákir
27.3.2008 | 17:44
Opinn fundur um æskulýðsmál
Stjórn SÍ hefur boðað til opins fundar um æskulýðsmál sem haldinn verður laugardaginn 29. mars í húsakynnum Skákskóla Íslands, Faxafeni 12 og hefst um kl. 13:30.
Dagskrá:
Barna og unglingamál frá A til Ö. þar með talið hugsanlegar laga og reglubreytingar, nýjar reglur, stigalágmörk-stúlkur og strákar, styrktarreglur barna og unglinga, skákstig o.s.frv., Íslandsmót í skólaskák. Kannski verður hlutunum ekki breytt en þá er a.m.k. hægt að fara af stað með umræðuna og hugsanlega er hægt að leggja fram einhverjar tillögur til stjórnar fyrir 2 apríl, ef vilji sé fyrir því sem og lagabreytingar eða ábendingar til stjórnar um reglugerðarbreytingar.
Þeir sem ekki geta komist á fundinn en hafa áhuga að leggja fram orð í belg er hægt að senda póst til Páls Sigurðssonar.
25.3.2008 | 13:44
Nökkvi sigraði á Páskaeggjamóti TV
Á laugardaginn fór fram páskaeggjamót Taflfélags Vestmannaeyja og mættu 16 börn og unglingar til keppni. Tefldar voru 7 umferðir og voru úrslitin þessi:
- 1. Nökkvi Sverrisson 6 vinn.
- 2. Kristófer Gautason 5 vinn.
- 3. Ólafur Freyr Ólafsson 5 vinn.
- 4. Daði Stein Jónsson 4,5 vinn.
- 5. Valur Marvin Pálsson 4,5 vinn.
- 6. Jóhann Helgi Gíslason 4 vinn.
- 7. Davíð Már Jóhannesson 4 vinn.
- 8. Bjartur Týr Ólafsson 3,5 vinn.
- 9. Róbert Eysteinsson 3,5 vinn.
- 10. Jörgen Ólafsson 3,5 vinn.
Eftir mótið fengu þrír efstu páskaegg að launum, en einnig voru nöfn þriggja annarra dregin út og fengu þeir hinir sömu einnig páskaegg.
25.3.2008 | 12:03
Æfingamót í skrifuðum skákum
Það er mikið líf í skáklífi Eyjamanna eins og lesa má í nýjustu fréttum hér á Skák.is. Á laugardaginn stóð Taflfélag Vestmannaeyja fyrir æfingu fyrir krakkana í að skrifa niður skákir. Teflt var í 30 mínútna skákum + 30 sek á hvern leik. Á æfinguna mættu 12 krakkar og gekk þeim bara vel, þrátt fyrir að margir þeirraværu þarna að skrifa skák í fyrsta skipti. Á heimasíðu félagsins má sjá skákir krakkanna í þessari fyrstu tilraun þeirra.
25.3.2008 | 12:01
Daði og Nökkvi skólaskákmeistarar Vestmanneyja
Í síðustu viku var haldið skólaskákmót Vestmannaeyja og mættu 15 keppendur Í yngri flokki en 2 í þeim eldri.
Yngri flokkur er fyrir nemendur í 1. – 7. Bekk grunnskólans, en eldri flokkur fyrir 8. 10. Bekk. Efstu tveir í hvorum flokki fara svo sem fulltrúar Vestmannaeyja á kjördæmismót Suðurlands, sem fram fer í apríl í Vík í Mýrdal.
Helstu úrslit urðu þessi:
1-7. bekkur:
- 1. Daði Steinn Jónsson, 6 vinn.
- 2. Ólafur Freyr Ólafsson, 6 vinn.
- 3. Jóhann Helgi Gíslason, 5 vinn.
- 4. Róbert Aron Eysteinsson, 4,5 vinn.
- 5. Tómas Aron Kjartansson, 4 vinn.
- 6. Eyþór Daði Kjartansson, 4 vinn.
Þeir Daði Steinn og Ólafur háðu einvígi um sigur í þessum flokki og hafði Daði Steinn betur, en þeir fara þó báðir á kjördæmamótið.
8-10. bekkur:- 1. Nökkvi Sverrisson
- 2. Bjartur Týr Ólafsson
Háðu þeir einvígi um sigurinn og sigraði Nökkvi með 2,5 vinningum gegn 0,5 vinningi Bjarts.
25.3.2008 | 11:57
Sigurjón sigraði á Firmakeppni TV
Á fimmtudaginn fór fram firmakeppni Taflfélags Vestmannaeyja og voru um 60 fyrirtæki með í keppninni. Keppt var með úrsláttarfyrirkomulagi en í lokin var keppt um öll efstu 8 sætin og voru úrslitin þessi en í sviga er nafn þess skákmanns sem tefldi fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Taflfélag Vestmannaeyja þakkar öllum þeim fyrirtækjum í Vestmannaeyjum sem tóku þátt í keppninni fyrir stuðninginn:
- 1. Útgerðarfélagið Frár (Sigurjón Þorkelsson)
- 2. Ísfélag Vestmannaeyja (Sverrir Unnarsson)
- 3. Fiskvinnsla Vestmannaeyja (Nökkvi Sverrisson)
- 4. H. Stefánsson (Jóhannes Sigurðsson)
- 5. Heimaey, þjónustuver ( Ólafur Týr Guðjónsson)
- 6. Vinnslustöð Vestmannaeyja (Kristófer Gautason)
- 7. Útgerðarfélagið Glófaxi (Sigurður A. Magnússon)
- 8. Steingrímur Gullsmiður (Jóhann Helgi Gíslason)
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 20:58
Hallgerður og Sigríður gerðu jafntefli í áttundu umferð
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir gerðu báðar jafntefli í áttundu og næstsíðustu umferð Stockholm Ladies Open sem fram fór í dag. Hallgerður gerði jafntefli við sænsku skákkonuna Christin Anderson (2194) sem er alþjóðlegur meistari kvenna. Hallgerður er efst íslensku skákstúlknanna en hún hefur hlotið 3,5 vinning og hefur teflt við titilhafa í öllum umferðum nema einni.
Elsa hefur 3 vinninga, Sigríður, Jóhanna og Tinna hafa 2,5 vinning. Allar eru þær hækka á stigum fyrir frammistöðu sína.
Níunda og síðasta umferð verður tefld í fyrramálið.
Unglingaskák | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 19:20
Fimm íslenskar stúlkur tefla í Stokkhólmi
Allar íslensku stúlkurnar fimm töpuðu í fyrstu umferð Scandinavian Ladies Open sem hófst í Stokkhólmi í dag. Tvær umferðir verða tefldar á morgun.
Þátt taka Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1867), Elsa María Kristínardóttir (1721), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1658), Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1617) og Sigríður Björg Helgadóttir (1606).
Um er að ræða eitt stærsta kvennamót ársins, sem fram fer 20.-25. mars. Þátt taka 126 skákkonur og þar af er einn stórmeistari og 34 stórmeistarar kvenna. Íslensku skákkonurnar eru meðal þeirra stigalægstu en þær eru á bilinu 101-106 í stigaröðinni. Alls eru tefldar níu umferðir.
19.3.2008 | 18:23
Hjörvar Steinn sigraði á vel sóttu Páskaeggjamóti Hellis
Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði örugglega á vel sóttu páskaeggjamóti Hellis sem haldið var 17. mars sl. 51 keppandi mætti til leiks og voru þar af 17 stelpur og tefldu keppendur 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Hjörvar vann allar sjö skákirnar og og var það aðeins Dagur Andri Friðgeirsson sem náði að veit honum einhverja verulega mótstöðu í skák þeirra.
Annar varð Friðrik Þjálfi Stefánsson með 6v og þriðja sætinu náði Jóhanna Björg Jóhannsdóttir með 5,5v, jafn marga og Patrekur Maron Magnússon en hærri á stigum. Veitt voru verðlaun í tveimur aðskildum flokkum og sigraði Hjörvar Steinn í þeim eldri og Friðrik þjálfi í þeim yngri. Allir keppendur voru svo eftir afhendingu verðlauna leystir út með konfektmolum.
Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:
Eldri flokkur (fæddir 1992-1994):
- 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7v
- 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5v (27)
- 3. Patrekur Maron Magnússon 5,5v (25,5)
Yngri flokkur (fæddir 1995 og síðar):
- 1. Friðrik Þjálfi Stefánsson 6v
- 2. Dagur Andri Friðgeirsson 5v (25,5)
- 3. Guðmundur Kristinn Lee 5v (24; 27; 29,5)
- 4. Oliver Aron Jóhannsson 5v (24; 27; 29)
- 5. Birkir Karl Sigurðsson 5v (23)
Stúlknaverðlaun: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir.
Í lokin var svo nokkur slatti af páskaeggjum og dreginn út og þá duttu í lukkupottinn: Halla Kristín Jónasdóttir, Hilmar Freyr Friðgeirsson, Hörður Aron Hauksson, Jökull Jóhannsson, Páll Andrason og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir,
Lokastaðan á páskaeggjamótinu:
- 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7v/7
- 2. Friðrik Þjálfi Stefánsson 6v
- 3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5v (27)
- 4. Patrekur Maron Magnússon 5,5v (25,5)
- 5. Dagur Andri Friðgeirsson 5v (25,5)
- 6. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5v (25)
- 7. Guðmundur Kristinn Lee 5v (24; 27; 29,5)
- 8. Oliver Aron Jóhannsson 5v (24; 27; 29)
- 9. Páll Andrason 5v (23,5)
- 10. Sigríður Björg Helgadóttir 5v (23; 27)
- 11. Birkir Karl Sigurðsson 5v (23; 26)
- 12-13. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir
- Patrekur Þórsson 4,5v
- 14.-26. Jón Hákon Richter
- Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
- Hörður Aron Hauksson
- Dagur Kjartansson
- Jökull Jóhannsson
- Hrund Hauksdóttir
- Pétur Steinn Guðmundsson
- Theódór Rocha
- Kristófer Jóel Jóhannsson
- . Dagur Ragnarsson
- Jón Trausti Harðarson
- Jón Halldór Sigurbjörnsson
- Franco Soto 4v
- 27. Kári Steinn Hlífarsson 3,5v
- 28.-37. Emil Sigurðarson
- Kristófer Orri Guðmundsson
- Hildur Berglind Jóhannsdóttir
- Andri Jökulsson
- Veronika Steinunn Magnúsdóttir
- Baldur Búi Heimisson
- Friðrik Gunnar Vignisson
- Jóhannes Guðmundsson
- Hulda Rún Finnbogadóttir
- Aron Daníel Arnalds 3v
- 38.-42. Elín Nhung
- Hilmar Freyr Friðgeirsson
- Brynjar Steingrímsson
- Eygló Freyja Þrastardóttir
- Diljá Guðmundsdóttir 2,5v
- 43.-49. Sæþór Atli Harðarson
- Damjan Dagbjartsson
- Sigurður Kjartansson
- Sonja María Friðriksdóttir
- Tara Sóley Mobee
- Brynjar Freyr Sævarsson
- Hulda Kristín Jónsdóttir 2v
- 50.-51. Karlotta Brynja Baldursdóttir
- Signý Ósk Sigurðardóttir 1v
17.3.2008 | 10:18
Páskaeggjamót Hellis fer fram í dag
Páskaeggjamót Hellis verður haldið mánudaginn 17. mars 2008, og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsæfingar. Páskaeggjamótið kemur í stað mánudagsæfingar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri.
Ókeypis er fyrir félagsmenn í Helli en fyrir aðra er þátttökugjald kr. 500. Allir þátttakendur keppa í einum flokki en verðlaun verða veitt í tveimur aðskildum flokkum. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í eldri flokki (fæddir 1992 - 1994) og yngri flokki (fæddir 1995 og síðar). Að auki verða tvö páskaegg dregin út og efsta stúlkan í mótinu fær páskaegg í verðlaun. Enginn fær þó fleiri en eitt páskaegg.
Páskaeggjamótið verður haldið í félagsheimili Hellis að Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur er við hliðina á Sparisjóði Reykjavíkur en salur félagsins er á þriðju hæð hússins.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 8779109
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar