Færsluflokkur: Íslenskar skákfréttir
19.1.2012 | 17:04
Kosið um bréfskák ársins 2011
Nú stendur yfir val á bréfskák ársins í fyrsta sinn. Flestir virkustu bréfskákmenn landsins sendu inn skákir í keppnina, en valið stendur á milli 15 skáka sem lauk á árinu 2011.
Kosningunni, sem fer fram á Skákhorninu, lýkur á sunnudagskvöld. Fyrirkomulagið er það sama og við valið á skák ársins, þ.e. fyrst er kosið um allar tilnefndar skákir og síðan verður valið á milli fimm efstu skákanna.
Skoða má skákirnar á vefnum og einnig er hægt að sækja þær á PGN-formi.
Það eru margar meistaralega tefldar skákir í bréfskákinni, en yfirleitt vekja þær litla og jafnvel enga athygli hjá öðrum en þeim sem tefla þær. Þetta er því kjörið tækifæri til að kynna sér taflmennskuna hjá íslenskum bréfskákmönnum um þessar mundir.
Árangur íslenskra bréfskákmanna var prýðilegur á síðasta ári. Þannig er íslenska liðið nú í efsta sæti í sínum riðli í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða, en aldrei hafa fleiri lið tekið þátt í þeirri keppni. Jón Árni Halldórsson (2466) teflir á fyrsta borði íslenska liðsins. Íslendingar hófu einnig nokkrar landskeppnir og eru með yfirburðastöðu gegn Spánverjum og hafa einnig yfirhöndina gegn Hollendingum og Englendingum þótt þar sé munurinn lítill.
Árni H. Kristjánsson (2438) tekur þátt í undanúrslitum fyrir heimsmeistarakeppnina og hefur farið vel af stað. Hann er einnig efstur á 22. Íslandsmótinu í bréfskák sem haldið er til minningar um Sverri Norðfjörð sem var góður bréfskákmaður. Jónas Jónasson (2410) getur þó enn náð Árna að vinningum með því að vinna síðustu þrjár skákir sínar. Þá taka þeir Árni og Þorsteinn Þorsteinsson taka báðir þátt í keppninni Úkraína - Evrópa sem hófst í desember. Auk þessa tóku íslenskir bréfskákmenn þátt í ýmsum öðrum mótum.
Það er því óhætt að segja að síðasta ár hafi verið líflegt í bréfskákinni eins og skákirnar í keppninni um bréfskák ársins 2011 bera með sér.
Kosning um bréfskák ársins 2011
10.4.2011 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Þjóðargersemar á uppboði
Nú um helgina verður boðið upp hjá Philip Weiss í New York taflborð og taflmenn sem notaðir voru þegar þriðja einvígisskák Boris Spasskí heimsmeistara í skák og áskoranda hans Bobby Fischer fór fram í borðtennisherbergi Laugardalshallar sunnudaginn 16. júlí 1972. Skráður eigandi er Guðmundur G. Þórarinsson sem var forseti Skáksambands Íslands meðan á einvíginu stóð. Haustið 1972 ákvað stjórn SÍ að færa Guðmundi taflið að gjöf. Guðmundur átti stóran þátt í að koma þessu einvígi í höfn þrátt fyrir risavaxin vandamál sem vöktu heimsathygli. En gjöfin var umdeild á sínum tíma og á aðalfundi Skáksambands Íslands á Hótel Esju vorið 1974 gagnrýndi hinn kunni skákmeistari Freysteinn Þorbergsson Guðmund harðlega fyrir að hafa þegið gjöfina og taldi hana best komna á Þjóðminjasafni Íslands. Freysteinn
leit svo á að fjölmarga muni tengdir einvíginu, ekki síst taflmenn og þau taflborð sem notuð voru, bæri að flokka sem þjóðargersemar. Má rifja upp að íslensku þjóðinni voru í aðdraganda einvígisins reglulega færðar fréttir af smíði skákborðsins og einkum þess taflborðs sem unnið var úr íslenskum steintegundum.
Þriðja einvígisskákin er tvímælalaust ein frægasta viðureign skáksögunnar. Þrem dögum fyrr hafði heimsmeistarinn Spasskí mátt sitja einn á sviði Laugardalshallar og bíða þar í eina klukkustund eftir Fischer. Þá voru í hámæli deilur hans við skipuleggjendur einvígisins um kvikmyndatökur. Spasskí var dæmdur sigur og jók því forskot sitt í tvo vinninga. Fullkomin óvissa ríkti um það hvort Fischer myndi mæta til leiks í þriðju skák einvígisins. Spasskí féllst á að tefla í borðtennisherberginu, „... til þess að reyna að bjarga einvíginu," eins og hann orðaði það. Loft var lævi blandið þegar kapparnir gengu til leiks bak við luktar dyr. Eitthvert orðaskak átti sér stað milli Fischer og Lothar Schmid sem lauk með því að Fischer sagði yfirdómaranum að halda kjafti. Þá var Spasskí nóg boðið og var á leið út úr borðtennisherberginu en Schmid náði að stöðva för hans. Mynd úr innanhússjónvarpskerfi sýnir þegar yfirdómarinn bókstaflega þrýstir Spasskí og Fischer niður í stóla sína og skákin hófst. Fischer vann þarna sinn fyrsta sigur yfir Spasskí og skákin reyndist vendipunktur einvígisins. Hún geymir óræðan leik og margslunginn í byrjun tafls sem lengi hefur heillað menn, 11. .... Rh5. Sagt er að Ingi R. Jóhannsson skákskýrandi hafi fölnað upp þegar leikurinn birtist og talið að Fischer væri genginn af göflunum. Það sem eftir fylgdi var frábært dæmi um kristaltæran skákstíl Fischers:
3 einvígisskák:
Boris Spasskí - Bobby Fischer
Benony - vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 O-O 10. O-O He8 11. Dc2 Rh5
12. Bxh5 gxh5 13. Rc4 Re5 14. Re3 Dh4 15. Bd2 Rg4 16. Rxg4 hxg4 17. Bf4 Df6 18. g3 Bd7 19. a4 b6 20. Hfe1 a6 21. He2 b5 22. Hae1 Dg6 23. b3 He724. Dd3 Hb8 25. axb5 axb5 26. b4 c4 27. Dd2 Hbe8 28. He3 h5 29. H3e2 Kh7 30. He3 Kg8 31. H3e2 Bxc3 32. Dxc3 Hxe4 33. Hxe4 Hxe4 34. Hxe4Dxe4 35. Bh6 Dg6 36. Bc1 Db1 37. Kf1 Bf5 38. Ke2 De4+ 39. De3 Dc2+40. Dd2 Db3 41. Dd4
Biðleikurinn.
41. ... Bd3+
- og Spasskí gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. apríl 2011.
| Boris Spassky - Robert James Fischer (PGN) 1. d4 Nf6 2. c4 e6 3. Nf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Nc3 g6 7. Nd2 Nbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 O-O 10. O-O Re8 11. Qc2 Nh5 12. Bxh5 gxh5 13. Nc4 Ne5 14. Ne3 Qh4 15. Bd2 Ng4 16. Nxg4 hxg4 17. Bf4 Qf6 18. g3 Bd7 19. a4 b6 20. Rfe1 a6 21. Re2 b5 22. Rae1 Qg6 23. b3 Re7 24. Qd3 Rb8 25. axb5 axb5 26. b4 c4 27. Qd2 Rbe8 28. Re3 h5 29. R3e2 Kh7 30. Re3 Kg8 31. R3e2 Bxc3 32. Qxc3 Rxe4 33. Rxe4 Rxe4 34. Rxe4 Qxe4 35. Bh6 Qg6 36. Bc1 Qb1 37. Kf1 Bf5 38. Ke2 Qe4+ 39. Qe3 Qc2+ 40. Qd2 Qb3 41. Qd4 Bd3+ 0-1 |
Íslenskar skákfréttir | Breytt 3.4.2011 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 23:32
Rimaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita
Rétt á fimmta tug sveita tók þátt á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Að loknum fyrri keppnisdegi voru heimamenn í a-sveit Rimaskóla með nauma forystu á Álfhólsskóla - áður Hjallaskóla, og báru þessar sveitir af öðrum sveitum. Sveitirnar höfðu mæst í 5. umferð og skilið jafnar eftir hörkuviðureign. Í sjöttu og sjöundu umferð má segja að úrslit mótsins hafi ráðist. Á meðan að Rimaskóli vann viðureignir sínar 4-0 tapaði Álfhólsskóli niður vinningum gegn sterkum sveitum Grunnskóla Vestmannaeyja og Melaskóla. Fór svo að fyrir síðustu umferðina hafði a-sveit Rimaskóla tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Glæsilegur árangur hjá Rimaskóla og er ljóst að skólinn hefur algera yfirburði yfir aðra skóla og minnir að mörgu leyti á veldi Æfingaskóla KHÍ á árum áður.
Álfhólsskóli var vel að öðru sætinu kominn. Íslandsmeistari barna, Dawid Kolka, teflir á 1. borði og Smári Rafn Teitsson er þjálfari sveitarinnar. Melaskóli, sem vann þetta mót þrjú ár í röð í kringum aldamótin, nái þriðja sætinu eftir harða baráttu en margar sveitir áttu möguleika á bronsinu fyrir síðustu umferðina. Mikill skákáhugi er innan Melaskóla sem nýtur kennslu Skákakademíu Reykjavíkur. Með sveit skólans teflir fremst í flokki Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem fer senn utan og teflir á Norðurlandamóti stúlkna í Danmörku.
Sveitir Salaskóla voru áberandi í verðlaunaafhendingunni. Mikil breidd innan skólans og skákin gríðarlega vinsæl að sögn umsjónarmanns skákkennslu í Salaskóla; Tómasar Rasmus.
Rétt er að minnast á árangur Hörðuvallaskóla Kópavogi. Ung sveit leidd áfram af Vigni Vatnari sem bætti sig um 30 sæti frá því í fyrra. Lenti þá í 37. sæti en nú í því sjöunda. Gunnar Finnsson að gera góða hluti en hann kennir skák í skólanum.
Mótið heppnaðist vel í alla staði, starfslið mótsins var skipað reynsluboltum á sviði skákstjórnar og Stefán Bergsson stýrði mótinu af mikilli festu.
Sveit Rimaskóla:
1. Oliver Aron Jóhannesson
2. Kristófer Jóel Jóhannesson
3. Nansý Davíðsdóttir
4. Jóhann Arnar Finnsson
v. Svandís Rós Ríkharðsdóttir
Sveit Álfhólsskóla:
1. Dawid Kolka
2. Róbert Leó Jónsson
3. Felix Steinþórsson
4. Tara Sóley Guðjónsdóttir
Sveit Melaskóla:
1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir
2. Leifur Þorsteinsson
3. Dagur Logi Jónsson
4. Smári Arnarsson
Besta f-sveitin: Salaskóli
Besta e-sveitin: Salaskóli
Besta d-sveitin: Salaskóli
Besta c-sveitin: Rimaskóli
Besta b-sveitin: Salaskóli
Besti árangur á 1. borði: Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla og Axel Bergsson Selásskóla með níu vinninga af níu.
Besti árangur á 2. borði: Hafdís Magnúsdóttir Grunnskóla Vestmannaeyja b-sveit, Gísli Þór Gunnarsson Smáraskóla og Tara Sóley Guðjónsdóttir Álfhólsskóla með átta vinninga af níu.
Besti árangur á 3. borði: Nansý Davíðsdóttir Rimaskóla með níu vinninga af níu.
Besti árangur á 4. borði: Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla, Kristófer Halldór Kjartansson Rimaskóla b-sveit og Benedikt Ernir Magnússon Fossvogsskóla með átta vinninga af níu
Mótshaldari var Skákakademía Reykjavíkur með stuðningi Skáksambands Íslands og Rimaskóla.
Lokastaðan:
Rk. | Team | TB1 | TB2 |
1 | Rimaskóli A | 34 | 17 |
2 | Álfhólsskóli A | 26,5 | 15 |
3 | Melaskóli | 24,5 | 13 |
4 | Grunnskóli Vestmannaeyja A | 24 | 12 |
5 | Smáraskóli A | 22 | 13 |
6 | Salaskóli A | 22 | 11 |
7 | Hörðuvallaskóli | 21,5 | 11 |
8 | Salaskóli B | 20,5 | 12 |
9 | Hofstaðaskóli A | 20 | 11 |
10 | Salaskóli E | 20 | 11 |
11 | Engjaskóli B | 20 | 11 |
12 | Álfhólsskóli B | 20 | 10 |
13 | Laugalækjarskóli | 19,5 | 11 |
14 | Hólabrekkuskóli | 19 | 12 |
15 | Rimaskóli C | 18,5 | 10 |
16 | Engjaskóli A | 18,5 | 10 |
17 | Rimaskóli B | 18,5 | 9 |
18 | Lágafellsskóli A | 18,5 | 9 |
19 | Salaskóli F | 18,5 | 8 |
20 | Selásskóli | 18,5 | 7 |
21 | Salaskóli D | 18 | 10 |
22 | Salaskóli C | 18 | 10 |
23 | Borgaskóli | 18 | 7 |
24 | Landakotsskóli A | 17 | 9 |
25 | Kársnesskóli A | 17 | 9 |
26 | Snælandsskóli | 17 | 9 |
27 | Lágafellsskóli B | 17 | 7 |
28 | Hofstaðaskóli B | 16,5 | 8 |
29 | Fossvogsskóli | 16,5 | 7 |
30 | Kársnesskóli C | 16,5 | 7 |
31 | Sæmundarskóli | 16 | 7 |
32 | Kársnesskóli B | 15,5 | 9 |
33 | Engjaskóli C | 15,5 | 8 |
34 | Smáraskóli B | 15 | 8 |
35 | Hofstaðaskóli C | 15 | 7 |
36 | Grunnskóli Vestmannaeyja B | 15 | 6 |
37 | Landakotsskóli B | 14,5 | 7 |
38 | Ísaksskóli | 13,5 | 7 |
39 | Lágafellsskóli C | 13,5 | 6 |
40 | Álfhólsskóli C | 10,5 | 4 |
41 | Dalskóli | 8 | 3 |
- Myndaalbúm (Helgi Árnason. Ragnar Bjarkan Pálsson og Smári Rafn Teitsson)
- Chess-Results
Íslenskar skákfréttir | Breytt 4.4.2011 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 07:00
Skákmót öðlinga hefst í kvöld
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Skráning fer fram á heimasíðu TR.
Núverandi öðlingameistari er Bragi Halldórsson.
Dagskrá:
- 1. umferð miðvikudag 23. mars kl. 19.30
- 2. umferð miðvikudag 30. mars kl. 19.30
- 3. umferð miðvikudag 6. apríl kl. 19.30
- 4. umferð miðvikudag 13. apríl kl. 19.30
- 5. umferð miðvikudag 27. apríl kl. 19.30
- 6. umferð miðvikudag 4. maí kl. 19.30
- 7. umferð miðvikudag 11. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir aðalmótið og kr 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á heimasíðu TR. Upplýsingar um skráða keppendur má nálgast hér.
Íslenskar skákfréttir | Breytt 17.3.2011 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 11:39
Ungir meistarar í Ráðhúsinu - Tvö undrabörn á MP Reykjavíkurskákmótinu
Eftirfarandi grein birtist á baksíðu Morgunblaðsins, 14. mars sl. Höfundur er Kjartan Kjartansson en myndirnar tók Ómar Óskarsson.
Tveir 14 ára drengir frá Úkraínu og Búlgaríu eru á meðal þeirra um 170 skákmanna sem hófu leik á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu varð nýlega yngsti núverandi stórmeistari heims og jafnframt sá ellefti yngsti í sögunni til að ná þeim áfanga. Vakti hann fyrst athygli þegar hann vann B-riðil opna Moskvumótsins árið 2007 þegar hann var aðeins 10 ára gamall.
Hinn er Kiprian Berbatov en árið 2008 varð hann Evrópumeistari undir 12 ára og hefur nú verið valinn í ólympíulið Búlgara sem þykir eitt það sterkasta í heimi.
Fylgdist með tölvu tefla
Þrátt fyrir ótvíræða skákhæfileika sína voru strákarnir hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður náði tali af þeim rétt fyrir setningu mótsins í gær. Þeir tala einhverja ensku en eru með þjálfara sína sér til halds og trausts til þess að túlka fyrir sig það sem upp á vantar.Illya segist hafa byrjað á því að fylgjast með því hvernig skáktölvuforrit vinna þegar hann var fimm ára gamall og í kjölfarið byrjað að tefla þegar hann var sex ára. Kiprian á sér nokkuð hefðbundnari sögu en hann lærði að tefla af föður sínum þegar hann var sex ára og hóf að keppa í framhaldinu.
„Gáfur, þolinmæði, sterkar taugar og góða heilsu," segir Kiprian þegar hann er spurður hvað þurfi til að verða góður skákmaður. Hann segist vilja ná eins langt og hann geti og komast í fremstu röð í heiminum. Illya tekur undir með honum. „Ég vil verða heimsmeistari, að sjálfsögðu, en ég held að ég þurfi svona fjögur eða fimm ár til þess að ná því."
Deila áhuga á stærðfræði
Kiprian segir að utan skákarinnar hafi hann áhuga á stærðfræði og ekkert mál sé að sinna náminu samhliða því að tefla. Ýmislegt sé líkt með skák og stærðfræði en einnig margt sem sé ólíkt.Illya er sama sinnis með stærðfræðiáhugann en auk hennar segist hann hafa gaman af því að spila borðtennis og tennis í frístundum sínum. Er hann eins góður í þeim íþróttum og skákinni? „Nei, ég er ekki svo góður," segir Illya og hlær.
ÆTTINGI BÚLGARSKS LANDSLIÐSMANNS Í KNATTSPYRNU
Frændi Dimitars Berbatovs
Margir íslenskir knattspyrnuunnendur kannast eflaust við eftirnafn Kiprians Berbatovs en hann er frændi búlgarska knattspyrnumannsins Dimitars Berbatovs sem leikur listir sínar með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.Kiprian segir afa þeirra Dimitars hafa verið frændur en aðspurður hvort þetta sé mikil íþróttafjölskylda segir hann að það sé aðallega mikið um knattspyrnumenn í henni. „Ég er þessi skrýtni sem leikur skák," segir hann.
Hann segist aldrei hafa farið og séð frænda sinn Dimitar spila í eigin persónu með Manchester United á Englandi en hins vegar hafi hann farið og séð framherjann knáa spila með búlgarska landsliðinu fyrir nokkrum árum heima í Búlgaríu.
21.3.2011 | 07:00
Hraðkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagið Hellir heldur hraðkvöld mánudaginn 21. mars nk. og hefst taflið kl. 20:00. Tefldar verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hraðkvöldinu fær í verðlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verður dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fær pizzu hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Íslenskar skákfréttir | Breytt 16.3.2011 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
A-sveitin tapaði tveim viðureignum en miklu réð 8:0 sigur yfir TR í 6. umferð. Þá voru úrslitin í raun ráðin þó Taflfélag Vestmanneyja hafi náði að vinna Bolana 4 ½: 3 ½ í síðustu umferð. Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Bolungarvík 42½ v. ( af 56 ) - 10 stig 2. Vestmannaeyjar 40½ v. - 12 stig 3. Hellir 39½ v. - 14 stig. 4. Fjölnir 30½ v. - 8 stig 5. TR 23½ v.- 4 stig 6. Akureyri 21 v. - 5 stig 7. KR 16 v. 3 stig 8. Haukar 10½ v. - 0 stig.
Í 2. deild vann B-sveit Bolvíkinga öruggan sigur og færist upp í 1. deild ásamt Mátum sem eru gamlir félagar úr Skákfélagi Akureyrar.
Í 3. deild sigraði Víkingaklúbburinn og í 4. deild vann Skákfélag Íslands öruggan sigur.
Hvort Bolvíkingum tekst að halda í allan sinn mannskap á næsta keppnistímabili er óvíst. Þeir verða með tvær sterkar sveitir í efstu deild og hrópar sú staðreynd á breytingar á keppni þar sem mikil íhaldssemi hefur ráðið ferðinni. Því er alls óvíst að nokkrar breytingar nái í gegn á næsta aðalfundi SÍ. Eðlilegast væri að láta stig gilda. Annar kostur er að banna tvær sveitir frá sama félagi í efstu deild, fækka sveitum í sex og láta þær tefla tvöfalda umferð, t.d. á tíu borðum.
Margar athyglisverðar viðureignir fóru fram um helgina, ekki síst í baráttunni á toppnum. Það átti t.d. við þegar nýbakaður Reykjavíkurmeistari mætti greinarhöfundi í viðureign TV og Hellis. Úr varð snörp og spennandi viðureign:
Helgi Ólafsson - Björn Þorfinnsson
Enskur leikur
1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 Rf6 6. b4 O-o 7. d3 h6 8. e4 Rd4 9. Rge2 c6 10. O-O a5 11. a3 axb4 12. axb4 d5?!
Tvíeggjaður leikur. Eðlilegast er 12. ... Rxe2+ en Björn á það til að hleypa öllu í bál og brand þó traustari leiðir standi til boða.
13. exd5 Bg4 14. dxc6 e4 15. cxb7 Ha2!?
Með hugmyndinni 16. Rxa2 Rxe2+ 17. Kh1 Rxg3+ og drottningin fellur. Gallinn við atlögu svarts er að b7-peðið reynist mikil ógn.
16. Rxd4!?
16. Bf4 kom einnig sterklega til greina.
16. ... Bxd1 17. Rxa2 Dxd4 18. Be3!?
Annar möguleiki var 18. Hxd1 Rg4 19. Hb2 e3! með flókinni stöðu.
18. ... Dxd3 19. Hfxd1 Dxc4 20. Hac1!
Vandi svarts er sá að 20. ... Dxa2 er svarað með 21. Hc8 og vinnur.
20. ... Da6 21. Hc7 Rg4 22. Bc5 Be5!
Þrátt fyrir erfiða stöðu hittir Björn á bestu vörnina. „Rybka" gefur nú upp að best sé 23. b5! Da4 24. Rc3! Bxc3 25. Hc1 og svo framvegis. Betra er 23. ...De6 24. Hc6 Df5 25. Rb4.
23. He7 De2?
Björn var í miklu tímahraki og finnur ekki einu vörnina 23. ... e3! 24. Hxe5 De2!! t.d. 25. Hed5 exf2+ 26. Kh1 De1+! 27. Bf1 De4+ og þráskákar.
24. Hf1 Dxa2 25. Hxe5! Rxe5 26. Bxf8
Eftir 26. ... Da7 27. Bd6 Dxb7 28. Bxe5 Dxb4 ætti hvítur að vinna með hrók og tvo biskupa gegn drottningu.
26. ... Rd7 27. Hd1! Rb8 28. Hd8 Rc6 29. Bc5+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. mars 2011.
Íslenskar skákfréttir | Breytt 12.3.2011 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 16:00
Skákmót öðlinga hefst 23. mars
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.
Núverandi öðlingameistari er Bragi Halldórsson.
Dagskrá:
- 1. umferð miðvikudag 23. mars kl. 19.30
- 2. umferð miðvikudag 30. mars kl. 19.30
- 3. umferð miðvikudag 6. apríl kl. 19.30
- 4. umferð miðvikudag 13. apríl kl. 19.30
- 5. umferð miðvikudag 27. apríl kl. 19.30
- 6. umferð miðvikudag 4. maí kl. 19.30
- 7. umferð miðvikudag 11. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir aðalmótið og kr 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á heimasíðu TR. Upplýsingar um skráða keppendur má nálgast hér.
Íslenskar skákfréttir | Breytt 17.3.2011 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 17:26
Haraldur Axel sigraði á skákdegi Æsa
Á þriðjudag mættu tuttugu og tveir skákmenn til leiks í Ásgarði. Haraldur Axel bar sigur úr býtum , hann fékk 8 ½ vinning af 9 mögulegum,í öðru sæti varð Valdimar Ásmundsson með 8 v og þriðja sæti náði Þorsteinn Guðlaugsson með 7 vinninga. Einar S Einarsson kom svo einn í fjórða sæti með 5 ½ v.
Á næsta þriðjudag stendur mikið til í Ásgarði. Þá koma Riddararnir úr Hafnarfirði í heimsókn og keppa við okkur Æsi í þremur riðlum væntanlega , þessi keppni fer fram árlega og hefur fengið nafnið
Rammislagur. Þessi keppni er sennilega sú tólfta í röðinni. Riddarar hafa sigrað oftar svo að nú verða Æsir að bíta í skjaldarrendur ef þeir ætla ekki að tapa á sínum heimavelli. Allt er þetta auðvitað í góðu og er hin besta skemmtun fyrir alla sem að henni standa.
Vonandi verða sem flestir heldri skákmenn úr báðum þessum skákfélögum hressir á næsta þriðjudag og geti mætt í Ásgarð sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.
Nánari úrslit:
- 1 Haraldur Axel Sveinbjörnsson 8.5 vinninga
- 2 Valdimar Ásmundsson 8 -
- 3 Þorsteinn Guðlaugsson 7 -
- 4 Einar S Einarsson 5.5 -
- 5-7 Gísli Árnason 5 -
- Jón Víglundsson 5 -
- Gísli Sigurhansson 5 -
- 8-12 Óli Árni Vilhjálmsson 4.5 -
- Garðar Ingólfsson 4.5 -
- Baldur Garðarsson 4.5 -
- Bragi G Bjarnarson 4.5 -
- Ásgeir Sigurðsson 4.5 -
- 13-15 Viðar Arthúrsson 4 -
- Egill Sigurðsson 4 -
- Jónas Ástráðsson 4 -
- 16-19 Halldór Skaftason 3.5 -
- Friðrik Sófusson 3.5 -
- Birgir Sigurðsson 3.5 -
- Birgir Ólafsson 3.5 -
- 20 Finnur Kr Finnsson 2.5 -
- 21-22 Hermann Hjartarson 2 -
- Sæmundur Kjartansson 2 -
17.3.2011 | 16:00
Skákmót öðlinga hefst 23. mars
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.
Núverandi öðlingameistari er Bragi Halldórsson.
Dagskrá:
- 1. umferð miðvikudag 23. mars kl. 19.30
- 2. umferð miðvikudag 30. mars kl. 19.30
- 3. umferð miðvikudag 6. apríl kl. 19.30
- 4. umferð miðvikudag 13. apríl kl. 19.30
- 5. umferð miðvikudag 27. apríl kl. 19.30
- 6. umferð miðvikudag 4. maí kl. 19.30
- 7. umferð miðvikudag 11. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir aðalmótið og kr 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.
Skráning fer fram á heimasíðu TR. Upplýsingar um skráða keppendur má nálgast hér.
Íslenskar skákfréttir | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 14
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 150
- Frá upphafi: 8779043
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar