Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhóli Eyjamanna

Karl Gauti Hjaltason, formađur TV, er međ góđa úttekt um Íslandsmót skákfélaga frá sjónarhóli Eyjamanna, sem ađ ţessu sinni stilltu nćr eingöngu upp heimamönnum og náđu fram góđri stemmingu og prýđisárangri.  

Bloggsíđa Karls Gauta  


Íslandsmót skákfélaga gert upp

Gunnar Björnsson, ritstjóri Skák.is, hefur venju samkvćmt skrifađ pistil um Íslandsmót skákfélaga.  Hann má lesa á bloggsíđu ritstjórans.

Bloggsíđa Gunnar Björnssonar 


TR spáđ sigri á Íslandsmóti skákfélaga

Ritstjóri Skák.is hefur venju spáđ í spilin á bloggsíđu sinni fyrir Íslandsmót skákfélaga og er Taflfélagi Reykjavíkur spáđ sigri, Helli er spáđ öđru sćti og Fjölni ţriđja sćti.   

Bloggsíđa Gunnars Björnssonar 


Ísland međ á ólympíuskákmóti 16 ára og yngri í fyrsta skipti í 10 ár

 

Ólympíuliđ Íslands

Eftir 10 ára hlé mun íslensk sveit keppa á Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri nú í ár. Mótiđ verđur haldiđ í Singapore en ţar munu leiđa saman hesta sína 36 sveitir frá fjölmörgum löndum dagana 5.-11. ágúst nćstkomandi.

Ísland tók síđast ţátt í mótinu áriđ 1997 en árangur sveitarinnar ţótti einstaklega góđur áriđ 1995 ţegar Ísland hampađi ólympíumeistaratitlinum öllum ađ óvörum. Voru ţá margir efnilegir skákmenn í sveit Íslands en sveitina skipuđu Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson, Bergsteinn Einarsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson.   Fararstjóri drengjanna ţá var Haraldur Baldursson.

Gaman er ađ benda á skemmtilegt viđtal viđ ţá Ţorfinnssyni, sem birtist í Morgunblađinu, ađ mótinu loknu.   

Sveitin í ár er ekki skipuđ síđur efnilegri mönnum en ljósmyndari Morgunblađsins tók mynd af köppunum á dögunum. Frá vinstri eru ţeir Ingvar Ásbjörnsson, Helgi Brynjarsson, Matthías Pétursson, Dađi Ómarsson og Sverrir Ţorgeirsson. Allir eru drengirnir 16 ára og ţví á síđasta ári en liđstjóri sveitarinnar er Torfi Leósson. Sveitin hefur í sumar undirbúiđ sig ađ krafti undir mótiđ en Skákskóli Íslands hefur séđ um undirbúninginn.

Sveitin er sú 12. sterkasta af 36 sveitum en í íslensku sveitina vantar Hjörvar Stein Grétarsson, okkar sterkasta mann í ţessum aldursflokki.

Skák.is mun fylgjast vel međ mótinu og mun Torfi liđsstjóri blogga reglulega á Skák.is og senda myndir frá mótinu. 

Mynd: Stöđumyndin sem hluti sést af er úr frćgri skák í heimsmeistaraeinvígi.   Spurt er úr hvađa einvígi?  Svör má setja sem athugasemdir! 


Áfram Ísland!


Skák.is á nýjum stađ!

Skákvefurinn Skák.hefur nú flutt sig um set og verđur framvegis á blogghluta Morgunblađsvefjarins, mbl.is. Vefurinn verđur sem fyrr á slóđinni skak.is en mun frá og međ breytingunni áframsendast á slóđina skak.blog.is.

Á Skák.is hefur megináherslan veriđ lögđ á innlendar skákfréttir og fylgst glögglega međ íslenskum skákmönnum ţegar ţeir hafa teflt á erlendri grundu. Einnig hefur veriđ fylgst međ stćrri erlendum viđburđum.

Ritstjóri vefjarins er Gunnar Björnsson en hann hefur ritstjóri frá upphafi, nánar tiltekiđ frá 1. apríl 2000. Vefurinn er nú rekinn af Skáksambandi Íslands en var upphaflega hluti af Strikinu.  

Ţann 5. ágúst nk. hefst í Singapore ólympíuskákmót 16 ára og yngri ţar sem Ísland mun taka ţátt í fyrsta skipti 10 ár en mótiđ mun standa til 11. ágúst.  Torfi Leósson fararstjóri krakkanna mun blogga reglulega frá skákstađ á vefinn.       


Rétt er ađ benda á eftirfarandi á vinstri hluta heimasíđunnar:

  • Myndaalbúm: Hér verđa myndasöfn frá ýmsum viđburđum.  Fyrsta myndaalbúmiđ verđur frá Singapore ţar sem Torfi Leósson ćtlar ađ senda myndir frá mótinu.
  • Fćrsluflokkar: Allar fréttir fara í „spil og leikir“ en auk ţess verđa fréttir sundurliđađar enn frekar lesendum til hćgđarauka.
  • Tenglarnir: Hér verđa tenglar yfir viđburđi sem eru í gangi hverju sinni.  Ţessi tenglar verđa síbreytilegir en ađrir tenglar munu ekki breytast mikiđ. 

Morgunblađiđ og Skák.is vćnta góđs af samvinnu ţessara miđla. Leit.is er ţökkuđ góđ samvinna síđustu mánuđi.  

Ritstjóri vonar ađ skák- og skákáhugamenn muni koma til međ ađ kunna vel viđ gamlan vef á nýjum stađ! 


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 8765259

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband