Leita í fréttum mbl.is

Viđ erum ein fjölskylda: RKÍ í heimsókn

P1010057Eins og alla morgna í sumar var kátt á hjalla í Skákakademíunni ţennan morguninn. Björn Ívar fór yfir frćđin af mikilli festu og fengu svo krakkarnir góđa heimsókn um miđjan tímann. Var ţar kominn Ţórir Guđmundsson frá Rauđa Krossi Íslands. Ţórir, sem starfar sem yfirmađur alţjóđasviđs Rauđa Krossins kynnti starfssemina fyrir krökkunum. Fór hann vítt og breitt yfir starfssemi Rauđa Krossins út um allan heim. Líkti hann Rauđa Krossinum viđ her taflmanna, ţar sem hver og einn taflmađur vćri nauđsynlegur og sinnti mismunandi hlutverki.

Ţórir fór yfir hiđ hrćđilega ástand í Sómalíu. Ţar geysa hungursneyđ, ţurrkar og stríđ. Erfitt getur reynst ađ koma hjálpargögnum til landsins enda landinu ađ miklu leyti stjórnađ af uppreisnarher. Fagnađi Ţórir framlagi krakkanna um komandi helgi og gerđi ţeim grein fyrir hversu mikilvćg söfnun ţeirra vćri fyrir sómölsk börn. Öll framlög sem berast í söfnunina fara til kaupa á vítamínbćttu hnetusmjöri sem er ţađ fyrsta sem vannćrđ börn láta inn fyrir sínar varir. Eftir 2-4 vikur á ţví fćđi geta börnin fariđ ađ borđa nokkuđ venjulega.P1010069

Eftir kynninguna tefldi Ţórir viđ skákprinsessuna Doniku Kolica sem hefur sýnt miklar framfarir í skákinni ađ undanförnu. Donika er talsmađur krakkanna sem taka ţátt í söfnuninni Viđ erum ein fjölskylda. Ţórir hefur nokkuđ komiđ ađ skák: stjórnađi sjónvarpsútsendingum frá einvíginu Jóhann - Kortsnoj, St. John 1988 og mćtti nokkrum sinnum sem ungur drengur á heimsmeistaraeinvígiđ1972.

Skákin var hin athyglisverđasta og Ţórir kunni sitthvađ fyrir sér en ţurfti ađ lokum ađ játa sig sigrađađan gegn skákprinsessunni frá Kosovo.

Sem fyrr er skorađ á skákmenn ađ mćta í Ráđhúsiđ um helgina - ţitt framlag bjargar.

Myndaalbúm


Politiken Cup: Henrik vann í sjöttu umferđ og er í 5.-18. sćti

HenrikHenrik Danielsen (2535) vann ítalska alţjóđlega meistarann  Emiliano Aranovitch (2328) í sjöttu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Henrik hefur 5 vinninga og er í 5.-18. sćti.  Sćnski stórmeistarinn Jonny Hector (2568) er einn efstur međ fullt hús.  Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ bandaríska stórmeistarann Robert Hess (2609).   Umferđin hefst kl. 11 og verđur skák Henriks sýnd beint. Gunnar Finnlaugsson (2079) tapađi, hefur 3 vinninga, og er í 122.-189. sćti.  

Skákir Henriks á mótinu má nálgast hér

311 skákmenn taka ţátt í ţessu móti, sem fram fer í 30. júlí - 7. ágúst, og ţar af eru 26 stórmeistarar.  Henrik er nr. 19 í styrkleikaröđ keppenda en Gunnar er nr. 126.  Tefldar eru 10 umferđir.


Áskorun til skákmanna!

born_i_somaliu.jpgNćstu helgi standa Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands fyrir maraţonskák í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ţar munu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins tefla viđ gesti og gangandi. Mótherjar krakkanna borga upphćđ ađ eigin vali, sem rennur beint í söfnun Rauđa kross Íslands vegna hinnar hrćđilegu hungursneyđar í Sómalíu

Kjörorđ Skákhreyfingarinnar er „Viđ erum ein fjölskylda" og međ skákmaraţoninu í Ráđhúsinu vilja ungir liđsmenn skákgyđjunnar á Íslandi sýna börnum í Sómalíu stuđning í verki.
 
Skáksambandiđ og Skákakademían skora á skákmenn ađ mćta og taka eina skák viđ ungviđinn og leggja um leiđ sitt af mörkum svo bjarga megi lífum sómalskra barna. Framlag hvers og eins ţarf ekki ađ vera stórt - margt smátt gerir eitt stórt. Skákhreyfingin hefur nú tćkifćri til ađ blása lífi í hin göfugu einkunnarorđ GENS UNA SUMUS: Viđ erum ein fjölskylda.
 
Skorum á ţig ágćti skák(áhuga)mađur ađ vera međ og bjarga mannslífum.
 
10:00-18:00 laugardag og sunnudag í Ráđhúsinu.

Skákakademía Reykjavíkur og Skáksambands Íslands


Henrik og Gunnar unnu í fjórđu umferđ

Henrik Danielsen (2535) og Gunnar Finnlaugsson (2072) unnu báđir í 5. umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Henrik vann Finnann Kari Rauramaa (2217) og er 14.-37. sćti međ 4 vinninga. Gunnar hefur 3 vinninga og er í 73.-124. sćti. Sćnski...

Maraţonskákmót til styrktar hungruđum í Sómalíu

Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og ćskulýđsulýđsfulltrúi í stjórn SÍ var í viđtali á Rás 2 í morgun um maraţonsskákmót sem fram fer til styrktar hungruđum í Sómalíu, skák út um allt og gildi skákarinnar fyrir rökhugsun....

EM taflfélaga: Bolvíkingar og Hellismenn taka ţátt

Íslandsmeistarar Taflfélags Bolungarvíkur og Taflfélagiđ Hellir taka ţátt í EM taflfélaga sem fram fer í Rogaska Slatina í Slóveníu dagana 24. september - 2. október. Á heimasíđu mótsins kemur fram ađ sennilega stefnir í metţátttöku en 66 liđ hafa skráđ...

Meistaramót Hellis hefst 22. ágúst - hćkkuđ verđlaun

Meistaramót Hellis 2010 hefst mánudaginn 22. ágúst klukkan 19:30 . Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 8. september. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Ţar sem Hellir á 20 ára afmćli á árinu eru ađalverđlaun höfđ hćrri en venja hefur...

Henrik og Gunnar töpuđu í fjórđu umferđ

Henrik Danielsen (2535) tapađi fyrir kínverska stórmeistaranum Xiangzhi Bu (2675) í fjórđu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Gunnar Finnlaugsson (2072) tapađi fyrir Dananum Bjřrn Mřller Ochsner (2258). Henrik hefur 3 vinninga en Gunnar hefur 2...

Henrik Danielsen í TV

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2535) hefur gengiđ til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja en síđustu ár hefur Henrik veriđ í Haukum en ţar áđur í TV og Hróknum. Eyjamenn eru til alls líklegir í komandi átökum međ stórmeistarana Henrik og Helga Ólafsson...

Skákfélag Vinjar fćr góđan liđsstyrk

Ţrír góđir piltar og öflugir skákmenn hafa gengiđ til liđs viđ Vinjarliđiđ. Haukur Angantýsson (2290), Jorge Rodriguez Fonseca (2006) og Eymundur Eymundsson (1795). Alţjóđlegi meistarinn Haukur Angantýsson tók sér hlé frá skákinni í vel á annan áratug en...

Fjölgar í Bridsfjelaginu

Bridsfjelagiđ hefur sótt um ađild af Skáksambands Íslands og verđur ađildarsumsókn félagsins tekin fyrir og vćntanlega samţykkt á nćsta stjórnarfundi SÍ. Allmargir skákmenn hafa skráđ sig í félagiđ og hafa margir ţeirra eitthvađ átt viđ Bridge auk...

Landskeppni viđ Fćreyjar fer fram 6. og 7. ágúst

Árleg landskeppni viđ Fćreyinga fer fram daganna 6.-7. ágúst nk. Fyrri umferđin verđur tefld laugardaginn 6. ágúst á Húsavík, í ađstöđu Gođans í sal Framsýnar-stéttarfélags Garđarsbraut 26 og hefst taflmennskan kl 18:00. Síđari umferđin verđur tefld í...

Chessbase fjallar um Ţormóđ og málţingiđ

Vefsíđan Chessbase fjallar um fornleifafundinn á Ţormóđi (taflmađurinn sem fannst á Siglunesi), og um málţingiđ sem fram fer föstudaginn 19. ágúst í Skálholti. Greinin á Chessbase

Politiken Cup: Henrik međ fullt hús eftir 3 umferđir

Henrik Danielsen (2535) er einn 24 skákmanna sem hafa fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á Politiken Cup. Í ţriđju umferđ, sem fram fór í dag, vann hann norska skákmanninn Even Thingstad (2223). í 4. umferđ, sem fram fer á morgun mćtir Henrik kínverska...

Jón Kristinn sigrađi á unglingalandsmóti

Jón Kristinn Ţorgeirsson (1609) sigrađi í skákkeppni Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór í dag á Egilsstöđum. Jón Kristinn vann alla sjö andstćđinga sína. Í öđru sćti varđ heimamađurinn Ásmundur Hrafn Magnússon en hann hlaut 5,5 vinning. Ţriđji varđ...

Skákţáttur Morgunblađsins: Annar áfangi Hjörvars

Hjörvar Steinn Grétarsson náđi sínum öđrum áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţegar hann varđ í 3.-7. sćti á opna mótinu í Suđur-Wales á dögunum. Hjörvar hlaut 6˝ vinning af níu mögulegum. Sigurvegarar urđu ţeir Peter Wells og Keith Arkell sem hlutu 7...

Kramnik öruggur sigurvegari í Dortmund ţrátt fyrir tap í lokaumferđinni

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2781), vann öruggan sigur á Dortmund Sparkassen-mótsins sem lauk í dag. Kramnik hlaut 7 vinninga. Víetnaminn Le Quang (2715) varđ annar međ 5,5 vinning en Giri (2701) og Ponomariov (2764) urđu í 3.-4. sćti...

Viđ erum ein fjölskylda: Söfnun fyrir börnin í Afríku

Helgina 6. til 7. ágúst standa Skákakademía Reykjavíkur og Skáksamband Íslands fyrir maraţonskák í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ţar munu mörg efnilegustu börn og unglingar landsins tefla viđ gesti og gangandi. Mótherjar krakkanna borga upphćđ ađ eigin vali, sem...

Fjallađ um fornleifafund á taflmanni í Sjónvarpi

Í fyrradag var fjallađ um fornleifafund á taflmanni á Siglanesi hér í frétt á Skák.is og um málţing um Lewis-taflmennina í ágúst á Skálholti. Fjallađ var um taflmannafundinn í sjónvarpsfréttum RÚV í gćr auk ţess Einar S. Einarsson hefur sent fleiri...

Pistill frá Róbert um Harkany

Hér kemur pistill Róberts Lagerman sem og skákskýring um mótiđ í Harkany sem hann reyndar tók ţátt í fyrra. Harkany Harkany er lítill krúttlegur heilsubćr, sem er um fjöggura tíma akstursferđ frá höfuđborg Ungverja, Búdapest. Í ţessum heilsubć, hafa...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband