Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nćr sér á strik í Kína

Ól í skák 2010 019Norska sveitin vakti ekki litla athygli ţegar hún hóf ţátttöku í opna flokknum á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk. Fyrir ţví lágu gildar ástćđur ţví ađ sveitin hafđi innan sinna vébanda stigahćsta skákmann heims, Magnús Carlsen og hinn harđvítuga stórmeistara Jon Ludwig Hammer. Ţjálfari og liđsstjóri var heldur ekki af verri endanum, danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen, sem veriđ hefur ađalhjálparkokkur heimsmeistarans Anands hin síđari ár.
 
En ţegar upp var stađiđ hafnađi sveit Norđmanna í 51. sćti međ 12 stig og var sú frammistađa talsvert undir vćntingum. Sumir vildu skella skuldinni á Magnús Carlsen sem fékk 4 ˝ v. af átta mögulegum og tapađi 15 elo-stigum. Ţađ er hins vegar gömul saga og ný ađ til ţess ađ ná árangri í flokkakeppni ţurfa einstaklingarnir ađ ná saman sem liđ. Vissulega kann ţađ ađ hafa veriđ dálítiđ erfitt fyrir Magnús ađ tefla á ţessu móti en ţađ voru nú samt svokölluđ lúxus-vandamál sem hrjáđu hann. Hann hefur veriđ ađ markađssetja sig sem skákmann nr. 1 í heiminum og hafđi skömmu fyrir mótiđ hleypt af stokkunum hvorki meira né minna en heilli tískulínu og er ţessa dagana andlit tískunnar frá RAW á móti bandarísku leikkonunni Liv Tyler. Magnús tapađi ţrem skákum í Khanty Manyisk og virtist alls ekki búinn ađ ná sér á strik ţegar nćsta verkefni hófst, fjögurra manna stórmótiđ í Bilbao á Spáni. Ţar tapađi hann strax fyrir Anand og Kramnik en lagađi stöđuna örlítiđ undir lokin og endađi í ţriđja sćti. Stríđsgćfan virđist gengin í liđ međ honum ađ nýju ţví ađ á stórmóti sem stendur yfir ţessa dagana í Nanjing í Kína hefur hann tryggt sér sigur. Ţar tefla sex skákmenn, ţ.ám. heimsmeistarinn Anand sem verđur vćntanlega efstur á nóvemberlista FIDE. Ţegar ađeins er ein umferđ eftir er stađan ţessi:

1. Carlsen 6 ˝ v. ( af 9) 2. - 3. Bacrot og Anand 5 v. 4. Gashimov 4v. 5. Topalov 3 ˝ v. 6. Wang Yue 3 v.

Margt hefur veriđ rćtt og ritađ um samstarf Magnúsar og Kasparovs en heldur virđist hafa dregiđ úr ţví undanfariđ. Kasparov var allan sinn feril afar gefandi skákmađur og dró á eftir sér herskara skákmanna sem töldu ađ allt ţađ besta kćmi frá honum. Skoski leikurinn er einn ávöxtur samstarfs ţeirra. Magnús virtist hreinlega ekkert hafa fyrir ţví ađ sigra besta Frakkann í fyrstu umferđ, Etienne Bacrot:

Nanjing - Pearl Spring 2010:

Magnús Carlsen - Etienne Bacrot

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3

Kasparov var vanur ađ leika 5. Rxc6.

5. .. Bb6 6. Rc3 Rf6 7. De2 O-O 8. Bg5 h6 9. Bh4 a5 10. a4 Rd4 11. Dd3 Rxb3 12. cxb3 He8 13. O-O-O

Áćtlun hvíts í byrjun tafls sem er furđu einföld hefur gengiđ upp. Leppunin á f6 veldur svarti miklum erfiđleikum.

13. ... d6 14. Dc2 Bd7 15. Bc4 Be6 16. Hhe1 De7 17. e5 dxe5 18. Hxe5 Df8 19. Bxf6 gxf6 20. He2 Dg7 21. Bxe6 Hxe6 22. Hxe6 fxe6 23. Hd3 Kh8 24. Hg3 Dh7 25. Dd2!

Hótar 25. Hh3 Kg7 27. Dd7+ o.s.frv.

25. ... Bc5 26. Re4 Be7 27. Hh3 Kg7 28. Dd7 Kf7

gr9mjheo.jpg29. Rg5+! fxg5 30. Hf3+ Kg8 31. Dxe6 Kh8 32. Hf7 Bd6 33. Hxh7+ Kxh7 34. Df7+ Kh8 35. g3!

Jafnvel í gjörunnum stöđu ţarf ađ hitta á bestu áćtlunina. Framrás f- peđsins gerir út um tafliđ.

35. ... Ha6 36. Kb1 Bb4 37. f4 gxf4 38. gxf4

- og Bacrot gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 31. október 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Áskell sigrađi á Hausthrađskákmóti SA

Hausthrađskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram í dag. Teflt er um meistaratitil félagsins í hrađskák. Rúnar Sigurpálsson hefur oftast sigrađ á mótinu eđa sjö sinnum.  Ólafur Kristjánsson sigrađi á mótinu í fyrra eftir ađ hafa teflt einvígi viđ Gylfa Ţórhallsson, en ţeir enduđu jafnir og efstir međ 12˝ vinning.

Tíu skákmenn mćttu til leiks í dag og tefldu tvöfalda umferđ, allir viđ alla. Áskell Örn Kárason sigrađi nokkuđ örugglega ađ ţessu sinni, en hann endađi međ 15 vinninga af 18 mögulegum. Eftir óvísindalega rannsókn kom í ljós ađ ţetta er í fyrsta skipti sem Áskell sigrar á Hausthrađskákmótinu. Sigurđur Arnarson var í öđru sćti međ 12˝ vinning og Tómas Veigar var ţriđji međ 11˝ vinning.

Heimasíđa SA


Aronian efstur á minningarmóti um Tal

Armeninn Levon Aronian (2801) er efstur á minningarmóti um Tal ađ lokinni ţriđju umferđ sem fram fór í dag.   Aronain vann Gelfand (2741) í dag.  Fimm keppendur hafa 2 vinninga sem er athyglisvert en Eljanov (2742) og Shirov (2735) eru ekki enn komnir á blađ.

Úrslit 2. og 3. umferđar:


Wang Hao - Aronian, Levon˝-˝
Mamedyarov, Shakhriyar - Karjakin, Sergey˝-˝
Nakamura, Hikaru - Eljanov, Pavel1-0
Kramnik, Vladimir - Grischuk, Alexander˝-˝
Gelfand, Boris - Shirov, Alexei1-0
Aronian, Levon - Gelfand, Boris1-0
Karjakin, Sergey - Nakamura, Hikaru˝-˝
Grischuk, Alexander - Wang Hao˝-˝
Eljanov, Pavel - Kramnik, Vladimir0-1
Shirov, Alexei - Mamedyarov, Shakhriyar0-1

  • 1. Aronian (2801) 2˝ v.
  • 2.-6. Karjakin (2760), Wang Hao (2727), Mamedyarov (2763), Nakamura (2741) og Grischuk (2771) 2 v.
  • 7. Kramnik (2791) 1˝ v.
  • 8. Gelfand (2741) 1 v.
  • 9.-10. Eljanov(2742) og Shirov (2735) 0 v.

 


Hjörvar Steinn Grétarsson unglingameistari í skák

Hjörvar Steinn Grétarsson (2433) varđ í dag unglingameistari Íslands í skák, annađ áriđ í röđ. Hjörvar hlaut 6˝ vinning í 7 skákum, leyfđi ađeins jafntefli viđ Örn Leó Jóhannsson sem varđ annar međ 5˝ vinning. Í 3.-6. sćti međ 5 vinninga urđu Mikael...

Skákir úr Íslandsmóti skákfélaga

Paul Frigge hefur nú slegiđ inn skákir úr 4. umferđ Íslandsmóts skákfélaga. Međfylgjandi eru skákir ţví skákir úr 1. og 4. umferđ úr 1. og 2. deild. 2. og 3. umferđ koma síđar.

HM öldunga: Gunnar međ jafntefli í lokaumferđinni

Gunnar Finnlaugsson (2072) gerđi jafntefli viđ ţýska skákmeistarann (CM) Georg Schweiger (2166) í 11. og síđustu umferđ HM öldunga sem fram fór í Acro á Ítalíu í dag. Gunnar hlaut 5˝ vinning og endađi í 96-131. sćti. Frammistađa Gunnars samsvarađi 2111...

Hjörvar efstur á Unglingameistaramóti Íslands

Hjörvar Steinn Grétarsson (2433) er efstur á fjölmennu Unglingameistaramóti Íslands sem fram fer um helgina í Hellisheimilinu. Hjörvar hefur fullt hús. Í 2.-3. sćti, međ 3˝ vinning, eru Birkir Karl Sigurđsson (1478) og Örn Leó Jóhannsson (1838). Töluvert...

Strandbergsmótiđ - Ćskan og ellin

Strandbergsmótiđ í skák "Ćskan og Ellin", verđur haldiđ í sjöunda sinn, laugardaginn 13. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju og hefst kl. 13. Fyrri mót af ţessu tagi, ţar sem kynslóđirnar mćtast, hafa vakiđ verđskuldađa...

Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) hefst í dag kl. 13

Unglingameistaramót Íslands 2010 fer fram í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a, Mjóddinni, Reykjavík dagana 6. og 7. nóvember nk. Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri. Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn “Unglingameistari...

Sigurđur og Pálmar efstir á Atskákmóti SR

Sigurđur H. Jónsson og Pálmar Breiđfjörđ eru efstir og jafnir međ fimm vinninga af fimm ţegar tvćr umferđir eru eftir á atskákmóti Skákfélags Reykjanesbćjar. Magnús Jónsson er svo í ţriđja sćti međ fjóra vinninga. Ţá fékk Ólafur Reynir Svavarsson ungur...

Aronian vann Kramnik í Moskvu

Í dag hófst minningarmót um Mikhail Tal í Moskvu. Mótiđ er gífurlega sterkt 10 manna skákmót ţar sem međalstigin eru 2757 skákstig. Armeninn Aronian (2801) vann Kramnik (2791) í uppgjöri tveggja stigahćstu keppenda mótsins í fyrstu umferđ sem tefld var í...

HM öldunga: Gunnar vann í tíundu umferđ

Gunnar Finnlaugsson (2072) vann hvít-rússneska skákmanninn Alexey Sevenyuk (1920) í 10. og nćstsíđustu umferđ HM öldunga sem fram fór í dag í Acro á Ítalíu. Gunnar hefur 5 vinninga og er í 98.-131. sćti. Efstir međ 8 vinninga eru stórmeistararnir...

Hannes međ jafntefli í lokaumferđinni - endar í 8.-25. sćti

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2585) gerđi jafntefli viđ ísraelska stórmeistarann Ilia Smirin (2657) í níundu og síđustu umferđ minningarmótsins um Chigorin sem fram fór í dag í St. Pétursborg. Hannes hlaut 6˝ vinning og endađi í 8.-25. sćti....

Helga og Davíđ bođiđ landsliđsţjálfarastarf fram yfir Ól 2012

Stjórn Skáksambands Íslands ákvađ á stjórnarfundi sambandsins 21. október sl. ađ óska eftir áframhaldandi kröftum Helga Ólafssonar og Davíđs Ólafssonar sem landsliđsţjálfara íslensku landsliđina fram yfir Ólympíuskákmótiđ í Istanbul í Tyrklandi sem fram...

Magnus dregur sig úr baráttunni um heimsmeistaratitilinn

Stigahćsti skákmađur heims, hinn 19 ára norski Magnus Carlsen, hefur sent bréf til forseta FIDE ţar sem hann lýsir ţví ađ hann taki ekki ţátt í Heimsmeistarakeppni átta skákmanna sem er fyrirhuguđ í mars-apríl 2011. Magnús gerir ţetta á ţeim forsendum ađ...

Hannes vann í áttundu umferđ í St. Pétursborg og er í 8.-17. sćti fyrir lokaumferđina

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2585) vann rússneska alţjóđlega meistarann Mikhail Mozerov (2494) í áttundu og nćstsíđustu umferđ minningarmótsins um Chigorin sem fram fór í dag í St. Pétursborg. Hannes hefur 6 vinninga og er í 8.-17. sćti fyrir...

Hrafn Loftsson sigrađi á fimmtudagsmóti

Ţrír urđu efstir og jafnir á mjög vel sóttu fimmtudagsmóti í gćrkvöldi en Hrafn Loftsson varđ hlutskarpastur á stigum. Svo jöfn var baráttan, ađ fyrir síđustu umferđ voru hvorki fleiri né fćrri en sex efstir og jafnir. Hrafn stóđ uppi sem eini taplausi...

HM öldunga: Gunnar tapađi í níundu umferđ

Gunnar Finnlaugsson (2072) tapađi fyrir Serbanum Milan Keserovic (2194) í níundu umferđ HM öldunga sem fram fór í Arco á Ítalíu í dag. Gunnar hefur 4 vinninga og er í 130.-156. sćti. Efstur međ 7˝ vinning er rússneski stórmeistarinn Vitaly Tsehkovsky...

Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) hefst á laugardag

Unglingameistaramót Íslands 2010 fer fram í Álfabakka 14a, Mjóddinni, Reykjavík dagana 6. og 7. nóvember nk. Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri. Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn “Unglingameistari Íslands...

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer ađ venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 8780821

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband