Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2017

Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2017-2018 fer fram dagana 19.–22. október nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla. Fyrsta umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 19. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. október kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 21. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 22. október. 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Skákstjórar: Ingibjörg Edda Birgisdóttir (yfirdómari), Kristján Örn Elíasson, Hallfríđur Sigurđardóttir, Ólafur Ásgrímsson og Bragi Kristjánsson.

Liđsstjórar eru minntir á ađ skila inn styrkleikaröđum listum fyrir fyrstu umferđ. Ţá má senda á netfangiđ is@skaksamband.is. Allar upplýsingar um mótiđ má nálgast á heimasíđu Skáksambandsins


Jóhann, Björgvin og Patrick efstir á Skákţingi Garđabćjar

Önnur umferđ Skákţings Garđabćjar fór fram síđastliđiđ mánudagskvöld. Á efsta borđi gerđu Vignir Vatnar og Björn Hólm tilţrifalítiđ jafntefli. Á nćsta borđi áttust viđ Björgvin Víglundsson og Gauti Páll. Gauti Páll mćtti til leiks međ skyr dós í farteskinu. Líklega hefur hann ćtlađ ađ koma andstćđingi sínum úr jafnvćgi, ţar sem Björgvini mun ţykja skyriđ gott.

Björgvin kom međ krók á móti bragđi og var vopnađur ţrem banönum. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ Björgvin lét herkćnsku Gauta ekki trufla sig og vann skákina fumlaust. Patrick Karcher vann Pál Andra örugglega, ţar sem Patrick nýtti sér veikleika í stöđu andstćđing síns til ađ plokka af honum hvert peđiđ á fćtur öđru. Jóhann Ragnarsson vann Páli Sigurđsson örugglega međ svörtu, Páll lék peđi sínu snemma á f4 og gaf riddara Jóhanns ţannig fćri á ađ nýta sér g4 reitinn og planta drottningu sinni á b6. Ţannig nýtti hann skálínuna g1-a7 til ađ gera Páli lífiđ leitt.


Ađ loknum tveim umferđum eru Jóhann, Björgvin og Patrick međ fullt hús vinninga og á hćla ţeirra koma svo Vignir Vatnar, Björn Hólm og Bárđur Örn.


Nú verđur gert hlé á mótinu fram yfir deildakeppnina og fer nćsta umferđ fram mánudagskvöldiđ 30. október kl. 19:30.


Úrslit og skákir er ađ finna á : http://chess-results.com/tnr307354.aspx


Unglingameistaramót Íslands fer fram 27.-29. október

Unglingameistaramót Íslands fer fram dagana 27.-29. október nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér sćti í nćsta landsliđsflokki. Efsti keppandi undir 2100 skákstigum fćr keppnisrétt á Norđurljósamótiđ. 

Dagskrá:

  • 1.-4. umferđ: Föstudagskvöldiđ 27. október. Fyrsta umferđ hefst 19:00.
  • 5. umferđ 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferđ 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferđ 13:00 á sunnudegi. 

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum á bilinu 1995-2003. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt ađ taka ţátt hafi ţeir 1800 stig eđa fleiri, íslensk eđa FIDE-stig, miđađ viđ nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig ţátttökurétt.  

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti verđi menn jafnir ađ vinningum.  

Tímamörk í fyrstu fjórum umferđunum er 20+5 og 90+30 í seinni ţremur. 

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 27. október á Skák.is. Ţátttökugjald er 1.500 kr. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Unglingameistari 2016 varđ Bárđur Örn Birkisson.


Fyrsta deild Íslandsmóts skákfélaga hefst á fimmtudaginn - ađrar deildir á föstudaginn

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2017-2018 fer fram dagana 19.–22. október nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla. Fyrsta umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 19. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. október kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 21. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 22. október. 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Skákstjórar: Ingibjörg Edda Birgisdóttir (yfirdómari), Kristján Örn Elíasson, Hallfríđur Sigurđardóttir, Ólafur Ásgrímsson og Bragi Kristjánsson.

Liđsstjórar eru minntir á ađ skila inn styrkleikaröđum listum fyrir fyrstu umferđ. Ţá má senda á netfangiđ is@skaksamband.is. Allar upplýsingar um mótiđ má nálgast á heimasíđu Skáksambandsins


Bikarsyrpa TR fer fram 27.-29. október

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 27. október og stendur til sunnudagsins 29. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 27. október kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 28. október kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 28. október kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 28. október kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 29. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 29. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 29. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


Haustmót SA: Jón Kristinn hélt titlinum!

Síđari hluta Haustmóts SA lauk nú í gćr. Móđiđ var tvískipt; í fyrri hlutanum voru tefldar sjö atskákir og fimm kappskákir í síđari hlutanum og var gildi kappskáknanna tvöfalt meira en atskákanna í lokaúteikningnum. Ţađ breytti ţó litlu um úrslitin í ţetta sinn, ţar sem Jón Kristinn Ţorgeirsson (alias FM Jokko Thorgeirsson) fékk flesta vinninga í báđum hlutum mótsins.  Úrslitin í lokaumferđinni urđr ţessi:

  • Arnarson-Jón Kristinn     0-1
  • Áskell-Arnar Smári        1-0
  • Smári-Eymundur            1/2
  • Eiríksson-Jón Magg        1-0

Hart var barist í öllum skákum, einkum hjá ţeim Arnarsyni og Ţorgeirssyni, ţar sem sá fyrrnefndi ţjarmađi ađ fidemeistaranum sem ţá náđi ađ klóra sig fram úr vandanum ađ lokum og sigra. Skaust Áskell viđ ţetta upp í annađ sćtiđ og naut ţess ţá ađ hafa sloppiđ viđ eiga viđ nokkra af grimmustu stríđsmönnunum í ţetta sinn.

Lokastađan á mótinu varđ ţví ţessi (stig reiknu skv. ţví sem ađ framan er sagt):

  1. Jón Kristinn Ţorgeirsson         15,5
  2. Áskell Örn Kárason               12,5
  3. Sigurđur Arnarson                11
  4. Ólafur Kristjánsson              10
  5. Smári Ólafsson                    9
  6. Sigurđur Eiríksson                8,5
  7. Eymundur Eymundsson               7,5
  8. Arnar Smári Signýjarson           6,5
  9. Símon Ţórhallsson og
  10. Haraldur Haraldsson               4
  11. Jón Magnússon                     2
  12. Ulker Gasanova                    1,5

 

 

 


Hrađskákmót Hugins fer fram í kvöld

Hrađskákmót Hugins í Mjóddinni verđur haldiđ mánudaginn 16. október nk. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a og hefst tafliđ kl. 20. Tefldar verđa 7 umferđir tvöföld međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.

Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Heildarverđlaun á mótinu eru kr. 20.000.

Núverandi hrađskákmeistari Hugins er Hjörvar Steinn Grétarsson. Ţetta er í tuttugasta og annađ sinn sem mótiđ fer fram. Björn Ţorfinnsson, Davíđ Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson hafa hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum. Verđlaunaafhending vegna Meistaramóts Hugins (suđursvćđi) sem lauk í síđustu viku verđur í lok hrađskákmótsins.

Verđlaun skiptast svo:

  1. 10.000 kr.
  2. 6.000 kr.
  3. 4.000 kr.

Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Huginn eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra.


Góđur árangur Fjölnis í lokaumferđinni - Davíđ međ alţjóđlegan áfangaA

Skákdeild Fjölnis náđi afar góđum 3-3 úrslitum gegn lettnesku sveitinni Riga Tecnical University í lokaumferđ EM taflfélaga. Héđinn Steingrímsson, Sigurbjörn Björnsson og Davíđ Kjartansson unnu sínar skákir. Davíđ vann sína fjórđu skák í röđ og tryggđi sér um sinn leiđ sinn ţriđja áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Jafnframt fór hann yfir 2400 skákstigin. Davíđ ţarf hins vegar einn áfanga til viđbótar en ţađ er bara tímaspursmál hvenćr hann nćst.

Fjölnir endađi í 20. sćti og en fyrirfram var sveitinni rađađ í 19. Davíđ stóđ sig best Fjölnismanna međ 5 vinninga. Héđinn Steingrímsson hlaut 4 vinninga og Sigurbjörn Björnsson 3˝ vinning. Allir ţrír áttu ţeir frábćran endaspretti. Davíđ hćkkađi um 18 stig en Sigurbjörn nćstmest eđa um 7 stig. 

Árangur Fjölnismanna

Clipboard03


Fjölnismenn unnu 4-2 á sveit SK Elektroprivreda frá Svartfjallalandi. Björn Ţorfinnsson, Gunnar Freyr Rúnarsson og Halldór Pálsson unnu sínar skákir. 

Sveitin endađi í 29. sćti en fyrirfram var henni rađađ í 32. sćti. Halldór Pálsson stóđ sig frábćrlega og hlaut 4˝ vinning. Eftir tapađi í fyrstu umferđ tapađi hann ekki skák. Björn Ţorfinnsson og Páll Agnar Ţórarinsson hlutu 3˝ vinning. 

Árangur Víkinga

Clipboard04


Halldór Pálsson hćkkađi um 35 stig og Gunnar Freyr Rúnarsson um 30 stig.

Nánar verđur sagt frá niđurstöđu mótsins síđar. Án efa eiga báđar sveitirnar eftir ađ birta ítarlega pistla á sínum vefsíđum. 

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitasigur á eyjunni Mön

GM811S67SNokkrum mínútum áđur en úrslitarimman um efsta sćtiđ á opna mótinu á Mön milli Fabiano Caruana og Magnúsar Carlsen hófst sást til ţess fyrrnefnda á gangi ásamt félaga sínum og hjálparkokki, Úsbekanum Rustam Kazimdzhanov. Framhjá ţeim tölti vingjarnlegur hestur og dró á eftir sér vagn eftir fyrirfram markađri braut. Frá hafinu umhverfis eyjuna barst alveg dásamleg lykt af ţangi. Ţó ađ Caruana gćti á göngu sinni ekki veriđ viss um hvađa vopn heimsmeistarinn kynni ađ velja gegn kóngspeđinu hafđi hann lagt hart ađ sér viđ undirbúning og ţegar ţeir settust ađ tafli kom upp afbrigđi spćnska leiksins sem áđur hefur sést í skákum Magnúsar og Caruana var ekki seinn á sér ađ skjóta fram afrakstri undirbúningsvinnu sinnar; í 15. leik lék hann g-peđi sínu fram um tvo reiti. Árás peđa á kóngsvćng lá í loftinu. Ólíkt höfđust ţeir ađ; í tvo klukkutíma kvöldiđ áđur undirbjó Magnús sig međ ţví ađ stunda innanhússfótbolta m.a. viđ nokkra íslensku piltanna sem tóku ţátt í mótinu. Ţađ reyndist betri undirbúningur. Hann mćtti til ţessarar mikilvćgu viđureignar ferskur og frjáls:

Mön 2017; 8. umferđ:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. c3 d6 8. a4 Hb8 9. d4 Bb6 10. a5 Ba7 11. h3 O-O 12. Be3 Ha8 13. He1 h6 14. Rbd2 He8

Í 7. umferđ fékk Caruana ţessa stöđu upp gegn Gawain Jones sem lék 14. ... exd4 15. cxd4 Rb4 og eftir 16. e5! Rfd5 17. Re4 Rxe3 18. Hxe3 Bb7 19. e6! Rd5 20. Exf7+ Kh8 21. He1 Hxf7 22. Hc1 Hc8 kom óţćgilegur hnykkur, 23. Rfg5! Caruana vann í 32 leikjum.

GL811S7NG15. g4!? 

Og hvernig skyldi nú vera best ađ svara ţessari „stríđsyfirlýsingu“. Magnús kýs ađ halda uppi vörnum ađ baki víglínunnar.

15. ... De7 16. Rf1 Rd8 17. Rg3 c5 18. Dd2?!

Beinir spjótum sínum ađ h6-peđinu en betra var 18. Bd5 eđa 18. Rh4.

18. ... c4 19. Bc2 Rh7 20. b4 cxb3 21. Bxb3 Be6 22. Bc2?

Missir ţráđinn, 22. Bd5! var prýđilegur leikur.

22. ... Hc8 23. Bd3 Rb7 24. Hec1 Dd8!

Nú fellur a-peđiđ og allar góđar fyrirćtlanir Caruana.

25. Db2 Rxa5 26. Rd2 d5 27. He1 Bb8 28. exd5 Bxd5 29. Bf5 Hc6!

Valdar a6-peđiđ. Ţađ örlar ekki á mótspili.

30. Da3 Rb7 31. Had1 exd4 32. Bxd4 Rg5 33. c4 Hxe1 34. Hxe1 Be6 35. De3 Bf4! 

GL811S7NKLokahnykkurinn. 36. Dxf4 strandar á 36. ... Rxh3+ og vinnur drottninguna. Caruana gafst upp.

Nakamura reyndi ekki ađ vinna heimsmeistarann í lokaskákinni. Jafntefli dugđi fyrir góđu sćti. Lokaniđurstađa efstu manna:

1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. (af 9) 2. – 3. Anand og Nakamura 7 v. 4. Kramnik, Caruana, Adams, Eljanov, Vidit, Sutovsky, Rapport, Shirov og Swapnil 6 ˝ v.

Ţrír íslenskir skákmenn unnu til verđlauna, Gauti Páll Jónsson náđi bstum árangri keppenda á stigabilinu 2000-2100 elo í efsta flokki. Alexander Mai varđ í 2. sćti í keppnisflokki (major) undir 1900 elo-stigum međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum og Freyja Birkisdóttir varđ í 7. sćti í keppnisflokki (minor) undir 1800 elo-stigum. Hún hćkkađi mest allra íslensku ţátttakendanna eđa um 129 elo-stig. Greinarhöfundur, sem var fararstjóri, náđi besta árangri íslensku skákmannanna í efsta flokki međ 5 v. af 9 mögulegum og 59. sćti af 160 keppendum en Dagur Ragnarsson endađi í 68. sćti međ sömu vinningatölu. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţing Garđabćjar hafiđ

Fyrsta umferđ Skákţings Garđabćjar var tefld í gćr. Mótiđ er vel skipađ í ár og flestir ţátttakanda eru međ ELO stig á bilinu 1900 – 2200 stig, sem gefur vćntingar um spennandi mót. Mótiđ jađrar líka viđ ađ vera alţjóđlegt, ţar sem Ţýskaland og Rúmenía eiga sinn fulltrúa hvor. Hart var barist á reitunum 512 og mátti ekki alltaf sjá hvor vćri hćrri á stigum. Úrslitin fóru samt eftir bókinni fyrir utan ađ Páll Andrason bar sigurorđ af Hilmi Frey og Jón Úlfljótsson gerđi jafntefli viđ Bárđ Örn Birkisson. 

 
Vignir Vatnar bar sigurorđ af Eiríki Björnssyni, ţar sem Eiríkur var međ vćnlega stöđu á tímabili, en fatađist flugiđ međ lítinn tíma á klukkunni. Páll Andri tefldi mjög vandađa skák viđ Hilmi Frey og saumađi jafnt og ţétt ađ honum og ţar kom ađ varnir Hilmis brugđust, enda var hann orđinn tćpur á tíma undir lokin. Jón Úlfljótsson og Bárđur Örn gerđu jafntefli í skák sem var í jafnvćgi mestan tíma, ţótt Bárđur hafi misst af dauđafćri til ađ vinna skákina eftir fingurbrjót Jóns í endataflinu. Ţađ var ekki lognmolla í skák ţeirra Sverris Hákonarsonar og Björgvins Víglundssonar. Sverrir tefldi djarft og fórnađi manni fyrir (á ađ líta) vćnlega sókn. Björgvin reyndist hins vegar vandanum vaxinn og stóđst áhlaupiđ og vann ađ lokum örugglega.

Kjölfesturnar í Taflfélagi Garđabćjar ţeir Páll Sigurđsson og Jóhann Ragnarsson unnu ţćgilega sigra eftir leiđinda afleiki andstćđinga ţeirra. Björn Hólm og Gauti Páll máttu prísa sig sćla ađ hafa boriđ sigurorđ af sínum andstćđingum, ţrátt fyrir mikinn stigamun. Sérstaklega held ég ađ Gauti varpi öndinni léttar, en á tímabili var andstćđingur hans Dorin Tamasan međ unniđ tafl. 


Stađan og skákir fyrstu umferđar eru ađgengilegar hér: 


http://chess-results.com/tnr307354.aspx…


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 192
  • Frá upphafi: 8766194

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband