Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2017

Unglingameistaramót Íslands hefst á föstudaginn

Unglingameistaramót Íslands fer fram dagana 27.-29. október nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér sćti í nćsta landsliđsflokki. Efsti keppandi undir 2100 skákstigum fćr keppnisrétt á Norđurljósamótiđ. 

Dagskrá:

  • 1.-4. umferđ: Föstudagskvöldiđ 27. október. Fyrsta umferđ hefst 19:00.
  • 5. umferđ 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferđ 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferđ 13:00 á sunnudegi. 

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum á bilinu 1995-2001. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt ađ taka ţátt hafi ţeir 1800 stig eđa fleiri, íslensk eđa FIDE-stig, miđađ viđ nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig ţátttökurétt.  

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti verđi menn jafnir ađ vinningum.  

Tímamörk í fyrstu fjórum umferđunum er 20+5 og 90+30 í seinni ţremur. 

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 27. október á Skák.is. Ţátttökugjald er 1.500 kr. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Unglingameistari 2016 varđ Bárđur Örn Birkisson.


Víkingaklúbburinn međ algjöra yfirburđi eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga

Víkingar2

Fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga lauk í dag í Rimaskóla. Víkingaklúbburinn hefur mikla yfirburđi og hefur 37 vinninga af 40 mögulegum. Sveitin hefur ekki tapađ skák og hefur ađeins leyft sex jafntefli en unniđ 34 skákir! Í dag unnu Víkingar Taflfélag Garđabćjar 7-1.

Frá Íslandsmóti skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn er í öđru öđru sćti međ 31 vinning. Sveitin lagđi Fjölni ađ velli í dag 6˝-1˝ sem verđa ađ teljast góđ úrslit fyrir Hugin. Fjölnismenn eru engu ađ síđur í ţriđja sćti međ 24 vinninga.

Önnur úrslit dagsins urđu ţau ađ Taflfélag Reykjavíkur vann b-sveit Akureyringa 5˝-2˝, A-sveit Akureyringa lagđi Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur ađ velli 6˝-1˝ og b-sveit Hugins sigrađi Skákdeild KR međ sama mun. 

Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Akureyrar eru í 4.-5. sćti međ 21 vinning. Ţađ stefnir í spennandi fallbaráttu en eins og eru Breiđablik&Bolungarvík og KR í fallsćtunum. 

Síđari hluti mótsins fer fram 1.-3. mars 2018. 

Pistill ritstjóra um fyrri hlutann verđur birtur á morgun eđa hinn. 

Öll úrslit umferđar kvöldins má finna á Chess-Results

Stađan

Clipboard01


2. deild

Ţađ virđist flest benda til ţess ađ liđin sem féllu í fyrra endurheimti sćti sín í fyrstu deild en b-sveit TR og Reyknesingar hafa ţegar mjög gott forskot á nćstu sveitir. 

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 18˝ v.
  2. Skákfélag Reykjanesbćjar 18 v.
  3. Skákdeild Hauka 14˝ v.

Skákfélags Selfoss og nágrennis og Taflfélag Reykjavíkur eru í fallsćtunum eftir fyrri hlutann.

Nánar á Chess-Results

3. deild

B-sveit Víkingaklúbbins hefur fullt hús stiga eftir fyrri hlutann. B-sveit Fjölnis er í öđru sćti međ 6 stig.

  1. Víkingaklúbburinn b-sveit 8 stig
  2. Skákdeild Fjölnis b-sveit 6 stig
  3. Skákgengiđ, Skákfélag Sauđárkróks og Skákfélag Siglufjarđar 5 stig.

Taflfélag Vestmannaeyja og d- og e- sveitir Taflfélags Reykjavíkur eru sem stendur í fallsćtunum ţremur. 

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Fjör í fjórđu deildT

aflfélag Akraness sem tekur ţátt í fyrsta skipti í mörg herrans ár er í forystu međ fullt hús stiga. B-sveit Garđabćinga er í öđru sćti og b-sveit Hróka alls fagnađa í ţví ţriđja. 

  1. Taflfélag Akraness 8 stig
  2. Taflfélag Garđabćjar b-sveit 7 stig
  3. Hrókar alls fagnađar b-sveit 6 stig

Úrslit má finna á Chess-Results.

 


Víkingaklúbburinn međ 30 vinninga af 32 mögulegum!

Einbeittir Víkingar

Víkingaklúbburinn heldur áfram ótrúlegu gengi á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla. Í 4. umferđ, sem fram fór í kvöld unnu ţeir stóran 7-1 sigur á Skákfélagi Akureyrar. Sveitin hefur hlotiđ 30 vinninga af 32 mögulegum og er ţegar komnir međ 9 fingur á bikarinn ţrátt fyrir mótiđ sé enn ekki hálfnađ.

Huginsmenn

Skákfélagiđ Huginn er í öđru sćti međ 24˝ vinning eđa 5˝ vinningi á eftir Víkingunum. Huginsmenn unnu Garđbćinga sannfćrandi í kvöld 6˝-1˝. Skákdeild Fjölnis er ţriđja sćti međ 22˝ vinning eftir 6-2 sigur á b-sveit Akureyringa. 

Sjö vinningar eru í fjórđa sćti en ţar situr Taflfélag Reykjavíkur. TR-ingar unnu nauman 4˝-3˝ á KR-ingum. Góđ úrslit fyrir KR. Ađ lokum vann b-sveit Hugins Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur međ minnsta mun í fallbaráttuslag. Huginsmenn lyftu sér ţar međ úr fallsćti en ţar sitja KR og Breiđablik & Bolungarvík sem stendur. 

Öll úrslit umferđar kvöldins má finna á Chess-Results

Stađan

Clipboard01


Fimmta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11 í Rimaskóla. Ţá mćtast međal annars: Víkingaklúbburinn - Garđabćr og Huginn - Fjölnir.

Í öđrum deildum er stađa efstu liđa sem hér segir:

2. deild

  1. Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 14˝ v.
  2. Skákfélag Reykjanesbćjar 13 v.
  3. Skákdeild Hauka 11˝ v.

Nánar á Chess-Results

3. deild

  1. Víkingaklúbburinn b-sveit 6 stig
  2. Skákgengiđ 5 stig 
  3. Skákfélag Akureyrar 4 stig (12 v.)
  4. Skákdeild Fjölnis 4 stig (9˝ v.)
  5. Skáksamband Austurlands 4 stig (8˝ v.)

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Stađa efstu liđa

  1. Taflfélag Akraness 6 stig
  2. Víkingaklúbburinn c-sveit 5 stig (12˝ v.)
  3. Taflfélag Garđabćjar b-sveit 5 stig (12˝)

Úrslit má finna á Chess-Results.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Fjölnir og Víkingaklúbburinn á EM skákfélaga

Skákdeild Fjölnis og Víkingaklúbburinn taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga sem lýkur um helgina í Antalya í Tyrklandi. Eins og vćnta mátti fengu báđar sveitirnar geysisterka andstćđinga í fyrstu umferđ. Fjölnismenn, sem taka ţátt í ţessari keppni í fyrsta sinn, töpuđu fyrir sannkallađri ofursveit frá Rússlandi, Globus, en hana skipuđu Mamedyarov, Karjakin, Giri, Nepomniachtchi, Korobov og Khismatullin. Ţađ kom fáum á óvart ađ viđureignin endađi 6:0. Víkingaklúbburinn mćtti viđráđanlegri andstćđinga og voru međ nýjan liđsmann, Björn Ţorfinnsson, en ţeir töpuđu einnig stórt. Fyrir lokasprettinn var Fjölnir í 23. sćti af 36 sveitum en Víkingaklúbburinn sat í 32. sćti.

Á ţessu móti mćta gjarnan til leiks öflugar sveitir međ atvinnumenn á hverju borđi en ţarna eru líka skemmtilegar sveitir međ hreinrćktađa áhugamenn og falla íslensku sveitirnar báđar í ţann flokk. En ţađ er vel til fundiđ hjá Helga Árnasyni, skólastjóra og formanni skákdeildar Fjölnis, ađ gefa gömlum nemendum Rimaskóla, Jóni Trausta Harđarsyni og Oliver Aroni Jóhannessyni, tćkifćri til ađ spreyta sig á ţessum vettvangi.

Ţađ hafa ţó oft sést meiri tilţrif hjá íslensku liđunum í ţessari keppni. Páll Agnar tapađi tveim fyrstu skákum sínum en reif sig upp úr ládeyđunni og vann ţrjár skákir í röđ.

EM skákfélaga 2017; 5. umferđ:

Páll Agnar Ţórarinsson – Peparim Makolli

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Bxf6 gxf6 10. Ra3 Be6

10. ... f5 strax er beittara.

11. g3 Db6 12. Dd2 h5 13. Bg2 f5 14. Rd5!

Ţađ er ekki eftir neinu ađ bíđa.

14. ... Bxd5 15. cxd5! Rb8 16. Bh3 h4 17. Hc1 Rd7 18. Rc4 Da7 19. Bxf5

En hér var 19. Dg5! enn betri leikur.

19. ... b5 20. Bxd7+ Kxd7 21. Re3 hxg3 22. fxg3 Bh6 23. Hc3 f5

G3C11T7BU24. Dc2!

Leppunin var svolítiđ óţćgileg en kóngsstađa svarts ađ sama skapi slćm. 24. ... Bxe3 25. Dxf5+ Ke7 26. De6+ Kf8 27. Hf1+ Kg7 28. Hxe3!

- og svartur gafst upp.

 

Tvöfaldur sigur Hjörvars – Jón Kristinn vann fyrir norđan

Mikill kraftur hefur veriđ í skákiđkun landsmanna í haust en fjölmörgum mótum er lokiđ og önnur ađ hefjast. Á meistaramóti Hugins sigrađi Hjörvar Steinn Grétarsson og hlaut ţar 6 vinninga af sjö mögulegum en Björn Ţorfinnsson kom nćstur međ 5 ˝ vinning. Hjörvar varđ einnig hlutskarpastur á haustmóti TR međ 8 vinninga af níu en í 2 sćti varđ Magnús Pálmi Örnólfsson međ 7 vinninga.

 

Norđan heiđa vann Jón Kristinn Ţorgeirsson öruggan sigur á haustmóti Skákfélags Akureyrar međ 6 ˝ vinning af sjö mögulegum.

Á Íslandsmóti ungmenna sem fram fór í Rimaskóla voru krýndir níu Íslandsmeistarar í hinum ýmsu aldursflokkum: Birkir Ísak Jóhannsson vann flokk pilta 15-16 ára, Arnar Heiđarsson varđ hlutskarpastur í flokki 13-14 ára, Róbert Luu í flokki 11-12 ára, Gunnar Erik Guđmundsson í flokki 9-10 ára og í flokki 8 ára og yngri sigrađi Bjartur Ţórisson.

Međal stúlkna sigrađi Rakel Tinna Gunnarsdóttir í flokki 13-14 ára, Freyja Birkisdóttir í 11-12 ára flokknum, Batel Goitom Haile í 9-10 ára flokknum og Guđrún Fanney Briem vann flokk stúlkna 8 ára og yngri.

Í vikunni hófust svo tvö vel skipuđ og fjölmenn skákmót: Skákţing Garđabćjar og U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Víkingaklúbburinn međ 5 vinninga forskot

Víkingaklúbburinn heldur áfram góđu gengi á Íslandsmóti skákfélaga. Í ţriđju umferđ, sem lauk fyrir skemmstu, unnu ţeir öruggan sigur, 7-1, gegn b-sveit Hugins. A-sveit Hugins er í öđru sćti eftir nauman sigur 4˝-3˝ sigur á Akureyringum. Skákdeild Fjölnis vann afar vann sigur á Taflfélagi Reykjavíkur 4˝-3˝ og er í ţriđja sćti.

Garđbćingar halda áfram ađ gera afar góđa hluti og lögđu b-sveit Akureyringa ađ velli 5-3. Ađ lokum unnu KR-ingar Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur 5˝-2˝ í fallslag og lyftu sér úr fallsćti. 

Fjórđa umferđ hófst núna kl. 17. Víkingar tefla ţá Akureyringa, Huginsmenn viđ Garđabćinga og Fjölnismenn viđ b-sveit Akureyringa. 

Öll úrslit fyrstu umferđar má finna á Chess-Results

Stađan í efstu deild

Clipboard03

 

2. deild

B-sveit Taflfélag Reykjavíkur er í forystu í 2. deild međ 9˝ vinning af 12 mögulegum. Skákfélag Reykjanesbćjar er í 2. sćti međ 8˝ vinning og Skákdeild Hauka í ţví ţriđja međ 7˝ vinning.

Nánar á Chess-Results

3. deild

Stađa efstu liđa

  1. Víkingaklúbburinn b-sveit 4 stig (10 vinningar)
  2. Skáksamband Austurlands 4 stig (7˝ vinningur)
  3. Skákfélag Sauđárkróks 3 stig (7˝ vinningur)

Nánar á Chess-Results.

4. deild

Stađa efstu liđa

  1. Víkingaklúbburinn c-sveit 4 stig(9˝ v.)
  2. Taflfélag Garđabćjar 4 stig (9˝ v.) 
  3. Skákfélag Selfoss og nágrennis 4 stig (9 v.)
  4. Taflfélag Akraness 4 stig (8˝ v.)

Úrslit má finna á Chess-Results.


Hart barist í annari umferđ U-2000 mótsins

20171018_193937-1024x576Önnur umferđ U-2000 mótsins fór fram síđastliđiđ miđvikudagskvöld og ađ henni lokinni eru níu keppendur efstir og jafnir eftir sigur í sínum fyrstu tveim viđureignum. Á efsta borđi sigrađi Ólafur Guđmarsson (1724) Jon Olav Fivelstad (1950) nokkuđ óvćnt ef horft er á stigamun ţeirra í milli. Á öđru borđi lagđi Haraldur Baldursson (1935) Pál Ţórsson (1695) nokkuđ örugglega og á ţví ţriđja hafđi Stephan Briem (1895) baráttusigur á liđsfélaga sínum Birki Ísaki Jóhannssyni (1678) ţar sem sá fyrrnefndi var orđinn mjög tćpur á tíma og stađan á borđinu afar tvísýn.

Af öđrum úrslitum má nefna sigur Jóns Eggerts Hallssonar (1648) á Hilmari Garđars Ţorsteinssyni (1842) í orrustu ţar sem Hilmar geystist fram og fórnađi vel og mikiđ en Jón stóđst áhlaupiđ og hlaut ađ launum vinninginn. Kristján Geirsson (1556) vann fremur auđveldan sigur međ svörtu á skákdrottningunni Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1770) og ţá gerđi hinn ungi Benedikt Briem (1435) aftur gott jafntefli, nú gegn hinum margreynda Jóni Úlfljótssyni (1723). Ađ lokum má svo nefna góđan sigur Benedikts Ţórissonar (1097) á Stefáni Orra Davíđssyni (1405). Nokkuđ var ţví um góđ úrslit ţeirra stigalćgri gegn ţeim stigahćrri sem gefur góđ fyrirheit um spennandi og skemmtilegt mót.

Ţriđja umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld en í henni taka allnokkrir keppendur yfirsetu. Venju samkvćmt hefst tafliđ kl. 19.30 og ţá mćtast m.a. Stephan og Jóhann Arnar Finnsson (1732), Kristján og Alexander Oliver Mai (1875), sem og Agnar Darri Lárusson (1750) og Ólafur. Öll úrslit á Chess-Results ásamt skákunum jafnóđum og ţćr berast.

Nánanar á heimasíđu TR.


Víkingar í vígahug - 16 vinningar af 16 mögulegum!

Einbeittir Víkingar

Íslandsmót skákfélaga hélt áfram í gćrkvöldi í Rimaskóla. Taflmennskan hófst í deildum 2-4 í gćr en í fyrradag hófst 1. deild. Um 350 manns á öllum aldri og öllum styrkleika berjast á reitunum 64. Víkingaklúbburinn virđist vera í miklum vígahug. Víkingar yfirspiluđu Skákdeild Breiđableks og Bolungarvíkur 8-0 og hafa Víkingar 

Helgi og Hannes

Huginsmenn koma nćstir međ 13˝ vinning eftir ađ hafa lagt eigin b-sveit ađ velli 7-1. Fjölnismenn eru ţriđju eftir ađ hafa unniđ afar öruggan sigur á KR 7˝-˝. 

TR-TG

Afar óvćnt úrslit urđu ţegar Taflfélag Garđabćjar vann Taflfélag Reykjavíkur 4˝-3˝ ţrátt fyrir TR-ingar vćru stigahćrri á öllum borđum. Garđbćingar hafa hlotiđ 8˝ vinning af 16 mögulegum ţrátt fyrir ađ hafa í öllum tilfellum teflt viđ stigahćrri menn. Nokkuđ mögnuđ byrjun hjá Garđabćingum. Stórmeistararnir í TR riđum ekki feitum hesti frá viđureigninni. Sverrir Ţorgeirsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann Margeir Pétursson og Baldur Teódór Petersson gerđi jafntefli viđ Stefán Kristjánsson. 

Ađ lokum vann a-sveit Skákfélags Akureyrar eigin b-sveit 6˝-1˝ og er í fjórđa sćti. 

Öll úrslit fyrstu umferđar má finna á Chess-Results

Stađan í efstu deild

Clipboard02

Tvćr umferđir fara fram á morgun. Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síđari kl. 17. Í fyrri umferđ dagsins mćtast međal annars: Víkingaklúbburinn - Huginn-b, Huginn-a - Skákfélag Akureyrar og Fjölnir - TR. 

2. deild

HAF

B-sveit TR byrjađi best allra en hún vann eigin c-sveit 5˝-˝. Skákfélag Reykjanesbćjar er í öđru sćti eftir 5-1 sigur á Selfyssingum og Hrókar alls fagnađar eru ţriđju međ 4 vinninga.

Öll úrslit má nálgast á Chess-Results

3. deild

Víkingar b-sveit

Stađa efstu liđa

  1. Víkingaklúbburinn b-sveit 
  2. Skákfélag Akureyrar c-sveit
  3. Skákgengiđ

Úrslit má finna á Chess-Results.

4. deild

Stađa efstu liđa

  • 1.-2. Víkingaklúbburinn c-sveit
  • 1.-2. Ungmennasamband Borgarfjarđar (UMSB)
  • 3. Skákfélag Selfoss og nágrennis 

Úrslit má finna á Chess-Results.


Víkingaklúbburinn efstir eftir stórsigur - stórmeistarar lágu í valnum

22552556_10212789035256529_4267611480420412533_n

Íslandsmót skákfélaga hófst í kvöld í Rimaskóla. Víkingaklúbburinn, sem spáđ hefur veriđ Íslandsmeistaratitlinum, hófu mótiđ međ miklum látum ţegar KR-ingar voru lagđir af velli 8-0. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson lágu báđir í valnum í kvöld. 

Ţađ var fljótt ljóst í hvađ stefndi í viđureign Víkinga og KR og innbyrti ofursveitin afar góđan og örugan sigur.

Íslandsmeistarar Hugins unnu 6˝-1˝ sigur á Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur. Ţar vakti sigur Guđmundar Gíslasonar á Helga Ólafssyni óneitanlega mesta athygli. 

SA-TR

Ađrar viđureignir voru mun jafnari. Taflfélag Reykajvíkur vann Skákfélag Akureyrar međ minnsta mun, 4˝-3˝, ţrátt fyrir ađ Akureyringurinn Björn Ívar Karlsson ynni stórmeistarann Margeir Pétursson í afar vel útfćrđri skák. 

Í uppgjöri b-sveitanna tveggja unnu Akureyringar Huginsmenn miđ minnsta mun ţrátt fyrir ađ hafa veriđ stigalćgri á öllum borđum. Afar góđ byrjun norđanmanna sem hafa fleiri vinninga en a-sveitin eftir fyrstu umferđ. 

22549922_1478582475565741_1033392221522531236_n 

Viđureign Taflfélags Garđabćjar og Skákdeild Fjölnis lauk međ skiptum hlut, 4-4, en ţar voru Garđabćingar einnig stigalćgri á öllum borđum.

Öll úrslit fyrstu umferđar má finna á Chess-Results

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 20. 

Á morgun hefjast einnig ađrar deildir. Ţađ verđa ţví nćrri 350 skákmenn sem setjast ađ tafli í Rimaskóla á morgun.


Víkingum spáđ sigri á Íslandsmóti skákfélaga

Ritstjóri Skák.is hefur venju samkvćmt spáđ í spilin fyrir Íslandsmót skákfélaga. Ađ ţessu spáir hann Víkingaklúbbnum Íslandsmeistaratitlinum. Spánna má nálgast hér


Hjörvar hrađskákmeistari Hugins

IMG_20171016_231312

Ţađ var hart barist á hvitu og svörtu (brúnu) reitunum í Huginsheimilinu í Breiđholti síđastliđiđ mánudagskvöld 16. október. Ţá fór fram hrađskákmót Hugins í 26 sinn međ 17 ţátttakendum og ţar af tveimur stórmeisturum og góđri blöndu af eldri og yngri skákmönnum. Tefldar voru 7 umferđir, tvöföld viđ viđ hvern andstćđing ţannig ađ mest var hćgt ađ fá 14 vinninga. Ţađ vafđist ekki fyrir sigurvegara mótsins Hjörvari Steini Grétarssyni sem lagđi alla andstćđinga sína tvisvar ađ velli og sigrađi örugglega međ fullu húsi 14 vinningum. Hjörvar vann mótiđ ţar međ í fimmta sinn og hafa ekki ađrir unniđ mótiđ oftar. Hjörvar hefur jafnframt hapađ titlinum hrađskákmeistari Hugins í öll ţessi fimm skipti. Björn Ţorfinnsson hefur hins vegar ennţá fleiri hrađskákmeistaratitla eđa sjö ţótt hann hafi bara unniđ mótiđ fjórum sinnum.

Í öđru sćti varđ Jóhann Hjartarson međ 11,5v. Annađ sćtiđ var honum jafn fast í hendi og fyrsta sćtiđ Hjörvari ţví auka tveggja vinninganna sem féllu í baráttunni um fyrsta sćtiđ, ţá var ţađ ađeins Örn Leó sem náđi ađ merkja viđ Jóhann međ jafntefli í annarri skák ţeirra.

Örn Leó Jóhannsson varđ nokkuđ örugglega ţriđji međ 10v og sýndi fram á ţađ ađ sigurinn á Geđheilbrigđismótinu í síđustu viku var engin tilviljun.

Ađ loknu hrađskákmótinu fór fram verđlaunaafhending bćđi vegna ţess og Meistaramóts Hugins sem lauk fyrir skömmu. Ţađ vantađi ađ vísu nokkra verđlaunahafa sem voru ađ tefla á Skákţingi Garđabćjar og eins var Björn Ţorfinnsson ókominn frá Evrópukeppni taflfélaga. Hvađ sem ţvi leiđ ţá voru Loftur Baldvinsson (3.-4. sćti) og Hjörvar Steinn Grétarsson (1. sćti) bara nokkuđ kátir međ sín verđlaun.

Ţađ voru fjölbreytt verđlaun á Meistaramóti Hugins. 

Lokastađan í chess-results.

Nánar á heimasíđu Hugins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband