Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fjölnir og Víkingaklúbburinn á EM skákfélaga

Skákdeild Fjölnis og Víkingaklúbburinn taka ţátt í Evrópumóti taflfélaga sem lýkur um helgina í Antalya í Tyrklandi. Eins og vćnta mátti fengu báđar sveitirnar geysisterka andstćđinga í fyrstu umferđ. Fjölnismenn, sem taka ţátt í ţessari keppni í fyrsta sinn, töpuđu fyrir sannkallađri ofursveit frá Rússlandi, Globus, en hana skipuđu Mamedyarov, Karjakin, Giri, Nepomniachtchi, Korobov og Khismatullin. Ţađ kom fáum á óvart ađ viđureignin endađi 6:0. Víkingaklúbburinn mćtti viđráđanlegri andstćđinga og voru međ nýjan liđsmann, Björn Ţorfinnsson, en ţeir töpuđu einnig stórt. Fyrir lokasprettinn var Fjölnir í 23. sćti af 36 sveitum en Víkingaklúbburinn sat í 32. sćti.

Á ţessu móti mćta gjarnan til leiks öflugar sveitir međ atvinnumenn á hverju borđi en ţarna eru líka skemmtilegar sveitir međ hreinrćktađa áhugamenn og falla íslensku sveitirnar báđar í ţann flokk. En ţađ er vel til fundiđ hjá Helga Árnasyni, skólastjóra og formanni skákdeildar Fjölnis, ađ gefa gömlum nemendum Rimaskóla, Jóni Trausta Harđarsyni og Oliver Aroni Jóhannessyni, tćkifćri til ađ spreyta sig á ţessum vettvangi.

Ţađ hafa ţó oft sést meiri tilţrif hjá íslensku liđunum í ţessari keppni. Páll Agnar tapađi tveim fyrstu skákum sínum en reif sig upp úr ládeyđunni og vann ţrjár skákir í röđ.

EM skákfélaga 2017; 5. umferđ:

Páll Agnar Ţórarinsson – Peparim Makolli

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rdb5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Bxf6 gxf6 10. Ra3 Be6

10. ... f5 strax er beittara.

11. g3 Db6 12. Dd2 h5 13. Bg2 f5 14. Rd5!

Ţađ er ekki eftir neinu ađ bíđa.

14. ... Bxd5 15. cxd5! Rb8 16. Bh3 h4 17. Hc1 Rd7 18. Rc4 Da7 19. Bxf5

En hér var 19. Dg5! enn betri leikur.

19. ... b5 20. Bxd7+ Kxd7 21. Re3 hxg3 22. fxg3 Bh6 23. Hc3 f5

G3C11T7BU24. Dc2!

Leppunin var svolítiđ óţćgileg en kóngsstađa svarts ađ sama skapi slćm. 24. ... Bxe3 25. Dxf5+ Ke7 26. De6+ Kf8 27. Hf1+ Kg7 28. Hxe3!

- og svartur gafst upp.

 

Tvöfaldur sigur Hjörvars – Jón Kristinn vann fyrir norđan

Mikill kraftur hefur veriđ í skákiđkun landsmanna í haust en fjölmörgum mótum er lokiđ og önnur ađ hefjast. Á meistaramóti Hugins sigrađi Hjörvar Steinn Grétarsson og hlaut ţar 6 vinninga af sjö mögulegum en Björn Ţorfinnsson kom nćstur međ 5 ˝ vinning. Hjörvar varđ einnig hlutskarpastur á haustmóti TR međ 8 vinninga af níu en í 2 sćti varđ Magnús Pálmi Örnólfsson međ 7 vinninga.

 

Norđan heiđa vann Jón Kristinn Ţorgeirsson öruggan sigur á haustmóti Skákfélags Akureyrar međ 6 ˝ vinning af sjö mögulegum.

Á Íslandsmóti ungmenna sem fram fór í Rimaskóla voru krýndir níu Íslandsmeistarar í hinum ýmsu aldursflokkum: Birkir Ísak Jóhannsson vann flokk pilta 15-16 ára, Arnar Heiđarsson varđ hlutskarpastur í flokki 13-14 ára, Róbert Luu í flokki 11-12 ára, Gunnar Erik Guđmundsson í flokki 9-10 ára og í flokki 8 ára og yngri sigrađi Bjartur Ţórisson.

Međal stúlkna sigrađi Rakel Tinna Gunnarsdóttir í flokki 13-14 ára, Freyja Birkisdóttir í 11-12 ára flokknum, Batel Goitom Haile í 9-10 ára flokknum og Guđrún Fanney Briem vann flokk stúlkna 8 ára og yngri.

Í vikunni hófust svo tvö vel skipuđ og fjölmenn skákmót: Skákţing Garđabćjar og U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband