Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitasigur á eyjunni Mön

GM811S67SNokkrum mínútum áđur en úrslitarimman um efsta sćtiđ á opna mótinu á Mön milli Fabiano Caruana og Magnúsar Carlsen hófst sást til ţess fyrrnefnda á gangi ásamt félaga sínum og hjálparkokki, Úsbekanum Rustam Kazimdzhanov. Framhjá ţeim tölti vingjarnlegur hestur og dró á eftir sér vagn eftir fyrirfram markađri braut. Frá hafinu umhverfis eyjuna barst alveg dásamleg lykt af ţangi. Ţó ađ Caruana gćti á göngu sinni ekki veriđ viss um hvađa vopn heimsmeistarinn kynni ađ velja gegn kóngspeđinu hafđi hann lagt hart ađ sér viđ undirbúning og ţegar ţeir settust ađ tafli kom upp afbrigđi spćnska leiksins sem áđur hefur sést í skákum Magnúsar og Caruana var ekki seinn á sér ađ skjóta fram afrakstri undirbúningsvinnu sinnar; í 15. leik lék hann g-peđi sínu fram um tvo reiti. Árás peđa á kóngsvćng lá í loftinu. Ólíkt höfđust ţeir ađ; í tvo klukkutíma kvöldiđ áđur undirbjó Magnús sig međ ţví ađ stunda innanhússfótbolta m.a. viđ nokkra íslensku piltanna sem tóku ţátt í mótinu. Ţađ reyndist betri undirbúningur. Hann mćtti til ţessarar mikilvćgu viđureignar ferskur og frjáls:

Mön 2017; 8. umferđ:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. c3 d6 8. a4 Hb8 9. d4 Bb6 10. a5 Ba7 11. h3 O-O 12. Be3 Ha8 13. He1 h6 14. Rbd2 He8

Í 7. umferđ fékk Caruana ţessa stöđu upp gegn Gawain Jones sem lék 14. ... exd4 15. cxd4 Rb4 og eftir 16. e5! Rfd5 17. Re4 Rxe3 18. Hxe3 Bb7 19. e6! Rd5 20. Exf7+ Kh8 21. He1 Hxf7 22. Hc1 Hc8 kom óţćgilegur hnykkur, 23. Rfg5! Caruana vann í 32 leikjum.

GL811S7NG15. g4!? 

Og hvernig skyldi nú vera best ađ svara ţessari „stríđsyfirlýsingu“. Magnús kýs ađ halda uppi vörnum ađ baki víglínunnar.

15. ... De7 16. Rf1 Rd8 17. Rg3 c5 18. Dd2?!

Beinir spjótum sínum ađ h6-peđinu en betra var 18. Bd5 eđa 18. Rh4.

18. ... c4 19. Bc2 Rh7 20. b4 cxb3 21. Bxb3 Be6 22. Bc2?

Missir ţráđinn, 22. Bd5! var prýđilegur leikur.

22. ... Hc8 23. Bd3 Rb7 24. Hec1 Dd8!

Nú fellur a-peđiđ og allar góđar fyrirćtlanir Caruana.

25. Db2 Rxa5 26. Rd2 d5 27. He1 Bb8 28. exd5 Bxd5 29. Bf5 Hc6!

Valdar a6-peđiđ. Ţađ örlar ekki á mótspili.

30. Da3 Rb7 31. Had1 exd4 32. Bxd4 Rg5 33. c4 Hxe1 34. Hxe1 Be6 35. De3 Bf4! 

GL811S7NKLokahnykkurinn. 36. Dxf4 strandar á 36. ... Rxh3+ og vinnur drottninguna. Caruana gafst upp.

Nakamura reyndi ekki ađ vinna heimsmeistarann í lokaskákinni. Jafntefli dugđi fyrir góđu sćti. Lokaniđurstađa efstu manna:

1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. (af 9) 2. – 3. Anand og Nakamura 7 v. 4. Kramnik, Caruana, Adams, Eljanov, Vidit, Sutovsky, Rapport, Shirov og Swapnil 6 ˝ v.

Ţrír íslenskir skákmenn unnu til verđlauna, Gauti Páll Jónsson náđi bstum árangri keppenda á stigabilinu 2000-2100 elo í efsta flokki. Alexander Mai varđ í 2. sćti í keppnisflokki (major) undir 1900 elo-stigum međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum og Freyja Birkisdóttir varđ í 7. sćti í keppnisflokki (minor) undir 1800 elo-stigum. Hún hćkkađi mest allra íslensku ţátttakendanna eđa um 129 elo-stig. Greinarhöfundur, sem var fararstjóri, náđi besta árangri íslensku skákmannanna í efsta flokki međ 5 v. af 9 mögulegum og 59. sćti af 160 keppendum en Dagur Ragnarsson endađi í 68. sćti međ sömu vinningatölu. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. október 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 21
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8764033

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband