Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Andri Freyr efstur á Haustmóti SA

Önnur umferđ Haustmóts Skákfélags Akureyrar fór fram í gćrkveldi. Andri Freyr Björgvinsson er efstu rmeđ fullt hús.

Úrslitin í gćrkvöldi urđu sem hér segir:

A-úrslit:

  • Andri-Hreinn       1-0
  • Elsa-Jón Kristinn  0-1
  • Sigurđar           1/2

B-úrslit:

  • Haki-Fannar        1-0
  • Gabríel-Karl       0-1
  • Hilmir-Arnar       0-1

Í ţriđju umferđ sem tefld verđur á sunnudaginn eigast ţessi viđ:

  • Jón Kristinn-SigurđurA
  • Hreinn-Elsa
  • SigurđurA-Andri
  • Fannar-Hilmir
  • Karl-Haki
  • Arnar-Gabríel

Sjá nánar á Chess-results:


Ţorsteinn nýr formađur Hugins

Ţorsteinn ŢorsteinssonAđalfundur skákfélagsins Hugins fór fram í gćrkvöld bćđi í Reykjavík og Reykjadal í gegnum fjarfundarbúnađ. Bar ţar helst til tíđinda ađ Ţorsteinn Ţorsteinsson var kjörinn nýr formađur skákfélagsins Hugins og tekur viđ af Hermanni Ađalsteinssyni sem verđi hefur formađur Hugins sl. ţrjú ár.

Hermann var kjörinn varaformađur félagsins og međ ţeim Ţorsteini og Hermanni voru Sigurbjörn Ásmundsson, Tómas Veigar Sigurđarson, Pálmi Pétursson, Kristján Eđvarđsson og Vigfús Vigfússon kjörnir í stjórn skákfélagsins Hugins nćsta áriđ.

Á dagskrá fundarins voru venjuleg ađalfundarstörf. Tillaga um ađ fćkka stjórnarmönnum úr 11 í 7 var samţykkt á fundinum.

Fundargerđ ađalfundar verđur birt innan skamms


Skákţáttur Morgunblađsins: Sögulegur sigur Bandaríkjamanna

GO51077IGBandaríkjamenn unnu sögulegan sigur í opnum flokki Ólympíuskákmótsins í Bakú á ţriđjudaginn ţegar liđiđ vann öfluga sveit Kanada, 2˝:1˝, en keppinautar ţeirra Úkraínumenn unnu einnig. Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hlutu 20 stig en ţeir fyrrnefndu voru mun hćrri á mótsstigum. Rússar urđu svo í ţriđja sćti. Bandaríkjamenn unnu gulliđ síđast í Haifa áriđ 1976 og sigruđu ţrisvar á millistríđsárunum, 1933, 1935 og 1937. Bandaríska skáksambandiđ lagđi mikiđ undir ađ ţessu sinni og sigurinn var sannfćrandi og sanngjarn, en sveitina skipuđu Fabiano Caruana, Hikaru Nakamura, Wesley So, Samuel Shankland og Ray Robson.

Í kvennaflokki stađfestu Kínverjar yfirburđi sína og unnu Rússa í lokaumferđinni 2˝:1˝. Kínverjar hlutu 20 stig, Pólverjar urđu í 2. sćti og Úkraína í 3. sćti en báđar ţjóđirnar fengu 17 stig.

Segja má ađ íslenska liđiđ í opna flokknum hafi botnađ á kolvitlausum tíma; 60. sćti er ekki viđunandi niđurstađa. Sá sem ţessar línur ritar er ekki mikill ađdáandi ţeirra breytinga sem gerđar voru á keppninni fyrir nokkrum árum; viđ ţađ ađ fćkka umferđum úr ţrettán í ellefu og láta stig gilda er hćttan sú ađ ýmsar niđurstöđur verđi full tilviljanakenndar. En lengi var íslenska sveitin á réttri leiđ og tókst ţađ sem ađ var stefnt – ađ komast í góđ fćri fyrir lokasprettinn – en ţađ hafđist međ góđum sigri á Slóvakíu í 8. umferđ. En í lokaumferđunum ţremur gekk allt á afturfótunum og sveitin fékk ađeins eitt stig.

Hćgt er ađ tína til ýmislegt sem betur hefđi mátt fara en ţess má geta ađ ţrír af fimm liđsmönnum bćttu ćtlađan árangur sinn og frammistađa Hjörvars Steins Grétarssonar var međ ágćtum. Hvorki honum né Braga Ţorfinnssyni tókst ţó ađ fylgja eftir frábćrri byrjun, en Hjörvar var látinn tefla međ svart í fimm af sex síđustu skákum sínum og jafnteflistilbođ sem hann fékk í betri stöđu í nćstsíđustu umferđ kallađi á ađ liđsstjórinn svarađi međ afdráttarlausum hćtti en hann kaus ađ varpa ábyrgđinni frá sér. Ţá var hinn öflugi stórmeistari Jóhann Hjartarson hvíldur fjórum sinnum, sem var sérkennileg ráđstöfun ţegar litiđ er til ţess ađ á EM í fyrra tefldi hann allar skákirnar fyrir liđ sitt og stóđ sig glimrandi vel. Hannes Hlífar var ekki sannfćrandi á 1. borđi, vann ađeins tvćr skákir í upphafi móts gegn andstćđingum međ í kringum 2.200 Elo-stig. Ingvari Ţór Jóhannessyni liđsstjóra tókst vel upp međ íslenska liđiđ á EM í fyrra en var ekki farsćll í Bakú.

Árangur liđsmanna, vinningar og reiknađur árangur var ţessi:

1. borđ: Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. af 10 – 2.537 Elo

2. borđ: Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. af 10 – 2.617 Elo.

3. borđ: Jóhann Hjartarson 3˝ v. af 7 – 2.472 Elo.

4. borđ: Guđmundur Kjartansson 5 v. af 9 – 2.466 Elo.

1. varamađur: Bragi Ţorfinnsson 5 v. af 8 – 2.469 Elo.

GO5107862Íslenska kvennaliđiđ hafnađi um mitt mót, eđa í 78. sćti. Lenka Ptacnikova hefur um langa hríđ veriđ akkeriđ í ţessu liđi og ágćtur grunnur Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur skilađi stigahćkkun upp á 35 Elo-stig. Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttur bćttu báđar ćtlađan árangur sinn en Guđlaug Ţorsteinsdóttir var langt frá sínu besta. Ţegar allt er tekiđ saman skilađi liđstjóri kvennaliđsins, Björn Ívar Karlsson, góđu verki.

Árangur liđsins var ţessi:

1. borđ: Lenka Ptacnikova 7 v. af 11 – 2.276 Elo

2. borđ: Guđlaug Ţorsteinsdóttir 2 v. af 9 – 1.893 Elo.

3. borđ: Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 6˝ v. af 10 – 2.135 Elo.

4. borđ: Hrund Hauksdóttir 2˝ v. af 6 – 1.846 Elo.

1. varamađur: Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2˝ v. af 6 – 1.802 Elo.

 

Torre hetja Ólympíumótsins

Ólympíuskákmótin eru gríđarlega stór viđburđur ţar sem saman safnast skákmenn úr öllum heimshornum undir kjörorđi FIDE, Gens una sumus – Viđ erum ein fjölskylda. Athyglin beinist oft ađ ţeim sem fremst standa á hverjum tíma. Heimsmeistarinn Magnús Carlsen hóf mótiđ á byrjunarleik sem ekki sést oft, 1. e2-e3. Hann fékk 7˝ vinning af 10 mögulegum og var taplaus. Andstćđingur hans í HM-einvíginu í New York í haust, Sergei Karjakin, hlaut sex vinninga úr níu skákum. 

Filippseyingurinn Eugenio Torre, góđvinur og velgjörđarmađur Bobby Fischer, er 64 ára gamall og tefldi á sínu fyrsta Ólympíumóti í Siegen í V-Ţýskalandi áriđ 1970. Hann var fyrsti stórmeistari Asíu eftir árangur á Ól í Nice í Frakklandi sumariđ 1974. Hann tefldi á sínu 23 Ólympíumóti, sem er ţátttökumet. Frammistađa hans í Bakú verđur lengi í minnum höfđ; hann hlaut flesta vinninga allra keppenda, 10 vinninga af ellefu mögulegum, árangur sem reiknast upp á 2.836 Elo stig.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. september 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţorvarđur á hvínandi siglingu í Haustmótinu

Ţorvarđur
Blásiđ var í herlúđra í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gćr ţegar 2.umferđ Haustmótsins var tefld. Óvćnt úrslit litu dagsins ljós og línur eru farnar ađ skýrast eilítiđ í toppbaráttu flokkanna ţriggja.

A-flokkur

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2184) lét sér ekki nćgja ađ ganga í stjórn Taflfélags Reykjavíkur á dögunum heldur ćtlar hann sér stóra hluti viđ skákborđiđ líka. Ţessi fyrrum skákmeistari félagsins lagđi gamla brýniđ Björgvin Víglundsson (2185) ađ velli og hefur Ţorvarđur ţví fullt hús einn manna í A-flokki. Ţá tók stigahćsti keppandi mótsins, Ingvar Ţór Jóhannesson (2367), upp gömlu góđu skólabókina og kenndi ungstirninu -yngsta keppanda A-flokks- Vigni Vatnari Stefánssyni (2129) lexíu í athygliverđu endatafli. Vignir Vatnar tefldi ágćtlega međ svörtu framan af skák og lengi vel leit út fyrir ađ hann myndi halda fengnum hlut gegn Ingvari. Vigni varđ hins vegar á ađ leika ónákvćmum leikjum í endataflinu og Ingvar nýtti tćkifćriđ og vann tafliđ međ nćr óađfinnanlegri úrvinnslu. Ţá tefldi Jón Trausti Harđarson (2100) sína fyrstu vinningsskák í mótinu međ ţví ađ stýra hvítu mönnunum til sigurs gegn Birki Karli Sigurđssyni (1900). Grafarvogsbyltan á milli Olivers Arons Jóhannessonar (2255) og Dags Ragnarssonar (2272) endađi međ skiptum hlut og sömu sögu má segja um TR-bardaga Gauta Páls Jónssonar (2082) og Hrafns Loftssonar (2192).

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo.No.Rtg NameResult NameRtgNo.
1102184 Olafsson Thorvardur1 – 0 Viglundsson Bjorgvin21856
272100 Hardarson Jon Trausti1 – 0 Sigurdsson Birkir Karl19005
382255FMJohannesson Oliver˝ – ˝FMRagnarsson Dagur22724
492367FMJohannesson Ingvar Thor1 – 0 Stefansson Vignir Vatnar21293
512082 Jonsson Gauti Pall˝ – ˝ Loftsson Hrafn21922

B-flokkur

Mai brćđur voru ekkert ađ grínast međ skráningu sinni í Haustmótiđ og sitja ţeir nú á toppi B-flokks međ fullt hús ásamt Jóni Ţór Lemery. Ţeir ţremenningar hafa mćtt afspyrnuvel á afreksćfingar í Taflfélaginu og ţví kemur ţessi frammistađa skakţjálfurum félagsins ekki á óvart. Alexander Oliver Mai (1656) gerđi sér lítiđ fyrir og vann stigahćsta keppanda B-flokks, Hörđ Aron Hauksson (1856). Alexander hefur ţví mćtt tveimur af fjórum stigahćstu keppendum B-flokks og unniđ ţá báđa. Aron Ţór Mai (1845) vann Stephan Briem (1569) í lengstu skák umferđarinnar. Jón Ţór Lemery (1591) vann góđan sigur međ svörtu gegn Halldóri Kristjánssyni (1649). Róbert Luu (1672) stóđ fast í fćturna gegn fyrrum landsliđskonunni Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1802) og lyktađi skákinni međ jafntefli. Ţá mćttust feđginin Magnús Kristinsson (1833) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1777) og sćttust ţau á skiptan hlut, sem ađ öllum líkindum er jákvćtt fyrir heimilisfriđinn.

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo.No.Rtg NameResult NameRtgNo.
1101833 Kristinsson Magnus˝ – ˝ Magnusdottir Veronika Steinun17776
271656 Mai Alexander Oliver1 – 0 Hauksson Hordur Aron18675
381672 Luu Robert˝ – ˝ Fridthjofsdottir Sigurl. Regi18024
491569 Briem Stephan0 – 1 Mai Aron Thor18453
511649 Kristjansson Halldor0 – 1 Lemery Jon Thor15912

 

Opinn flokkur

Til tíđinda dró í toppbaráttu opna flokksins ţegar Ólafur Evert Úlfsson (1464) vann stigahćsta keppanda flokksins, Arnald Bjarnason (1647). Ólafur Evert hefur ţví unniđ báđar sínar skákir líkt og Ingvar Egill Vignisson, Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason. Ţá sýndi hinn ungi og efnilegi Benedikt Briem (1093) ađ hann ćtlar ekki ađ gefa stóra bróđur í B-flokki ţumlung eftir viđ taflborđiđ ţví hann vann Örn Alexandersson (1217) og hefur Benedikt ţví hlotiđ 1,5 vinning í skákunum sínum tveimur. Skák Héđins Briem og Ţorsteins Magnússonar var frestađ vegna veikinda og verđur hún tefld nćstkomandi mánudagskvöld.

Bo.No. NameRtgPts.ResultPts. NameRtgNo.
16 Ulfsson Olafur Evert146411 – 01 Bjarnason Arnaldur16471
22 Briem Hedinn15631 1 Magnusson Thorsteinn14159
310 Davidsson Stefan Orri138610 – 11 Vignisson Ingvar Egill15543
44 Jonasson Hordur153211 – 01 Heidarsson Arnar134011
524 Hakonarson Oskar010 – 11 Sigurvaldason Hjalmar14855
620 Kristbergsson Bjorgvin1081˝0 – 1˝ Thrastarson Tryggvi K14507
718 Briem Benedikt1093˝1 – 00 Alexandersson Orn121713
812 Hakonarson Sverrir13380˝ – ˝0 Karlsson Isak Orri114817
914 Thorisson Benedikt11690˝ – ˝0 Gudmundsson Gunnar Erik108219
1021 Omarsson Adam106500 – 10 Baldursson Atli Mar116715
1116 Olafsson Arni115600 – 10 Moller Tomas102822
1223 Haile Batel Goitom001  bye 

 

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results. Ţá hefur Dađi Ómarsson slegiđ inn skákir 2.umferđar međ slíkum ógnarhrađa ađ keppendur ná varla ađ undirrita skorblađiđ áđur en skákir eru komnar á tölvutćkt form. Skákir Haustmótsins (pgn): #1, #2

Nćstkomandi föstudagskvöld verđur 3.umferđ tefld í félagsheimilinu og má reikna međ ćsilegum bardögum og fallegum fléttum. Tafliđ hefst klukkan 19:30.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á sunnudaginn

GudmundurArnl-LotharSchmid-1972

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september. Heildarverđlaun eru 100.000 kr. og tefldar verđa 11 umferđir međ umhugsunartímanum 4+2. Eldri nemendur úr MH er bođnir sérstaklega velkomnir til leiks. 

Međal ţegar skráđra keppenda má nefna stórmeistarana: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétarsson og Ţröst Ţórhallsson.

Mótiđ hefst kl. 14 og teflt verđur í hátíđarsal skólans. Í upphafi móts verđur Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, međ stuttan fyrirlestur um mikilvćgi Guđmundar fyrir íslenskt skáklíf. 

Verđlaun eru sem hér segir: 

  1. 50.000 kr.
  2. 30.000 kr.
  3. 20.000 kr.

Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu. 

Ţrenn bókarverđlaun verđa veitt fyrir bestan árangur ungmenna fćdd 2001 og síđar.

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000 og er hćgt ađ leggja ţau inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót eđa greiđa međ reiđufé á skákstađ.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Davíđ Kjartansson sigrađi á Meistaramóti Hugins - aukakeppni um meistaratitilinn

IMG_2903

Davíđ Kjartansson (2356) sigrađi á Meistaramóti Hugins sem lauk síđastliđiđ mánudagskvöldi. Davíđ hlaut 6˝ vinning í 7 skákum og var ótvírćtt bestur á mótinu og vel ađ sigrinum kominn. Taflmennska hans var heilt yfir heildstćđ og mistök fá ţannig ađ hann gaf sjaldan höggstađ á sér. Jafnir í öđru og ţriđja sćti voru  Sćvar Bjarnason (2093) og Jón Trausti Harđarson (2100) međ 5v og áttu ţeir báđir ágćtt mót og tóku góđa spretti inn á milli. Í lokaumferđinni lagđi Davíđ Björgvin Víglundsson ađ velli en Björgvin ţurfti á sigri ađ halda til ađ ná Davíđ ađ vinningum. Sćvar vann Mikael Jóhann Karlsson sem eins og Björgvin gat náđ Davíđ ef lokaumferđin hefđi teflst honum í hag. Jón Trausti vann Dawid Kolka í lokaumferđinni sem var í baráttu um titilinn skákmeistari Hugins, ţar sem enginn af efstu mönnum er félagsmađur í Huginn. Ţađ notfćrđu sér Óskar Víkingur Davíđsson og Heimir Páll Ragnarsson og náđu Dawid ađ vinningum međ góđum sigrum í lokaumferđinni. Ţađ verđa ţví ţessir ţrír ungu Huginsmenn sem ţurfa ađ heyja aukakeppni um titillinn. Sú keppni fer fram nćstkomandi laugardag 24. september og hefst kl. 15.30. Fyrst verđa tefldar atskákir međ umhugsunartímanum 15.mínútur + 5 sekúndur á leik. Ef ţađ dugar ekki til verđur hrađskák međ tímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik og ef ţađ nćgir ekki verđur bráđabani.

Lokastöđu mótsins má nálgast á Chess-Results:

Hverjir hljóta aukaverđlaun er ekki hćgt ađ birta fyrr en ađ lokinni keppninni um skákmeistara Hugins ţar sem hún hefur nokkur áhrif á skiptingu ţeirra.

Búiđ er ađ slá inn skákir 7. umferđar og hćgt ađ skođa ţćr á heimasíđu Hugins. Ef menn taka eftir villum í innslćtti skáka vćri gott ađ frétta af ţví. Allar skrárnar međ skákum meistaramótsins verđa sameinađar og birtar međ frétt um aukaverđlaunin sem kemur um nćstu helgi.

Heimasíđa Hugins


Kringluskákmótiđ fer fram í dag

Kringluskákmótiđ 2016 fer fram fimmtudaginn 22. september, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. 

Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu i ágúst. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn). Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.  

1. verđlaun 15.000 kr.

2. verđlaun 10.000 kr

3. verđlaun 5000 kr.  

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2016 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Núverandi Kringlumeistari er Björn Ţorfinnsson, sem telfdi fyrir hiđ íslenska ređursafn.   Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér: og hér:
Kringlumóitiđ 2015, myndaalbúm hér:

Íslandsmót ungmenna (u8-u16) fer fram 8. og 9. október

Íslandsmót ungmenna fer fram helgina 8.-9. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verđa 10 Íslandsmeistarar - efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm. Glćsilegar vinningar í bođi.

Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum. Tekiđ verđur viđ ţátttökugjöldum og stađfestingu á mćtingu frá 11:20 – 11:50. Ţeir keppendur sem mćta eftir 11:50 geta misst sćti sitt í mótinu.

Skráning er á Skák.is (guli kassinn efst) til og međ 6. október. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Ţátttökugjald er krónur 1.500 og greiđist međ reiđufé viđ stađfestingu á mćtingu. Systkini borga aldrei meira en 2.500 kr. samtals. Hćgt er jafnframt ađ greiđa í gegnum netbanka fyrir mót inn á reikning 101-26-12763, kt. 58026-5409. Vinsamlegast látiđ nafn keppenda koma fram í skýringu og sendiđ kvittun á skaksamband@skaksamband.is.

Stefnt er ađ ţví ađ tefla í sérflokkum fyrir stráka og stelpur en mögulega ţarf ađ sameina einstaka flokka verđi ţátttaka ekki nćgjanleg. Sigurvegari í flokki 9-10 ára tryggir sér sćti á Norđurlandamótinu í skák sem fer fram í febrúar í Noregi. Sigurvegarar í elstu flokkunum ţremur tryggja sér sćti á Unglingameistaramóti Íslands.

Verđi menn jafnir í efstu sćtum er teflt um Íslandsmeistaratitla en stig reiknuđ um önnur sćti. Í flokki átta ára og yngri verđa ţó reiknuđ stig um öll sćti.

8 ára og yngri (f. 2008 og síđar)

Umhugsunartími: 10 mínútur.

Fjöldi umferđa: Allir keppendur tefla fimm umferđir á laugardeginum. Eftir fimm umferđir verđur niđurskurđur ţannig ađ keppendur međ ţrjá vinninga eđa fleiri komast áfram og mćta líka á sunnudegi. Umferđafjöldi á sunnudegi verđur tvćr til fjórar umferđir eftir heildarfjölda keppenda.

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir ţá sem komast áfram. 

9-10 ára (f. 2006 og 2007)

Umhugsunartími: 10 mínútur.

Fjöldi umferđa: Allir keppendur tefla fimm umferđir. Eftir fimm umferđir verđur niđurskurđur ţannig ađ keppendur međ ţrjá vinninga eđa fleiri komast áfram og mćta líka á sunnudegi. Umferđafjöldi á sunnudegi verđur tvćr til fjórar umferđir eftir heildarfjölda keppenda.

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og 12:00 á sunnudeginum fyrir ţá sem komast áfram.

11–12 ára (f. 2004 og 2005)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir.

13–14 ára (f. 2002 og 2003)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir.

15–16 ára (f. 2000 og 2001)

Umhugsunartími: 15 mínútur međ 5 sekúndna viđbótartíma fyrir hvern leik.

Fjöldi umferđa: 9                                                                           

Dagskrá: Mótiđ hefst 12:00 á laugardeginum og verđa ţá tefldar 5 umferđir. Mótinu verđur framhaldiđ 12:00 á sunnudeginum og verđa ţá tefldar fjórar umferđir. 


Frestur til ađ sćkja um styrki til SÍ rennur út um mánađarmótin

Stjórn SÍ veitir styrki til skákmenna ţrisvar á ári. Nćsta úthlutun fer fram 10. október nk. og rennur frestur til ađ sćkja um styrki nú út um mánađarmótinu.

Í reglum um styrkveitingar SÍ segir međal annars:

1. Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:

  • Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
  • Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2. Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
3. Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.

4. Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.

5. Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira (“performance”) í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.

Styrktarreglur SÍ


Ađalfundur SA á laugardaginn

Eins og ţegar hefur veriđ auglýst verđur ađalfundur Skákfélags Akureyrar haldin í Skákheimilinu laugardaginn 24. september kl. 13.00. Ţar verđa stunduđ venjuleg ađalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar og afgreiđsla reikninga. Einnig skal kjósa stjórn félagsins á ađalfundi. 

Félagar eru hvattir til ađ mćta, enda ef fundurinn ćđsta vald í málefnum félagsins og hér mun ţví gefast einstćtt tćkifćri til áhrifa á sterf ţess og hlutverk. Svo má minna á ađ minnst ţurfa 10 félagar ađ sćkja fundinn svo hann verđi löglegur.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 288
  • Frá upphafi: 8764866

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband