Leita í fréttum mbl.is

Ţorvarđur á hvínandi siglingu í Haustmótinu

Ţorvarđur
Blásiđ var í herlúđra í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gćr ţegar 2.umferđ Haustmótsins var tefld. Óvćnt úrslit litu dagsins ljós og línur eru farnar ađ skýrast eilítiđ í toppbaráttu flokkanna ţriggja.

A-flokkur

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2184) lét sér ekki nćgja ađ ganga í stjórn Taflfélags Reykjavíkur á dögunum heldur ćtlar hann sér stóra hluti viđ skákborđiđ líka. Ţessi fyrrum skákmeistari félagsins lagđi gamla brýniđ Björgvin Víglundsson (2185) ađ velli og hefur Ţorvarđur ţví fullt hús einn manna í A-flokki. Ţá tók stigahćsti keppandi mótsins, Ingvar Ţór Jóhannesson (2367), upp gömlu góđu skólabókina og kenndi ungstirninu -yngsta keppanda A-flokks- Vigni Vatnari Stefánssyni (2129) lexíu í athygliverđu endatafli. Vignir Vatnar tefldi ágćtlega međ svörtu framan af skák og lengi vel leit út fyrir ađ hann myndi halda fengnum hlut gegn Ingvari. Vigni varđ hins vegar á ađ leika ónákvćmum leikjum í endataflinu og Ingvar nýtti tćkifćriđ og vann tafliđ međ nćr óađfinnanlegri úrvinnslu. Ţá tefldi Jón Trausti Harđarson (2100) sína fyrstu vinningsskák í mótinu međ ţví ađ stýra hvítu mönnunum til sigurs gegn Birki Karli Sigurđssyni (1900). Grafarvogsbyltan á milli Olivers Arons Jóhannessonar (2255) og Dags Ragnarssonar (2272) endađi međ skiptum hlut og sömu sögu má segja um TR-bardaga Gauta Páls Jónssonar (2082) og Hrafns Loftssonar (2192).

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo.No.Rtg NameResult NameRtgNo.
1102184 Olafsson Thorvardur1 – 0 Viglundsson Bjorgvin21856
272100 Hardarson Jon Trausti1 – 0 Sigurdsson Birkir Karl19005
382255FMJohannesson Oliver˝ – ˝FMRagnarsson Dagur22724
492367FMJohannesson Ingvar Thor1 – 0 Stefansson Vignir Vatnar21293
512082 Jonsson Gauti Pall˝ – ˝ Loftsson Hrafn21922

B-flokkur

Mai brćđur voru ekkert ađ grínast međ skráningu sinni í Haustmótiđ og sitja ţeir nú á toppi B-flokks međ fullt hús ásamt Jóni Ţór Lemery. Ţeir ţremenningar hafa mćtt afspyrnuvel á afreksćfingar í Taflfélaginu og ţví kemur ţessi frammistađa skakţjálfurum félagsins ekki á óvart. Alexander Oliver Mai (1656) gerđi sér lítiđ fyrir og vann stigahćsta keppanda B-flokks, Hörđ Aron Hauksson (1856). Alexander hefur ţví mćtt tveimur af fjórum stigahćstu keppendum B-flokks og unniđ ţá báđa. Aron Ţór Mai (1845) vann Stephan Briem (1569) í lengstu skák umferđarinnar. Jón Ţór Lemery (1591) vann góđan sigur međ svörtu gegn Halldóri Kristjánssyni (1649). Róbert Luu (1672) stóđ fast í fćturna gegn fyrrum landsliđskonunni Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1802) og lyktađi skákinni međ jafntefli. Ţá mćttust feđginin Magnús Kristinsson (1833) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1777) og sćttust ţau á skiptan hlut, sem ađ öllum líkindum er jákvćtt fyrir heimilisfriđinn.

Round 2 on 2016/09/21 at 19.30
Bo.No.Rtg NameResult NameRtgNo.
1101833 Kristinsson Magnus˝ – ˝ Magnusdottir Veronika Steinun17776
271656 Mai Alexander Oliver1 – 0 Hauksson Hordur Aron18675
381672 Luu Robert˝ – ˝ Fridthjofsdottir Sigurl. Regi18024
491569 Briem Stephan0 – 1 Mai Aron Thor18453
511649 Kristjansson Halldor0 – 1 Lemery Jon Thor15912

 

Opinn flokkur

Til tíđinda dró í toppbaráttu opna flokksins ţegar Ólafur Evert Úlfsson (1464) vann stigahćsta keppanda flokksins, Arnald Bjarnason (1647). Ólafur Evert hefur ţví unniđ báđar sínar skákir líkt og Ingvar Egill Vignisson, Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason. Ţá sýndi hinn ungi og efnilegi Benedikt Briem (1093) ađ hann ćtlar ekki ađ gefa stóra bróđur í B-flokki ţumlung eftir viđ taflborđiđ ţví hann vann Örn Alexandersson (1217) og hefur Benedikt ţví hlotiđ 1,5 vinning í skákunum sínum tveimur. Skák Héđins Briem og Ţorsteins Magnússonar var frestađ vegna veikinda og verđur hún tefld nćstkomandi mánudagskvöld.

Bo.No. NameRtgPts.ResultPts. NameRtgNo.
16 Ulfsson Olafur Evert146411 – 01 Bjarnason Arnaldur16471
22 Briem Hedinn15631 1 Magnusson Thorsteinn14159
310 Davidsson Stefan Orri138610 – 11 Vignisson Ingvar Egill15543
44 Jonasson Hordur153211 – 01 Heidarsson Arnar134011
524 Hakonarson Oskar010 – 11 Sigurvaldason Hjalmar14855
620 Kristbergsson Bjorgvin1081˝0 – 1˝ Thrastarson Tryggvi K14507
718 Briem Benedikt1093˝1 – 00 Alexandersson Orn121713
812 Hakonarson Sverrir13380˝ – ˝0 Karlsson Isak Orri114817
914 Thorisson Benedikt11690˝ – ˝0 Gudmundsson Gunnar Erik108219
1021 Omarsson Adam106500 – 10 Baldursson Atli Mar116715
1116 Olafsson Arni115600 – 10 Moller Tomas102822
1223 Haile Batel Goitom001  bye 

 

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results. Ţá hefur Dađi Ómarsson slegiđ inn skákir 2.umferđar međ slíkum ógnarhrađa ađ keppendur ná varla ađ undirrita skorblađiđ áđur en skákir eru komnar á tölvutćkt form. Skákir Haustmótsins (pgn): #1, #2

Nćstkomandi föstudagskvöld verđur 3.umferđ tefld í félagsheimilinu og má reikna međ ćsilegum bardögum og fallegum fléttum. Tafliđ hefst klukkan 19:30.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8765239

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband