Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Andri Freyr og Jón Kristinn efstur á Haustmóti SA

Ţriđja umferđ Haustmóts Skákfélags Akureyrar fór fram í gćr. 

Úrslit 3. umferđar:

 • Jón Kristinn-Sigurđur A     1-0
 • Sigurđur E-Andri Freyr      1-0
 • Hreinn-Elsa María           1/2
 • Karl-Haki                   1/2
 • Fannar-Hilmir               1-0
 • Arnar-Gabríel, frestađ til miđvikudags.

Í A-úrslitum eru Jón Kristinn og Andri efstir međ tvo vinninga, en Sigurđar og Hreinn koma á hćla ţeim međ 1,5.

Í B-úrslitum eru fóstbrćđur H og K efstir međ 2,5 vinning og kemur hinn 11 ára gamli Fannar Breki á hćla ţeim međ 2.

Mótinu verđur nú frestađ framyfir Íslandsmót skákfélag og fjóra umferđ tefld ţann 9. október.

Nánar á Chess-results:


Verkís (Ingvar Ţór sigrađi á Kringluskákmóti Víkingaklúbbsins.

kringlan13Ingvar Ţór Jňhannesson sem telfdi fyrir Verkfrćđistofuna Verkís kom sá og sigrađi á Kringluskákmótinu sem fram fór fimmtudaginn 22. september. Ingvar fékk sjö vinninga af átta mögulegum. Annar varđ stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sem telfdi fyrir Ţórshús međ 6.5 vinninga af 8 mögulegum. Ţriđji varđ svo alţjóđameistarinn Arnar Gunnarsson sem telfdi fyrir hiđ íslenska ređursafn, en hann hlaut 6 vinninga. Efstur Víkinga varđ Lárus Ari Knútsson međ 5.5 vinninga og hlýtur hann ţví titilinn Hrađskákmeistari Víkingaklúbbsins. 2016. Efst kvenna varđ Lenka Ptácníková. Alls tóku 35 keppendur og 35 fyrirtćki ţátt í mótinu. Telfdar voru 8. umferđir međ 5. mínútna umhugsunartíma og skákstjóri var Páll Sigurđsson.

Mótiđ á chess-Results hér:

Úrslit:


1 Verkís, Ingvar Ţór Jóhannesson 7
2 Ţórshús, Hannes Hlífar Stefánsson 6.5
3 Hiđ íslenska ređursafn, Arnar Gunnarsson 6
4 Suzuki bílar, Magnús Örn Ůlfarsson 5.5
5 Hamborgarabúllan, Tómas Björnsson 5.5
6 Skrudda, Dagur Ragnarsson 5.5
7 Billjardbarinn, Lárus Knútsson 5.5
8 Gallabuxnabúđin, Davíđ Kjartansson 5
9 Bónus Kringlunni, Ólafur B. Ţórsson 5
10 Happahúsiđ, Vignir Vatnar Stefánsson 5
11 Guđmundur Arason ehf, Kristján Örn Elíasson 4.5
12 Boozst barinn, Páll Andrason 4.5
13 Rikki Chan, Gunnar Fr Rúnarsson 4.5
14 Spútnik, Hjörtur Yngvi Jóhannsson 4.5
15 Skóarinn, Stefán Ţór Sigurjónsson 4.5
16 Bćjarbakarí, Jóhann Ingvason 4.5
17 Henson, Lenka Ptcnikova 4
18 Happahúsiđ, Björgvin Smári Guđmundsson 4
19 Dunkin Donuts, Sturla Ţórđarson 4
20 Blómabúđin Kringlunni, Halldór Pálsson 4
21 Dúka, Sigurđur Freyr Jónatansson 4
22 Jón og Óskar, Sigurđur Ingason 3.5
23 Sjóvá, Haraldur Baldursson 3.5
24 Betra líf, Jon Olav Fivelstad 3.5
25 Kringlukráin, Halldór Kristjánsson 3.5
26 Bygging ehf, Ingi Tandri Traustason 3.0
27 Húrra diskótek, Arnljótur Sigurđsson 3.0
28 Kex Hostel, Hjálmar Sigvaldason 3.0
29 Neon, Smári Arnarson 3.0
30 Prentlausnir, Pétur Jóhannesson 3.0
31 Efling, Björgvin Kristbergsson 3.0
32 Dekurstofan, Finnur Finnsson 2.5
33 GM EInarsson, Hörđur J'onsson 2.5
34 Dressmann, Jón Einar Karlsson 2.0
35 Finnska búđin, Marlon Lee Pollock 1.0

Myndir á heimasíđu Víkingsklúbbsins


Atkvöld hjá Hugin í kvöld

Atkvöld verđur hjá Huginn mánudaginn 26. september 2016 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 3 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Síđan verđa  ţrjár atskákir međ umhugsunartímanum fimmmtán mínútur + 5 sekúndur á hvern leik.. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Mai-brćđrum halda engin bönd í Haustmótinu

image-13-768x576Stuttum fyrri hálfleik Haustmótsins lauk međ 3.umferđ á föstudagskvöld. Framundan er mótshlé vegna Minningarmóts Guđmundar Arnlaugssonar sem og vegna Íslandsmóts skákfélaga. Nćsta umferđ, sú fjórđa, verđur tefld 5.október.

A-flokkur

Ţađ var einmannalegt um ađ litast á pallinum er 3.umferđ var tefld í gćr ţví fjórum af fimm skákum var frestađ vegna anna skákmanna utan landsteinanna. Vignir Vatnar Stefánsson var ţó mćttur til leiks og stýrđi hann hvítu mönnunum til sigurs gegn Gauta Páli Jónssyni. Var ţađ fyrsta sigurskák Vignis Vatnars í mótinu og hefur hann nú hlotiđ 1,5 vinning. Frestađar skákir verđa tefldar nćstkomandi mánudagskvöld kl.19:30.

B-flokkur

Mai-brćđrum halda engin bönd í B-flokki. Aron Ţór Mai (1845) er einn efstur međ fullt hús vinninga eftir sigur á Halldóri Kristjánssyni (1649). Ţá gerđi Alexander Oliver Mai (1656) jafntefli međ svörtu viđ landsliđskonuna Veroniku Steinunni Magnúsdóttur (1777) og hefur Alexander ţví hlotiđ 2,5 vinning. Alexander situr í 2.sćti ásamt Magnúsi Kristinssyni (1833) sem lagđi Jón Ţór Lemery (1591) ađ velli. Loks vann Stephan Briem (1569) góđan sigur á Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1802). Ţrátt fyrir ágćta taflmennsku Stephans í fyrstu tveimur umferđunum ţá var uppskeran rýr, svo sigurinn í gćr var vafalítiđ kćrkominn fyrir hann.

Úrslit 3.umferđar:

Bo.No.Rtg NameResult NameRtgNo.
121591 Lemery Jon Thor0 – 1 Kristinsson Magnus183310
231845 Mai Aron Thor1 – 0 Kristjansson Halldor16491
341802 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi0 – 1 Briem Stephan15699
451867 Hauksson Hordur Aron  Luu Robert16728
561777 Magnusdottir Veronika Steinun˝ – ˝ Mai Alexander Oliver16567

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson (1464) gefur andstćđingum sínum engin griđ í Opna flokknum og fórnarlamb hans í 3.umferđ var Ingvar Egill Vignisson (1554). Ólafur Evert hefur unniđ allar ţrjár skákir sínar. Héđinn Briem (1563) hefur unniđ báđar sínar skákir, en skák hans úr 2.umferđ var frestađ. Í gćr vann hann Tryggva K. Ţrastarson (1450). Ţađ var Vinaskákfélagsslagur í gćr ţar sem Hjálmar Sigurvaldason (1485) mćtti Herđi Jónassyni (1532) og lyktađi viđureigninni međ jafntefli. Benedikt Briem (1093) heldur áfram ađ hrekkja stigahćrri mótherja ţví í gćr gerđi hann jafntefli viđ Halldór Atla Kristjánsson (1417). Benedikt er ţví enn taplaus í Opna flokknum.

Úrslit 3.umferđar:

Bo.No. NameRtgPts.ResultPts. NameRtgNo.
13 Vignisson Ingvar Egill155420 – 12 Ulfsson Olafur Evert14646
25 Sigurvaldason Hjalmar14852˝ – ˝2 Jonasson Hordur15324
37 Thrastarson Tryggvi K14500 – 11 Briem Hedinn15632
48 Kristjansson Halldor Atli1417˝ – ˝ Briem Benedikt109318
59 Magnusson Thorsteinn14151˝ – ˝1 Davidsson Stefan Orri138610
611 Heidarsson Arnar134011 – 01 Hakonarson Oskar024
723 Haile Batel Goitom010 – 11 Baldursson Atli Mar116715
822 Moller Tomas102811 – 0˝ Thorisson Benedikt116914
917 Karlsson Isak Orri1148˝1 – 0˝ Kristbergsson Bjorgvin108120
1019 Gudmundsson Gunnar Erik1082˝˝ – ˝0 Olafsson Arni115616
1113 Alexandersson Orn121701 – 00 Omarsson Adam106521
121 Bjarnason Arnaldur164710  not paired  
1312 Hakonarson Sverrir1338˝0  not paired

 

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru ađgengilegar hér (pgn):#1, #2, #3

4.umferđ verđur tefld miđvikudagskvöldiđ 5.október kl.19:30. Allar ótefldar skákir til ţessa verđa tefldar mánudagskvöldiđ 26.september kl.19:30.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson hefst kl. 14 - enn hćgt ađ skrá sig til leiks

Guđm. Arnlaugs og Friđrik - teikn. Svala Sóleyg - ljósm. Sigurjón Jóhannsson - ESE

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september. Heildarverđlaun eru 100.000 kr. og tefldar verđa 11 umferđir međ umhugsunartímanum 4+2. Eldri nemendur úr MH er bođnir sérstaklega velkomnir til leiks en mótiđ er opiđ öllum.

Međal ţegar skráđra keppenda má nefna stórmeistarana: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétarsson, Jón L. Árnason, og Ţröst Ţórhallsson.

Mótiđ hefst kl. 14 og teflt verđur í hátíđarsal skólans. Í upphafi móts verđur Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, međ stuttan fyrirlestur um mikilvćgi Guđmundar fyrir íslenskt skáklíf. 

Verđlaun eru sem hér segir: 

 1. 50.000 kr.
 2. 30.000 kr.
 3. 20.000 kr.

Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu. 

Ţrenn bókarverđlaun verđa veitt fyrir bestan árangur ungmenna fćdd 2001 og síđar.

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000 og er hćgt ađ leggja ţau inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót eđa greiđa međ reiđufé á skákstađ.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótiđ á Chess-Results.


Skákţáttur Morgunblađsins: Óvćnt endalok á afmćlismóti Taflfélags Vestmannaeyja

G54107E0ITaflfélag Vestmannaeyja var stofnađ fyrir 90 árum og enginn kann betur sögu ţess en Arnar Sigurmundsson, núverandi formađur félagsins og ađalskipuleggjandi dagskrár vegna afmćlisins, sem náđi hámarki međ afmćlismóti TV um síđustu helgi. Arnar var 13 ára gamall ţegar TV var endurvakiđ áriđ 1957. Á dögunum stóđ TV fyrir útgáfu sérrrits um sögu félagsins sem dreift var međ Fréttum og í ţađ ritađi, auk Arnars, Karl Gauti Hjaltason, sem rakti einhverja mögnuđustu sókn fram á viđ sem um getur ţegar ungmenni úr Eyjum studd af vel virkum foreldrum, skólayfirvöldum og góđum leiđbeinendum tóku skákina međ trompi í hinum ýmsum skólakeppnum innanlands og utan í keppni viđ bestu grunnskóla Skandinavíu á Norđurlandamótum. Karl Gauti hefur einnig vakiđ athygli á ţví ađ međal félagsmanna TV um miđja síđustu öld var Björn Kalman sem margir telja ađ sé fyrirmyndin ađ hr. B í sögu Stefan Zweig, Manntafl.

Afmćlismótiđ dró til sín marga skákmenn sem voru virkir á öđrum blómatíma skákarinnar í Eyjum rétt fyrir gos og hafa haldiđ tryggđ viđ skákgyđjuna síđan. Alls voru keppendur 24 talsins og viđ athugun kom í ljós ađ sjö ţeirra höfđu á einhverjum tíma gegnt formennsku, auk Arnars ţeir Andri Hrólfsson, Einar B. Guđlaugsson, Óli Á. Vilhjálmsson, Stefán Gíslason, Ólafur Hermannsson og Ćgir Páll Friđbertsson. Á mótinu var hvert borđ merkt međ númerum úr krossviđ sem smíđuđ voru sérstaklega fyrir keppnir milli Austurbćjar og Vesturbćjar í Eyjum uppúr 1960.

Á mótinu voru tefldar níu umferđir og efstir urđu:

1. Helgi Ólafsson 8 v. (af 9) 2.-3. Davíđ Kjartansson og Oliver Aron Jóhannesson 6˝ v. 4.-6. Stefán Bergsson, Sćvar Bjarnason og Ólafur Hermannsson 5˝ v. 7.-10. Elvar Guđmundsson, Einar B. Guđlaugsson, Vigfús Vigfússon og Hörđur Aron Hauksson 5 v.

Af úrslitunum mćtti draga ţá ályktun ađ sigur undirritađs hafi veriđ öruggur en ţađ gekk á ýmsu. Skákin viđ Elvar Guđmundsson tók undarlega stefnu ţegar sóknartilburđir svarts virtust vera ađ renna út í sandinn og Elvar međ tvćr drottningar á borđinu:

90 ára afmćlismót TV; 4. umferđ:

Elvar Guđmundsson – Helgi Ólafsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Rbd7 8. O-O Be7 9. e4 dxe4 10. Rxe4 Rxe4 11. Dxe4 O-O 12. b3 a5 13. Bb2 a4 14. Hfd1 Db6 15. Dc2 Bf6 16. g3 Hfd8 17. Kg2 h6 18. Hd3 axb3 19. axb3 Hxa1 20. Bxa1 Da6 21. Bc3 Ha8 22. Hd1 b5 23. d5 cxd5 24. Ha1 Db7 25. Hxa8+ Dxa8 26. Bxf6 Rxf6 27. cxb5 Da7 28. Dc8+ Kh7 29. Da6 Dc5 30. Dc6 Db4 31. b6 Re4 32. Dc7 Dxb3 33. b7 Db2

G44107DUL34. Rd2!

„Elvar bombađi riddaranum ofan í bćđi drottningu og riddara Helga. Sú sleggja knúđi fram unniđ tafl,“ stóđ skrifađ á skak.is.

34. ... Dxd2 35. Df4! De2 36. b8(D) Rd2!

Hótar 37. .. Df1 mát.

37. h4 Df1+ 38. Kh2 De2 39. Dxf7!

Best en ég átti allt eins von á 39. g4 f5 međ hugmyndinni 40. gxf5? e5! o.s.frv.

39. ... Rf3+

Kóngurinn á tvćr leiđir – önnur leiđir til sigurs – hin til glötunar!

40. Kh3?

40. Kg2! vinnur.

40. ... Df1+ 41. Kg4 Rh2+! 42. Kh5 De2+ 43. f3 Dxf3+ 44. Dxf3

Og hér héldu margir ađ svartur yrđi ađ taka drottninguna en ţá kom...

44. ... g6 mát!

G44107DUPÓvćnt endalok. Lokastađan á síđasta orđiđ um 90 ára afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. september 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Korpúlfar - nýr öldungaklúbbur í Grafarvogi

KORPÚLFAR ađ tafli

Félag eldri borgara í Grafarvogi - KORPÚLFARr - (stofnađ 1998) heldur uppi mikilli félagsstarfsemi ţar um slóđir. Ađsetur ţess er nú í hinni glćsilega félagsmiđstöđ BORGUM (á vegum Reykjavíkurborgar) viđ Spöngina, ađalverslunarmiđstöđ hverfisins.

Hlynur Smári Ţórđarson - ese 1.10.2013 07-18-16.2013 07-18-16Ađ frumkvćđi Hlyns Smára Ţórđarsonar (mágs Ingvars Ásmundssonar, heitins) í samráđi viđ Sesselju Eiríksdóttur, formanns Korpúlfa, var bryddađ ţar upp á taflmennsku  í fyrravetur. Nú hafa skákmót eldri borgara veriđ gerđ ađ föstum liđ á dagskrá menningarhússins og verđa haldin alla fimmtudaga í vetur kl. 13 -16. Fyrsta mótiđ fór fram međ pomp og prakt nú í vikunni og var ţátttaka góđ og ađstađa öll til fyrirmyndar. Frítt kaffi og međlćti fyrir lítiđ.

Ekki verđur annađ sagt en ađ eldri skákmenn á höfuđborgarsvćđinu hafa nú nćg tćkifćri til ađ hrista af sér sleniđ og iđka heilabrot sér til heilsubótar. Geta teflt međ ÁSUM í Ásgarđi, Stangarhyl á ţriđjudögum, međ RIDDURUM í Vonarhöfn, Strandbergi, Hafnarfirđi, á miđvikudögum og nú svo međ Korpúlfum í Borgum á fimmtudögum.

Allar ţessa skákskylmingar eldri borgara hefjast kl. 13 umrćdda daga. Mótin ćttu ađ geta hentađ flestum, nema menn vilji sćkja ţau öll, auk ţess ađ tefla í KR á mánudögum og árdegis á laugardögum, ţar sem haldin eru skákmót/ćfingar allan ársins hring sem eru opin jafnt ungum sem öldnum.

KORPÚLFAR - 22.SEPT.


Skákkynning í Gerđubergi í dag

Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir skákkynningu í Gerđubergi í dag klukkan 13:30. Nánar má lesa um dagskránna sem hefst 13:30 hér; http://borgarbokasafn.is/is/content/sk%C3%A1k-fyrir-alla-konur-b%C3%B6rn-og-karla


Ađalfundur SA í dag

Eins og ţegar hefur veriđ auglýst verđur ađalfundur Skákfélags Akureyrar haldin í Skákheimilinu laugardaginn 24. september kl. 13.00. Ţar verđa stunduđ venjuleg ađalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar og afgreiđsla reikninga. Einnig skal kjósa stjórn félagsins á ađalfundi. 

Félagar eru hvattir til ađ mćta, enda ef fundurinn ćđsta vald í málefnum félagsins og hér mun ţví gefast einstćtt tćkifćri til áhrifa á sterf ţess og hlutverk. Svo má minna á ađ minnst ţurfa 10 félagar ađ sćkja fundinn svo hann verđi löglegur.


Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á sunnudaginn - enn hćgt ađ skrá sig!

GudmundurArnl-LotharSchmid-1972

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september. Heildarverđlaun eru 100.000 kr. og tefldar verđa 11 umferđir međ umhugsunartímanum 4+2. Eldri nemendur úr MH er bođnir sérstaklega velkomnir til leiks en mótiđ er opiđ öllum.

Međal ţegar skráđra keppenda má nefna stórmeistarana: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétarsson og Ţröst Ţórhallsson.

Mótiđ hefst kl. 14 og teflt verđur í hátíđarsal skólans. Í upphafi móts verđur Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, međ stuttan fyrirlestur um mikilvćgi Guđmundar fyrir íslenskt skáklíf. 

Verđlaun eru sem hér segir: 

 1. 50.000 kr.
 2. 30.000 kr.
 3. 20.000 kr.

Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu. 

Ţrenn bókarverđlaun verđa veitt fyrir bestan árangur ungmenna fćdd 2001 og síđar.

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000 og er hćgt ađ leggja ţau inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót eđa greiđa međ reiđufé á skákstađ.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótiđ á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.7.): 5
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 178
 • Frá upphafi: 8705138

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 148
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband